Greiða sér út rúma tvo milljarða í arð en vara við enn meiri verðhækkunum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. maí 2022 12:53 Matur og drykkjarvara hefur hækkað um 5,2% á einu ári . vísir/vilhelm ASÍ segir það skjóta skökku við að matvöruverslanir hækki verð á vörum sínum á sama tíma og þær skili inn margra milljarða króna hagnaði. Eigendur Haga stefna að því að greiða sér út tvo milljarða í arð í ár. Á sama tíma og verðbólga hefur hækkað upp í 7,2 prósent, það mesta sem mælst hefur í tólf ár, eykst hagnaður stærstu matvöruverslana gríðarlega. „Við erum að sjá margra milljarða króna hagnað hjá þessum stærstu matvöruverslanakeðjum; bæði hjá Högum og Festi og eins var góð afkoma hjá Samkaupum. Og þetta eru svona þessir þrír stærstu turnar,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, sagði á uppgjörskynningu Haga síðasta föstudag að fyrirtækið hefði ekki val um annað en að hækka smásöluverð í ljósi aðstæðna. „Ef við myndum ekki bregðast við yrðum við fljótt komin í þá stöðu að vera á skjön við lög, við megum ekki selja vörur undir kostnaðarverði og verðhækkanirnar eru bara það miklar að framlegðin hefur ekki undan,“ sagði Finnur. Í nýútgefnum ársreikningi Haga, sem á Bónus, Hagkaup og Olís kemur til dæmis fram að hagnaður þeirra hafi numið fjórum milljörðum króna og að í ár verði greiddur út rúmlega tveggja milljarða króna arður til hluthafa fyrirtækisins. „Maður auðvitað bara furðar sig á þessu og það er ekki langt síðan að forstjórar þessara fyrirtækja eða matvöruverslanakeðja stigu fram og héldu því fram að verðhækkanir væru óhjákvæmilegar,“ segir Auður Alfa. Þessar verðhækkanir eru gríðarlegar og hafa ólíklega farið fram hjá nokkrum síðustu mánuði. Á einu ári hefur matur og drykkjarvara hækkað um 5,2 prósent og búvara án grænmetis mest, eða um 7,7 prósent. Ef spár bankanna ganga eftir gætu stýrivextir svo hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni. Hagar eiga Hagkaup, Bónus, Olís, Banana ehf., Aðföng og Zöru.vísir/vilhelm Auður Alfa segir að taka verði umræðu um það hér á landi hvað stór fyrirtæki geta gert til að stemma stigu við verðbólgunni. „Við þurfum auðvitað að skapa hérna umhverfi, og það er að mörgu leyti stjórnvalda að gera það, að skapa samkeppnisumhverfi og ég held að það sé nokkuð augljóst að matvörumarkaðurinn á Íslandi beri mörg einkenni fákeppni,“ segir Auður Alfa. Neytendur Efnahagsmál Kauphöllin Fjármál heimilisins Verðlag Hagar Festi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Á sama tíma og verðbólga hefur hækkað upp í 7,2 prósent, það mesta sem mælst hefur í tólf ár, eykst hagnaður stærstu matvöruverslana gríðarlega. „Við erum að sjá margra milljarða króna hagnað hjá þessum stærstu matvöruverslanakeðjum; bæði hjá Högum og Festi og eins var góð afkoma hjá Samkaupum. Og þetta eru svona þessir þrír stærstu turnar,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Finnur Oddsson, forstjóri Haga, sagði á uppgjörskynningu Haga síðasta föstudag að fyrirtækið hefði ekki val um annað en að hækka smásöluverð í ljósi aðstæðna. „Ef við myndum ekki bregðast við yrðum við fljótt komin í þá stöðu að vera á skjön við lög, við megum ekki selja vörur undir kostnaðarverði og verðhækkanirnar eru bara það miklar að framlegðin hefur ekki undan,“ sagði Finnur. Í nýútgefnum ársreikningi Haga, sem á Bónus, Hagkaup og Olís kemur til dæmis fram að hagnaður þeirra hafi numið fjórum milljörðum króna og að í ár verði greiddur út rúmlega tveggja milljarða króna arður til hluthafa fyrirtækisins. „Maður auðvitað bara furðar sig á þessu og það er ekki langt síðan að forstjórar þessara fyrirtækja eða matvöruverslanakeðja stigu fram og héldu því fram að verðhækkanir væru óhjákvæmilegar,“ segir Auður Alfa. Þessar verðhækkanir eru gríðarlegar og hafa ólíklega farið fram hjá nokkrum síðustu mánuði. Á einu ári hefur matur og drykkjarvara hækkað um 5,2 prósent og búvara án grænmetis mest, eða um 7,7 prósent. Ef spár bankanna ganga eftir gætu stýrivextir svo hækkað um allt að eitt prósentustig í vikunni. Hagar eiga Hagkaup, Bónus, Olís, Banana ehf., Aðföng og Zöru.vísir/vilhelm Auður Alfa segir að taka verði umræðu um það hér á landi hvað stór fyrirtæki geta gert til að stemma stigu við verðbólgunni. „Við þurfum auðvitað að skapa hérna umhverfi, og það er að mörgu leyti stjórnvalda að gera það, að skapa samkeppnisumhverfi og ég held að það sé nokkuð augljóst að matvörumarkaðurinn á Íslandi beri mörg einkenni fákeppni,“ segir Auður Alfa.
Neytendur Efnahagsmál Kauphöllin Fjármál heimilisins Verðlag Hagar Festi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira