Mótaðu framtíðina með þínu atkvæði Kristinn Jón Ólafsson skrifar 13. maí 2022 16:11 Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár sem verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg. Komst ég að þeirri niðurstöðu að ef mig langaði að hafa enn meiri áhrif og nýta reynslu mína til uppbyggingar á nútímalegri borg sem tekur mið af samfélags-, vistkerfis- og tæknibreytingum, þá þyrfti ég hreinlega að henda mér í djúpu laug stjórnmálanna. Þú getur haft sömu áhrif með þínu atkvæði. Af hverju Píratar? Ég hef heillast af gildum og stefnu Pírata allt frá upphafi og finnst flokkurinn spennandi frumkvöðlahreyfing innan stjórnmálanna. Þar spilar einna mest baráttan fyrir heiðarlegum stjórnmálum, auknu gagnsæi og beinu lýðræði. Framsýn hugsun og sterk siðferðiskennd Pírata leiddi svo endanlega til þess að ég ákvað að hoppa um borð í skútuna af fullum krafti. Af hverju borgarmálin? Ástríða mín fyrir sveitarstjórnarmálum sprettur að miklu leyti út frá þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef haft af starfi mínu innan veggja Reykjavíkurborgar. Ég legg mikla áherslu á að byggja upp vistkerfi samfélagslegrar nýsköpunar, framsýni í menntamálum og klasasamstarf opinbera geirans við frumkvöðla-, háskóla- og alþjóðasamfélagið. Það er mikilvægt að við mætum börnum, eldra fólki og jaðarhópum byggt á þeirra þörfum, að við leggjum áherslu á skaðaminnkun og bjóðum upp á fjölbreytt búsetuúrræði og rými sem stuðla að kynslóðablöndun og tengslamyndun. Ég sé fyrir mér öfluga þjónustukjarna í öllum hverfum þar sem boðið er upp á samvinnurými fyrir íbúa til þess að vinna og deilihagkerfissetur þar sem við getum leigt t.d. verkfæri, eldhústæki og útivistarbúnað. Deilihagkerfislausnir þurfa að vera leiðandi í nálgun okkar á allri uppbyggingu borgarinnar og þar spila fjölbreyttar, stafrænar og vistvænar samgöngulausnir stórt hlutverk. Samhliða þessu þurfum við að nýta tæknina þegar við á og gögn til þess að bæta þjónustuna og taka upplýstari ákvarðanir í þágu borgarbúa. Af hverju skiptir máli að kjósa? Kosningaþátttaka hefur farið dvínandi síðastliðin ár og er ungt fólk ólíklegra til að skila sér á kjörstað. Við þurfum að efla rödd unga fólksins í mótun sinnar framtíðar. Með hverri nýrri kynslóð koma ný gildi, öðruvísi hugsun og ný nálgun. Það skiptir máli fyrir samheldni samfélagsins og heilbrigði lýðræðisins að þessi nýja hugmyndafræði skili sér í stjórnmálin og sé höfð að leiðarljósi við mótun framtíðarinnar. Mætum öll á kjörstað og mótum framtíðina saman. Sjáumst svo í Eurovision partý og kosningavöku okkar Pírata á Miami á Hverfisgötunni kl. 17:30 á morgun. Settu X við P -fyrir nútímalega og réttláta borg með Pírata við stjórn! Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg, frumkvöðull í dvala og núverandi frambjóðandi Pírata í 4. sæti í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Sjá meira
Hugsjónin hefur fært mig á lendur borgarpólitíkur eftir að hafa unnið undanfarin fimm ár sem verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg. Komst ég að þeirri niðurstöðu að ef mig langaði að hafa enn meiri áhrif og nýta reynslu mína til uppbyggingar á nútímalegri borg sem tekur mið af samfélags-, vistkerfis- og tæknibreytingum, þá þyrfti ég hreinlega að henda mér í djúpu laug stjórnmálanna. Þú getur haft sömu áhrif með þínu atkvæði. Af hverju Píratar? Ég hef heillast af gildum og stefnu Pírata allt frá upphafi og finnst flokkurinn spennandi frumkvöðlahreyfing innan stjórnmálanna. Þar spilar einna mest baráttan fyrir heiðarlegum stjórnmálum, auknu gagnsæi og beinu lýðræði. Framsýn hugsun og sterk siðferðiskennd Pírata leiddi svo endanlega til þess að ég ákvað að hoppa um borð í skútuna af fullum krafti. Af hverju borgarmálin? Ástríða mín fyrir sveitarstjórnarmálum sprettur að miklu leyti út frá þeirri reynslu og þekkingu sem ég hef haft af starfi mínu innan veggja Reykjavíkurborgar. Ég legg mikla áherslu á að byggja upp vistkerfi samfélagslegrar nýsköpunar, framsýni í menntamálum og klasasamstarf opinbera geirans við frumkvöðla-, háskóla- og alþjóðasamfélagið. Það er mikilvægt að við mætum börnum, eldra fólki og jaðarhópum byggt á þeirra þörfum, að við leggjum áherslu á skaðaminnkun og bjóðum upp á fjölbreytt búsetuúrræði og rými sem stuðla að kynslóðablöndun og tengslamyndun. Ég sé fyrir mér öfluga þjónustukjarna í öllum hverfum þar sem boðið er upp á samvinnurými fyrir íbúa til þess að vinna og deilihagkerfissetur þar sem við getum leigt t.d. verkfæri, eldhústæki og útivistarbúnað. Deilihagkerfislausnir þurfa að vera leiðandi í nálgun okkar á allri uppbyggingu borgarinnar og þar spila fjölbreyttar, stafrænar og vistvænar samgöngulausnir stórt hlutverk. Samhliða þessu þurfum við að nýta tæknina þegar við á og gögn til þess að bæta þjónustuna og taka upplýstari ákvarðanir í þágu borgarbúa. Af hverju skiptir máli að kjósa? Kosningaþátttaka hefur farið dvínandi síðastliðin ár og er ungt fólk ólíklegra til að skila sér á kjörstað. Við þurfum að efla rödd unga fólksins í mótun sinnar framtíðar. Með hverri nýrri kynslóð koma ný gildi, öðruvísi hugsun og ný nálgun. Það skiptir máli fyrir samheldni samfélagsins og heilbrigði lýðræðisins að þessi nýja hugmyndafræði skili sér í stjórnmálin og sé höfð að leiðarljósi við mótun framtíðarinnar. Mætum öll á kjörstað og mótum framtíðina saman. Sjáumst svo í Eurovision partý og kosningavöku okkar Pírata á Miami á Hverfisgötunni kl. 17:30 á morgun. Settu X við P -fyrir nútímalega og réttláta borg með Pírata við stjórn! Höfundur er fyrrverandi verkefnastjóri nýsköpunar hjá Reykjavíkurborg, frumkvöðull í dvala og núverandi frambjóðandi Pírata í 4. sæti í Reykjavík.
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar