Hélt að Anníe Mist væri að grínast þegar goðsögnin hafði samband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2022 08:30 Anníe Mist hefur komið CrossFit heiminum á óvart síðustu ár og það á jákvæðan hátt. Hér er hún með Freyju Mist sinni. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir hefur stundað það að koma CrossFit heiminum á óvart síðustu ár og það kemur vel fram í umfjöllun heimasíðu heimsleikanna um nýjasta ævintýri íslensku CrossFit drottningarinnar. Anníe Mist verður ekki með í einstaklingskeppninni á leikunum í ár þrátt fyrir að hafa verið á verðlaunapalli fyrir aðeins tæpu ári síðan. Hún hefur unnið allt og gert allt sem einstaklingur í CrossFit íþróttinni en að þessu sinni vill hún fá að upplifa það að keppa í liði á heimsleikanna. Instagram/@crossfitgames Nú styttist í undankeppnina þar sem kemur í ljós hvort liðið hennar Anníe Mistar, lið CrossFit Reykjavík, takist að tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Heimasíða heimsleikanna í CrossFit fjallaði sérstaklega um lið Anníe Mistar og þá líka um hina þrjá meðlimina í liðinu sem hafa ekki orðið heimsmeistarar eins og Anníe en hafa öll gert það gott í CrossFit íþróttinni. Frá ágúst 2020 til ágúst 2021 þá sjokkeraði Íslands-Anníe CrossFit samfélagið með því að eignast barn og komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum innan við ári síðar segir í umfjölluninni. „Eftir að hún átti þessa ótrúlegu frammistöðu á síðasta ári þá var svolítið sjokkerandi að sjá Anníe skipta yfir í liðakeppnina,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur CrossFit samtakanna. Anníe Mist hafði fyrst samband við Lauren Fisher þegar hún setti saman CrossFit Reykjavík liðið. Hún bað hana um að koma í liðið sitt á Instagram en Lauren sjálf segir að hún hafi ekki verið vss um hvort að Anníe væri að grínast eða ekki. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=odxYUWSVSW4">watch on YouTube</a> „Varstu virkilega að spyrja mig í gegnum Instagram hvort ég sé klár í að keppa í liðakeppni á heimsleikunum,“ sagði Lauren Fisher hafa spurt til baka. „Ekki spurning. Ég vil setja saman rétta liðið. Mér er alvara. Ég vil líka vinna heimsleikanna sem hluti af liði,“ svaraði Anníe Mist. Fisher samþykkti ekki bara að koma í liðið heldur flutti hún einnig til Íslands. Þær leituðu síðan uppi tvo karla til að fylla liðið. Um miðjan janúar var liðið farið að æfa saman á Íslandi. Karlmennirnir sem komu liðið eru þeir Khan Porter og Tola Morakinyo. Það má lesa alla umfjöllunina á heimasíðu heimsleikanna í CrossFit með því að smella hér. CrossFit Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Anníe Mist verður ekki með í einstaklingskeppninni á leikunum í ár þrátt fyrir að hafa verið á verðlaunapalli fyrir aðeins tæpu ári síðan. Hún hefur unnið allt og gert allt sem einstaklingur í CrossFit íþróttinni en að þessu sinni vill hún fá að upplifa það að keppa í liði á heimsleikanna. Instagram/@crossfitgames Nú styttist í undankeppnina þar sem kemur í ljós hvort liðið hennar Anníe Mistar, lið CrossFit Reykjavík, takist að tryggja sér farseðilinn á heimsleikanna. Heimasíða heimsleikanna í CrossFit fjallaði sérstaklega um lið Anníe Mistar og þá líka um hina þrjá meðlimina í liðinu sem hafa ekki orðið heimsmeistarar eins og Anníe en hafa öll gert það gott í CrossFit íþróttinni. Frá ágúst 2020 til ágúst 2021 þá sjokkeraði Íslands-Anníe CrossFit samfélagið með því að eignast barn og komast á verðlaunapallinn á heimsleikunum innan við ári síðar segir í umfjölluninni. „Eftir að hún átti þessa ótrúlegu frammistöðu á síðasta ári þá var svolítið sjokkerandi að sjá Anníe skipta yfir í liðakeppnina,“ sagði Annie Sakamoto, sérfræðingur CrossFit samtakanna. Anníe Mist hafði fyrst samband við Lauren Fisher þegar hún setti saman CrossFit Reykjavík liðið. Hún bað hana um að koma í liðið sitt á Instagram en Lauren sjálf segir að hún hafi ekki verið vss um hvort að Anníe væri að grínast eða ekki. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=odxYUWSVSW4">watch on YouTube</a> „Varstu virkilega að spyrja mig í gegnum Instagram hvort ég sé klár í að keppa í liðakeppni á heimsleikunum,“ sagði Lauren Fisher hafa spurt til baka. „Ekki spurning. Ég vil setja saman rétta liðið. Mér er alvara. Ég vil líka vinna heimsleikanna sem hluti af liði,“ svaraði Anníe Mist. Fisher samþykkti ekki bara að koma í liðið heldur flutti hún einnig til Íslands. Þær leituðu síðan uppi tvo karla til að fylla liðið. Um miðjan janúar var liðið farið að æfa saman á Íslandi. Karlmennirnir sem komu liðið eru þeir Khan Porter og Tola Morakinyo. Það má lesa alla umfjöllunina á heimasíðu heimsleikanna í CrossFit með því að smella hér.
CrossFit Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira