Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar en kaupverðið var 1,73 krónur á hlut. Viðskiptablaðið greinir frá því að Ívar hafi fyrir átt nærri 1,2 milljónir að nafnvirði í félaginu samkvæmt Kauphallartilkynningum í febrúar 2022 og ágúst 2021. Miðað við það á Ívar því 4,2 milljónir hluta í Icelandair Group virði um 7,2 milljóna króna að markaðsviðri.
Ívar var ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs flugfélagsins í ágúst 2021 en hann hafði áður gegnt stöðunni tímabundið og sömuleiðis ýmsum öðrum stjórnendastöðum hjá félaginu. Meðal annars hefur Ívar verið framkvæmdastjóri flotamála og leiðakerfis félagsins og stjórnandi á fjármálasviði.