Garðabær fyrir öll – líka fötluð Árni Björn Kristjánsson skrifar 8. maí 2022 14:30 Þegar ég vaknaði í morgun rifjaðist upp fyrir mér draumur. Mig dreymdi draum sem var ótrúlega skýr og raunverulegur. Ég þurfti að hrista hausinn nokkrum sinnum til þess að átta mig á að ég var í sama veruleika og þegar ég hafði dottið út í gærkvöldi. Þessi draumur var ekki aðeins raunverulegur heldur var hann líka raunhæfur. Í draumnum hafði allt snarnúist við í þjónustu Garðabæjar gagnvart okkur fjölskyldunni vegna þeirrar þjónustu sem fötluð og langveik dóttir mín þarf á að halda. Í draumnum var ég var að brasa í flutningum til Garðabæjar með fjölskyldu minni. Við vorum að gera og græja allt sem þarf til að dóttir okkar kæmist sem allra fyrst í sína mikilvægu rútínu. Viðmótið sem mætti mér hjá bænum mun aldrei hverfa úr minni mínu. Okkur var tekið með opnum örmum og boðin velkomin í nýtt sveitarfélag. Næsta sem gerðist var að Garðabær sinnti frumkvæðisskyldu sinni sem hvílir á sveitarfélögum og okkur voru kynnt hver væru næstu skref í okkar ferli. Viðmótið sem mætti okkur var fjölskyldunni svo óendanlega dýrmætt. Það er ekki alveg eins einfalt að flytja á milli staða og ætla mætti þegar einn af fjölskyldumeðlimum er fötluð manneskja og langveik. Það þarf að tryggja þessa daglegu þjónustu sem dóttir mín þarf á að halda og sveitarfélaginu ber að veita til þess að hún geti tekist á við athafnir daglegs lífs. Allt frá því að koma sér á fætur, borða, komast í skólann, iðjuþjálfun og aðra sérfræðiþjálfun, íþrótta- og tómstundaiðkun og þar til hún leggst á koddann sinn og sofnar. Þjónustan heldur svo áfram yfir nóttina þar sem hún þarf stöðugan stuðning allan sólahringinn vegna síns sjúkdóms. Í draumnum hafði Garðabær tekið ákvörðun um að styrkja stjórnsýsluna og fylgja frumkvæðisskyldu sinni markvisst án afsláttar og við þurftum ekki að byrja á því að leita uppi alla þjónustu. Þess í stað var okkur strax beint til félagsráðgjafa sem annast allt utanumhald og rafræna gátt sem heldur utan um öll okkar mál. Í draumnum hafði Garðabær tekið þá ákvörðun að mæta þörfum fatlaðra einstaklinga og fjölskyldum þeirra alveg 100% út frá faglegu mati sérfræðinga um hver væri raunveruleg þörf hins fatlaða. Enginn afsláttur. Það er von Því verður seint lýst fyllilega hversu mikill léttir slík aðkoma sveitarfélagsins að þörfum fjölskyldunnar vegna fatlaðrar dóttur minnar er fyrir okkur foreldrana. Það er áfall að eignast fatlað barn, finna vanmátt sinn og mæta kerfi sem hreyfist hægt. Það er sárt að geta ekki aðhafst, hafa ekki stjórn og geta ekki gert betur en vita að það er hægt. Þessi dásamlegi draumur sem mig dreymdi vakti með mér von og er í raun sá veruleiki sem ekki bara mig langar að lifa heldur sem mig langar að allt fatlað fólk fái að lifa. Það eru enginn forréttindi heldur aðeins sjálfsögð mannréttindi. Ég deili draumnum því hann er sá sem ég vil láta rætast. Við í Viðreisn viljum gera mikið betur. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og er aðstoðarmaður fasteignasala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Björn Kristjánsson Viðreisn Garðabær Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Þegar ég vaknaði í morgun rifjaðist upp fyrir mér draumur. Mig dreymdi draum sem var ótrúlega skýr og raunverulegur. Ég þurfti að hrista hausinn nokkrum sinnum til þess að átta mig á að ég var í sama veruleika og þegar ég hafði dottið út í gærkvöldi. Þessi draumur var ekki aðeins raunverulegur heldur var hann líka raunhæfur. Í draumnum hafði allt snarnúist við í þjónustu Garðabæjar gagnvart okkur fjölskyldunni vegna þeirrar þjónustu sem fötluð og langveik dóttir mín þarf á að halda. Í draumnum var ég var að brasa í flutningum til Garðabæjar með fjölskyldu minni. Við vorum að gera og græja allt sem þarf til að dóttir okkar kæmist sem allra fyrst í sína mikilvægu rútínu. Viðmótið sem mætti mér hjá bænum mun aldrei hverfa úr minni mínu. Okkur var tekið með opnum örmum og boðin velkomin í nýtt sveitarfélag. Næsta sem gerðist var að Garðabær sinnti frumkvæðisskyldu sinni sem hvílir á sveitarfélögum og okkur voru kynnt hver væru næstu skref í okkar ferli. Viðmótið sem mætti okkur var fjölskyldunni svo óendanlega dýrmætt. Það er ekki alveg eins einfalt að flytja á milli staða og ætla mætti þegar einn af fjölskyldumeðlimum er fötluð manneskja og langveik. Það þarf að tryggja þessa daglegu þjónustu sem dóttir mín þarf á að halda og sveitarfélaginu ber að veita til þess að hún geti tekist á við athafnir daglegs lífs. Allt frá því að koma sér á fætur, borða, komast í skólann, iðjuþjálfun og aðra sérfræðiþjálfun, íþrótta- og tómstundaiðkun og þar til hún leggst á koddann sinn og sofnar. Þjónustan heldur svo áfram yfir nóttina þar sem hún þarf stöðugan stuðning allan sólahringinn vegna síns sjúkdóms. Í draumnum hafði Garðabær tekið ákvörðun um að styrkja stjórnsýsluna og fylgja frumkvæðisskyldu sinni markvisst án afsláttar og við þurftum ekki að byrja á því að leita uppi alla þjónustu. Þess í stað var okkur strax beint til félagsráðgjafa sem annast allt utanumhald og rafræna gátt sem heldur utan um öll okkar mál. Í draumnum hafði Garðabær tekið þá ákvörðun að mæta þörfum fatlaðra einstaklinga og fjölskyldum þeirra alveg 100% út frá faglegu mati sérfræðinga um hver væri raunveruleg þörf hins fatlaða. Enginn afsláttur. Það er von Því verður seint lýst fyllilega hversu mikill léttir slík aðkoma sveitarfélagsins að þörfum fjölskyldunnar vegna fatlaðrar dóttur minnar er fyrir okkur foreldrana. Það er áfall að eignast fatlað barn, finna vanmátt sinn og mæta kerfi sem hreyfist hægt. Það er sárt að geta ekki aðhafst, hafa ekki stjórn og geta ekki gert betur en vita að það er hægt. Þessi dásamlegi draumur sem mig dreymdi vakti með mér von og er í raun sá veruleiki sem ekki bara mig langar að lifa heldur sem mig langar að allt fatlað fólk fái að lifa. Það eru enginn forréttindi heldur aðeins sjálfsögð mannréttindi. Ég deili draumnum því hann er sá sem ég vil láta rætast. Við í Viðreisn viljum gera mikið betur. Höfundur skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ og er aðstoðarmaður fasteignasala.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun