Ófremdarástand og skoða þarf leiguþak alvarlega Snorri Másson skrifar 13. maí 2022 23:03 Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir ótækt að húsnæðismarkaðurinn valdi því að ójöfnuður aukist fram úr öllu hófi. Vísir/Vilhelm Ófremdarástand er komið upp á húsnæðismarkaðnum að sögn viðskiptaráðherra, sem segir tímabært að skoða það alvarlega að setja hömlur á leiguverð. Forsætisráðherra tekur í sama streng en segir vanta frekari gögn. Á meðan allt var lokað og lítið um ferðamenn í Airbnb-íbúðum hækkaði leiguverð ekki eins mikið og húsnæðið sjálft - eftirspurnin eftir leiguhúsnæði var minni. Nú þegar þrýstingur frá skammtímaleigu kemur til, er leigan farin að hækka. Samkvæmt athugun Eflingar fara að meðaltali 45% af ráðstöfunartekjum leigjenda í leigu, ástand sem hefur getið af sér umræðu um að stjórnvöld stígi inn og komi böndum á hækkanirnar. „Ég tel að við eigum að skoða það alvarlega,“ segir Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra um að stjórnvöld setji hömlur á hækkun leiguverðs. „Það verður bara að segjast eins og er að það er ófremdarástand á húsnæðismarkaðnum. Stjórnvöld og allir hagaðilar verða að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Hún er ekki eðlileg og best er að auka framboð,“ segir Lilja. Leiguverð hækkaði um 8,1% á milli ára miðað við mælingu frá mars. Hjá 28% leigjenda telst húsnæðiskostnaður íþyngjandi. Meðaltal greiddrar leigu er nú um 205 þ.kr. á höfuðborgarsvæðinu, 178 þ.kr. í nágrannasveitarfélögum þess og 135 þ.kr. annars staðar á landsbyggðinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst vilja skoða leiguþak. „Ég hef talað fyrir því að sú leið sé skoðuð. Það er eitt af því sem er til umræðu, en mér er líka tjáð að til þess að hægt sé að setja einhverjar reglur, hvernig sem þær eru útfærðar, um stýringu á leiguverði, að þá sé mikilvægt að við höfum betri yfirsýn og aukin gögn um leigumarkaðinn,“ segir Katrín. Innviðaráðherra segir starfshóp skila niðurstöðum um húsnæðismarkaðinn í næstu viku með tillögum og leiðum í þessu efni, en hugnast honum leigubremsa? „Ég tel að okkur skorti betri upplýsingar á þessu sviði áður en við förum að taka einhverjar ákvarðanir um það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Fjallað var um hugmyndir um leiguþak í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni: Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. 13. maí 2022 14:16 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Á meðan allt var lokað og lítið um ferðamenn í Airbnb-íbúðum hækkaði leiguverð ekki eins mikið og húsnæðið sjálft - eftirspurnin eftir leiguhúsnæði var minni. Nú þegar þrýstingur frá skammtímaleigu kemur til, er leigan farin að hækka. Samkvæmt athugun Eflingar fara að meðaltali 45% af ráðstöfunartekjum leigjenda í leigu, ástand sem hefur getið af sér umræðu um að stjórnvöld stígi inn og komi böndum á hækkanirnar. „Ég tel að við eigum að skoða það alvarlega,“ segir Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra um að stjórnvöld setji hömlur á hækkun leiguverðs. „Það verður bara að segjast eins og er að það er ófremdarástand á húsnæðismarkaðnum. Stjórnvöld og allir hagaðilar verða að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Hún er ekki eðlileg og best er að auka framboð,“ segir Lilja. Leiguverð hækkaði um 8,1% á milli ára miðað við mælingu frá mars. Hjá 28% leigjenda telst húsnæðiskostnaður íþyngjandi. Meðaltal greiddrar leigu er nú um 205 þ.kr. á höfuðborgarsvæðinu, 178 þ.kr. í nágrannasveitarfélögum þess og 135 þ.kr. annars staðar á landsbyggðinni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst vilja skoða leiguþak. „Ég hef talað fyrir því að sú leið sé skoðuð. Það er eitt af því sem er til umræðu, en mér er líka tjáð að til þess að hægt sé að setja einhverjar reglur, hvernig sem þær eru útfærðar, um stýringu á leiguverði, að þá sé mikilvægt að við höfum betri yfirsýn og aukin gögn um leigumarkaðinn,“ segir Katrín. Innviðaráðherra segir starfshóp skila niðurstöðum um húsnæðismarkaðinn í næstu viku með tillögum og leiðum í þessu efni, en hugnast honum leigubremsa? „Ég tel að okkur skorti betri upplýsingar á þessu sviði áður en við förum að taka einhverjar ákvarðanir um það,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Fjallað var um hugmyndir um leiguþak í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni:
Húsnæðismál Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. 13. maí 2022 14:16 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. 13. maí 2022 14:16
Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30