Myndband: Risahverfi rís í Mosfellsbæ Snorri Másson skrifar 5. maí 2022 23:14 Svona sjá Reitir fyrir sér hluta Blikastaðahverfisins, þar sem borgarlína fer í gegn. Þessar hugmyndir eru þó óopinberar og líklegt að niðurstaðan verði alls ólík. Skipulagið hefur ekki verið unnið. TEIKNING ÚR SKIPULAGSTILLÖGU ARKÍS FYRIR REITI. Fyrirséð er að sprenging verði í íbúafjölda í Mosfellsbæ á næstu árum með tilkomu nýs hverfis í Blikastaðalandi sem verið hefur í eigu Arion banka frá því eftir hrun. Stefnt er að því að íbúar geti sinnt helstu erindum fótgangandi og að Borgarlínan verði í burðarhlutverki. Blikastaðalandið eru um 90 hektarar að flatarmáli og er því sem næst óbyggt. Það heyrir til algerra undantekninga að svo mikið landflæmi sé skipulagt í einu, að ekki sé talað um land í einkaeigu. Þeim mun þyngra í vöfum er að komast að samkomulagi sem allir eru sáttir við. En það hefur nú tekist eftir margra ára starf. Sýnt er frá svæðinu í myndbrotinu hér að ofan úr kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér verður væntanlega aðeins þéttari byggð en er í innsveitinni,“segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. „Hér er gert ráð fyrir hágæðaalmenningssamgöngum hérna í gegnum þetta svæði og Borgarlínan mun koma hingað, þannig að ég held að þetta verði bara enn ein skrautfjöðurinn í hatt Mosfellsbæjar þetta uppbyggingarsvæði hér á Blikastöðum,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Áætlað er að á svæðinu rísi 3.500-3.700 íbúðir - sem þýðir allt að tíu þúsund íbúum. Íbúar í Mosfellsbæ núna eru 13.500, þannig að samkvæmt þessu fjölgar þeim um allt að 75% með tilkomu nýs hverfis. Reyna að minnka íbúðaskort Arion banki, sem á lóðirnar, fjárfestir í uppbyggingunni en selur sig hægt og rólega út af svæðinu. Á móti tekur bankinn þátt í að byggja á tvo skóla, fjóra leikskóla og almennilega íþróttaaðstöðu. „Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Benedikt Gíslason bankastjóri. Það má segja að með Blikastaðahverfi verði bilið brúað á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Framkvæmdir eiga að hefjast 2024. Mosfellsbær Húsnæðismál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Blikastaðalandið eru um 90 hektarar að flatarmáli og er því sem næst óbyggt. Það heyrir til algerra undantekninga að svo mikið landflæmi sé skipulagt í einu, að ekki sé talað um land í einkaeigu. Þeim mun þyngra í vöfum er að komast að samkomulagi sem allir eru sáttir við. En það hefur nú tekist eftir margra ára starf. Sýnt er frá svæðinu í myndbrotinu hér að ofan úr kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér verður væntanlega aðeins þéttari byggð en er í innsveitinni,“segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. „Hér er gert ráð fyrir hágæðaalmenningssamgöngum hérna í gegnum þetta svæði og Borgarlínan mun koma hingað, þannig að ég held að þetta verði bara enn ein skrautfjöðurinn í hatt Mosfellsbæjar þetta uppbyggingarsvæði hér á Blikastöðum,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Áætlað er að á svæðinu rísi 3.500-3.700 íbúðir - sem þýðir allt að tíu þúsund íbúum. Íbúar í Mosfellsbæ núna eru 13.500, þannig að samkvæmt þessu fjölgar þeim um allt að 75% með tilkomu nýs hverfis. Reyna að minnka íbúðaskort Arion banki, sem á lóðirnar, fjárfestir í uppbyggingunni en selur sig hægt og rólega út af svæðinu. Á móti tekur bankinn þátt í að byggja á tvo skóla, fjóra leikskóla og almennilega íþróttaaðstöðu. „Það endurspeglar líka bara okkar vilja til að reyna að koma þessu verkefni af stað og reyna að minnka þennan framboðsskort sem hefur verið á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Benedikt Gíslason bankastjóri. Það má segja að með Blikastaðahverfi verði bilið brúað á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Framkvæmdir eiga að hefjast 2024.
Mosfellsbær Húsnæðismál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira