Eldri íbúar, eldri Ár-borgarar! Helga Lind Pálsdóttir skrifar 4. maí 2022 11:31 Þegar einstaklingur fagnar 67 aldursárum telst hann formlega til hóps ,,eldri borgara.” Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur og það er langt frá því að einstaklingur falli sjálfkrafa inn í einsleitan hóp sem allir hafa sömu þarfir bara við það eitt að verða 67 ára. Samfélagsleg umræða um aldraða snýst þó gjarnan og oft að mestu leyti um þá eldri borgara sem standa frammi fyrir félagslegum og/eða heilsufarslegum vanda og því úrræðaleysi sem við blasir við íslensku samfélagi. Raunin er sú að margir sem fagnað hafa 67 ára afmælisdegi sínum eru fullfrískir, með fulla vinnugetu, lifa sama lífsstíl og áður, stunda heilsurækt og útivist. Þessi hópur heldur áfram að lifa sínu lífi líkt og það gerði fyrir 67 ára afmælisdaginn sinn. Þjónusta og tækifæri við hæfi fyrir eldri íbúa sveitarfélagsins Við sem samfélag eigum að styðja við eldri íbúa sem hafa heilsu og getu með fjölbreyttum félagslegum og heilsueflandi tækifærum, nýta mannauðin, þekkinguna og viskuna sem býr með þessum hóp. Við eigum jafnframt að veita öldruðum sem þurfa á þjónustu að halda góða heilbrigðis- og félagsþjónustu sem stuðlar að því að viðkomandi geti búið við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem hægt er auk þess að tryggja nauðsynlega stofnanaþjónustu ef og þegar þess er þörf. Hvað ætlar D - listinn að gera fyrir okkar eldri íbúa? Við viljum samfélag þar sem eldri íbúar geta notið lífsins á eigin forsendum. D - listinn ætlar að beita sér fyrir góðri þjónustu til eldri borgara. Við munum tryggja fjölbreytta búsetukosti fyrir aldraða og vinna ötullega að betri samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu sveitarfélagsins. Við viljum auka samráð við eldri íbúa, styðja við öldunagaráð og halda reglulega fundi með félögum eldri borgara í sveitarfélaginu allt kjörtímabilið. Þá munum við í D- listanum fjölga valkostum og tækifærum til heilsueflingar í öllum þéttbýliskjörnum Árborgar. Með þessu viljum við tryggja að það sé gott að eldast í Árborg okkar allra. Höfundur er félagsráðgjafi og í 6. sæti á lista D- listans í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Eldri borgarar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingur fagnar 67 aldursárum telst hann formlega til hóps ,,eldri borgara.” Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur og það er langt frá því að einstaklingur falli sjálfkrafa inn í einsleitan hóp sem allir hafa sömu þarfir bara við það eitt að verða 67 ára. Samfélagsleg umræða um aldraða snýst þó gjarnan og oft að mestu leyti um þá eldri borgara sem standa frammi fyrir félagslegum og/eða heilsufarslegum vanda og því úrræðaleysi sem við blasir við íslensku samfélagi. Raunin er sú að margir sem fagnað hafa 67 ára afmælisdegi sínum eru fullfrískir, með fulla vinnugetu, lifa sama lífsstíl og áður, stunda heilsurækt og útivist. Þessi hópur heldur áfram að lifa sínu lífi líkt og það gerði fyrir 67 ára afmælisdaginn sinn. Þjónusta og tækifæri við hæfi fyrir eldri íbúa sveitarfélagsins Við sem samfélag eigum að styðja við eldri íbúa sem hafa heilsu og getu með fjölbreyttum félagslegum og heilsueflandi tækifærum, nýta mannauðin, þekkinguna og viskuna sem býr með þessum hóp. Við eigum jafnframt að veita öldruðum sem þurfa á þjónustu að halda góða heilbrigðis- og félagsþjónustu sem stuðlar að því að viðkomandi geti búið við eðlilegt heimilislíf svo lengi sem hægt er auk þess að tryggja nauðsynlega stofnanaþjónustu ef og þegar þess er þörf. Hvað ætlar D - listinn að gera fyrir okkar eldri íbúa? Við viljum samfélag þar sem eldri íbúar geta notið lífsins á eigin forsendum. D - listinn ætlar að beita sér fyrir góðri þjónustu til eldri borgara. Við munum tryggja fjölbreytta búsetukosti fyrir aldraða og vinna ötullega að betri samþættingu heimahjúkrunar og stuðningsþjónustu sveitarfélagsins. Við viljum auka samráð við eldri íbúa, styðja við öldunagaráð og halda reglulega fundi með félögum eldri borgara í sveitarfélaginu allt kjörtímabilið. Þá munum við í D- listanum fjölga valkostum og tækifærum til heilsueflingar í öllum þéttbýliskjörnum Árborgar. Með þessu viljum við tryggja að það sé gott að eldast í Árborg okkar allra. Höfundur er félagsráðgjafi og í 6. sæti á lista D- listans í Árborg.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar