Heiðin tengir saman Bolungarvík og Skálavík þar sem er vinsæl sumarbústaðabyggð. Það var Elvar Kristinn Sigurgeirsson sem sá um að ryðja heiðina í ár.
„Þetta tekur þrjá daga, við eigum eftir að moka neðst niðri,“ segir Elvar í samtali við fréttastofu en hann hóf að blása snjóinn burt fyrir tveimur dögum síðan.
Vegagerðin annast moksturinn á veginum og réði Elvar til að keyra snjóblásara yfir heiðina.
Hafþór Gunnarsson tók upp myndband á dróna sinn sem sýnir frá blæstrinum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.