Vinir Kópavogs þurfa að láta til sín taka Þórólfur Matthíasson skrifar 10. maí 2022 15:45 Um mitt ár 2020 fluttum við hjónin úr austurhluta Reykjavíkur í vesturhluta Kópavogs. Sögðum skilið við kröfuharðan garð og viðhaldsfrekt einbýlishús eins og margir á okkar aldri. Fundum okkur nýtt athvarf í velstaðsettu fjölbýli á nýjum þróunarreit. Skömmu síðar upphófust kynni okkar af skipulagsleysi skipulagsyfirvalda í okkar nýja sveitarfélagi. Skipulagsráð samþykkti að grendarkynna deiliskipulagsbreytingu. Í yfirskirft auglýsingar var skipulagsbreytingin sögð eiga við Auðbrekku 9-11, en þegar að var gáð reyndist breytingin eiga fyrst og fremst við Dalbrekku 2-14, en þær lóðir liggja að hvor annarri. Ætla má að margir hinna nýju íbúa í Dalbrekku 2-14 hafi hugsað sem svo að þessi breyting snerti þá ekki og hent bréfinu með tilkynningunni í ruslakörfuna. Við hjónin vorum ekki sátt við allar þær breytingar sem boðaðar voru. Reyndar sýndi nánari eftirgrennslan að verktakinn hafði unnið samkvæmt hinu ósamþykkta og þar með ólögmæta skipulagi allan tímann! Við sendum inn athugasemd og fengum léttvæg svör. Málið endaði fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem kvað upp þann úrskurð í febrúar 2021 að „..felld er úr gildi ákvörðun Bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá 9. októer á deiliskipulagi fyrir lóðina Auðbrekku 9-11“. Rökstuðningur ákvörðunarinnar er harkalegur áfellisdómur yfir verklagi Kópavogsbæjar: Deiliskipulag ekki unnið í samræmi við ákvæði reglugerðar, uppdráttur sem sýndur er í grendarkynningu nær ekki til allra breytinga sem gerðar eru, ekki sagt frá að dvalarsvæði í inngarði sé skert með fjölgun bílastæða, sagð að lóð stækki til suðurs þegar hún er stækkuð til norðurs, sagt að 245 fermetra bygging sé vestan við hús sem hún er raunverulega austan við, auk þess sem húsnúmer og hæð húsa stemma ekki við gildandi skipulag. Sumar þessara vitleysa eru klaufalegri en aðrar. Að norður breytist í suður og austur í vestur gæti verið vegna þess að sá sem samdi greinargerð hafi snúið teikningunni vitlaust á borðinu fyrir framan sig. Hin atriðin eru alvarlegri. Þetta er persónuleg reynsla okkar hjóna. Svo hef ég heyrt af reynslu fólksins í Hamraborginni sem er með fjölda mála í gangi hjá Úrskurðarnefndinni. Að ekki sé minnst á skipulag Suðurlandsvegarins sem liggur innan lögsögu Kópavogsbæjar í Lögbergsbrekku. Þar felldi fyrrnefnd nefnd framkvæmdaleyfi bæjarins úr gildi eftir að framkvæmdir voru hafnar með ærnum tilkostnaði fyrir alla hlutaðeigandi. Sá kostnaður hefði sparast hefði verklag bæjarins verið betra. Ég leyfi mér að draga þá ályktun að þessi persónulega reynsla afhjúpi vinnulag í skipulagsmálum sem þjónar ekki hagsmunum íbúa og almennings. Þess vegna þótti mér vænt um að vera boðið að sitja á lista hjá Vinum Kópavogs. Vinir Kópavogs vilja að skipulag sé fyrir fólk en ekki verktaka, að skipulag skili umgjörð fyrir gott og gjöfult og skemmtilegt mannlíf. Ég vil hvetja alla Kópavogsbúa sem vilja lifandi, manneskjulegan og skemmtilegan bæ til þess að setja X við Y á laugardaginn. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og situr í 21. sæti á lista Vina Kópavogs til bæjarstjórnakosninga vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Þórólfur Matthíasson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Um mitt ár 2020 fluttum við hjónin úr austurhluta Reykjavíkur í vesturhluta Kópavogs. Sögðum skilið við kröfuharðan garð og viðhaldsfrekt einbýlishús eins og margir á okkar aldri. Fundum okkur nýtt athvarf í velstaðsettu fjölbýli á nýjum þróunarreit. Skömmu síðar upphófust kynni okkar af skipulagsleysi skipulagsyfirvalda í okkar nýja sveitarfélagi. Skipulagsráð samþykkti að grendarkynna deiliskipulagsbreytingu. Í yfirskirft auglýsingar var skipulagsbreytingin sögð eiga við Auðbrekku 9-11, en þegar að var gáð reyndist breytingin eiga fyrst og fremst við Dalbrekku 2-14, en þær lóðir liggja að hvor annarri. Ætla má að margir hinna nýju íbúa í Dalbrekku 2-14 hafi hugsað sem svo að þessi breyting snerti þá ekki og hent bréfinu með tilkynningunni í ruslakörfuna. Við hjónin vorum ekki sátt við allar þær breytingar sem boðaðar voru. Reyndar sýndi nánari eftirgrennslan að verktakinn hafði unnið samkvæmt hinu ósamþykkta og þar með ólögmæta skipulagi allan tímann! Við sendum inn athugasemd og fengum léttvæg svör. Málið endaði fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem kvað upp þann úrskurð í febrúar 2021 að „..felld er úr gildi ákvörðun Bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá 9. októer á deiliskipulagi fyrir lóðina Auðbrekku 9-11“. Rökstuðningur ákvörðunarinnar er harkalegur áfellisdómur yfir verklagi Kópavogsbæjar: Deiliskipulag ekki unnið í samræmi við ákvæði reglugerðar, uppdráttur sem sýndur er í grendarkynningu nær ekki til allra breytinga sem gerðar eru, ekki sagt frá að dvalarsvæði í inngarði sé skert með fjölgun bílastæða, sagð að lóð stækki til suðurs þegar hún er stækkuð til norðurs, sagt að 245 fermetra bygging sé vestan við hús sem hún er raunverulega austan við, auk þess sem húsnúmer og hæð húsa stemma ekki við gildandi skipulag. Sumar þessara vitleysa eru klaufalegri en aðrar. Að norður breytist í suður og austur í vestur gæti verið vegna þess að sá sem samdi greinargerð hafi snúið teikningunni vitlaust á borðinu fyrir framan sig. Hin atriðin eru alvarlegri. Þetta er persónuleg reynsla okkar hjóna. Svo hef ég heyrt af reynslu fólksins í Hamraborginni sem er með fjölda mála í gangi hjá Úrskurðarnefndinni. Að ekki sé minnst á skipulag Suðurlandsvegarins sem liggur innan lögsögu Kópavogsbæjar í Lögbergsbrekku. Þar felldi fyrrnefnd nefnd framkvæmdaleyfi bæjarins úr gildi eftir að framkvæmdir voru hafnar með ærnum tilkostnaði fyrir alla hlutaðeigandi. Sá kostnaður hefði sparast hefði verklag bæjarins verið betra. Ég leyfi mér að draga þá ályktun að þessi persónulega reynsla afhjúpi vinnulag í skipulagsmálum sem þjónar ekki hagsmunum íbúa og almennings. Þess vegna þótti mér vænt um að vera boðið að sitja á lista hjá Vinum Kópavogs. Vinir Kópavogs vilja að skipulag sé fyrir fólk en ekki verktaka, að skipulag skili umgjörð fyrir gott og gjöfult og skemmtilegt mannlíf. Ég vil hvetja alla Kópavogsbúa sem vilja lifandi, manneskjulegan og skemmtilegan bæ til þess að setja X við Y á laugardaginn. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og situr í 21. sæti á lista Vina Kópavogs til bæjarstjórnakosninga vorið 2022.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun