Kosningar í sýndarveruleika Anna Lára Steindal skrifar 6. maí 2022 19:01 Þann 14. maí næst komandi verður kosið til sveitastjórna á Íslandi. Sterkar vísbendingar eru um að fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir sé ólíklegra en aðrir til að nýta kosningarétt sinn, þó mjög mikilvægir hagsmunir séu í húfi í bæði alþingis- og sveitastjórnarkosningum fyrir þennan hóp fólks. Því miður eru kosningar ekki alltaf hnökralaust eða ánægjulegt ferli fyrir fatlað fólk og því hafa Landssamtökin Þroskahjálp unnið markvisst að því að auðvelda fólki með þroskhömlun og skyldar raskanir að taka sjálfsagðan þátt í lýðræðinu. Mikilvægt er að vekja athygli á kosningaréttinum sem fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir hefur til jafns við aðra og mikilvægi þess að veita viðeigandi aðlögun og þá aðstoð sem nauðsynleg er til að allir sem hafa kosningarétt geti sannarlega nýtt hann. Undirbúningur fyrir kosningaverkefni Þroskahjálpar nú í maí hófst í raun daginn fyrir alþingskosningarnar í september síðast liðinn þegar við tókum upp sýndarveruleika af ferli kosninga í fullbúinni kjördeild í Ráðhúsi Reykjavíkur. Með leyfi borgarinnar og kjörstjórnar tókum við upp ferlið frá því að mætt er á kjörstað allt þar til atkvæði hefur verið skilað í kjörkassann. Farið er yfir hvernig þú finnur þína kjördeild, hvaða gögn þarf að hafa meðferðis, hvernig merkt er við kjósendur á kjörskrá, hvernig kjörseðilinn er afhentur, hvernig það er að fara inn í kjörklefann og merkja við þann sem viðkomandi ætlar að kjósa og að lokum hvernig kjörseðli er stungið í kjörkassann og ferlinu lýkur. Verkefnið, sem er unnið með styrk frá félagsmálaráðuneytinu, er samvinnu verkefni Þroskahjálpar og Virtual Dream Foundation og er markmiðið að bjóða fólki með þroskahömlun og skyldar raskanir, sem finnur til óöryggis gagnvart kosningaferlinu, að æfa sig í sýndarveruleika áður en það mætir á kjörstað. Þannig verður ferlið ekki algjörlega framandi þegar kjördagur rennur upp. Í gegnum sýndarveruleika er hægt að æfa sig eins oft og þörf krefur við öruggar aðstæður þangað til fólk treystir sér til þess að stíga skrefið í raunveruleikanum. Fram að kosningum verður opið hús á Háaleitisbraut 13 þrjá daga í viku þar sem starfsfólk Þroskahjálpar og Piotr Loj sérfræðingur í sýndarveruleika munu aðstoða þá sem vilja æfa sig í að kjósa í sýndarveruleika. Nánari upplýsingar um tíma og fyrirkomulag má nálgast á vefsíðu Þroskahjálpar, og samfélagsmiðlum. Einnig má senda tölvupóst á netfangið [email protected] til þess að bóka tíma. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Þann 14. maí næst komandi verður kosið til sveitastjórna á Íslandi. Sterkar vísbendingar eru um að fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir sé ólíklegra en aðrir til að nýta kosningarétt sinn, þó mjög mikilvægir hagsmunir séu í húfi í bæði alþingis- og sveitastjórnarkosningum fyrir þennan hóp fólks. Því miður eru kosningar ekki alltaf hnökralaust eða ánægjulegt ferli fyrir fatlað fólk og því hafa Landssamtökin Þroskahjálp unnið markvisst að því að auðvelda fólki með þroskhömlun og skyldar raskanir að taka sjálfsagðan þátt í lýðræðinu. Mikilvægt er að vekja athygli á kosningaréttinum sem fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir hefur til jafns við aðra og mikilvægi þess að veita viðeigandi aðlögun og þá aðstoð sem nauðsynleg er til að allir sem hafa kosningarétt geti sannarlega nýtt hann. Undirbúningur fyrir kosningaverkefni Þroskahjálpar nú í maí hófst í raun daginn fyrir alþingskosningarnar í september síðast liðinn þegar við tókum upp sýndarveruleika af ferli kosninga í fullbúinni kjördeild í Ráðhúsi Reykjavíkur. Með leyfi borgarinnar og kjörstjórnar tókum við upp ferlið frá því að mætt er á kjörstað allt þar til atkvæði hefur verið skilað í kjörkassann. Farið er yfir hvernig þú finnur þína kjördeild, hvaða gögn þarf að hafa meðferðis, hvernig merkt er við kjósendur á kjörskrá, hvernig kjörseðilinn er afhentur, hvernig það er að fara inn í kjörklefann og merkja við þann sem viðkomandi ætlar að kjósa og að lokum hvernig kjörseðli er stungið í kjörkassann og ferlinu lýkur. Verkefnið, sem er unnið með styrk frá félagsmálaráðuneytinu, er samvinnu verkefni Þroskahjálpar og Virtual Dream Foundation og er markmiðið að bjóða fólki með þroskahömlun og skyldar raskanir, sem finnur til óöryggis gagnvart kosningaferlinu, að æfa sig í sýndarveruleika áður en það mætir á kjörstað. Þannig verður ferlið ekki algjörlega framandi þegar kjördagur rennur upp. Í gegnum sýndarveruleika er hægt að æfa sig eins oft og þörf krefur við öruggar aðstæður þangað til fólk treystir sér til þess að stíga skrefið í raunveruleikanum. Fram að kosningum verður opið hús á Háaleitisbraut 13 þrjá daga í viku þar sem starfsfólk Þroskahjálpar og Piotr Loj sérfræðingur í sýndarveruleika munu aðstoða þá sem vilja æfa sig í að kjósa í sýndarveruleika. Nánari upplýsingar um tíma og fyrirkomulag má nálgast á vefsíðu Þroskahjálpar, og samfélagsmiðlum. Einnig má senda tölvupóst á netfangið [email protected] til þess að bóka tíma. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar