Úkraínuforseti ávarpar Alþingi Eyjólfur Ármannsson skrifar 10. maí 2022 12:01 Ávarp Volodímírs Selenskís, forseta Úkraínu, til alþingismanna og íslensku þjóðarinnar í gegnum fjarfundabúnað sl. föstudag við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis var sögulegt. Þetta var í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis og markar tímamót. Úkraínska þjóðin heyr nú ein varnarstríð til að verja fósturjörð sína, sjálfstæði, frelsi og mannréttindi og þjóðerni sitt. Það er stríð í Evrópu. Innrásin í Úkraínu ógnar friði í heiminum en engin vissa er því fyrir að átökin takmarkist við Úkraínu. Innrásin er ógn við það alþjóðakerfi sem verið hefur við lýði allan lýðveldistímann, eða frá lokum síðari heimsstyrjaldar og byggir á virðingu fyrir alþjóðalögum. Ræða Selenskís Úkraínuforseta er áhrifamikil og mikilvæg. Allir eru hvattir til að lesa ræðuna, en hana má finna á vef Alþingis. Úkraínuforseti bendir okkur á að fleiri en 500.000 Úkraínumenn hafi nú verið sviptir skilríkjum sínum og fluttir á brott til Rússlands með valdi. Forsetinn segir m.a. í ræðu sinni eftirfarandi: Baráttan nú snýst um frelsið, þetta land sem við eigum með réttu, og um menningu okkar, en hún birtir þjóðareðli okkar og greinir okkur frá nágrönnum okkar, og hún varðveitir þráðinn sem liggur milli okkar, barnanna okkar og þeirra kynslóða sem á undan komu. Í upphafi ræðu sinnar minnir Úkraníuforseti okkur á að Úkraína og Ísland tengist sterkum böndum, að við höfum þekkst vel í meira en þúsund ár og að forfeður okkar hafi átt auðvelt með öll sín samskipti. Þessi sterku bönd minna okkur á siglingar norrænna manna á miðöldum til austurs, upp fljótin sem renna í Eystrasalt og niður þau til Svartahafs. Umfjöllun okkar um norræna miðaldaheiminn takmarkast um of við hinn vestnorræna heim sem Ísland var hluti af. Það takmarkar skilning okkar á mikilvægi víkingatímans og íslenskrar sagnaritunar. Fornsagan Eymundar þáttur Hringssonar minnir á tengsl Norðurlanda og Úkraínu. Sagan gerist í Garðaríki (Úkraínu) og segir frá Íslendingum og öðrum norrænum mönnum þar. Garðaríki var upphaflega stofnað af Svíum og norrænir menn og afkomendur fóru þar lengi með völd. Kænugarður (Kyiv) er við Dnépr-fljót á verslunarleiðinni á milli Skandinavíu og Miklagarðs (núverandi Istanbúl). Norðmenn hafa ætíð horft út á Atlantshafið en Svíar til austurs. Svíþjóð og Finnland ræða nú inngöngu í NATO vegna innrásar Pútíns. Eystrasaltsríkin eru í NATO. Við Íslendingar hljótum að styðja einhuga skjóta inngöngu þessara norrænu vinaþjóða okkar í NATO, kjósi þær að tryggja öryggi sitt með inngöngu. Með henni skapast forsendur til náinnar varnarsamvinnu Norðurlanda innan NATO. Innrásin í Úkraínu sýnir mikilvægi aðildar Íslands að NATO og Varnarsamningi okkar við Bandaríkin, sem eru grunnstoðir öryggis- og varnarmála okkar. Úkraína er ekki aðildarríki NATO en Íslandi á að standa þétt með vestrænum þjóðum í stuðningsaðgerðum sínum með hinni hugrökku úkraínsku þjóð á örlagatímum í sögu sinni. Við eigum að taka vel á móti Úkraínumönnum sem hingað leita og veita aðstoð flóttamönnum sem streyma frá Úkraínu til Póllands og annarra ríkja Evrópu. Það gerum við með að bjóða sérfræðiaðstoð og senda fjármagn til alþjóðastofnana og samtaka sem sinna móttöku flóttamanna. Ræða Selenskís, forseta Úkraínu, minnir okkur á mikilvægi þess að Ísland sýni samstöðu með úkraínsku þjóðinni í þessu gríðarlega mikilvæga máli sem varðar grundvöll lýðræðis, mannréttinda og sjálfstæðis þjóða. Það var vel við hæfi að hún var fyrsta ræða erlends þjóðhöfðingja á Alþingi og er vonandi upphafið á nýrri hefð á Alþingi Íslendinga. Ræðan minnir á mikilvægi virkrar þátttöku okkur sem sjálfstæðrar herlausrar smáþjóðar í samstarfi lýðræðisþjóða. Með ræðu sinni í þingsal Alþingis færði Úkraínuforseti boðskap þjóðar sinnar sem berst fyrir tilvist sinni og frelsi. Það er boðskapur sem varðar okkur öll. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Innrás Rússa í Úkraínu Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Ávarp Volodímírs Selenskís, forseta Úkraínu, til alþingismanna og íslensku þjóðarinnar í gegnum fjarfundabúnað sl. föstudag við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis var sögulegt. Þetta var í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis og markar tímamót. Úkraínska þjóðin heyr nú ein varnarstríð til að verja fósturjörð sína, sjálfstæði, frelsi og mannréttindi og þjóðerni sitt. Það er stríð í Evrópu. Innrásin í Úkraínu ógnar friði í heiminum en engin vissa er því fyrir að átökin takmarkist við Úkraínu. Innrásin er ógn við það alþjóðakerfi sem verið hefur við lýði allan lýðveldistímann, eða frá lokum síðari heimsstyrjaldar og byggir á virðingu fyrir alþjóðalögum. Ræða Selenskís Úkraínuforseta er áhrifamikil og mikilvæg. Allir eru hvattir til að lesa ræðuna, en hana má finna á vef Alþingis. Úkraínuforseti bendir okkur á að fleiri en 500.000 Úkraínumenn hafi nú verið sviptir skilríkjum sínum og fluttir á brott til Rússlands með valdi. Forsetinn segir m.a. í ræðu sinni eftirfarandi: Baráttan nú snýst um frelsið, þetta land sem við eigum með réttu, og um menningu okkar, en hún birtir þjóðareðli okkar og greinir okkur frá nágrönnum okkar, og hún varðveitir þráðinn sem liggur milli okkar, barnanna okkar og þeirra kynslóða sem á undan komu. Í upphafi ræðu sinnar minnir Úkraníuforseti okkur á að Úkraína og Ísland tengist sterkum böndum, að við höfum þekkst vel í meira en þúsund ár og að forfeður okkar hafi átt auðvelt með öll sín samskipti. Þessi sterku bönd minna okkur á siglingar norrænna manna á miðöldum til austurs, upp fljótin sem renna í Eystrasalt og niður þau til Svartahafs. Umfjöllun okkar um norræna miðaldaheiminn takmarkast um of við hinn vestnorræna heim sem Ísland var hluti af. Það takmarkar skilning okkar á mikilvægi víkingatímans og íslenskrar sagnaritunar. Fornsagan Eymundar þáttur Hringssonar minnir á tengsl Norðurlanda og Úkraínu. Sagan gerist í Garðaríki (Úkraínu) og segir frá Íslendingum og öðrum norrænum mönnum þar. Garðaríki var upphaflega stofnað af Svíum og norrænir menn og afkomendur fóru þar lengi með völd. Kænugarður (Kyiv) er við Dnépr-fljót á verslunarleiðinni á milli Skandinavíu og Miklagarðs (núverandi Istanbúl). Norðmenn hafa ætíð horft út á Atlantshafið en Svíar til austurs. Svíþjóð og Finnland ræða nú inngöngu í NATO vegna innrásar Pútíns. Eystrasaltsríkin eru í NATO. Við Íslendingar hljótum að styðja einhuga skjóta inngöngu þessara norrænu vinaþjóða okkar í NATO, kjósi þær að tryggja öryggi sitt með inngöngu. Með henni skapast forsendur til náinnar varnarsamvinnu Norðurlanda innan NATO. Innrásin í Úkraínu sýnir mikilvægi aðildar Íslands að NATO og Varnarsamningi okkar við Bandaríkin, sem eru grunnstoðir öryggis- og varnarmála okkar. Úkraína er ekki aðildarríki NATO en Íslandi á að standa þétt með vestrænum þjóðum í stuðningsaðgerðum sínum með hinni hugrökku úkraínsku þjóð á örlagatímum í sögu sinni. Við eigum að taka vel á móti Úkraínumönnum sem hingað leita og veita aðstoð flóttamönnum sem streyma frá Úkraínu til Póllands og annarra ríkja Evrópu. Það gerum við með að bjóða sérfræðiaðstoð og senda fjármagn til alþjóðastofnana og samtaka sem sinna móttöku flóttamanna. Ræða Selenskís, forseta Úkraínu, minnir okkur á mikilvægi þess að Ísland sýni samstöðu með úkraínsku þjóðinni í þessu gríðarlega mikilvæga máli sem varðar grundvöll lýðræðis, mannréttinda og sjálfstæðis þjóða. Það var vel við hæfi að hún var fyrsta ræða erlends þjóðhöfðingja á Alþingi og er vonandi upphafið á nýrri hefð á Alþingi Íslendinga. Ræðan minnir á mikilvægi virkrar þátttöku okkur sem sjálfstæðrar herlausrar smáþjóðar í samstarfi lýðræðisþjóða. Með ræðu sinni í þingsal Alþingis færði Úkraínuforseti boðskap þjóðar sinnar sem berst fyrir tilvist sinni og frelsi. Það er boðskapur sem varðar okkur öll. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar