Jón Stefán: „Markmaðurinn okkar vinnur þennan leik fyrir okkur” Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. maí 2022 21:53 Jón Stefán Jónsson (t.v.) var eðlilega sáttur við sigur kvöldsins. Mynd/Þór/KA Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega hamingjusamur eftir að lið hans lagði Íslandsmeistara Vals að velli. Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega hamingjusamur eftir að lið hans lagði Íslandsmeistara Vals að velli. „Bara rosalega ánægður með þennan leik og við kvittuðum aðeins fyrir Blikaleikinn, auðvitað vorum við minna með boltann og allt það en bara fyrir öllu að ná í þrjú stig.” „Við ætluðum að liggja til baka, við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka, við ætluðum kannski að hafa boltann eitthvað í leiknum en við nýttum bara færin okkar mjög vel. Það er ótrúlega gott að hafa tvær reyndar frammi sem slútta og ég ætla nú ekki að fara taka neitt af neinum þegar ég segi að markmaðurinn okkar (Harpa Jóhannsdóttir) vinnur þennan leik fyrir okkur, bara ótrúleg frammistaða.” Harpa Jóhannsdóttir, markmaður Þór/KA, varði fjölmörg dauðafæri í leiknum og var frábær á milli stanganna allan leikinn. Er þetta besti leikur sem Harpa hefur spilað? „Hún má þá hafa spilað helvíti vel ef hún ætlar að spila betur en þetta, þetta var bara ótrúleg frammistaða og ég bara gæti ekki verið ánægðari með það.” Jón Stefán var sammála undirrituðum að það sé draumur þjálfara þegar leikur er settur upp á þennan hátt og allt fer eftir áætlun eins og gerðist í kvöld. „Ég talaði um þetta við þær fyrir leik að það væri nú einhvernveginn þannig að maður fengi alltaf eitt færi í hvorum hálfleik, ég átti nú kannski ekki alveg von á því að þetta væri bara bókstaflega eitt færi í hvorum hálfleik og við myndum skora en eins og ég sagði áðan þá datt þetta klárlega okkar megin í dag.” Andrea Mist lenti í höfuðmeiðslum strax á 9. mínútu og þurfti að fara af velli. Jón Stefán segir það auðvitað hafa verið erfitt að missa hana út af svona snemma. „Lykilmaður í liðinu og Kimberley kom frábær inn á, það er ekki það, en hún er öllt önnur týpa af leikmanni og þá að sjálfsögðu riðlast þetta aðeins en varnarlega bara mjög hamingjusamur og mér fannst við gera mjög vel en Andrea er lykilmaður og það koma ekkert margir í staðinn fyrir hana.” „Ég held að hún sé bara nokkuð góð sko, ég held að það hafi nú meira verið að hún fékk gat á hausinn, mikið blóð, en ekki svimi eða eitthvað svoleiðis og ég á ekki von á öðru en að hún sé klár næst”, sagði Jón Stefán aðspurður hvernig heilsan á Andreu væri eftir höfuðhöggið.Þór/KA tapaði fyrsta leik sínum illa gegn Breiðablik, 4-1, og viðurkennir Jón Stefán að mikið púður hafi farið í undirbúning fyrir þennan leik. „Ég skal alveg viðurkenna það, við vorum ógeðslega svekkt með það sem við sýndum í Kópavogi og vildum kvitta fyrir og breyttum aðeins en ekkert eitthvað ógurlega miklu en bara gríðarlega ánægður, þetta gekk náttúrulega fullkomnlega upp varnarlega.” Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli. 3. maí 2022 21:19 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Sjá meira
Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA, var virkilega hamingjusamur eftir að lið hans lagði Íslandsmeistara Vals að velli. „Bara rosalega ánægður með þennan leik og við kvittuðum aðeins fyrir Blikaleikinn, auðvitað vorum við minna með boltann og allt það en bara fyrir öllu að ná í þrjú stig.” „Við ætluðum að liggja til baka, við ætluðum ekki að liggja svona mikið til baka, við ætluðum kannski að hafa boltann eitthvað í leiknum en við nýttum bara færin okkar mjög vel. Það er ótrúlega gott að hafa tvær reyndar frammi sem slútta og ég ætla nú ekki að fara taka neitt af neinum þegar ég segi að markmaðurinn okkar (Harpa Jóhannsdóttir) vinnur þennan leik fyrir okkur, bara ótrúleg frammistaða.” Harpa Jóhannsdóttir, markmaður Þór/KA, varði fjölmörg dauðafæri í leiknum og var frábær á milli stanganna allan leikinn. Er þetta besti leikur sem Harpa hefur spilað? „Hún má þá hafa spilað helvíti vel ef hún ætlar að spila betur en þetta, þetta var bara ótrúleg frammistaða og ég bara gæti ekki verið ánægðari með það.” Jón Stefán var sammála undirrituðum að það sé draumur þjálfara þegar leikur er settur upp á þennan hátt og allt fer eftir áætlun eins og gerðist í kvöld. „Ég talaði um þetta við þær fyrir leik að það væri nú einhvernveginn þannig að maður fengi alltaf eitt færi í hvorum hálfleik, ég átti nú kannski ekki alveg von á því að þetta væri bara bókstaflega eitt færi í hvorum hálfleik og við myndum skora en eins og ég sagði áðan þá datt þetta klárlega okkar megin í dag.” Andrea Mist lenti í höfuðmeiðslum strax á 9. mínútu og þurfti að fara af velli. Jón Stefán segir það auðvitað hafa verið erfitt að missa hana út af svona snemma. „Lykilmaður í liðinu og Kimberley kom frábær inn á, það er ekki það, en hún er öllt önnur týpa af leikmanni og þá að sjálfsögðu riðlast þetta aðeins en varnarlega bara mjög hamingjusamur og mér fannst við gera mjög vel en Andrea er lykilmaður og það koma ekkert margir í staðinn fyrir hana.” „Ég held að hún sé bara nokkuð góð sko, ég held að það hafi nú meira verið að hún fékk gat á hausinn, mikið blóð, en ekki svimi eða eitthvað svoleiðis og ég á ekki von á öðru en að hún sé klár næst”, sagði Jón Stefán aðspurður hvernig heilsan á Andreu væri eftir höfuðhöggið.Þór/KA tapaði fyrsta leik sínum illa gegn Breiðablik, 4-1, og viðurkennir Jón Stefán að mikið púður hafi farið í undirbúning fyrir þennan leik. „Ég skal alveg viðurkenna það, við vorum ógeðslega svekkt með það sem við sýndum í Kópavogi og vildum kvitta fyrir og breyttum aðeins en ekkert eitthvað ógurlega miklu en bara gríðarlega ánægður, þetta gekk náttúrulega fullkomnlega upp varnarlega.”
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli. 3. maí 2022 21:19 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Þór/KA - Valur 2-1 | Norðankonur lögðu meistarana Þór/KA mætti Val í Bestu deild kvenna í Boganum í kvöld. Heimakonur unnu 2-1 baráttusigur en Valskonur fengu aragrúa af færum til að ná í það minnsta jafntefli. 3. maí 2022 21:19