Með lögum skal land byggja - þ.m.t. Kópavog! Gunnar Jónsson skrifar 3. maí 2022 08:00 Vinir Kópavogs urðu til sem félagsskapur Kópavogsbúa sem var óánægður með verklag bæjarins í skipulagsmálum. Skipulagsstofnun og Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafa gagnrýnt og ógilt vinnubrögð bæjarins í þeim efnum. Sveitarstjórnarráðuneytið hefur til meðferðar fjölmargar ábendingar um brot bæjarins við framkvæmd skipulagsmála og Umboðsmaður Alþingis fylgist með. Bæjaryfirvöld halda engu að síður ótrauð áfram, sem er óviðunandi. Kópavogsbúar eiga rétt á því að yfirvöld þeirra fari að lögum. Þá kröfu gera Vinir Kópavogs og hún er kjarninn í málatilbúnaði þeirra, Vinir Kópavogs eru ekki venjuleg stjórnmálahreyfing. Vinir geta verið til hægri eða vinstri í pólitík eða einhverstaðar þar á milli án þess að láta það koma upp á milli sín. Vinir Kópavogs eiga það sammerkt að vilja bænum sínum það besta, þ. á m. að yfirvöld hans fari að reglum. Listi Vina Kópavogs er skipaður frábæru fólki, sem býr að margskonar reynslu sem mun nýtast vel við stjórn bæjarins. Enn merkilegra er kannski að enginn er á listanum til þess að fullnægja eigin metnaði í stjórnmálum. Frambjóðendur vilja einfaldlega vinna Kópavogi og Kópavogsbúum vel. Kópavogur er frábær og þar býr frábært fólk sem á skilið frábær yfirvöld. Fjölgun hefur hvergi á landinu verið viðlíka og í Kópavogi liðna áratugi. Yfirvöld hafa kunnað þá list að brjóta ný svæði til byggðar nokkuð vel. Það er hinsvegar farið að sneiðast verulega um ný svæði. Fjölgun til frambúðar verður mest með þéttingu. Yfirvöldum hafa verið mislagðar hendur við þéttingu og þar þarf nýtt verklag. Það ætla Vinir Kópavogs að taka upp. Vinir Kópavogs bjóða þá sem í bæinn vilja flytjast velkomna. Þeirra vegna og hinna sem fyrir eru þarf það að gerast í sátt og samlyndi. Það næst best með samráði, eins og mælt er fyrir um í skipulagslögum. Samráð á að fela í sér raunverulegt samtal, ekki bara hak í reiti - helst þannig að íbúar taki ekki eftir. Sá háttur hefur verið á hafður undanfarið. Athugasemdir sem fram koma eru svo virtar að vettugi. Þessu ætla Vinir Kópavogs að breyta. Þeir vilja nota skipulag til þess sem það er ætlað, að tryggja íbúum mannvænt umhverfi til búsetu. Þess vegna eru sveitarstjórnarmál svo spennandi - sé rétt á haldið verða ákvarðanir til þess að auka lífsgæði íbúanna. Þannig ákvarðanir ætla Vinir Kópavogs taka. Þess vegna ætla ég að setja X við Y til bæjarstjórnar Kópavogs. Höfundur er Kópavogsbúi og hæstaréttarlögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Vinir Kópavogs urðu til sem félagsskapur Kópavogsbúa sem var óánægður með verklag bæjarins í skipulagsmálum. Skipulagsstofnun og Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafa gagnrýnt og ógilt vinnubrögð bæjarins í þeim efnum. Sveitarstjórnarráðuneytið hefur til meðferðar fjölmargar ábendingar um brot bæjarins við framkvæmd skipulagsmála og Umboðsmaður Alþingis fylgist með. Bæjaryfirvöld halda engu að síður ótrauð áfram, sem er óviðunandi. Kópavogsbúar eiga rétt á því að yfirvöld þeirra fari að lögum. Þá kröfu gera Vinir Kópavogs og hún er kjarninn í málatilbúnaði þeirra, Vinir Kópavogs eru ekki venjuleg stjórnmálahreyfing. Vinir geta verið til hægri eða vinstri í pólitík eða einhverstaðar þar á milli án þess að láta það koma upp á milli sín. Vinir Kópavogs eiga það sammerkt að vilja bænum sínum það besta, þ. á m. að yfirvöld hans fari að reglum. Listi Vina Kópavogs er skipaður frábæru fólki, sem býr að margskonar reynslu sem mun nýtast vel við stjórn bæjarins. Enn merkilegra er kannski að enginn er á listanum til þess að fullnægja eigin metnaði í stjórnmálum. Frambjóðendur vilja einfaldlega vinna Kópavogi og Kópavogsbúum vel. Kópavogur er frábær og þar býr frábært fólk sem á skilið frábær yfirvöld. Fjölgun hefur hvergi á landinu verið viðlíka og í Kópavogi liðna áratugi. Yfirvöld hafa kunnað þá list að brjóta ný svæði til byggðar nokkuð vel. Það er hinsvegar farið að sneiðast verulega um ný svæði. Fjölgun til frambúðar verður mest með þéttingu. Yfirvöldum hafa verið mislagðar hendur við þéttingu og þar þarf nýtt verklag. Það ætla Vinir Kópavogs að taka upp. Vinir Kópavogs bjóða þá sem í bæinn vilja flytjast velkomna. Þeirra vegna og hinna sem fyrir eru þarf það að gerast í sátt og samlyndi. Það næst best með samráði, eins og mælt er fyrir um í skipulagslögum. Samráð á að fela í sér raunverulegt samtal, ekki bara hak í reiti - helst þannig að íbúar taki ekki eftir. Sá háttur hefur verið á hafður undanfarið. Athugasemdir sem fram koma eru svo virtar að vettugi. Þessu ætla Vinir Kópavogs að breyta. Þeir vilja nota skipulag til þess sem það er ætlað, að tryggja íbúum mannvænt umhverfi til búsetu. Þess vegna eru sveitarstjórnarmál svo spennandi - sé rétt á haldið verða ákvarðanir til þess að auka lífsgæði íbúanna. Þannig ákvarðanir ætla Vinir Kópavogs taka. Þess vegna ætla ég að setja X við Y til bæjarstjórnar Kópavogs. Höfundur er Kópavogsbúi og hæstaréttarlögmaður
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar