El Salvador á barmi greiðslufalls vegna Bitcoin-hruns Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2022 10:43 Tilraun Nayibs Bukele, forseta El Salvador, um að gera rafmynt að opinberum gjaldmiðli virðist hafa beðið skipbrot. Vísir/EPA Efasemdir eru um að ríkissjóður El Salvador geti staðið við skuldbindingar sínar vegna verðfalls á rafmyntinni bitcoin. Ríkisstjórn landsins gerði rafmyntina að lögmætum gjaldmiðli í fyrra. Virði bitcoin hefur hrunið um fimmtíu prósent frá því að það stóð sem hæst. Ástæðan er meðal annars óvissa vegna stríðsins í Úkraínu, vaxandi verðbólga víða og ákvörðun seðlabanka Bandaríkjanna um að hækka stýrivexti. Að sama skapi hafa ríkisskuldabréf El Salvador fallið í verði. Þau seljast nú á aðeins 40% af upphaflegu verðmæti sínu, að því er segir í spænska blaðinu El País. Fjárfestar eru sagðir byrjaðir að efast um að ríkið nái endum saman á næsta skuldadaga í janúar. Nayib Bukele, forseti El Salvador, lét varúðarorð matsfyrirtækja um óstöðugleika rafmynta sem vind um eyru þjóta þegar hann tilkynnti að landið yrði það fyrsta í heimi til að taka bitcoin upp sem lögmætan gjaldmiðil í september. Forsetinn hefur setið fastur við sinn keip þrátt fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem gæti hjálpað stjórn hans að greiða af erlendum skuldum sínum á næsta ári, hafi hvatt hann til að snúa ákvörðun sinni um bitcoin við. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa þegar lækkað lánshæfiseinkunn El Salvador og sett landið í ruslflokk. Einræðistilburðir og mannréttindabrot Bukele hefur verið sakaður um einræðistilburði frá því að hann var kjörinn forseti árið 2019. Þegar þingið neitaði að fjármagna tillögur hans í öryggismálum lét hann þungvopnaða hermenn sitja um þinghúsið. Þá hefur hann grafið undan fjölmiðlum og mannréttindasamtökum. Að undanförnu hefur stjórn Bukele farið mikinn gegn glæpagengjum sem eru landlæg í El Salvador. Fleiri en 24.000 manns hafa verið handteknir frá því í mars. Mannréttindasamtök segja að hundruð tilkynninga um brot á réttindum hafi borist. Þau segja margar handtökurnar handahófskenndar og ungir menn séu handteknir aðeins vegna þess hvernig þeir líta út og hvar þeir búa, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarlög hafa verið í gildi frá því í vor sem takmarka meðal annars samkomufrelsi og svipta þá sem eru handteknir réttinum til þess að vera upplýstir um réttindi sín og til að fá lögmann. Á sama tíma hefur Bukele fyllt samfélagsmiðlasíður sínar með myndum af handjárnuðum og blóðugum félögum í glæpagengjum og tekið út reiði sína á mannréttindasamtökum sem gagnrýna aðfarirnar. Rafmyntir El Salvador Tengdar fréttir Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Virði bitcoin hefur hrunið um fimmtíu prósent frá því að það stóð sem hæst. Ástæðan er meðal annars óvissa vegna stríðsins í Úkraínu, vaxandi verðbólga víða og ákvörðun seðlabanka Bandaríkjanna um að hækka stýrivexti. Að sama skapi hafa ríkisskuldabréf El Salvador fallið í verði. Þau seljast nú á aðeins 40% af upphaflegu verðmæti sínu, að því er segir í spænska blaðinu El País. Fjárfestar eru sagðir byrjaðir að efast um að ríkið nái endum saman á næsta skuldadaga í janúar. Nayib Bukele, forseti El Salvador, lét varúðarorð matsfyrirtækja um óstöðugleika rafmynta sem vind um eyru þjóta þegar hann tilkynnti að landið yrði það fyrsta í heimi til að taka bitcoin upp sem lögmætan gjaldmiðil í september. Forsetinn hefur setið fastur við sinn keip þrátt fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem gæti hjálpað stjórn hans að greiða af erlendum skuldum sínum á næsta ári, hafi hvatt hann til að snúa ákvörðun sinni um bitcoin við. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa þegar lækkað lánshæfiseinkunn El Salvador og sett landið í ruslflokk. Einræðistilburðir og mannréttindabrot Bukele hefur verið sakaður um einræðistilburði frá því að hann var kjörinn forseti árið 2019. Þegar þingið neitaði að fjármagna tillögur hans í öryggismálum lét hann þungvopnaða hermenn sitja um þinghúsið. Þá hefur hann grafið undan fjölmiðlum og mannréttindasamtökum. Að undanförnu hefur stjórn Bukele farið mikinn gegn glæpagengjum sem eru landlæg í El Salvador. Fleiri en 24.000 manns hafa verið handteknir frá því í mars. Mannréttindasamtök segja að hundruð tilkynninga um brot á réttindum hafi borist. Þau segja margar handtökurnar handahófskenndar og ungir menn séu handteknir aðeins vegna þess hvernig þeir líta út og hvar þeir búa, að sögn AP-fréttastofunnar. Neyðarlög hafa verið í gildi frá því í vor sem takmarka meðal annars samkomufrelsi og svipta þá sem eru handteknir réttinum til þess að vera upplýstir um réttindi sín og til að fá lögmann. Á sama tíma hefur Bukele fyllt samfélagsmiðlasíður sínar með myndum af handjárnuðum og blóðugum félögum í glæpagengjum og tekið út reiði sína á mannréttindasamtökum sem gagnrýna aðfarirnar.
Rafmyntir El Salvador Tengdar fréttir Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Bitcoin löggiltur gjaldmiðill í El Salvador Löggjafarþing El Salvador samþykkti í dag frumvarp um löggildingu Bitcoin sem gjaldmiðils. El Salvador er fyrsta ríki heimsins sem löggildir Bitcoin. Forseti landsins, Nayib Bukele, barðist fyrir frumvarpinu og segir um söguleg tímamót að ræða. 9. júní 2021 11:42