Ég náði að pakka – en hún náði því ekki Arna Grímsdóttir skrifar 12. maí 2022 08:16 Við fjölskyldan fórum til Kanaríeyja um páskana. Við vorum fimm og ferðuðumst saman; maðurinn minn og börnin okkar þrjú. Við tókum öll frí úr skóla og vinnu og gáfum okkur góðan tíma til að undirbúa ferðalagið okkar. Við fengum öll ný sundföt og stuttbuxur, svo var keypt sólarvörn og flugnafæla. Fríið okkar var frábært og kærkomið enda var undirbúningurinn góður og við höfðum nægan tíma til að pakka og pæla. En kynsystur mínar í Úkraínu hafa ekki fengið eins góðan tíma til að undirbúa sitt óvænta og hryllilega ferðalag. Þær urðu að pakka í flýti, ef þær náðu því hreinlega. Börnin fengu engin ný föt og varla föt til skiptanna. Feður, bræður og synir fóru ekki með. Þeir þurftu að verða eftir heima og berjast í blóðugu stríði. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa nú þegar bæst við 8 milljónir á flótta, þar af eru 90% konur og börn. Konur og stúlkur eru mun líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. Við erum heppin að búa á átakalausu svæði hér á Íslandi, en við verðum að láta hvers kyns mismunun og órétt okkur varða. Við megum ekki líta undan – það er frumskylda okkar að bjóða fram hjálparhönd þegar neyðarástand ríkir. Sex lykilþættir kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar UN Women horfir til sex lykilþátta kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar sem snúa að sértækum þörfum kvenna og stúlkna á átakatímum. Í fyrsta lagi eru það sértækar þarfir mæðra og barnashafandi kvenna. Í öðru lagi að veita aðstoð við þolendur kynbundins ofbeldis; en nauðgunum er beitt sem stríðsvopni og um 70% kvenna búsettar á átakasvæðum verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Í þriðja lagi að tryggja að konur komi að ákvaðarðanartöku og eigi sæti við borðið. Í fjórða lagi að litið sé til jaðarsettra hópa, en á átakatímum upplifa jaðarsettir hópar oft enn meiri fordóma, jaðarsetningu, ofbeldi og fátækt en á friðartímum. Í fimmta lagi þarf að huga að grunnþörfum kvenna á flótta, sem alltof oft gleymast og í sjötta lagi að aðgengi að upplýsingum sé aðgengilegt og skiljanlegt. Þannig tryggir UN Women öryggi kvenna og stúlkna á flótta og kemur í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna, sem er því miður raunin á átakasvæðum um heim allan. Ég kýs að trúa því að það sem við gerum hér heima á Íslandi geti haft áhrif. Þess vegna styrki ég UN Women því ég veit að starf þeirra er góður vettvangur til þess að hafa áhrif og til að bæta heiminn. Óhugsandi veruleiki Ef ég ætti heima í Úkraínu þá hefði maðurinn minn ekki fengið að flýja með mér, strákurinn minn sem er að nálgast 16 ára aldurinn hefði kannski líka þurft að vera eftir til að að berjast í stríði sem hann skilur ekki. Ég hefði óttast dag og nótt um 13 ára dóttur mína og reynt að verja hana fyrir kynbundnu ofbeldi eða mansali. Mig hefði eflaust skort orð til að útskýra fyrir 7 ára syni mínum afhverju hann fer ekki á fótboltaæfingar eða má ekki fara einn út að leika eða hjóla til vinar. Ég get ekki hugsað þessa hugsun til enda. Það eina sem ég get gert er að reyna að hjálpa á einhvern hátt. Ég vil því hvetja ykkur öll til að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) eða notast við AUR: 123 839 0700 og veita frjáls framlög. Með þessum fjárframlögum veitum við stúlkum og konum á flótta lífsbjargandi aðstoð með því að að hjálpa til við að setja „eftir á“ ofan í ferðtösku þeirra þá hluti sem vonandi nýtast þeim á þeirra langa óvissuferðalagi. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Við fjölskyldan fórum til Kanaríeyja um páskana. Við vorum fimm og ferðuðumst saman; maðurinn minn og börnin okkar þrjú. Við tókum öll frí úr skóla og vinnu og gáfum okkur góðan tíma til að undirbúa ferðalagið okkar. Við fengum öll ný sundföt og stuttbuxur, svo var keypt sólarvörn og flugnafæla. Fríið okkar var frábært og kærkomið enda var undirbúningurinn góður og við höfðum nægan tíma til að pakka og pæla. En kynsystur mínar í Úkraínu hafa ekki fengið eins góðan tíma til að undirbúa sitt óvænta og hryllilega ferðalag. Þær urðu að pakka í flýti, ef þær náðu því hreinlega. Börnin fengu engin ný föt og varla föt til skiptanna. Feður, bræður og synir fóru ekki með. Þeir þurftu að verða eftir heima og berjast í blóðugu stríði. Vegna stríðsins í Úkraínu hafa nú þegar bæst við 8 milljónir á flótta, þar af eru 90% konur og börn. Konur og stúlkur eru mun líklegri til að verða fyrir kynbundnu ofbeldi, mansali og búa við viðvarandi skort þegar stríðsátök geisa. Við erum heppin að búa á átakalausu svæði hér á Íslandi, en við verðum að láta hvers kyns mismunun og órétt okkur varða. Við megum ekki líta undan – það er frumskylda okkar að bjóða fram hjálparhönd þegar neyðarástand ríkir. Sex lykilþættir kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar UN Women horfir til sex lykilþátta kvenmiðaðrar neyðaraðstoðar sem snúa að sértækum þörfum kvenna og stúlkna á átakatímum. Í fyrsta lagi eru það sértækar þarfir mæðra og barnashafandi kvenna. Í öðru lagi að veita aðstoð við þolendur kynbundins ofbeldis; en nauðgunum er beitt sem stríðsvopni og um 70% kvenna búsettar á átakasvæðum verða fyrir kynbundnu ofbeldi. Í þriðja lagi að tryggja að konur komi að ákvaðarðanartöku og eigi sæti við borðið. Í fjórða lagi að litið sé til jaðarsettra hópa, en á átakatímum upplifa jaðarsettir hópar oft enn meiri fordóma, jaðarsetningu, ofbeldi og fátækt en á friðartímum. Í fimmta lagi þarf að huga að grunnþörfum kvenna á flótta, sem alltof oft gleymast og í sjötta lagi að aðgengi að upplýsingum sé aðgengilegt og skiljanlegt. Þannig tryggir UN Women öryggi kvenna og stúlkna á flótta og kemur í veg fyrir að einstaklingar og skipulagði hópar nýti sér neyð kvenna, sem er því miður raunin á átakasvæðum um heim allan. Ég kýs að trúa því að það sem við gerum hér heima á Íslandi geti haft áhrif. Þess vegna styrki ég UN Women því ég veit að starf þeirra er góður vettvangur til þess að hafa áhrif og til að bæta heiminn. Óhugsandi veruleiki Ef ég ætti heima í Úkraínu þá hefði maðurinn minn ekki fengið að flýja með mér, strákurinn minn sem er að nálgast 16 ára aldurinn hefði kannski líka þurft að vera eftir til að að berjast í stríði sem hann skilur ekki. Ég hefði óttast dag og nótt um 13 ára dóttur mína og reynt að verja hana fyrir kynbundnu ofbeldi eða mansali. Mig hefði eflaust skort orð til að útskýra fyrir 7 ára syni mínum afhverju hann fer ekki á fótboltaæfingar eða má ekki fara einn út að leika eða hjóla til vinar. Ég get ekki hugsað þessa hugsun til enda. Það eina sem ég get gert er að reyna að hjálpa á einhvern hátt. Ég vil því hvetja ykkur öll til að senda sms-ið KONUR í 1900 (1.900 kr.) eða notast við AUR: 123 839 0700 og veita frjáls framlög. Með þessum fjárframlögum veitum við stúlkum og konum á flótta lífsbjargandi aðstoð með því að að hjálpa til við að setja „eftir á“ ofan í ferðtösku þeirra þá hluti sem vonandi nýtast þeim á þeirra langa óvissuferðalagi. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun