Byggjum og hlustum Gunnar Sær Ragnarsson skrifar 13. maí 2022 12:00 Á næstu árum mun mikilvæg uppbygging hefjast. Ungt fólk og fyrstu kaupendur berjast í bökkum við að safna fyrir eigið húsnæði. Húsnæðisvandinn er ákallandi innan höfuðborgarsvæðisins þar sem uppbygging hefur að miklu leyti setið á hakanum. Þar má sérstaklega nefna Reykjavíkurborg, en meirihluti borgarstjórnar hefur virt húsnæðismálin að vettugi á þessu kjörtímabili. Það er sérstaklega sárt að vita af því að borgarstjórn hafi sett uppbyggingu í Reykjavík á ís árið 2019. Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þá sérstaklega þeim þar sem Framsókn er í meirihluta, hefur uppbyggingin verið mikið betri. Vandinn er þó enn til staðar og sístækkandi. Öll sveitarfélögin þurfa að leggja hönd á plóg og bera ábyrgð. Þar er Kópavogur engin undantekning. Byggja, byggja, byggja Besta lausnin á vandanum er að byggja, byggja og byggja. Við í Framsókn í Kópavogi fögnum uppbyggingu íbúða (enda er þörfin gífurleg) og leggjum áherslu á að koma í veg fyrir einsleit hverfi. Við þurfum að mæta eftirspurn á fasteignamarkaði. Það leikur enginn vafi á því. Síðustu fjögur árin hefur grunnurinn verið lagður að stórri uppbyggingu hér í Kópavogi. Þar hefur Framsókn leikið lykilhlutverk bæði í bæjarstjórn og skipulagsráði. Hins vegar hafa áformin ekki verið laus við gagnrýni, eins og oft kemur fyrir í grunnvinnu svona stórrar uppbyggingar. Að hlusta Þegar okkur berst gagnrýni þá skiptir það öllu máli að hlusta á hana af auðmýkt og læra af henni. Við viljum horfa áfram veginn og finna lausnir en ekki horfa endalaust aftur á bak og einblína á það sem betur mátti fara. Horfum til framtíðar og lögum hlutina í náinni samvinnu við íbúa bæjarins. Við þurfum nefnilega að hlusta á athugasemdir og áherslur þeirra sem nú þegar búa á þeim svæðum sem koma til álita. Þeim eigum við að mæta með gaumgæfilegri upplýsingagjöf og samráði. Þau eru alltaf þarna og vita best af öllum hvernig svæðið virkar. Þeirra hugmyndir eru ekki að vettugi virðandi. Þeirra rödd þarf að heyrast og við eigum að viðra þeirra áherslur í allri skipulagsvinnu. Þetta þarf að gera fyrr í vinnunni, ekki áður en það er of seint. Við viljum heyra Framsókn í Kópavogi vill efla íbúalýðræði og auka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Þetta gerum við með aukinni samvinnu, en fyrst og fremst þarf að bæta upplýsingagjöf og samskipti til íbúa. Þetta hafa margir íbúar Kópavogs ítrekað bent á, en það er eins og þau fái ekki svör. Vatnsendi Þegar undirritaður kynnti sér áform um uppbyggingu hér í Kópavogi þá var sérstaklega áhugavert að sitja íbúafund í Hörðuvallaskóla um skipulag fyrir Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Þar minntust íbúar svæðisins og nærliggjandi svæða á hina ýmsu vankanta skipulagsins. Áhugaverðast var að hlusta á það að þegar þeir lýstu yfir sínum áhyggjum þá mættu þeim dauf eyru. Bærinn sýndist ekki vilja heyra þeirra áherslur og staðfestu varla móttöku á póstum. Punktar um aukna umferð um Kambaveg, áhrif uppbyggingarinnar á útsýni íbúa Klettakórs og skort á mati áhrifa deiluskipulagsins á svæðið. Það liggur fyrir að við þurfum að horfa á skipulagið gagnrýnum augum. Hægt væri að spara töluvert með því að hafa gatnakerfið styttra og markvissara. Einnig þarf sérstaklega að horfa til staðsetningu fasteignanna. Á Vatnsenda mun mikilvæg uppbygging fara fram, og það er vel. Hins vegar verður slík vinna vera unnin í samvinnu. Það á við um samvinnu innan bæjarstjórnar, nefnda og ráða sem og með íbúum. Þannig viljum við í Framsókn ganga til framkvæmda. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á næstu árum mun mikilvæg uppbygging hefjast. Ungt fólk og fyrstu kaupendur berjast í bökkum við að safna fyrir eigið húsnæði. Húsnæðisvandinn er ákallandi innan höfuðborgarsvæðisins þar sem uppbygging hefur að miklu leyti setið á hakanum. Þar má sérstaklega nefna Reykjavíkurborg, en meirihluti borgarstjórnar hefur virt húsnæðismálin að vettugi á þessu kjörtímabili. Það er sérstaklega sárt að vita af því að borgarstjórn hafi sett uppbyggingu í Reykjavík á ís árið 2019. Í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þá sérstaklega þeim þar sem Framsókn er í meirihluta, hefur uppbyggingin verið mikið betri. Vandinn er þó enn til staðar og sístækkandi. Öll sveitarfélögin þurfa að leggja hönd á plóg og bera ábyrgð. Þar er Kópavogur engin undantekning. Byggja, byggja, byggja Besta lausnin á vandanum er að byggja, byggja og byggja. Við í Framsókn í Kópavogi fögnum uppbyggingu íbúða (enda er þörfin gífurleg) og leggjum áherslu á að koma í veg fyrir einsleit hverfi. Við þurfum að mæta eftirspurn á fasteignamarkaði. Það leikur enginn vafi á því. Síðustu fjögur árin hefur grunnurinn verið lagður að stórri uppbyggingu hér í Kópavogi. Þar hefur Framsókn leikið lykilhlutverk bæði í bæjarstjórn og skipulagsráði. Hins vegar hafa áformin ekki verið laus við gagnrýni, eins og oft kemur fyrir í grunnvinnu svona stórrar uppbyggingar. Að hlusta Þegar okkur berst gagnrýni þá skiptir það öllu máli að hlusta á hana af auðmýkt og læra af henni. Við viljum horfa áfram veginn og finna lausnir en ekki horfa endalaust aftur á bak og einblína á það sem betur mátti fara. Horfum til framtíðar og lögum hlutina í náinni samvinnu við íbúa bæjarins. Við þurfum nefnilega að hlusta á athugasemdir og áherslur þeirra sem nú þegar búa á þeim svæðum sem koma til álita. Þeim eigum við að mæta með gaumgæfilegri upplýsingagjöf og samráði. Þau eru alltaf þarna og vita best af öllum hvernig svæðið virkar. Þeirra hugmyndir eru ekki að vettugi virðandi. Þeirra rödd þarf að heyrast og við eigum að viðra þeirra áherslur í allri skipulagsvinnu. Þetta þarf að gera fyrr í vinnunni, ekki áður en það er of seint. Við viljum heyra Framsókn í Kópavogi vill efla íbúalýðræði og auka þátttöku íbúa í ákvarðanatöku sveitarfélagsins. Þetta gerum við með aukinni samvinnu, en fyrst og fremst þarf að bæta upplýsingagjöf og samskipti til íbúa. Þetta hafa margir íbúar Kópavogs ítrekað bent á, en það er eins og þau fái ekki svör. Vatnsendi Þegar undirritaður kynnti sér áform um uppbyggingu hér í Kópavogi þá var sérstaklega áhugavert að sitja íbúafund í Hörðuvallaskóla um skipulag fyrir Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Þar minntust íbúar svæðisins og nærliggjandi svæða á hina ýmsu vankanta skipulagsins. Áhugaverðast var að hlusta á það að þegar þeir lýstu yfir sínum áhyggjum þá mættu þeim dauf eyru. Bærinn sýndist ekki vilja heyra þeirra áherslur og staðfestu varla móttöku á póstum. Punktar um aukna umferð um Kambaveg, áhrif uppbyggingarinnar á útsýni íbúa Klettakórs og skort á mati áhrifa deiluskipulagsins á svæðið. Það liggur fyrir að við þurfum að horfa á skipulagið gagnrýnum augum. Hægt væri að spara töluvert með því að hafa gatnakerfið styttra og markvissara. Einnig þarf sérstaklega að horfa til staðsetningu fasteignanna. Á Vatnsenda mun mikilvæg uppbygging fara fram, og það er vel. Hins vegar verður slík vinna vera unnin í samvinnu. Það á við um samvinnu innan bæjarstjórnar, nefnda og ráða sem og með íbúum. Þannig viljum við í Framsókn ganga til framkvæmda. Höfundur situr í 4. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun