Höldum áfram að gera þetta saman – Gerum gott betra Gísli Sigurðsson skrifar 14. maí 2022 08:00 Undirbúningur kosninga í okkar nýja sveitarfélagi í Skagafirði, eftir sameiningarkosningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem voru samþykktar 19 febrúar sl., hefur verið stuttur og snarpur en virkilega skemmtilegur tími. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa farið um fjörðinn og hitt kjósendur og rætt við þá um þeirra áherslur og hvað má betur fara. Tækifæri í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru mikil, blómlegt líf, öflugt atvinnulíf og eigum við Skagfirðingar mikla möguleika sem við getum nýtt til að efla enn frekar samfélagið okkar, frábært fólk, skólasamfélög, fyrirtæki og félagasamtök til þess. Við skiljum sátt við okkar störf á líðandi kjörtímabili en það voru margar áskoranir í mörgum málum sem við höfum klárað eða komið í farveg. Á þessu kjörtímabil hefur meðal annars mikið áunnist í fjölgun leikskólaplássa, nýr leikskóli á Hofsósi, viðbygging við Ársali Sauðárkróki og undirbúningur að framkvæmdum við leik- og grunnskóla í Varmahlíð. Mikill árangur náðist í að fjölga lóðum og stuðla að uppbyggingu á húsnæðismarkaðnum, sundlaugarbygging á Sauðárkróki hélt áfram, unnið var að áframhaldandi hitaveituvæðingu, auk þess sem lagning á ljósleiðara í dreifbýli var kláruð. En í ört stækkandi sveitarfélagi þá verður ekki verkefnaskortur og erum við spennt að fá að takast á við þau. Við ætlum að halda áfram uppbyggingu með byggingu íþróttahúss og grunnskóla á Hofsósi, leik- og grunnskóla í Varmahlíð, Menningarhús á Sauðárkróki og hefja undirbúning á byggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki, stuðla að ljósleiðarvæðingu á þéttbýlisstöðum svo eitthvað sé nefnt. Styðja þarf við öflugt starf eldri borgara með bættri aðstöðu dagdvalar, uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis, tryggja áfram góða þjónustu fyrir fatlað fólk og vera leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra á Norðurlandi vestra. Mikilvægt er að halda áfram aðgerðum til að bæta aðgengi að mannvirkjum sveitarfélagsins og jafnframt hvetja einkaaðila til að gera hið sama. Þetta getum við gert með áframhaldandi ábyrgð og aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins og með metnaðarfulla stefnuskrá og framtíðarsýn með orðunum Ábyrgð – Árangur – Ánægja. Í stefnuskránni eru mál sem snerta alla íbúa Skagafjarðar á einhvern hátt. Við leggjum áherslu á samtal við íbúa og íbúalýðræði, opnari stjórnsýslu og gagnsæi. Sjálfstæðisflokkurinn býður þér að kjósa hóp fólks til setu í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Framboðslistinn er skipaður kraftmiklu fólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni við stjórn sveitarfélagsins okkar. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkt afl í okkar samfélagi og ætlar sér að vera það áfram og til þess þurfum við ykkar stuðning. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skagafjörður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Sjá meira
Undirbúningur kosninga í okkar nýja sveitarfélagi í Skagafirði, eftir sameiningarkosningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem voru samþykktar 19 febrúar sl., hefur verið stuttur og snarpur en virkilega skemmtilegur tími. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa farið um fjörðinn og hitt kjósendur og rætt við þá um þeirra áherslur og hvað má betur fara. Tækifæri í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru mikil, blómlegt líf, öflugt atvinnulíf og eigum við Skagfirðingar mikla möguleika sem við getum nýtt til að efla enn frekar samfélagið okkar, frábært fólk, skólasamfélög, fyrirtæki og félagasamtök til þess. Við skiljum sátt við okkar störf á líðandi kjörtímabili en það voru margar áskoranir í mörgum málum sem við höfum klárað eða komið í farveg. Á þessu kjörtímabil hefur meðal annars mikið áunnist í fjölgun leikskólaplássa, nýr leikskóli á Hofsósi, viðbygging við Ársali Sauðárkróki og undirbúningur að framkvæmdum við leik- og grunnskóla í Varmahlíð. Mikill árangur náðist í að fjölga lóðum og stuðla að uppbyggingu á húsnæðismarkaðnum, sundlaugarbygging á Sauðárkróki hélt áfram, unnið var að áframhaldandi hitaveituvæðingu, auk þess sem lagning á ljósleiðara í dreifbýli var kláruð. En í ört stækkandi sveitarfélagi þá verður ekki verkefnaskortur og erum við spennt að fá að takast á við þau. Við ætlum að halda áfram uppbyggingu með byggingu íþróttahúss og grunnskóla á Hofsósi, leik- og grunnskóla í Varmahlíð, Menningarhús á Sauðárkróki og hefja undirbúning á byggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki, stuðla að ljósleiðarvæðingu á þéttbýlisstöðum svo eitthvað sé nefnt. Styðja þarf við öflugt starf eldri borgara með bættri aðstöðu dagdvalar, uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis, tryggja áfram góða þjónustu fyrir fatlað fólk og vera leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra á Norðurlandi vestra. Mikilvægt er að halda áfram aðgerðum til að bæta aðgengi að mannvirkjum sveitarfélagsins og jafnframt hvetja einkaaðila til að gera hið sama. Þetta getum við gert með áframhaldandi ábyrgð og aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins og með metnaðarfulla stefnuskrá og framtíðarsýn með orðunum Ábyrgð – Árangur – Ánægja. Í stefnuskránni eru mál sem snerta alla íbúa Skagafjarðar á einhvern hátt. Við leggjum áherslu á samtal við íbúa og íbúalýðræði, opnari stjórnsýslu og gagnsæi. Sjálfstæðisflokkurinn býður þér að kjósa hóp fólks til setu í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Framboðslistinn er skipaður kraftmiklu fólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni við stjórn sveitarfélagsins okkar. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkt afl í okkar samfélagi og ætlar sér að vera það áfram og til þess þurfum við ykkar stuðning. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar