Það má ekki verða of dýrt að spara Orri Hlöðversson skrifar 4. maí 2022 16:30 Fjármál sveitarfélaga fá ekki endilega mesta plássið í umræðunni fyrir kosningar. Flest vitum við þó að sterkur fjárhagur er nokkuð augljós og mikilvægur undirliggjandi þáttur allra málaflokka. Vissulega eru til undantekningar, en almennt séð er fjárhagsstaða sveitarfélaga á Íslandi ekki sterk. Hún einkennist oft af hárri skuldsetningu og litlum afgangi þegar búið er að greiða af lánum og ráðstafa fjármunum til lögbundinna verkefna. Í Kópavogi hefur aðhalds verið gætt undanfarin ár í rekstri og skuldsetningu bæjarins. Þar hefur mikil áhersla verið lögð á að lækka skuldir sem hlutfall af umfangi rekstrar og hefur það gengið vel á meirihluta vakt Framsóknar í bænum. Minni lántökur hafa eðlilega leitt til þess að fjárfestingar hafa verið fjármagnaðar úr rekstrinum án þess að bætt sé í heildarskuldir. Það er mjög jákvæð þróun sem mörg sveitarfélög mættu taka sér til eftirbreytni. En stöldrum aðeins við. Getum við ef til vill verið skynsamari í fjárfestingum? Vissulega. Því sú hætta sem skapast þegar of mikillar íhaldssemi er gætt á skuldahliðinni, er að ef reksturinn skilar ekki nægjanlega miklum arði þá verður ekki aflögu nægt fjármagn til viðhalds og framkvæmda innviða. Færa má rök fyrir að þessi staða sé uppi hjá Kópavogsbæ núna því það vantar nokkuð upp á að veltufé frá rekstri bæjarins standi undir nýframkvæmdum og viðhaldi eigna bæjarins. Þessi staða er mjög varasöm til lengri tíma, einkum er varðar viðhaldsþætti mannvirkja. Þar er bærinn í sömu stöðu og við í okkar heimilisrekstri. Ef við vanrækjum viðhald á okkar eigum þá safnast þörfin upp og hittir okkur fyrir af margföldum þunga síðar meir. Því miður eru allt of mörg dæmi um það á undanförnum árum að mannvirki sveitarfélaga hafi verið vanrækt þangað til þau verða ónýt og kostnaður við endurbyggingu margfaldur á við það sem væri ef jöfnu og kerfisbundnu viðhaldi er sinnt. Í því samhengi má segja að stundum geti verið dýrt að spara og að lántaka geti verið skynsamleg í arðsöm og verkefni sem tryggja gott ástand eigna og gæði þeirra sem íverustaður fyrir þá sem þar dvelja. Mætumst á miðjunni í Kópavogi og leggjum aukna áherslu á arðsemi af rekstri Kópavogsbæjar til að efla getu hans til framkvæmda og viðhalds fyrir eigin afli. Það margborgar sig. Höfundur er oddviti Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Fjármál sveitarfélaga fá ekki endilega mesta plássið í umræðunni fyrir kosningar. Flest vitum við þó að sterkur fjárhagur er nokkuð augljós og mikilvægur undirliggjandi þáttur allra málaflokka. Vissulega eru til undantekningar, en almennt séð er fjárhagsstaða sveitarfélaga á Íslandi ekki sterk. Hún einkennist oft af hárri skuldsetningu og litlum afgangi þegar búið er að greiða af lánum og ráðstafa fjármunum til lögbundinna verkefna. Í Kópavogi hefur aðhalds verið gætt undanfarin ár í rekstri og skuldsetningu bæjarins. Þar hefur mikil áhersla verið lögð á að lækka skuldir sem hlutfall af umfangi rekstrar og hefur það gengið vel á meirihluta vakt Framsóknar í bænum. Minni lántökur hafa eðlilega leitt til þess að fjárfestingar hafa verið fjármagnaðar úr rekstrinum án þess að bætt sé í heildarskuldir. Það er mjög jákvæð þróun sem mörg sveitarfélög mættu taka sér til eftirbreytni. En stöldrum aðeins við. Getum við ef til vill verið skynsamari í fjárfestingum? Vissulega. Því sú hætta sem skapast þegar of mikillar íhaldssemi er gætt á skuldahliðinni, er að ef reksturinn skilar ekki nægjanlega miklum arði þá verður ekki aflögu nægt fjármagn til viðhalds og framkvæmda innviða. Færa má rök fyrir að þessi staða sé uppi hjá Kópavogsbæ núna því það vantar nokkuð upp á að veltufé frá rekstri bæjarins standi undir nýframkvæmdum og viðhaldi eigna bæjarins. Þessi staða er mjög varasöm til lengri tíma, einkum er varðar viðhaldsþætti mannvirkja. Þar er bærinn í sömu stöðu og við í okkar heimilisrekstri. Ef við vanrækjum viðhald á okkar eigum þá safnast þörfin upp og hittir okkur fyrir af margföldum þunga síðar meir. Því miður eru allt of mörg dæmi um það á undanförnum árum að mannvirki sveitarfélaga hafi verið vanrækt þangað til þau verða ónýt og kostnaður við endurbyggingu margfaldur á við það sem væri ef jöfnu og kerfisbundnu viðhaldi er sinnt. Í því samhengi má segja að stundum geti verið dýrt að spara og að lántaka geti verið skynsamleg í arðsöm og verkefni sem tryggja gott ástand eigna og gæði þeirra sem íverustaður fyrir þá sem þar dvelja. Mætumst á miðjunni í Kópavogi og leggjum aukna áherslu á arðsemi af rekstri Kópavogsbæjar til að efla getu hans til framkvæmda og viðhalds fyrir eigin afli. Það margborgar sig. Höfundur er oddviti Framsóknar í Kópavogi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun