Bein útsending: Kappræður oddvita framboða í Kópavogi Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2022 10:36 Kjósendur í Kópavogi fá að velja milli átta framboða í ár. vísir/vilhelm Í dag eru fimm dagar þar til kjósendur í sextíu og sjö sveitarfélögum landsins ganga að kjörborðinu og velja fulltrúa til að stjórna nærsamfélagi þeirra næstu fjögur árin. Fréttastofan býður upp á kappræður oddvita framboða í þremur stærstu sveitarfélögum landsins og byrjar á Kópavogi í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa af ellefu kosna í bæjarstjórn Kópavogs í síðustu kosningum og myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk einn fulltrúa kjörinn. Í kosningunum næst komandi laugardag bjóða átta flokkar og framboð fram. Auk fyrrnefndra flokka eru það Samfylkingin sem fékk tvo fulltrúa kjörna 2018, Píratar sem fengu einn fulltrúa og Viðreisn sem fékk tvo kjörna. Þrjú framboð sem ekki fengu fulltrúa kjörna síðast en bjóða fram eru Vinstrihreyfingin grænt framboð, Miðflokkurinn og Vinir Kópavogs sem reyndar bjóða fram í fyrsta skipti nú. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær oddvita allra þessara framboða til til sín í kappræður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Það eru Ásdís Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Orri Vignir Hlöðversson fyrir Framsóknarflokkinn, Bergljót Kristinsdóttir fyrir Samfylkinguna, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fyrir Pírata, Theodóra S. Þorsteinsdóttir fyrir Viðreisn, Ólafur Þór Gunnarsson fyrir Vinstri græn, Karen Elísabet Halldórsdóttir fyrir Miðflokkinn og Helga Jónsdóttir fyrir Vini Kópavogs. Skipulagsmál eru áberandi í umræðunni í Kópavogi fyrir þessar kosningar. Mjög deildar meiningar eru um þéttingu byggðar og breytingar í og við miðbæjarsvæðið Hamraborg. Rétt tæplega 29 þúsund manns eru á kjörskrá í Kópavogi, eða 28.923. Uppfært kl. 15:45. Þættinum er lokið og upptaka aðgengileg í spilaranum. Þátturinn verður einnig á dagskrá á Stöð 2 Vísi á eftir kvöldfréttum klukkan 18:55 í kvöld. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm fulltrúa af ellefu kosna í bæjarstjórn Kópavogs í síðustu kosningum og myndaði meirihluta með Framsóknarflokknum sem fékk einn fulltrúa kjörinn. Í kosningunum næst komandi laugardag bjóða átta flokkar og framboð fram. Auk fyrrnefndra flokka eru það Samfylkingin sem fékk tvo fulltrúa kjörna 2018, Píratar sem fengu einn fulltrúa og Viðreisn sem fékk tvo kjörna. Þrjú framboð sem ekki fengu fulltrúa kjörna síðast en bjóða fram eru Vinstrihreyfingin grænt framboð, Miðflokkurinn og Vinir Kópavogs sem reyndar bjóða fram í fyrsta skipti nú. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær oddvita allra þessara framboða til til sín í kappræður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Það eru Ásdís Kristjánsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Orri Vignir Hlöðversson fyrir Framsóknarflokkinn, Bergljót Kristinsdóttir fyrir Samfylkinguna, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir fyrir Pírata, Theodóra S. Þorsteinsdóttir fyrir Viðreisn, Ólafur Þór Gunnarsson fyrir Vinstri græn, Karen Elísabet Halldórsdóttir fyrir Miðflokkinn og Helga Jónsdóttir fyrir Vini Kópavogs. Skipulagsmál eru áberandi í umræðunni í Kópavogi fyrir þessar kosningar. Mjög deildar meiningar eru um þéttingu byggðar og breytingar í og við miðbæjarsvæðið Hamraborg. Rétt tæplega 29 þúsund manns eru á kjörskrá í Kópavogi, eða 28.923. Uppfært kl. 15:45. Þættinum er lokið og upptaka aðgengileg í spilaranum. Þátturinn verður einnig á dagskrá á Stöð 2 Vísi á eftir kvöldfréttum klukkan 18:55 í kvöld.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira