Saman eru okkur allir vegir færir Anton Kári Halldórsson skrifar 10. maí 2022 07:30 D-listi sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna býður fram í Rangárþingi eystra í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er skipaður breiðum, öflugum hópi fólks, með fjölbreyttan bakgrunn sem er tilbúið að leggja mikið á sig á komandi kjörtímabili samfélaginu okkar til heilla. Þetta snýst nefnilega allt um samvinnu. Hún er það allra mikilvægasta. Það er enginn einn mikilvægari en fólkið sem stendur á bakvið hann. Að finna kraftinn, hugmyndaflugið og umfram allt brennandi áhuga á því að byggja upp öflugt samfélag fyrir alla, er mjög hvetjandi. Með samvinnu náum við fram því besta sem völ er á fyrir okkar samfélag. Á undanförnu kjörtímabili hefur D- listinn verið í meirhluta sveitarstjórnar í Rangárþingi eystra. Ýmislegt hefur áunnist og í flestum málum hefur öll sveitarstjórnin staðið á bakvið þær ákvarðanir sem hafa verið teknar. Flest þau mál sem listinn setti á oddinn fyrir síðasta kjörtímabil hafa fengið framgöngu, er lokið eða eru í vinnslu. Betur má ef duga skal. Það er mikilvægt að horfa fram á veginn og festast ekki í fortíðinni. En við verðum að þora að stíga skrefið, við verðum að velta við steinum, við verðum að vera gagnrýnin og taka fagnandi á móti öllum hugmyndum. Hættan er sú að þegar hlutirnir ganga bærilega þá verði stöðnun og við sjáum ekki tilgang með breytingum. Þó að hlutirnir hafi alltaf verið svona, þá verðum við að þora að gera breytingar og tilraunir. Sumar þeirra munu án efa mistakast, en aðrar gætu heppnast vel og opnað augu okkar fyrir ónýttum tækifærum. Því að tækifærin okkar hér í Rangárþingi eystra til þess að byggja upp og þróast eru óþrjótandi, hvort sem við lítum til uppbyggingar í ferðaþjónustu, landbúnaði, nýsköpunar og samfélagsins í heild. Það er okkar í sameiningu að koma auga á möguleikana og hrinda þeim í framkvæmd. Á D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna er fólk sem þorir. Við þorum að taka umræðuna, við þorum að hleypa öllum íbúum að ákvarðanartöku, við þorum að gera breytingar og umfram allt þá þorum við að vera við sjálf og erum stolt af því að vera íbúar í Rangárþingi eystra. Hér búum við öll saman og allir eiga að hafa jöfn tækifæri til að blómstra í okkar samfélagi, á það leggjum við mikla áherslu. Stefna okkar er skýr, með því að setja X við D á kjördag, þá veistu hvað þú færð og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera hag Rangárþings eystra sem bestan til framtíðar. Höfundur er oddviti D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing eystra Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
D-listi sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna býður fram í Rangárþingi eystra í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn er skipaður breiðum, öflugum hópi fólks, með fjölbreyttan bakgrunn sem er tilbúið að leggja mikið á sig á komandi kjörtímabili samfélaginu okkar til heilla. Þetta snýst nefnilega allt um samvinnu. Hún er það allra mikilvægasta. Það er enginn einn mikilvægari en fólkið sem stendur á bakvið hann. Að finna kraftinn, hugmyndaflugið og umfram allt brennandi áhuga á því að byggja upp öflugt samfélag fyrir alla, er mjög hvetjandi. Með samvinnu náum við fram því besta sem völ er á fyrir okkar samfélag. Á undanförnu kjörtímabili hefur D- listinn verið í meirhluta sveitarstjórnar í Rangárþingi eystra. Ýmislegt hefur áunnist og í flestum málum hefur öll sveitarstjórnin staðið á bakvið þær ákvarðanir sem hafa verið teknar. Flest þau mál sem listinn setti á oddinn fyrir síðasta kjörtímabil hafa fengið framgöngu, er lokið eða eru í vinnslu. Betur má ef duga skal. Það er mikilvægt að horfa fram á veginn og festast ekki í fortíðinni. En við verðum að þora að stíga skrefið, við verðum að velta við steinum, við verðum að vera gagnrýnin og taka fagnandi á móti öllum hugmyndum. Hættan er sú að þegar hlutirnir ganga bærilega þá verði stöðnun og við sjáum ekki tilgang með breytingum. Þó að hlutirnir hafi alltaf verið svona, þá verðum við að þora að gera breytingar og tilraunir. Sumar þeirra munu án efa mistakast, en aðrar gætu heppnast vel og opnað augu okkar fyrir ónýttum tækifærum. Því að tækifærin okkar hér í Rangárþingi eystra til þess að byggja upp og þróast eru óþrjótandi, hvort sem við lítum til uppbyggingar í ferðaþjónustu, landbúnaði, nýsköpunar og samfélagsins í heild. Það er okkar í sameiningu að koma auga á möguleikana og hrinda þeim í framkvæmd. Á D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna er fólk sem þorir. Við þorum að taka umræðuna, við þorum að hleypa öllum íbúum að ákvarðanartöku, við þorum að gera breytingar og umfram allt þá þorum við að vera við sjálf og erum stolt af því að vera íbúar í Rangárþingi eystra. Hér búum við öll saman og allir eiga að hafa jöfn tækifæri til að blómstra í okkar samfélagi, á það leggjum við mikla áherslu. Stefna okkar er skýr, með því að setja X við D á kjördag, þá veistu hvað þú færð og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera hag Rangárþings eystra sem bestan til framtíðar. Höfundur er oddviti D-lista sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun