Krefst viðbragða Flokks fólksins vegna níðgreinar um Snorra Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2022 14:12 Ásgeir Ólafsson Lie (t.v.) vill að frambjóðendur og þingmaður Flokks fólksins fordæmi grein sem Hjörleifur Hallgríms Herbertsson (t.h.) skrifaði um Kattaframboðið og oddvita þess, Snorra Ásmundsson. Aðsend Frambjóðandi Kattaframboðsins vill að þrír frambjóðendur Flokks fólksins og Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, fordæmi grein sem birtist á vef Akureyri.net í gærkvöldi. Í gærkvöldi birti Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skoðanagrein á Akureyri.net með heitið „Sérkennilegt framboð“. Framboðið sem Hjörleifi finnst svona sérkennilegt er Kattaframboðið sem býður sig fram til sveitarstjórnarkosninga á Akureyri. Brottfluttur spjátrungur Snorri Ásmundsson er oddviti Kattaframboðsins og bendir Hjörleifur á það að Snorri sé brottfluttur Akureyringur og kallar hann spjátrung. „Snorri þessi hefur komið fram í fjölmiðlum og talað digurbarkalega og blaðrað um að þetta framboð hans komi a.m.k. 5 manns í bæjarstjórn Akureyrar nú og að auki er hann dubbaður upp sem bæjarstjóraefni. Guð forði mér frá því þar sem mig langar til að búa hér áfram í mínum yndislega, fæðingar- og uppeldisbæ,“ segir Hjörleifur sem sjálfur skipar 22. sæti á lista Flokks fólksins í kosningunum. Honum finnst það illskiljanlegt að Akureyringar skuli ánetjast „þessu bulli í spjátrungnumׅ Snorra“ þar sem tekjur Snorra séu heldur rýrar. Vill fordæmingu á níðgreininni Ásgeir Ólafsson Lie, sem skipar annað sætið á lista Kattaframboðsins, svarar grein Hjörleifs með opnu bréfi sem hann birtir einnig á Akureyri.net. Hann segir Hjörleif níða oddvita Kattaframboðsins. „Mig langar að spyrja ykkur. Er þetta pólitíkin sem þið standið fyrir og ætlið að stunda þegar þið verðið kosin í bæjarstjórn á Akureyri eða á Alþingi Íslendinga?,“ segir Ásgeir. Hann skorar á þrjá efstu frambjóðendur Flokks fólksins og þingmann flokksins í Norðausturkjördæmi, Jakob Frímann Magnússon, að koma fram opinberlega og fordæma „níðgrein“ Hjörleifs. „Ég neita að trúa því að þið viljið standa fyrir svona málflutningi og kosningabaráttu.“ Margir óákveðnir Níu flokkar eru í framboði á Akureyri og keppast um ellefu bæjarfulltrúasæti. Samkvæmt nýjustu könnun RHA mælist Flokkur fólksins með 11,3% og Kattaframboðið með 7,8% á Akureyri. Mikill fjöldi Akureyringa er þó óákveðinn en 31,3% þeirra sem svöruðu könnun RHA segjast ekki hafa ákveðið sig enn. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Flokkur fólksins Tengdar fréttir Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. 3. maí 2022 14:53 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Í gærkvöldi birti Hjörleifur Hallgríms Herbertsson skoðanagrein á Akureyri.net með heitið „Sérkennilegt framboð“. Framboðið sem Hjörleifi finnst svona sérkennilegt er Kattaframboðið sem býður sig fram til sveitarstjórnarkosninga á Akureyri. Brottfluttur spjátrungur Snorri Ásmundsson er oddviti Kattaframboðsins og bendir Hjörleifur á það að Snorri sé brottfluttur Akureyringur og kallar hann spjátrung. „Snorri þessi hefur komið fram í fjölmiðlum og talað digurbarkalega og blaðrað um að þetta framboð hans komi a.m.k. 5 manns í bæjarstjórn Akureyrar nú og að auki er hann dubbaður upp sem bæjarstjóraefni. Guð forði mér frá því þar sem mig langar til að búa hér áfram í mínum yndislega, fæðingar- og uppeldisbæ,“ segir Hjörleifur sem sjálfur skipar 22. sæti á lista Flokks fólksins í kosningunum. Honum finnst það illskiljanlegt að Akureyringar skuli ánetjast „þessu bulli í spjátrungnumׅ Snorra“ þar sem tekjur Snorra séu heldur rýrar. Vill fordæmingu á níðgreininni Ásgeir Ólafsson Lie, sem skipar annað sætið á lista Kattaframboðsins, svarar grein Hjörleifs með opnu bréfi sem hann birtir einnig á Akureyri.net. Hann segir Hjörleif níða oddvita Kattaframboðsins. „Mig langar að spyrja ykkur. Er þetta pólitíkin sem þið standið fyrir og ætlið að stunda þegar þið verðið kosin í bæjarstjórn á Akureyri eða á Alþingi Íslendinga?,“ segir Ásgeir. Hann skorar á þrjá efstu frambjóðendur Flokks fólksins og þingmann flokksins í Norðausturkjördæmi, Jakob Frímann Magnússon, að koma fram opinberlega og fordæma „níðgrein“ Hjörleifs. „Ég neita að trúa því að þið viljið standa fyrir svona málflutningi og kosningabaráttu.“ Margir óákveðnir Níu flokkar eru í framboði á Akureyri og keppast um ellefu bæjarfulltrúasæti. Samkvæmt nýjustu könnun RHA mælist Flokkur fólksins með 11,3% og Kattaframboðið með 7,8% á Akureyri. Mikill fjöldi Akureyringa er þó óákveðinn en 31,3% þeirra sem svöruðu könnun RHA segjast ekki hafa ákveðið sig enn.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Flokkur fólksins Tengdar fréttir Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. 3. maí 2022 14:53 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Mjótt á munum á milli flokka og margir óákveðnir Um þriðjungur kjósenda á Akureyri er óákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningarnar eftir tæpar tvær vikur. Mjótt er á munum á milli Sjálfstæðisflokks, L-lista og Samfylkingarinnar. 3. maí 2022 14:53