Sveitarstjóri ráðinn á faglegum forsendum Christiane L. Bahner skrifar 10. maí 2022 10:16 Rétt fyrir kosningar er pólitíska umræðan alltaf mest, og er það afar skemmtilegur tími. Það vekur athygli að Nýi óháði listinn er eina framboðið í Rangárþingi eystra sem vill fagráða sveitarstjóra! Á vef Sjálfstæðismanna í Rangárþingi eystra var nýlega birt grein þar sem fjallað var um þeirra sýn á það að málum væri best fyrir komið með Sjálfstæðismann sem sveitarstjóra. Í greininni er fjallað um sveitarstjóraefnið D-listans Anton Kára og bent á að íbúar geti nú kosið sér sveitarstjóra. Rétt er að leiðrétta þann misskilning. Skv. sveitarstjórnarlögum er það ávallt sveitarstjórnin sem ræður sveitarstjóra, hann er bara alls ekki kosinn og heldur ekki af íbúum sveitarfélagsins beint. Það er líka rétt að upplýsa að frambjóðendur Nýja óháða listans hafa ekkert á móti Antoni Kára fyrrverandi sveitarstjóra og Lilju núverandi sveitarstjóra, þau eru bæði vænsta fólk og vilja vel. Það að þau séu frambjóðendur Sjálfstæðisflokks annars vegar og Framsóknarflokks hins vegar segir hins vegar ekkert til um það hve hæf eða vænir kostir þau eru til að gegna stöðu sveitarstjóra; en sveitarstjórinn er framkvæmdastjóri hjá stærsta vinnuveitandanum í nærsamfélaginu, sveitarfélaginu sjálfu. Við teljum að slíkt eigi að byggja á viðeigandi menntun, reynslu, þekkingu og metnaði. Hafið yfir allan vafa Önnur rök fyrir að að vilja fagráða sveitarstjóra eru að það getur verið afar heppilegt að koma valdinu aðeins fjær okkur (einnig kallað armslengd). Það getur verið mjög óþægilegt og jafnvel erfitt, bæði fyrir íbúa og þá sem stjórna, að þekkja alla, að tengjast fólki vina- og fjölskylduböndum, að standa of nærri fólki sem verður fyrir áhrifum af ákvörðunum sem taka skal. Allir sem líta um öxl muna eftir þannig upplifun í gegnum tíðina, að ákvarðanir um aðgerðir, aðgerðarleysi, ráðningu, skipulag, getuleysi, úthlutun verkefna o.s.frv. sé lituð af tengslum við þá sem stjórna. Það er líka ósanngjarnt að sitja undir slíkum grunsemdum eða umtali þegar veruleikinn er sá að sá sem tengdur er stjórnandanum er t.d. raunverulega sá besti sem völ er á. Stundum er fjarlægðin styrkur fyrir alla og til þess fallið að auka trúverðugleika og traust. Lýðræðið Eins og hefur komið fram áður, þá er það sveitarstjórnin sem ræður sveitarstjóra. Sveitarstjóri er aldrei kosinn í sveitarstjórnarkosingum. Sveitarstjóri á að koma því í framkvæmd sem sveitarstjórn ákveður, það er hans starf og hlutverk. Kjörnir fulltrúar setja stefnuna, þaðan kemur pólitíkin, áherslumálin. Sveitarstjórinn þarf ekki að hafa ákveðna pólitíska hugsun eða skoðun til að teljast hæfur til að gegna starfinu. Hann þarf að búa yfir stjórnunarhæfileikum, viðeigandi menntun, reynslu, jafnvel reynslu frá öðrum sveitarfélögum! Hvað er að óttast við að auglýsa eftir hæfasta einstaklingum í þetta mikilvæga stjórnunarstarf? Það er líka styrkur fyrir minnihluta að geta sótt upplýsingar til stjórnanda sveitarfélags sem er ekki einn kjörinna fulltrúa meirihlutans. Þannig verður meira jafnræði milli sveitarstjórnarmanna, og hvert atkvæði kjósenda fær sama vægi, sama hvort viðkomandi listi verði síðan í meira- eða minnihluta á kjörtímabilinu. Í besta falli gefur sveitarstjórinn öllum kosnum fulltrúum sömu upplýsingar, sem styrkir minnihlutann í mikilvægu aðhaldshlutverki sínu. Það er eðlilegt að sveitarstjórn og oddviti hennar veita sveitarfélagi pólitíska forystu ekki framkvæmdastjórinn sem ávallt er ráðinn af sveitarstjórn. Að hafa atvinnu af pólitík Eftir síðustu kosningar hófu B- og D-lista samstarf og mynduðu saman meirihluta. En þrátt fyrir að þessir tveir listar höfðu barist á móti hvorum öðrum alla tíð, þá var greinilega engin þörf á því að semja um málefni. Það eina sem samið var um milli þeirra var að D-listinn fengi sveitarstjórastólinn hálft kjörtímabil og B-listinn hinn helminginn. Það er vart hægt að trúa því að þau hafa ekki áttað sig á því strax í upphafi að það samkomulag er vægast sagt óheppilegt, og má því varpa fram þeirri spurningu af hverju pólitísku málefnin hafi ekki fengið meira vægi þegar samkomulag var gert. Er það virkilega aðalatriði hver fái stólinn? Hver hefur mesta hagsmuni á því? Er það sveitarfélagið og íbúar þess, er það viðkomandi aðili eða eru það jafnvel stjórnmálaflokkarnir sem starfa á landsvísu? Margt gott hefur verið unnið á kjörtímabilinu í Rangárþingi eystra en eins og um land allt hefur kjörtímabilið einkennst af rósemi. Sumir kalla það jafnvel stöðnun, að það sé fátt nýtt að frétta og ekkert að gerast. Skútan vaggar bara rólega áfram í staðinn fyrir að hífa upp seglin til að ná einhverri ferð. Nýi óháði listinn fagnar umræðunni um ó/pólitískan sveitarstjóra, en eru málefnin ekki örugglega áhugaverðara fyrir kjósendur í þetta sinn? Kjósum nýtt fólk til áhrifa – setjum X við N á kjördag. Höfundur skipar 2. sæti á Nýja óháða listanum í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Rangárþing eystra Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Rétt fyrir kosningar er pólitíska umræðan alltaf mest, og er það afar skemmtilegur tími. Það vekur athygli að Nýi óháði listinn er eina framboðið í Rangárþingi eystra sem vill fagráða sveitarstjóra! Á vef Sjálfstæðismanna í Rangárþingi eystra var nýlega birt grein þar sem fjallað var um þeirra sýn á það að málum væri best fyrir komið með Sjálfstæðismann sem sveitarstjóra. Í greininni er fjallað um sveitarstjóraefnið D-listans Anton Kára og bent á að íbúar geti nú kosið sér sveitarstjóra. Rétt er að leiðrétta þann misskilning. Skv. sveitarstjórnarlögum er það ávallt sveitarstjórnin sem ræður sveitarstjóra, hann er bara alls ekki kosinn og heldur ekki af íbúum sveitarfélagsins beint. Það er líka rétt að upplýsa að frambjóðendur Nýja óháða listans hafa ekkert á móti Antoni Kára fyrrverandi sveitarstjóra og Lilju núverandi sveitarstjóra, þau eru bæði vænsta fólk og vilja vel. Það að þau séu frambjóðendur Sjálfstæðisflokks annars vegar og Framsóknarflokks hins vegar segir hins vegar ekkert til um það hve hæf eða vænir kostir þau eru til að gegna stöðu sveitarstjóra; en sveitarstjórinn er framkvæmdastjóri hjá stærsta vinnuveitandanum í nærsamfélaginu, sveitarfélaginu sjálfu. Við teljum að slíkt eigi að byggja á viðeigandi menntun, reynslu, þekkingu og metnaði. Hafið yfir allan vafa Önnur rök fyrir að að vilja fagráða sveitarstjóra eru að það getur verið afar heppilegt að koma valdinu aðeins fjær okkur (einnig kallað armslengd). Það getur verið mjög óþægilegt og jafnvel erfitt, bæði fyrir íbúa og þá sem stjórna, að þekkja alla, að tengjast fólki vina- og fjölskylduböndum, að standa of nærri fólki sem verður fyrir áhrifum af ákvörðunum sem taka skal. Allir sem líta um öxl muna eftir þannig upplifun í gegnum tíðina, að ákvarðanir um aðgerðir, aðgerðarleysi, ráðningu, skipulag, getuleysi, úthlutun verkefna o.s.frv. sé lituð af tengslum við þá sem stjórna. Það er líka ósanngjarnt að sitja undir slíkum grunsemdum eða umtali þegar veruleikinn er sá að sá sem tengdur er stjórnandanum er t.d. raunverulega sá besti sem völ er á. Stundum er fjarlægðin styrkur fyrir alla og til þess fallið að auka trúverðugleika og traust. Lýðræðið Eins og hefur komið fram áður, þá er það sveitarstjórnin sem ræður sveitarstjóra. Sveitarstjóri er aldrei kosinn í sveitarstjórnarkosingum. Sveitarstjóri á að koma því í framkvæmd sem sveitarstjórn ákveður, það er hans starf og hlutverk. Kjörnir fulltrúar setja stefnuna, þaðan kemur pólitíkin, áherslumálin. Sveitarstjórinn þarf ekki að hafa ákveðna pólitíska hugsun eða skoðun til að teljast hæfur til að gegna starfinu. Hann þarf að búa yfir stjórnunarhæfileikum, viðeigandi menntun, reynslu, jafnvel reynslu frá öðrum sveitarfélögum! Hvað er að óttast við að auglýsa eftir hæfasta einstaklingum í þetta mikilvæga stjórnunarstarf? Það er líka styrkur fyrir minnihluta að geta sótt upplýsingar til stjórnanda sveitarfélags sem er ekki einn kjörinna fulltrúa meirihlutans. Þannig verður meira jafnræði milli sveitarstjórnarmanna, og hvert atkvæði kjósenda fær sama vægi, sama hvort viðkomandi listi verði síðan í meira- eða minnihluta á kjörtímabilinu. Í besta falli gefur sveitarstjórinn öllum kosnum fulltrúum sömu upplýsingar, sem styrkir minnihlutann í mikilvægu aðhaldshlutverki sínu. Það er eðlilegt að sveitarstjórn og oddviti hennar veita sveitarfélagi pólitíska forystu ekki framkvæmdastjórinn sem ávallt er ráðinn af sveitarstjórn. Að hafa atvinnu af pólitík Eftir síðustu kosningar hófu B- og D-lista samstarf og mynduðu saman meirihluta. En þrátt fyrir að þessir tveir listar höfðu barist á móti hvorum öðrum alla tíð, þá var greinilega engin þörf á því að semja um málefni. Það eina sem samið var um milli þeirra var að D-listinn fengi sveitarstjórastólinn hálft kjörtímabil og B-listinn hinn helminginn. Það er vart hægt að trúa því að þau hafa ekki áttað sig á því strax í upphafi að það samkomulag er vægast sagt óheppilegt, og má því varpa fram þeirri spurningu af hverju pólitísku málefnin hafi ekki fengið meira vægi þegar samkomulag var gert. Er það virkilega aðalatriði hver fái stólinn? Hver hefur mesta hagsmuni á því? Er það sveitarfélagið og íbúar þess, er það viðkomandi aðili eða eru það jafnvel stjórnmálaflokkarnir sem starfa á landsvísu? Margt gott hefur verið unnið á kjörtímabilinu í Rangárþingi eystra en eins og um land allt hefur kjörtímabilið einkennst af rósemi. Sumir kalla það jafnvel stöðnun, að það sé fátt nýtt að frétta og ekkert að gerast. Skútan vaggar bara rólega áfram í staðinn fyrir að hífa upp seglin til að ná einhverri ferð. Nýi óháði listinn fagnar umræðunni um ó/pólitískan sveitarstjóra, en eru málefnin ekki örugglega áhugaverðara fyrir kjósendur í þetta sinn? Kjósum nýtt fólk til áhrifa – setjum X við N á kjördag. Höfundur skipar 2. sæti á Nýja óháða listanum í Rangárþingi eystra.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun