Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði Kristinn Jón Ólafsson skrifar 13. maí 2022 16:11 Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár sem verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg. Komst ég að þeirri niðurstöðu að ef mig langaði að hafa enn meiri áhrif og nýta reynslu mína til uppbyggingar á nútímalegri borg sem tekur mið af samfélags-, vistkerfis- og tæknibreytingum, þá þyrfti ég hreinlega að henda mér í djúpu laug stjórnmálanna. Þú getur haft sömu áhrif með þínu atkvæði. Af hverju Píratar? Ég hef heillast af gildum og stefnu Pírata allt frá upphafi og finnst flokkurinn spennandi frumkvöðlahreyfing innan stjórnmálanna. Þar spilar einna mest baráttan fyrir heiðarlegum stjórnmálum, auknu gagnsæi og beinu lýðræði. Framsýn hugsun og sterk siðferðiskennd Pírata leiddi svo endanlega til þess að ég ákvað að hoppa um borð í skútuna af fullum krafti. Af hverju borgarmálin? Ástríða mín fyrir sveitarstjórnarmálum sprettur að miklu leyti út frá þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef haft af starfi mínu innan veggja Reykjavíkurborgar. Ég legg mikla áherslu á að byggja upp vistkerfi samfélagslegrar nýsköpunar, framsýni í menntamálum og klasasamstarf opinbera geirans við frumkvöðla-, háskóla- og alþjóðasamfélagið. Það er mikilvægt að við mætum börnum, eldra fólki og jaðarhópum byggt á þeirra þörfum, að við leggjum áherslu á skaðaminnkun og bjóðum upp á fjölbreytt búsetuúrræði og rými sem stuðla að kynslóðablöndun og tengslamyndun. Ég sé fyrir mér öfluga þjónustukjarna í öllum hverfum þar sem boðið er upp á samvinnurými fyrir íbúa til þess að vinna og deilihagkerfissetur þar sem við getum leigt t.d. verkfæri, eldhústæki og útivistarbúnað. Deilihagkerfislausnir þurfa að vera leiðandi í nálgun okkar á allri uppbyggingu borgarinnar og þar spila fjölbreyttar, stafrænar og vistvænar samgöngulausnir stórt hlutverk. Samhliða þessu þurfum við að nýta tæknina þegar við á og gögn til þess að bæta þjónustuna og taka upplýstari ákvarðanir í þágu borgarbúa. Af hverju skiptir máli að kjósa? Kosningaþátttaka hefur farið dvínandi síðastliðin ár og er ungt fólk ólíklegra til að skila sér á kjörstað. Við þurfum að efla rödd unga fólksins í mótun sinnar framtíðar. Með hverri nýrri kynslóð koma ný gildi, öðruvísi hugsun og ný nálgun. Það skiptir máli fyrir samheldni samfélagsins og heilbrigði lýðræðisins að þessi nýja hugmyndafræði skili sér í stjórnmálin og sé höfð að leiðarljósi við mótun framtíðarinnar. Mætum öll á kjörstað og mótum framtíðina saman. Sjáumst svo í Eurovision partý og kosningavöku okkar Pírata á Miami á Hverfisgötunni kl. 17:30 á morgun. Settu X við P -fyrir nútímalega og réttláta borg með Pírata við stjórn! Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg, frumkvöðull í dvala og núverandi frambjóðandi Pírata í 4. sæti í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár sem verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg. Komst ég að þeirri niðurstöðu að ef mig langaði að hafa enn meiri áhrif og nýta reynslu mína til uppbyggingar á nútímalegri borg sem tekur mið af samfélags-, vistkerfis- og tæknibreytingum, þá þyrfti ég hreinlega að henda mér í djúpu laug stjórnmálanna. Þú getur haft sömu áhrif með þínu atkvæði. Af hverju Píratar? Ég hef heillast af gildum og stefnu Pírata allt frá upphafi og finnst flokkurinn spennandi frumkvöðlahreyfing innan stjórnmálanna. Þar spilar einna mest baráttan fyrir heiðarlegum stjórnmálum, auknu gagnsæi og beinu lýðræði. Framsýn hugsun og sterk siðferðiskennd Pírata leiddi svo endanlega til þess að ég ákvað að hoppa um borð í skútuna af fullum krafti. Af hverju borgarmálin? Ástríða mín fyrir sveitarstjórnarmálum sprettur að miklu leyti út frá þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef haft af starfi mínu innan veggja Reykjavíkurborgar. Ég legg mikla áherslu á að byggja upp vistkerfi samfélagslegrar nýsköpunar, framsýni í menntamálum og klasasamstarf opinbera geirans við frumkvöðla-, háskóla- og alþjóðasamfélagið. Það er mikilvægt að við mætum börnum, eldra fólki og jaðarhópum byggt á þeirra þörfum, að við leggjum áherslu á skaðaminnkun og bjóðum upp á fjölbreytt búsetuúrræði og rými sem stuðla að kynslóðablöndun og tengslamyndun. Ég sé fyrir mér öfluga þjónustukjarna í öllum hverfum þar sem boðið er upp á samvinnurými fyrir íbúa til þess að vinna og deilihagkerfissetur þar sem við getum leigt t.d. verkfæri, eldhústæki og útivistarbúnað. Deilihagkerfislausnir þurfa að vera leiðandi í nálgun okkar á allri uppbyggingu borgarinnar og þar spila fjölbreyttar, stafrænar og vistvænar samgöngulausnir stórt hlutverk. Samhliða þessu þurfum við að nýta tæknina þegar við á og gögn til þess að bæta þjónustuna og taka upplýstari ákvarðanir í þágu borgarbúa. Af hverju skiptir máli að kjósa? Kosningaþátttaka hefur farið dvínandi síðastliðin ár og er ungt fólk ólíklegra til að skila sér á kjörstað. Við þurfum að efla rödd unga fólksins í mótun sinnar framtíðar. Með hverri nýrri kynslóð koma ný gildi, öðruvísi hugsun og ný nálgun. Það skiptir máli fyrir samheldni samfélagsins og heilbrigði lýðræðisins að þessi nýja hugmyndafræði skili sér í stjórnmálin og sé höfð að leiðarljósi við mótun framtíðarinnar. Mætum öll á kjörstað og mótum framtíðina saman. Sjáumst svo í Eurovision partý og kosningavöku okkar Pírata á Miami á Hverfisgötunni kl. 17:30 á morgun. Settu X við P -fyrir nútímalega og réttláta borg með Pírata við stjórn! Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg, frumkvöðull í dvala og núverandi frambjóðandi Pírata í 4. sæti í Reykjavík.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun