Samgöngu-stríðsyfirlýsingar núverandi meirihluta í Reykjavík Rúnar Sigurjónsson skrifar 6. maí 2022 12:01 Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að ákveða fyrir fólk hvernig það ferðast á milli staða. Í þeirra verkahring er að greiða götu þeirra samgöngumáta sem íbúarnir kunna að velja sér. Jafnframt er eðlilegt að stjórnmálamenn skapi jákvæða hvata fyrir fólk til að nýta almenningssamgöngur, hjólreiðar, gönguleiðir, rafskutlur og aðra ferðamáta fyrir þá sem það geta og vilja. Samgöngumál eru mörgum Reykvíkingum og gestum í Borginni ofarlega í huga, enda þurfa þeir daglega að berjast við að komast leiðar sinnar eftir gatnakerfi sem virðist löngu sprungið. Núverandi borgaryfirvöld einblína á fokdýrt borgarlínukerfi sem taka mun mörg ár og jafnvel áratugi að koma á koppinn, ef það verður þá nokkurn tíma fullgert. Tæknin stendur nefnilega ekki í stað. Hvort svo íbúarnir muni nýta sér þennan samgöngumáta skal ósagt látið, enda hafa þeir lengi haft bílinn í þjónustu sinni. Hann er hið örugga samgöngutæki sem hlífir fólki gegn óblíðri veðráttu og á að geta flutt það fljótt og örugglega á milli staða. En til þess þarf gatnakerfið að vera skilvirkt og er það á ábyrgð borgaryfirvalda að svo sé. Því miður eru margir ágallar á núverandi kerfi og margir kannast við ástandið á álagstímum. Kemur þar margt til. Umferðarljósum er ekki rétt stýrt, óþarfa þrengingum hefur verið komið upp og hraði lækkaður niður í 30 km á gömlum stofnbrautum. Jafnframt hefur bílastæðum markvist verið fækkað í borginni sem takmarkað hefur aðgengi öryrkja og eldri borgara og margra annarra að ákveðnum borgarhlutum eins og í miðbænum. Vísvitandi tafir og seinagangur borgaryfirvalda Alvarlegastur er þó sá seinagangur sem verið hefur í uppbyggingu þeirra umferðarmannvirkja sem stórbæta myndu umferðarflæðið í borginni. Hér má sérstaklega nefna mislæg gatnamót á horni Breiðholtsbrautar og Bústaðavegar, en sú einfalda lausn myndi losa um mengandi umferðarstíflur sem oft teppa stóran hluta stofnbrauta í næsta nágrenni. Á sama tíma og núverandi borgaryfirvöld eru stöðugt minnt á löngu svikin loforð um slíka framkvæmd tala þau um óraunhæfa drauma sína um neðanjarðarakreinar undir Miklubraut og Sæbraut. Það er vissulega hægt að leggja þessar miklu umferðaræðar í stokk, en hvað á að gera við alla umferðina meðan á þeim margra ára framkvæmdum stendur? Nær væri að greiða úr umferð þar sem hnútar eru, í stað þess að búa til enn fleiri. Önnur mikilvæg framkvæmd er Sundabrautin sem rætt hefur verið linnulaust um í aldarfjórðung án þess að nokkuð gerist annað en að tefja fyrir þessari samgöngubót. Á meðan reynir á þolrif borgarbúa, sem í góðri trú hafa flutt í úthverfin með von um greiðari samgöngur við miðbæ Reykjavíkur. Slóð svikinna loforða um bættar samgöngur í borginni virðast vera stærstu minnisvarðar núverandi stjórnvalda. Draumórar borgarlínunnar Sé vikið aftur að borgarlínunni, stærsta draumóraverkefni sögunnar, þá mun hún sjálfsagt valda meiri vandræðum en lausnum. Þrenging Suðurlandsbrautar í eina akrein í hvora átt, til að rýma til fyrir miðjusettum borgarlínuvögnum, mun valda ómældum umferðartöfum í austurhluta borgarinnar til langrar framtíðar. Lagning vagnlínu í gegnum Geirsnefið þýðir opnun á ruslahaug sem geymir þúsundir tonna af ryðguðu járni, eftir að borgaryfirvöldum hugkvæmdist fyrir margt löngu að urða þar yfir 600 bílhræ með rafgeymum og olíufylltum vélbúnaði. Almenningssamgöngur þurfa vissulega að vera fyrir hendi, en þær má útfæra á mun hagkvæmari hátt án þess að gengið sé á þær viðkvæmu samgönguæðar sem fyrir eru. Skoða þarf gatnakerfið í heild sinni og lagfæra það með mislægum gatnamótum og bættri ljósastýringu. Með því eykst umferðarflæðið og loftmengun minnkar. Á sama tíma þurfa vinnuveitendur og skólayfirvöld að huga að breytilegum mætingatíma og aukinni heimavinnu, en slíkt hjálpar til við að minnka umferð á álagstímum og jafna hana yfir daginn. Núverandi meirihluti hefur sagt borgarbúum eins konar samgöngustríð á hendur. Við erum ekki þar. Við í Flokki fólksins boðum samgöngur fyrir alla. Setjum X við F í kjörklefanum og tryggjum að svo megi verða. Höfundur skipar 5. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að ákveða fyrir fólk hvernig það ferðast á milli staða. Í þeirra verkahring er að greiða götu þeirra samgöngumáta sem íbúarnir kunna að velja sér. Jafnframt er eðlilegt að stjórnmálamenn skapi jákvæða hvata fyrir fólk til að nýta almenningssamgöngur, hjólreiðar, gönguleiðir, rafskutlur og aðra ferðamáta fyrir þá sem það geta og vilja. Samgöngumál eru mörgum Reykvíkingum og gestum í Borginni ofarlega í huga, enda þurfa þeir daglega að berjast við að komast leiðar sinnar eftir gatnakerfi sem virðist löngu sprungið. Núverandi borgaryfirvöld einblína á fokdýrt borgarlínukerfi sem taka mun mörg ár og jafnvel áratugi að koma á koppinn, ef það verður þá nokkurn tíma fullgert. Tæknin stendur nefnilega ekki í stað. Hvort svo íbúarnir muni nýta sér þennan samgöngumáta skal ósagt látið, enda hafa þeir lengi haft bílinn í þjónustu sinni. Hann er hið örugga samgöngutæki sem hlífir fólki gegn óblíðri veðráttu og á að geta flutt það fljótt og örugglega á milli staða. En til þess þarf gatnakerfið að vera skilvirkt og er það á ábyrgð borgaryfirvalda að svo sé. Því miður eru margir ágallar á núverandi kerfi og margir kannast við ástandið á álagstímum. Kemur þar margt til. Umferðarljósum er ekki rétt stýrt, óþarfa þrengingum hefur verið komið upp og hraði lækkaður niður í 30 km á gömlum stofnbrautum. Jafnframt hefur bílastæðum markvist verið fækkað í borginni sem takmarkað hefur aðgengi öryrkja og eldri borgara og margra annarra að ákveðnum borgarhlutum eins og í miðbænum. Vísvitandi tafir og seinagangur borgaryfirvalda Alvarlegastur er þó sá seinagangur sem verið hefur í uppbyggingu þeirra umferðarmannvirkja sem stórbæta myndu umferðarflæðið í borginni. Hér má sérstaklega nefna mislæg gatnamót á horni Breiðholtsbrautar og Bústaðavegar, en sú einfalda lausn myndi losa um mengandi umferðarstíflur sem oft teppa stóran hluta stofnbrauta í næsta nágrenni. Á sama tíma og núverandi borgaryfirvöld eru stöðugt minnt á löngu svikin loforð um slíka framkvæmd tala þau um óraunhæfa drauma sína um neðanjarðarakreinar undir Miklubraut og Sæbraut. Það er vissulega hægt að leggja þessar miklu umferðaræðar í stokk, en hvað á að gera við alla umferðina meðan á þeim margra ára framkvæmdum stendur? Nær væri að greiða úr umferð þar sem hnútar eru, í stað þess að búa til enn fleiri. Önnur mikilvæg framkvæmd er Sundabrautin sem rætt hefur verið linnulaust um í aldarfjórðung án þess að nokkuð gerist annað en að tefja fyrir þessari samgöngubót. Á meðan reynir á þolrif borgarbúa, sem í góðri trú hafa flutt í úthverfin með von um greiðari samgöngur við miðbæ Reykjavíkur. Slóð svikinna loforða um bættar samgöngur í borginni virðast vera stærstu minnisvarðar núverandi stjórnvalda. Draumórar borgarlínunnar Sé vikið aftur að borgarlínunni, stærsta draumóraverkefni sögunnar, þá mun hún sjálfsagt valda meiri vandræðum en lausnum. Þrenging Suðurlandsbrautar í eina akrein í hvora átt, til að rýma til fyrir miðjusettum borgarlínuvögnum, mun valda ómældum umferðartöfum í austurhluta borgarinnar til langrar framtíðar. Lagning vagnlínu í gegnum Geirsnefið þýðir opnun á ruslahaug sem geymir þúsundir tonna af ryðguðu járni, eftir að borgaryfirvöldum hugkvæmdist fyrir margt löngu að urða þar yfir 600 bílhræ með rafgeymum og olíufylltum vélbúnaði. Almenningssamgöngur þurfa vissulega að vera fyrir hendi, en þær má útfæra á mun hagkvæmari hátt án þess að gengið sé á þær viðkvæmu samgönguæðar sem fyrir eru. Skoða þarf gatnakerfið í heild sinni og lagfæra það með mislægum gatnamótum og bættri ljósastýringu. Með því eykst umferðarflæðið og loftmengun minnkar. Á sama tíma þurfa vinnuveitendur og skólayfirvöld að huga að breytilegum mætingatíma og aukinni heimavinnu, en slíkt hjálpar til við að minnka umferð á álagstímum og jafna hana yfir daginn. Núverandi meirihluti hefur sagt borgarbúum eins konar samgöngustríð á hendur. Við erum ekki þar. Við í Flokki fólksins boðum samgöngur fyrir alla. Setjum X við F í kjörklefanum og tryggjum að svo megi verða. Höfundur skipar 5. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun