Fjárfestum í framtíðinni Íris Andrésdóttir skrifar 4. maí 2022 13:30 Þegar áhrif Covid-19 voru sem mest kom berlega í ljós hvaða stofnanir gegndu lykilhlutverki í samfélaginu okkar; heilbrigðis- og menntastofnanir. Framhaldsskólar lokuðu en hægt var að halda úti fjarkennslu. Grunn- og leikskólar héldust hins vegar opnir og reynt var eftir fremsta megni, að skerða sem minnst þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Stjórnendur og starfsfólk í grunn- og leikskólum lögðust í miklar endurskipulagningar á óvissutímum og sífellt þurfti að bregðast við hinum ýmsum takmörkunum sem í gildi voru hverju sinni. Stjórnendum og starfsfólki grunn- og leikskóla var raðað í forystusveit og unnu þrekvirki í að halda uppi faglegu starfi. Skólasamfélagið er einn stærsti einstaki málaflokkur borgarinnar og það kostar vissulega sitt að reka skóla. En á sama tíma má spyrja sig: Setjum við verðmiða á velferð, menntun og framtíð barnanna okkar? Eiga ekki öll börn, óháð uppruna, efnahagslegri stöðu og líkamlegu- og andlegu atgervi, rétt á að sækja skóla og njóta til þess stuðnings sem styrkir þau í námi og leik? Fjölgum sérfræðimenntuðu fagfólki Á yfirstandandi skólaári eru rúmlega 15000 nemendur í grunnskólum í Reykjavík og leikskóla í Reykjavík sækja rúmlega 6000 börn. Börn eru ólík eins og þau eru mörg og þarfir þeirra jafn ólíkar. Krafan um aukinn stuðning við börn og kennara fer vaxandi frá ári til árs í skólum borgarinnar. Bið eftir sálfræðiþjónustu lengist sífellt og dæmi eru um að börn og fjölskyldur þeirra þurfi að bíða allt upp í 18 mánuði og jafnvel lengur eftir þjónustu talmeinafræðings. Þá er ótalin þörfin fyrir aukna aðkomu þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, talmeinafræðinga og hjúkrunarfræðinga að daglegu starfi í skólum í formi ráðgjafar og stuðnings við börn og starfsfólk. Það er skýr stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að fjölga sérfræðimenntuðu fagfólki í grunn- og leikskólum og styrkja þannig gott gangverk skólasamfélagsins svo öll börn fái notið sín í leik og starfi. Afnám gjaldtöku Árið 2018 var stigið stórt skref í Reykjavík í áttina að minnka kostnaðarþátttöku foreldra/forráðamanna í grunnskólum þegar ritfangakostnaður var aflagður. Með þátttöku í meirihlutasamstarfi hafa Vinstri græn einnig barist fyrir lægri leikskólagjöldum í Reykjavík og lægri greiðsluþátttöku foreldra/forráðamanna í skólamáltíðum. Lykilþáttur í heilbrigði barna er góð næring. Vinstri græn vilja stíga næstu skref og tryggja öllum börnum í grunnskólum Reykjavíkur heilnæman og vistvænan hádegismat með endurgjaldslausum skólamáltíðum. Einnig viljum við afnema leikskólagjöld í leikskólum borgarinnar og tryggja þannig öllum börnum á leikskólaaldri sömu tækifæri til náms og leiks, óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Þegar kemur að málefnum barna og skólasamfélagsins eru áherslur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir komandi sveitastjórnarkosningar skýrar. Setjum ekki verðmiða á menntun og velferð barnanna okkar, fjárfestum í framtíðinni. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 4.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Þegar áhrif Covid-19 voru sem mest kom berlega í ljós hvaða stofnanir gegndu lykilhlutverki í samfélaginu okkar; heilbrigðis- og menntastofnanir. Framhaldsskólar lokuðu en hægt var að halda úti fjarkennslu. Grunn- og leikskólar héldust hins vegar opnir og reynt var eftir fremsta megni, að skerða sem minnst þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Stjórnendur og starfsfólk í grunn- og leikskólum lögðust í miklar endurskipulagningar á óvissutímum og sífellt þurfti að bregðast við hinum ýmsum takmörkunum sem í gildi voru hverju sinni. Stjórnendum og starfsfólki grunn- og leikskóla var raðað í forystusveit og unnu þrekvirki í að halda uppi faglegu starfi. Skólasamfélagið er einn stærsti einstaki málaflokkur borgarinnar og það kostar vissulega sitt að reka skóla. En á sama tíma má spyrja sig: Setjum við verðmiða á velferð, menntun og framtíð barnanna okkar? Eiga ekki öll börn, óháð uppruna, efnahagslegri stöðu og líkamlegu- og andlegu atgervi, rétt á að sækja skóla og njóta til þess stuðnings sem styrkir þau í námi og leik? Fjölgum sérfræðimenntuðu fagfólki Á yfirstandandi skólaári eru rúmlega 15000 nemendur í grunnskólum í Reykjavík og leikskóla í Reykjavík sækja rúmlega 6000 börn. Börn eru ólík eins og þau eru mörg og þarfir þeirra jafn ólíkar. Krafan um aukinn stuðning við börn og kennara fer vaxandi frá ári til árs í skólum borgarinnar. Bið eftir sálfræðiþjónustu lengist sífellt og dæmi eru um að börn og fjölskyldur þeirra þurfi að bíða allt upp í 18 mánuði og jafnvel lengur eftir þjónustu talmeinafræðings. Þá er ótalin þörfin fyrir aukna aðkomu þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, sálfræðinga, talmeinafræðinga og hjúkrunarfræðinga að daglegu starfi í skólum í formi ráðgjafar og stuðnings við börn og starfsfólk. Það er skýr stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að fjölga sérfræðimenntuðu fagfólki í grunn- og leikskólum og styrkja þannig gott gangverk skólasamfélagsins svo öll börn fái notið sín í leik og starfi. Afnám gjaldtöku Árið 2018 var stigið stórt skref í Reykjavík í áttina að minnka kostnaðarþátttöku foreldra/forráðamanna í grunnskólum þegar ritfangakostnaður var aflagður. Með þátttöku í meirihlutasamstarfi hafa Vinstri græn einnig barist fyrir lægri leikskólagjöldum í Reykjavík og lægri greiðsluþátttöku foreldra/forráðamanna í skólamáltíðum. Lykilþáttur í heilbrigði barna er góð næring. Vinstri græn vilja stíga næstu skref og tryggja öllum börnum í grunnskólum Reykjavíkur heilnæman og vistvænan hádegismat með endurgjaldslausum skólamáltíðum. Einnig viljum við afnema leikskólagjöld í leikskólum borgarinnar og tryggja þannig öllum börnum á leikskólaaldri sömu tækifæri til náms og leiks, óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Þegar kemur að málefnum barna og skólasamfélagsins eru áherslur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fyrir komandi sveitastjórnarkosningar skýrar. Setjum ekki verðmiða á menntun og velferð barnanna okkar, fjárfestum í framtíðinni. Höfundur er grunnskólakennari og skipar 4.sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun