FH-ingar hafa þar með bætt við sig tveimur miðjumönnum í vikunni því áður kynnti félagið Keflvíkinginn Davíð Snæ Jóhannsson til leiks. Miðjumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafði áður stigið til hliðar eftir 1. umferð að ósk FH-inga, á meðan að niðurstöðu er beðið vegna kæru fyrir meint kynferðisbrot.
Davíð er kominn með leikheimild hjá FH en Petry þarf að bíða aðeins lengur og verður ekki með FH-ingum í stórleiknum gegn Val í Bestu deildinni í kvöld.
Petry þekkir vel til í íslensku deildinni eftir að hafa spilað hér á landi með Val á árunum 2019-2020. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu seinna árið.

Petry, sem er 29 ára gamall, hefur verið á mála hjá Köge í dönsku 1. deildinni eftir að hann yfirgaf Val.