Lífæð fyrir heilbrigðisþjónustu úti á landsbyggðinni Arnar Páll Gíslason og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifa 8. maí 2022 19:15 Mikil aukning hefur verið í fjölda sjúkraflutninga síðastliðinn áratug. Lítilsháttar fækkun átti sér þó stað á síðasta ári, sem er skiljanlegt þegar litið er til fækkunar á ferðamönnum í heimsfaraldrinum sem einkennt hefur líf okkar síðan í upphafi árs 2020. Sumrin hafa þó verið miklir álagspunktar í sjúkraflugum. Í júlí árið 2021 höfðu þó aldrei verið fleiri sjúkraflug flogin í einum mánuði. Þá voru flogin 100 sjúkraflug og sagði Oddur Ólafsson, forstöðulæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild skýringuna meðal annars geta verið aukning ferðamanna og að sérfræðingar á sjúkrastofnunum úti á landi séu í sumarfríi á þessum tíma og reynsluminna fólk í störfunum, þó ekki hafi verið farið í nákvæma greiningu. Í júlí 2019 voru sjúkraflugin 89, sem var stærsti mánuðurinn þar til í fyrra. Í gildi er samningur milli Landhelgisgæslunnar og Sjúkratrygginga Íslands um sjúkraflutning með þyrlum á flugsvæði sjúkraflugs á norður- og austursvæði landsins auk Vestmannaeyja og Vestfjarða, vegna erfiðra veðurskilyrða. Aðeins um 10% af öllum sjúkraflutningum með þyrlum Landhelgisgæslunnar falla undir þennan samning. Nú hafa landamærin opnast á ný og við sjáum aukningu í heimsóknum ferðamanna. Við fögnum því að sjá líf glæðast enn frekar í ferðaþjónustunni en með fleiri heimsóknum getur orðið aukning slysa og sjúkdóma á ný. Á Suðurlandi nánast þrefaldast fólksfjöldi landshlutans yfir sumartímann og því þurfum við að vera vel í stakk búin til að bregðast við með réttum hætti og búa viðbragðsaðilum okkar þær aðstæður og búnaði að fumlaus vinnubrögð séu sjálfsögð. Í svari við fyrirspurn minni til Heilbrigðisráðherra um meðalviðbragðstíma þyrlna við útköll þá kemur fram að miðað við staðsetningar þeirra í dag, er viðbragðstíminn töluvert undir ásættanlegum viðbragstíma sem er ein klukkustund, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Flug að Selfossi tekur u.þ.b. 12 mínútur frá Reykjavík og flug þyrlna frá Reykjavík til Vestmannaeyja tekur um 25 mínútur. Ef það væri þyrla staðsett fyrir sjúkraflug á Suðurlandi myndi viðbragðstíminn minnka til muna. Hver mínúta skiptir, sérstaklega í neyðartilfellum, mjög miklu máli. Í samfélaginu okkar er uppi rík krafa um jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Vegna þess hve fá við erum og byggðin dreifð, er þetta göfuga markmið langsótt. Hinsvegar er heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga gott og það eru leiðir til að jafna aðgengi landsmanna að þeirri sérhæfðu þjónustu sem ekki er raunhæft að halda úti í hverju héraði fyrir sig. Ein þessara leiða og kannski sú augljósa er að efla utanspítalaþjónustuna. Það net sjúkrabíla á landinu má þétta enn frekar en fyrst og síðast að efla þar mönnun og menntun.Annað úrræði sem þekkist víða í vestrænum heimi er notkun á sjúkraþyrlum sem bæði geta stytt flutningstíma til muna ásamt því að koma viðbragðsaðilum fyrr til skjólstæðinga svo hægt sé að hefja lífsbjargandi meðferð sem skiptir sköpum að sé rétt og skjót strax í upphafi en það hefur allt að segja um áframhaldandi bata skjólstæðingsins. Þyrlur sem sinna þessu hlutverki eru gríðarlega góð viðbót við það kerfi sem við nú þegar höfum en um er að ræða mikið og stórt skref í þá átt að jafna og tryggja aðgengi landmanna að heilbrigðisþjónustunni okkar allra. Þá er jákvætt að segja frá því að starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra skilaði skýrslunni Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi í ágúst 2018 þar sem aðkoma Landhelgisgæslunnar var m.a. til skoðunar. Þó hópurinn hafi verið sammála um mikilvægi þess að efla sjúkraflutninga með þyrlum var ekki eining innan hans um leiðir að því markmiði. Starfshópurinn lagði því til að settur yrði á samráðshópur með aðkomu lykilaðila í sjúkraflugi og stefnt er að því að sá hópur hefji störf fljótlega. Við í Framsókn sjáum mikil tækifæri í því að hefja hér tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi líkt og lagt var af stað með árið 2020. Það skiptir sköpum að við komum því verkefni af stað að nýju, hefjum útboð á vegum Heilbrigðisráðuneytisins og tryggjum enn betur öryggi þeirra sem hér búa. Staðan hefur ekki verið ásættanleg m.a. í Vestmannaeyjum og biðin eftir utanspítalaþjónustu vegna tímalengdar hefur reynst dýrkeypt og við þurfum að koma í veg fyrir að tjón skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins verði meira vegna þess að við höfum ekki tólin og tækin til að tryggja tafarlausa þjónustu til þeirra sem á henni þurfa. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður og Arnar Páll Gíslason, frambjóðandi á lista Framsóknar í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Árborg Heilbrigðismál Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Mikil aukning hefur verið í fjölda sjúkraflutninga síðastliðinn áratug. Lítilsháttar fækkun átti sér þó stað á síðasta ári, sem er skiljanlegt þegar litið er til fækkunar á ferðamönnum í heimsfaraldrinum sem einkennt hefur líf okkar síðan í upphafi árs 2020. Sumrin hafa þó verið miklir álagspunktar í sjúkraflugum. Í júlí árið 2021 höfðu þó aldrei verið fleiri sjúkraflug flogin í einum mánuði. Þá voru flogin 100 sjúkraflug og sagði Oddur Ólafsson, forstöðulæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild skýringuna meðal annars geta verið aukning ferðamanna og að sérfræðingar á sjúkrastofnunum úti á landi séu í sumarfríi á þessum tíma og reynsluminna fólk í störfunum, þó ekki hafi verið farið í nákvæma greiningu. Í júlí 2019 voru sjúkraflugin 89, sem var stærsti mánuðurinn þar til í fyrra. Í gildi er samningur milli Landhelgisgæslunnar og Sjúkratrygginga Íslands um sjúkraflutning með þyrlum á flugsvæði sjúkraflugs á norður- og austursvæði landsins auk Vestmannaeyja og Vestfjarða, vegna erfiðra veðurskilyrða. Aðeins um 10% af öllum sjúkraflutningum með þyrlum Landhelgisgæslunnar falla undir þennan samning. Nú hafa landamærin opnast á ný og við sjáum aukningu í heimsóknum ferðamanna. Við fögnum því að sjá líf glæðast enn frekar í ferðaþjónustunni en með fleiri heimsóknum getur orðið aukning slysa og sjúkdóma á ný. Á Suðurlandi nánast þrefaldast fólksfjöldi landshlutans yfir sumartímann og því þurfum við að vera vel í stakk búin til að bregðast við með réttum hætti og búa viðbragðsaðilum okkar þær aðstæður og búnaði að fumlaus vinnubrögð séu sjálfsögð. Í svari við fyrirspurn minni til Heilbrigðisráðherra um meðalviðbragðstíma þyrlna við útköll þá kemur fram að miðað við staðsetningar þeirra í dag, er viðbragðstíminn töluvert undir ásættanlegum viðbragstíma sem er ein klukkustund, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Flug að Selfossi tekur u.þ.b. 12 mínútur frá Reykjavík og flug þyrlna frá Reykjavík til Vestmannaeyja tekur um 25 mínútur. Ef það væri þyrla staðsett fyrir sjúkraflug á Suðurlandi myndi viðbragðstíminn minnka til muna. Hver mínúta skiptir, sérstaklega í neyðartilfellum, mjög miklu máli. Í samfélaginu okkar er uppi rík krafa um jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Vegna þess hve fá við erum og byggðin dreifð, er þetta göfuga markmið langsótt. Hinsvegar er heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga gott og það eru leiðir til að jafna aðgengi landsmanna að þeirri sérhæfðu þjónustu sem ekki er raunhæft að halda úti í hverju héraði fyrir sig. Ein þessara leiða og kannski sú augljósa er að efla utanspítalaþjónustuna. Það net sjúkrabíla á landinu má þétta enn frekar en fyrst og síðast að efla þar mönnun og menntun.Annað úrræði sem þekkist víða í vestrænum heimi er notkun á sjúkraþyrlum sem bæði geta stytt flutningstíma til muna ásamt því að koma viðbragðsaðilum fyrr til skjólstæðinga svo hægt sé að hefja lífsbjargandi meðferð sem skiptir sköpum að sé rétt og skjót strax í upphafi en það hefur allt að segja um áframhaldandi bata skjólstæðingsins. Þyrlur sem sinna þessu hlutverki eru gríðarlega góð viðbót við það kerfi sem við nú þegar höfum en um er að ræða mikið og stórt skref í þá átt að jafna og tryggja aðgengi landmanna að heilbrigðisþjónustunni okkar allra. Þá er jákvætt að segja frá því að starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra skilaði skýrslunni Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi í ágúst 2018 þar sem aðkoma Landhelgisgæslunnar var m.a. til skoðunar. Þó hópurinn hafi verið sammála um mikilvægi þess að efla sjúkraflutninga með þyrlum var ekki eining innan hans um leiðir að því markmiði. Starfshópurinn lagði því til að settur yrði á samráðshópur með aðkomu lykilaðila í sjúkraflugi og stefnt er að því að sá hópur hefji störf fljótlega. Við í Framsókn sjáum mikil tækifæri í því að hefja hér tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi líkt og lagt var af stað með árið 2020. Það skiptir sköpum að við komum því verkefni af stað að nýju, hefjum útboð á vegum Heilbrigðisráðuneytisins og tryggjum enn betur öryggi þeirra sem hér búa. Staðan hefur ekki verið ásættanleg m.a. í Vestmannaeyjum og biðin eftir utanspítalaþjónustu vegna tímalengdar hefur reynst dýrkeypt og við þurfum að koma í veg fyrir að tjón skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins verði meira vegna þess að við höfum ekki tólin og tækin til að tryggja tafarlausa þjónustu til þeirra sem á henni þurfa. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður og Arnar Páll Gíslason, frambjóðandi á lista Framsóknar í Árborg.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun