„Landabruggarinn“ Gísli Einarsson segist ekki auglýsa viskí Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2022 10:15 Gísli Einarsson fjallaði um viskíframleiðslu í Borgarfirði. Hann þvertekur fyrir að um sé að ræða áfengisauglýsingu heldur sé þarna verið að fjalla um nýsköpunarfyrirtæki. ruv/skjáskot Gísli Einarsson, ritstjóri Landans, segir að umfjöllun hans um Reyka-viskí sé ekki áfengisauglýsing heldur sé um að ræða nýsköpun og áhugavert umfjöllunarefni sem slíkt. Í síðasta þætti Landans á Ríkissjónvarpinu var fjallað um viskíframleiðslu í Borgarnesi, en þar er fyrirtækið Reyka að blanda saman íslensku vatni og skosku viskíi. Gísli fór og kannaði málið og kjamsaði svo á drykknum þannig að áfengislöngunin blossaði upp í þurrustu ölkum. „Þetta er gott,“ segir hann í samtali við blaðamann Vísis. Sem spurði Gísla í framhaldinu hvort hann væri ekki á gráu svæði með þessa umfjöllun sína. Hann telur svo ekki vera. Í fjölmiðlalögum kveður á um bann við duldum viðskiptatilboðum sem er kynning á máli eða myndum á vörum, þjónustu, heiti, vörumerki eða starfsemi aðila sem framleiðir vöru eða veitir þjónustu í dagskrárliðum. Þetta er umfjöllun um nýsköpun en ekki áfengisauglýsing Í áfengislögum, 20. grein, segir svo að „Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru og þjónustu.“ Jafnframt: „Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningarnar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti …“ Í lögum um Ríkisútvarpið segir svo: „Vöruinnsetning er óheimil í efni sem Ríkisútvarpið framleiðir sjálft og/eða framleiðir í samstarfi við aðra innlenda aðila og er sérstaklega framleitt fyrir Ríkisútvarpið.“ Grábrókarviskíð er sannarlega ekkert blávatn, þó íslenska vatnið leiki lykilhlutverk í framleiðslu þess.rúv/skjáskot Af áðurnefndum lagaákvæðum gæti virst að Gísli sé á hálum ís og hann verður hvumsa. „Þetta er nýsköpun. Við höfum fjallað um áfengisframleiðslu nokkrum sinnum í þættinum og ekki hafa verið gerðar neinar sérstakar athugasemdir við það. Við erum ekki að fjalla um áfengið sem slíkt heldur eingöngu út frá nýsköpun. Við fjölluðum um Flóka-viskí, sem framleitt er í Reykjavík, nú síðast fjölluðum við um það þegar var verið að brugga jólabjór úr rauðkáli og grænum baunum, okkur fannst það forvitnilegt.“ Snobbaðari en hann lítur út fyrir að vera og vill Single Malt Gísli segir þetta rök þeirra RÚV-ara en viðurkennir að hann hafi ekki leitað lögfræðilegs álits á þessu. „Ég hafði nú ekki hugmyndaflug til þess. En þetta er ekki áfengisauglýsing. Mér sýnist menn nú vera sullandi með rauðvín í hinum og þessum þáttum án þess að fjalla sérstaklega um hvernig það er til komið. Það bara hvarflaði ekki að mér að það væri eitthvað athugavert við þetta, ekki fremur en að fjalla um snakk með ostabræðslu. Matvælaframleiðslu. Ég er vikulega að framleiða landa þannig að ég fer ekki að agnúast út í slíka framleiðslu.“ Gísli segir það rétt, áfengi sé viðkvæmt umfjöllunarefni, þannig lagað. „Ef við höfum brotið lög þá er það bara þannig. En þetta er ekki einbeittur brotavilji. Ég lít á þetta sem áhugaverða framleiðslu og nýsköpun. Íslenska vatnið og skoska viskíið.“ Gísli var ánægður með framleiðsluna. Þó hann sé sjálfur meira fyrir „single malt“ en „blended“.rúv/skjáskot Gísli segist spurður vera hrifinn af viskíi. „En ég er nú meira fyrir Single Malt Viskí. Ég er svo snobbaður þó ég líti ekki út fyrir að vera það. Þetta er „blended“.“ Fara þarf fram heildstætt mat Ágætt er að þekkja línurnar og Vísir bar þetta undir Elvu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar, hvort það geti hugsast að Gísli, þessi dáði landsbyggðafréttamaður, sé að gera sig sekan um lögbrot? Hún segir að starfsfólk Fjölmiðlanefndar leggi ekki efnislegt mat á einstaka dagskrárliði, eins og þann sem um ræðir. Leggja þarf mál fyrir nefndina sjálfa á nefndarfundi á grundvelli kvartana eða ábendinga og ákveði nefndin að taka mál til efnislegrar meðferðar þarf að fara fram heildstætt mat á atvikum hverju sinni. „Þá hefur Fjölmiðlanefnd ekki eftirlit með 20. gr. eða öðrum ákvæðum áfengislaga nr. 75/1998. Nefndin hefur eftirlit með 4. mgr. 37. laga um fjölmiðla nr. 38/2011, sem kveður m.a. á um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi með yfir 2,25% styrkleika. Þetta er auðvitað sambærilegt ákvæði og 20. gr. áfengislaga en gildissviðið er þrengra og tekur bara til fjölmiðla. Eftirlitið með áfengislögum nr. 75/1998 er svo í höndum lögreglu.“ Gísli innan girðingar Ofangreint eru fyrirvarar sem Elva Ýr setur við orð sín um að hlutlaus ritstjórnarumfjöllun um vínframleiðslu, sem fjölmiðillinn þiggur enga greiðslu eða annað endurgjald fyrir, er í sjálfu sér ekki bönnuð. Elfa Ýr telur víst að Gísli Einarsson sé innan girðingar með viskíumfjöllun sína.Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson „Umfjöllun um áfenga vörutegund sem miðlað er gegn greiðslu eða öðru endurgjaldi frá til dæmis vínframleiðanda, víninnflytjanda eða sambærilegum aðila yrði ekki talin hlutlaus ritstjórnarumfjöllun heldur viðskiptaboð fyrir áfengi og þar með óheimil.“ Elva Ýr vísar um þetta til skýringa á hugtakinu viðskiptaboð í lögum um fjölmiðla: Viðskiptaboð eru texti, myndir og/eða hljóð sem er ætlað að vekja, beint eða óbeint, athygli á vörum, þjónustu eða ímynd lögaðila eða einstaklings sem stundar atvinnustarfsemi og er miðlað gegn greiðslu eða öðru endurgjaldi eða til kynningar í eigin þágu. Til viðskiptaboða teljast m.a. auglýsingar, kostun og vöruinnsetning. Yfirlit yfir álit Fjölmiðlanefndar um áfengisauglýsingar Til að glöggva sig betur á því hvar línan liggur óskaði Vísir eftir því að fá yfirlit yfir mat Fjölmiðlanefndar á meintum brotum hvað þá lagakróka sem hér hafa verið nefndir til sögunnar. Þetta tekur til áfengisauglýsinga í fjölmiðlum 2011-2021. Elfa Ýr segir flest þessara mál hafi verið tekin til meðferðar á grundvelli kvartana eða ábendinga til nefndarinnar. Engar slíkar ákvarðanir hafa verið birtar á þessu ári. 2015 Ákvörðun 4/2015: Óheimil viðskiptaboð fyrir áfengi í kynningarblaði DV um bjór – 29. júní 2015 Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að með útgáfu fylgiblaðsins Bjór, sem út kom og dreift var með DV föstudaginn 27. febrúar sl., hafi DV ehf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Í blaðinu var umfjöllun um íslenskar og erlendar bjórtegundir, þar á meðal umfjöllun um tvo nýja bjóra frá Bruggsmiðjunni Kalda og umfjöllun um sjö ólíkar bjórtegundir sem fyrirtækið Haugen Gruppen hefur umboð fyrir. Í báðum tilfellum voru birtar myndir af umbúðum þeirra áfengistegunda sem fjallað var um og voru vörumerkin ýmist tiltekin í fyrirsögn eða undirfyrirsögn í nefndum greinum. Í blaðinu var einnig annars konar umfjöllun um bjór, þ. á m. viðtöl við eiganda Skúla Craftbar og viðtal um bjórbruggun við eiganda Ámunnar en óljóst var hvort sú umfjöllun teldist til ritstjórnar- eða kynningarefnis. Á öllum síðum kálfsins var merkt efst á síðu að um kynningarblað væri að ræða og var blaðið þannig aðgreint frá ritstjórnarefni DV. Í lögum um fjölmiðla segir að við ákvörðun sektar skuli.a. tekið tillit til alvarleika brots og tekna fjölmiðlaveitna af broti þegar það á við.Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 750.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið mið af því að brotið var gegn 4. mgr. 37. gr. laganna og ávinnings af því. Ákvörðun 5/2015: Óheimil viðskiptaboð fyrir áfengi og duldar auglýsingar í fylgiblaði 365 miðla um bjór – 29. júní 2015 ... Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að með útgáfu fylgiblaðsins Bjórmenning á Íslandi, sem út kom og dreift var með Fréttablaðinu þann 21. mars 2015, hefðu 365 miðlar hf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Þá var það einnig niðurstaða fjölmiðlanefndar að 365 miðlar hf. hefðu brotið gegn 1. mgr. 37. gr. um skyldu til aðgreiningar ritstjórnarefnis og viðskiptaboða og 2. mgr. 37. gr. um bann við duldum auglýsingum. Í fylgiblaðinu Bjórmenning á Íslandi var umfjöllun um 24 íslenskar og erlendar bjórtegundir. Með rituðum texta voru birtar myndir af umbúðum þeirra áfengistegunda sem fjallað var um og voru vörumerkin ýmist tiltekin í fyrirsögn eða undirfyrirsögn. Í blaðinu var einnig umfjöllun um bjórskóla Ölgerðarinnar og umfjöllun um Skúla Craft Bar en óljóst var hvort sú umfjöllun teldist til ritstjórnar- eða kynningarefnis. Ekkert í blaðinu gaf til kynna að um kynningar- eða auglýsingablað væri að ræða, að greitt væri fyrir þessa umfjöllun eða að fyrir hana kæmi endurgjald bjórframleiðenda, umboðsaðila eða annarra hagsmunaaðila. Niðurstaða fjölmiðlanefndar var að með útgáfu og dreifingu fylgiblaðsins hefðu 365 miðlar hf. brotið gegn 1., 2. og 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 2.000.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið mið af því að brotið var gegn 1., 2. og 4. mgr. 37. gr. laganna og ávinnings af því. ... Ákvörðun 6/2015: Óheimil viðskiptaboð fyrir áfengi í 10. tölublaði Gestgjafans – 27. október 2015 Fjölmiðlanefnd tók til skoðunar áfengiskynningar sem birtar voru í 10. tbl. Gestgjafans, sem út kom í ágústlok 2015. Taldi nefndin tiltekna áfengisumfjöllun í 10. tölublaði Gestgjafans falla undir skilgreiningu laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um viðskiptaboð fyrir áfengi. Meðferð málsins og viðræður fjölmiðlanefndar við Útgáfufélagið Birtíng ehf. leiddu til sáttar í málinu sem undirrituð var 22. október 2015. Sáttin fól það í sér að Birtíngur útgáfufélag skuldbatt sig til að virða bannákvæði 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla og tryggja að engum auglýsingum, kynningum eða öðrum viðskiptaboðum fyrir áfengi yrði miðlað í fjölmiðlum útgáfunnar. Birtíngur útgáfufélag skuldbatt sig til að greina ritstjórum og auglýsingastjórum Birtíngs útgáfufélags og öðrum hlutaðeigandi aðilum frá þeirri stefnu sem stjórn félagsins hefði markað í samræmi við 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla, svo tryggt væri að starfsemi og útgáfa Birtíngs samræmdist ákvæðum laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi í fjölmiðlum. Sáttin fól það jafnframt í sér að fjölmiðlanefnd gerði ekki athugasemdir við að faglegri ritstjórnarumfjöllun um áfengi yrði áfram miðlað í Gestgjafanum, á svokölluðum Vínsíðum, enda lyti sá efnisþáttur ritstjórnarlegum lögmálum og væri ekki miðlað gegn greiðslu af neinu tagi. 2016 Ákvörðun 2/2016: Viðskiptaboð fyrir áfengi á RÚV – 11. mars 2016 Í ákvörðun 2/ 2016komst fjölmiðlanefnd að þeirri niðurstöðu aðmeð birtingu auglýsingar fyrir Egils Gull á RÚV þann 14. október 2015 hafi Ríkisútvarpið brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 250.000 kr. ... Ákvörðun 3/2016: Áfengisauglýsing í Morgunblaðinu – 24. júní 2016 Í ákvörðun 3/2016 var það niðurstaða fjölmiðlanefndar að með birtingu auglýsingar frá Hamborgarafabrikkunni í Morgunblaðinu þann 9. júní 2016, þar sem auglýstur var bjór með vörumerkinu Víking, hafi Árvakur hf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Í ljósi viðbragða Árvakurs og með vísan til þess að þetta var fyrsta brot útgáfufélagsins gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla ákvað fjölmiðlanefnd að falla frá sektarákvörðun í málinu. ... Ákvörðun 6/2016: Áfengisauglýsing í Garðapóstinum – 15. ágúst 2016 Í ákvörðun 6/2016 var það niðurstaða fjölmiðlanefndar að með birtingu áfengisauglýsingar frá Golfklúbbi GKG í 17. tbl. Garðapóstsins þann 26. maí 2016, þar sem auglýstur var bjór með vörumerkinu Stella Artois, hafi Valdimar Tryggvi Kristófersson, útgefandi Garðapóstsins, brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Í ljósi viðbragða útgefanda og með vísan til þess að þetta er fyrsta brot hans gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla ákvað fjölmiðlanefnd að falla frá sektarákvörðun í málinu. ... Ákvörðun 7/2016: Viðskiptaboð fyrir áfengi á RÚV – 15. ágúst 2016 Í ákvörðun 7/2016 var það niðurstaða fjölmiðlanefndar að að með sýningu kostunarstiklu þar sem vísað var til bjórs með vörumerkinu Egils Gull á RÚV 3. júní sl. hafi Ríkisútvarpið ohf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og hafi verið um ítrekað brot að ræða. Að mati fjölmiðlanefndar var efnislegt innihald kostunartilkynningarinnar í meginatriðum hið sama og innihald auglýsingar á Egils Gulli sem fjallað var um í ákvörðun fjölmiðlanefndar nr. 2/2016 frá 11. mars 2016 og varðaði brot Ríkisútvarpsins gegn 4. mgr. 37. gr. Var Ríkisútvarpinu gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 500.000 kr. vegna hins ítrekaða brots. ... 2017 Ákvörðun 3/2017: Viðskiptaboð fyrir áfengi á RÚV – 3. mars 2017. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að með sýningu á kostunarstiklu fyrir Egils Gull, sem miðlað var á RÚV dagana 1., 2., 3., 4., 5., 6., 9., 10., 11., 13. og 19. júní 2016, hafi Ríkisútvarpið ohf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Að mati fjölmiðlanefndar var efnislegt innihald kostunarstiklunnar í meginatriðum hið sama og innihald viðskiptaboða fyrir Egils Gull sem fjallað var um í ákvörðun nr. 2/2016 frá 11. mars 2016 og í ákvörðun nr. 7/2016 frá 15. ágúst 2016 og varðaði brot Ríkisútvarpsins gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla. Var Ríkisútvarpinu gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 600.000 kr. Við ákvörðun sektar var tekið mið af því að um ítrekað brot var að ræða, eðli brots og ávinnings af því. ... Ákvörðun 4/2017: Viðskiptaboð fyrir áfengi á Stöð 2 – 3. mars 2017. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að með sýningu auglýsingar þar sem vísað var til bjórs með vörumerkinu Egils Gull á Stöð 2 þann 23. maí 2016 hafi 365 miðlar hf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Að mati fjölmiðlanefndar var efnislegt innihald kostunartilkynningarinnar í meginatriðum hið sama og innihald auglýsingar á Egils Gulli sem fjallað var um í ákvörðun fjölmiðlanefndar nr. 2/2016 frá 11. mars 2016 og varðaði brot Ríkisútvarpsins gegn 4. mgr. 37. gr. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar hafði fjölmiðlanefnd tilkynnt 365 miðlum og öðrum hljóð- og myndmiðlum hér á landi um niðurstöðuna og að birting áðurnefndrar auglýsingar fæli að mati fjölmiðlanefndar í sér brot á 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla. Var 365 miðlum gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 250.000 kr. vegna brotsins. Við ákvörðun sektar var tekið mið af eðli brots og ávinnings af því. ... Ákvörðun 5/2017: Áfengisauglýsingar í tímaritinu Glamour – 31. maí 2017. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að október-, nóvember- og desemberhefti Glamour 2016 hafi innihaldið áfengisauglýsingar og hafi 365 miðlar með miðlun þeirra brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Nánar um málavexti: Málavextir voru þeir að þann 6. september 2016 barst fjölmiðlanefnd tilkynning frá lögmanni 365 miðla þess efnis að 365 miðlar hafi hætt útgáfu tímaritsins Glamour. Ekki kom fram í tilkynningunni að til stæði að halda útgáfu Glamour áfram hér á landi og var það jafnframt skilningur fjölmiðlanefndar að áformað væri að hætta útgáfu tímaritsins Glamour hér á landi. Eftir að ljóst var að útgáfu blaðsins hér á landi hafði hvergi nærri verið hætt og að 365 miðlar hefðu m.a. sent áskriftartilboð til sex mánaða vegna Glamour, undirritað af 365 miðlum, á póstlista tímaritsins þann 7. október 2016 kallaði fjölmiðlanefnd eftir frekari skýringum frá 365 miðlum. Í svörum 365 miðla við því erindi sagði að tímaritið Glamour væri nú gefið út af erlendum aðila. Af svari 365 miðla mátti ráða að 365 miðlar teldu útgáfu tímaritsins Glamour ekki lengur falla undir lögsögu íslenska ríkisins og jafnframt að 365 miðlar teldu það ekki vera á sínu forræði að svara spurningum fjölmiðlanefndar eða veita nefndinni upplýsingar um nýjan útgefanda. Í október-, nóvember- og desemberhefti Glamour 2016 kom fram að hinn erlendi aðili, sem 365 miðlar vísuðu til í svörum sínum, væri breska félagið 365 Media Europe Ltd. Í þessum sömu þremur tölublöðum birtust alls fimm heilsíðuauglýsingar á áfengi, ein í októberheftinu, tvær í nóvemberheftinu og tvær í desemberheftinu. Í bréfi fjölmiðlanefndar frá 13. desember 2016 var 365 miðlum greint frá því mati nefndarinnar að ekki væru efni til að fallast á sjónarmið 365 miðla um að starfsemi og útgáfa tímaritsins Glamour félli ekki lengur undir gildissvið laga um fjölmiðla. Tímaritið væri, þrátt fyrir þær breytingar sem gerðar hefðu verið á útgáfufélagi þess, fjölmiðill sem félli undir gildissvið laga um fjölmiðla og væri því enn skráningarskyldur hjá fjölmiðlanefnd. Efni tímaritsins og útgáfa lyti ákvæðum laga um fjölmiðla, auk þess sem önnur ákvæði íslenskra laga giltu um fjölmiðilinn, eins og aðra fjölmiðla með staðfestu hér á landi. Mætti þar nefna ákvæði um meiðyrði, höfundarétt, persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sem og áfengislög. Í bréfinu óskaði fjölmiðlanefnd eftir upplýsingum um eignarhald útgáfufélagsins 365 Media Europe Ltd., sem og staðfestingu 365 miðla þess efnis að hið íslenska félag gangist við ábyrgð sinni á útgáfu Glamour, sem 365 miðlar starfræki á Íslandi, sem ætlað sé almenningi hér á landi og sem heyri því undir íslenska lögsögu í skilningi laga um fjölmiðla. Svör 365 miðla við erindum fjölmiðlanefndar bárust með bréfum dags. 18. janúar, 2. mars og 10. apríl 2017 og er efni þeirra rakið í ákvörðun nefndarinnar. Niðurstaða fjölmiðlanefndar var sú að 365 miðlar starfræki fjölmiðilinn Glamour hér á landi, í skilningi 15. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um fjölmiðla, og teljist því sú fjölmiðlaveita sem ábyrgð ber á birtingu áðurnefndra áfengisauglýsinga. Var það mat nefndarinnar að tilvísun til breska félagsins 365 Media Europe Ltd. í tímaritinu virtist hafa þann eina tilgang að komast undan íslenskri lögsögu. Um þá niðurstöðu vísaði nefndin m.a. til íslensks efnis tímaritsins, dreifingar þess á Íslandi og staðsetningu ritstjórnar, tilvísaðra upplýsinga í samrunatilkynningu vegna samruna Fjarskipta hf. og 365 miðla hf., náinna tengsla 365 miðla hf. og 365 Media Europe Ltd., markaðssetningar á Glamour sem 365 miðlar standa fyrir, áskriftartilboða merktum vörumerki hins íslenska félags og starfrækslu vefútgáfu Glamour undir merkjum Vísis. Þá var það niðurstaða fjölmiðlanefndar að október-, nóvember- og desemberhefti Glamour 2016 hafi innihaldið viðskiptaboð fyrir áfengi með yfir 2,25% áfengisinnhaldi og hafi 365 miðlar með miðlun þeirra brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Með vísan til niðurstöðu sinnar ákvað fjölmiðlanefnd að leggja sekt á 365 miðla og taldi hæfilegt að sektin nymi 1.000.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið tillit til þess að brotið var ítrekað, eða fimm sinnum, gegn 4. mgr. 37. gr. laganna og ætlaðs ávinnings af því. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli nr. E-143/2018: 365 miðlar gegn fjölmiðlanefnd (Áfengisauglýsingar í tímaritinu Glamour.) Fjölmiðlanefnd birti ákvörðun 5/2017 í maí 2017. Í janúar 2018 kröfðust 365 miðlar ógildingar á ákvörðun fjölmiðlanefndar fyrir héraðsdómi á þeim forsendum að með henni hefði fjölmiðlanefnd farið út fyrir valdmörk sín. Þar að auki hafi fjölmiðlanefnd með ákvörðun sinni brotið gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár Íslands með því að íslenskum tímaritum á borð við Glamour væri mismunað í samanburði við erlend tímarit, á grundvelli íslenskra laga. Með dómi Héraðdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 12. nóvember 2018, var fjölmiðlanefnd sýknuð af öllum kröfum 365 miðla. Í dóminum er fallist á þá niðurstöðu fjölmiðlanefndar að fyrirliggjandi gögn og upplýsingar, sem stöfuðu m.a. frá 365 miðlum, bæru með sér að tímaritið Glamour hafi verið starfrækt af 365 miðlum og að ekki hafi orðið raunverulegar breytingar í þeim efnum eftir að hið breska dótturfélag var skráð sem útgefandi. Hafi fjölmiðlanefnd því verið rétt að beina ákvörðun um álagningu stjórnvaldssekta að hinu íslenska útgáfufélagi. Þá féllst dómurinn ekki á röksemdir 365 miðla þess efnis að bann við áfengisauglýsingum brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár eða reglum EES-réttar, enda hafi Hæstiréttur hafnað þeim sjónarmiðum í dómaframkvæmd. Sökum þessa var fjölmiðlanefnd sýknuð af kröfu um ógildingu á framangreindri ákvörðun fjölmiðlanefndar og var 365 miðlum gert að greiða 800.000 kr. í málskostnað 2018 Ákvörðun 4/2018: Brot á reglum um bann við áfengisauglýsingum, reglum um skýra aðgreiningu ritstjórnarefnis og auglýsinga, reglum um duldar auglýsingar, og reglum um auglýsingahlutfall innan klukkustundar í þættinum Þorrinn 2018, sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í janúar 2018- 15. ágúst 2018. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að með umfjöllun um áfengar vörutegundir Ölgerðarinnar í þættinum Þorrinn 2018, sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Hringbraut 23. janúar 2017, hafi Hringbraut Fjölmiðlar ehf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla, um bann við miðlun viðskiptaboða fyrir áfengi. Jafnframt hafi Hringbraut Fjölmiðlar ehf. brotið gegn 1. mgr. 37. gr. sömu laga, um skýra aðgreiningu ritstjórnarefnis og viðskiptaboða, og 2. mgr. 37. gr., um bann við duldum viðskiptaboðum. Þá hafi Hringbraut Fjölmiðlar ehf. með miðlun þáttarins brotið gegn 2. mgr. 41. gr. laga um fjölmiðla, um leyfilegt auglýsingahlutfall innan klukkustundar. Var Hringbraut Fjölmiðlum ehf. gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 500.000 kr. vegna brotsins. Við ákvörðun sektar var tekið mið af eðli brots og því að Hringbraut hefur áður gerst brotleg við 1. og 2. mgr. 37. gr. og 2. mgr. 41. gr. laga um fjölmiðla, sbr. ákvörðun nefndarinnar nr. 2/2017, vegna þáttanna Atvinnulífið og Allt er nú til. ... Ákvörðun 6/2018: Brot 365 miðla á reglum um viðskiptaboð fyrir áfengi í annarri þáttaröð Ísskápastríðs sem sýnd var á Stöð 2 árið 2017 - 21. nóvember 2018. Fjölmiðlanefnd lagði stjórnvaldssekt á 365 miðla vegna viðskiptaboða fyrir áfengi í annarri þáttaröð Ísskápastríðs sem sýnd var á Stöð 2 árið 2017. Í niðurstöðu fjölmiðlanefndar kom fram að áberandi framsetning áfengra vörutegunda í annarri þáttaröð Ísskápastríðs teldist til vöruinnsetninga fyrir áfengi með yfir 2,25% styrkleika, og hafi 365 miðlar með miðlun þeirra brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Í lögum um fjölmiðla segir að við ákvörðun sektar skuli.a. tekið tillit til alvarleika brots og tekna fjölmiðlaveitna af broti þegar það á við. Við meðferð málsins upplýstu 365 miðlar ekki um tekjur af broti. Með vísan til eðlis brots og þess að 365 miðlar höfðu áður gerst brotlegir gegn 4. mgr. 37. gr. taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að sektin næmi 750.000 kr. 2019 ... Ákvörðun 2/2019: Viðskiptaboð fyrir áfengi í þáttunum Tveir á teini á Stöð 2 – 5. mars 2019 Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Sýn hf. hafi með miðlun á þáttunum Tveir á teini, sem voru á dagskrár Stöðvar 2 sumarið 2018, brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 með miðlun viðskiptaboða fyrir áfengi með yfir 2,25% áfengisstyrkleika, 3. mgr. 42. gr. sömu laga með miðlun á kostuðu efni sem fól í sér hvatningu til kaupa á vörum er stöfuðu frá kostandanum Weber, og 1. mgr. 37. gr. sbr. c. og d. lið 4. mgr. 39. gr. laga um fjölmiðla með miðlun á viðskiptaboðum fyrir vörurnar Coca-cola og Source-engiferbjór. Var Sýn hf. gert að greiða 500.000 kr. í stjórnvaldssekt. Við ákvörðun sektar var m.a. litið til þess að við meðferð málsins lýstu forsvarsmenn Sýnar hf. því yfir að gripið hefði verið til aðgerða í því skyni að fyrirbyggja frekari brot gegn ákvæðum laga um viðskiptaboð. ... Ákvörðun 4/2019: Viðskiptaboð fyrir áfengi í kynningarblaðinu Brugghús sem fylgdi Fréttablaðinu 1. mars 2019 – 27. maí 2019 Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Torg ehf. hafi brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011, um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi, með viðskiptaboðum fyrir áfengi í kynningarblaðinu Brugghús, sem fylgdi Fréttablaðinu 1. mars 2019. Málið var tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli kvörtunar frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum. Í ákvörðun fjölmiðlanefndar segir að áfengisauglýsingu frá Bryggjunni brugghúsi og kynningarumfjöllun, um Bruggsmiðjuna Kalda, Viking brugghús og Ölgerðina, hafi verið ætlað að þjóna auglýsingamarkmiðum fyrir áfengar vörutegundir með yfir 2,25% áfengisinnihaldi og teljist til viðskiptaboða fyrir áfengi í skilningi 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla. Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 1.000.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar tók nefndin mið af framangreindri niðurstöðu, alvarleika brots og þess að um ítrekað brot var að ræða. Nefndin leit ennfremur til þess að Torg hafði við meðferð málsins hvorki veitt umbeðnar upplýsingar um tekjur útgáfufélagsins vegna viðskiptaboða í kynningarblaðinu né staðfestingu endurskoðanda á því að engar tekjur eða annað endurgjald hefði komið fyrir umrædda kynningarumfjöllun. ... Ákvörðun 5/2019: Brot Garðapóstsins á reglum um viðskiptaboð fyrir áfengi í júní 2019 – 19. desember 2019 Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Valdimar Tryggvi Kristófersson, ábyrgðarmaður og eigandi Garðapóstsins, hafi brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 með birtingu viðskiptaboða fyrir áfengi fimmtudaginn 6. júní 2019 í 22. tbl. 30. árg. Garðapóstsins, fyrir Sumarsólstöðumót Stella Artois sem fór fram 22. júní 2019 á vegum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Málið var tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli kvörtunar Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum þar sem kvartað var yfir birtingu viðskiptaboða fyrir áfengi með birtingu auglýsingar fyrir Sumarsólstöðumót Stella Artois í Garðapóstinum. Í ákvörðun fjölmiðlanefndar kemur fram að ótvírætt sé að um auglýsingu sé að ræða í skilningi 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um fjölmiðla og þar með viðskiptaboð, sbr. 40. tölul. 1. mgr. 2. gr. sömu laga. Þrátt fyrir að engar bjórflöskur eða bjórglös sjáist sé vakin athygli á vörutegund sem innihaldi meira en 2,25% áfengisinnihald með því að birta vörumerki hennar greinilega í heiti golfmótsins í auglýsingunni, og neðst í hægra horni hennar. Einnig væri vakin athygli á því í texta neðst í auglýsingunni að eftir umrætt golfmót verði boðið upp á léttar veitingar og „auðvitað Stella Artois!“. Auglýsingin sé því ekki einungis auglýsing fyrir golfmót, eins og ábyrgðarmaður og eigandi Garðapóstsins hafi talið sig vera að auglýsa, heldur hafi henni verið ætlað að vekja sérstaka athygli á vörutegund og vörumerki Stella Artois. Að mati nefndarinnar féll því umrædd heilsíðuauglýsing fyrir Sumarsólstöðumót Stella Artois, sem fór fram 22. júní sl. á vegum GKG, og birtist fimmtudaginn 6. júní sl. í 22. tbl. 30. árg. Garðapóstsins, undir skilgreiningu 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla um viðskiptaboð fyrir áfengi. Fjölmiðlanefnd taldi ekki ástæðu til að falla frá sektarákvörðun í málinu í ljósi málatilbúnaðar ábyrgðarmanns Garðapóstsins. Í ákvörðun segir að einnig hafi borið að líta til þess að ekki var um fyrsta brot að ræða. Við ákvörðun sektar var einnig tekið mið af tekjum Garðapóstsins af brotinu, sbr. 4. mgr. 54. gr. laga um fjölmiðla. Með vísan til framangreinds, eðli brots og ávinnings af því taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að sektin næmi 50.000 kr. 2020 Álit 2/2020: Brot Golfsambands Íslands á reglum um viðskiptaboð fyrir áfengi – 10. febrúar 2020. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Golfsamband Íslands hafi brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 með birtingu viðskiptaboða fyrir áfengi í 1. tbl. 2019 tímaritsins golf.is / Golf á Íslandi fyrir Sumarsólstöðumót Stella Artois sem fór fram 22. júní sl. á vegum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Með vísan til þess að fjölmiðlanefnd hafði ekki áður birt álit eða ákvörðun vegna brota Golfsambands Íslands gegn ákvæðum laga um fjölmiðla, eðli brots, ávinnings af því og að sambandið kvaðst myndu sjá til þess að birting áfengisauglýsinga ætti sér ekki aftur stað í miðlum á þeirra vegum ákvað nefndin að falla frá sektarákvörðun í málinu. Í slíku tilviki er fjölmiðlanefnd heimilt að ljúka málsmeðferð með útgáfu álits sem birt er á vefsíðu hennar, sbr. 2. málsl. 5. mgr. 54. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. 2021 Ákvörðun nr. 3/2021: Skráningarskylda fjölmiðla og viðskiptaboð fyrir áfengi í hlaðvarpinu Dr. Football. Í ákvörðun nr. 3/2021 var það niðurstaða Fjölmiðlanefndar að Doc Media slf. hefði brotið gegn reglum um skráningarskyldu fjölmiðla og bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi í hlaðvarpinu Dr. Football. Málið var tekið til meðferðar á grundvelli 1. mgr. 11. gr. laga um fjölmiðla eftir ábendingu frá aðila sem óskaði eftir nafnleynd. Í áliti Fjölmiðlanefndar kom fram að nefndin teldi hlaðvarpið Dr. Football falla undir gildissvið laga um fjölmiðla. Jafnframt var það niðurstaða nefndarinnar að umfjöllun um gintegund í níu þáttum hlaðvarpsins í október 2021 hafi farið í bága við bannákvæði laga um viðskiptaboð fyrir áfengi. Taldi Fjölmiðlanefnd ekki ástæðu til að falla frá sektarákvörðun í málinu. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið mið af tekjum af broti, umfangi og alvarleika brots og því að fjölmiðillinn Dr. Football brást ekki við ítrekuðum tilmælum nefndarinnar um að skrá starfsemi sína fyrr en stefnuvottur var sendur að heimili fyrirsvarsmanns hlaðvarpsins. Jafnframt var við ákvörðun sektarfjárhæðar litið til þess að félagið uppfyllti að lokum kröfur um skráningu fjölmiðla. Taldi Fjölmiðlanefnd hæfilegt að sektin næmi 500.000 kr. ... Ákvörðun nr. 4/2021: Dulin viðskiptaboð, vöruinnsetningar, viðskiptaboð fyrir áfengi og kostað efni í þáttunum Rauðvín og klakar á Stöð 2 eSport og á Vísi -21. október 2021. Í ákvörðun nr. 4/2021 komst Fjölmiðlanefnd að þeirri niðurstöðu að Sýn hf. hafi brotið gegn reglum um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi, duldar auglýsingar, vöruinnsetningar og kostun efnis í þáttunum Rauðvínog klakar sem sýndir voru á Stöð 2 eSport og á Vísi. Málið var tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli 1. mgr. 11. gr. laga um fjölmiðla eftir ábendingu sem varðaði efni á Stöð 2 eSport og meint brot gegn reglum um vernd barna gegn skaðlegu efni. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kom fram að Sýn hf. hafi brotið gegn reglum um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi með framsetningu og umfjöllun um áfengi í þáttum Rauðvíns og klaka sem sýndir voru á Stöð 2 eSport og Vísi 5. nóvember 2020, 12. nóvember 2020, 19. nóvember 2020, 26. nóvember 2020 og 3. desember 2020. Jafnframt komst nefndin að þeirri niðurstöðu að með því að auðkenna ekki myndefni sem innihélt vöruinnsetningar á sælgæti hafi Sýn brotið gegn 2. mgr. 37. gr. laganna um bann við duldum viðskiptaboðum. Aukinheldur var það niðurstaða nefndarinnar að Sýn hf. hafi brotið gegn reglum um vöruinnsetningar, nánar tiltekið reglur um að vöruinnsetning megi ekki snerta innihald hljóð- og myndmiðlunarefnisins að öðru leyti (þ.e. ekki megi kynna viðkomandi vöru eða þjónustu með öðrum hætti en þeim að hún sjáist eða að vísað sé til hennar), reglur um að ekki skuli beinlínis hvatt til kaupa eða leigu á þeim vörum sem um ræðir og reglur um að vörurnar séu ekki settar fram á óþarflega áberandi hátt. Loks var það niðurstaða Fjölmiðlanefndar að Sýn hafi brotið gegn reglum um kostun myndefnis, annars vegar þar sem kostendur þáttanna höfðu áhrif á efnistök kostaðra þátta og hins vegar þar sem hið kostaða efni innihélt hvatningu til kaupa á vörum er stöfuðu frá kostendum. Fjölmiðlanefnd taldi ekki ástæðu til að falla frá sektarákvörðun í málinu með vísan til fyrri brota Sýnar hf. gegn framangreindum reglum. Um leið var litið til atvika máls að öðru leyti. Taldi Fjölmiðlanefnd hæfilegt að sektin næmi 500.000 kr. ... Álit nr. 2/2021: Skráningarskylda fjölmiðla, viðskiptaboð fyrir áfengi og viðskiptaboð fyrir veðmálastarfsemi sem ekki hefur leyfi hér á landi í hlaðvarpinu FantasyGanalf (síðar The Mike Show). Í áliti nr. 2/2021 kom fram að þáttur hlaðvarpsins FantasyGandalf, síðar The Mike Show, sem gerður var aðgengilegur 19. nóvember 2020 hafi innihaldið umfjöllun um erlent veðmálafyrirtæki og áfenga bjórtegund sem farið hafi í bága við 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla. Málið var tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli 1. mgr. 11. gr. laga um fjölmiðla eftir ábendingu frá aðila sem óskaði eftir nafnleynd. Jafnframt hafi hlaðvarpsstjórnandi ekki sinnt skráningarskyldu hlaðvarpsins þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir nefndarinnar. Var það niðurstaða Fjölmiðlanefndar að stjórnandi hlaðvarpsins FantasyGandalf, hefði brotið gegn 4. mgr. 37. gr. og reglum um skráningarskyldu fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd ákvað að falla frá sektarákvörðun í málinu, með vísan til þess að stjórnandi hlaðvarpsins brást við fyrsta erindi Fjölmiðlanefndar og gerði í kjölfarið viðeigandi breytingar á framsetningu viðskiptaboða, auk þess sem hætt var miðlun ólögmætra viðskiptaboða fyrir erlenda veðmálastarfsemi. Þá lá fyrir að hlaðvarpið hafði hætt starfsemi, samkvæmt tilkynningu í síðasta þætti hlaðvarpsins 27. september 2021, og féll því ekki lengur undir gildissvið laga um fjölmiðla. Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlalög Áfengi og tóbak Tengdar fréttir N4 slaufar kosningaumfjöllun eftir að Kattaframboð neitar að borga fyrir þátttöku Til stóð að akureyrska sjónvarpsstöðin N4 yrði með sérstakan kosningaþátt eða þætti en babb kom í bátinn þegar Snorri Ásmundsson og Kattaframboðið gerðu athugasemd við að borga þyrfti fyrir þátttöku. Nú hefur alfarið verið fallið frá þeim fyrirætlunum stöðvarinnar að vera með kosningaumfjöllunina. 11. maí 2022 17:14 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
Í síðasta þætti Landans á Ríkissjónvarpinu var fjallað um viskíframleiðslu í Borgarnesi, en þar er fyrirtækið Reyka að blanda saman íslensku vatni og skosku viskíi. Gísli fór og kannaði málið og kjamsaði svo á drykknum þannig að áfengislöngunin blossaði upp í þurrustu ölkum. „Þetta er gott,“ segir hann í samtali við blaðamann Vísis. Sem spurði Gísla í framhaldinu hvort hann væri ekki á gráu svæði með þessa umfjöllun sína. Hann telur svo ekki vera. Í fjölmiðlalögum kveður á um bann við duldum viðskiptatilboðum sem er kynning á máli eða myndum á vörum, þjónustu, heiti, vörumerki eða starfsemi aðila sem framleiðir vöru eða veitir þjónustu í dagskrárliðum. Þetta er umfjöllun um nýsköpun en ekki áfengisauglýsing Í áfengislögum, 20. grein, segir svo að „Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannaðar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru og þjónustu.“ Jafnframt: „Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningarnar til almennings vegna markaðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti …“ Í lögum um Ríkisútvarpið segir svo: „Vöruinnsetning er óheimil í efni sem Ríkisútvarpið framleiðir sjálft og/eða framleiðir í samstarfi við aðra innlenda aðila og er sérstaklega framleitt fyrir Ríkisútvarpið.“ Grábrókarviskíð er sannarlega ekkert blávatn, þó íslenska vatnið leiki lykilhlutverk í framleiðslu þess.rúv/skjáskot Af áðurnefndum lagaákvæðum gæti virst að Gísli sé á hálum ís og hann verður hvumsa. „Þetta er nýsköpun. Við höfum fjallað um áfengisframleiðslu nokkrum sinnum í þættinum og ekki hafa verið gerðar neinar sérstakar athugasemdir við það. Við erum ekki að fjalla um áfengið sem slíkt heldur eingöngu út frá nýsköpun. Við fjölluðum um Flóka-viskí, sem framleitt er í Reykjavík, nú síðast fjölluðum við um það þegar var verið að brugga jólabjór úr rauðkáli og grænum baunum, okkur fannst það forvitnilegt.“ Snobbaðari en hann lítur út fyrir að vera og vill Single Malt Gísli segir þetta rök þeirra RÚV-ara en viðurkennir að hann hafi ekki leitað lögfræðilegs álits á þessu. „Ég hafði nú ekki hugmyndaflug til þess. En þetta er ekki áfengisauglýsing. Mér sýnist menn nú vera sullandi með rauðvín í hinum og þessum þáttum án þess að fjalla sérstaklega um hvernig það er til komið. Það bara hvarflaði ekki að mér að það væri eitthvað athugavert við þetta, ekki fremur en að fjalla um snakk með ostabræðslu. Matvælaframleiðslu. Ég er vikulega að framleiða landa þannig að ég fer ekki að agnúast út í slíka framleiðslu.“ Gísli segir það rétt, áfengi sé viðkvæmt umfjöllunarefni, þannig lagað. „Ef við höfum brotið lög þá er það bara þannig. En þetta er ekki einbeittur brotavilji. Ég lít á þetta sem áhugaverða framleiðslu og nýsköpun. Íslenska vatnið og skoska viskíið.“ Gísli var ánægður með framleiðsluna. Þó hann sé sjálfur meira fyrir „single malt“ en „blended“.rúv/skjáskot Gísli segist spurður vera hrifinn af viskíi. „En ég er nú meira fyrir Single Malt Viskí. Ég er svo snobbaður þó ég líti ekki út fyrir að vera það. Þetta er „blended“.“ Fara þarf fram heildstætt mat Ágætt er að þekkja línurnar og Vísir bar þetta undir Elvu Ýr Gylfadóttur framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar, hvort það geti hugsast að Gísli, þessi dáði landsbyggðafréttamaður, sé að gera sig sekan um lögbrot? Hún segir að starfsfólk Fjölmiðlanefndar leggi ekki efnislegt mat á einstaka dagskrárliði, eins og þann sem um ræðir. Leggja þarf mál fyrir nefndina sjálfa á nefndarfundi á grundvelli kvartana eða ábendinga og ákveði nefndin að taka mál til efnislegrar meðferðar þarf að fara fram heildstætt mat á atvikum hverju sinni. „Þá hefur Fjölmiðlanefnd ekki eftirlit með 20. gr. eða öðrum ákvæðum áfengislaga nr. 75/1998. Nefndin hefur eftirlit með 4. mgr. 37. laga um fjölmiðla nr. 38/2011, sem kveður m.a. á um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi með yfir 2,25% styrkleika. Þetta er auðvitað sambærilegt ákvæði og 20. gr. áfengislaga en gildissviðið er þrengra og tekur bara til fjölmiðla. Eftirlitið með áfengislögum nr. 75/1998 er svo í höndum lögreglu.“ Gísli innan girðingar Ofangreint eru fyrirvarar sem Elva Ýr setur við orð sín um að hlutlaus ritstjórnarumfjöllun um vínframleiðslu, sem fjölmiðillinn þiggur enga greiðslu eða annað endurgjald fyrir, er í sjálfu sér ekki bönnuð. Elfa Ýr telur víst að Gísli Einarsson sé innan girðingar með viskíumfjöllun sína.Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson „Umfjöllun um áfenga vörutegund sem miðlað er gegn greiðslu eða öðru endurgjaldi frá til dæmis vínframleiðanda, víninnflytjanda eða sambærilegum aðila yrði ekki talin hlutlaus ritstjórnarumfjöllun heldur viðskiptaboð fyrir áfengi og þar með óheimil.“ Elva Ýr vísar um þetta til skýringa á hugtakinu viðskiptaboð í lögum um fjölmiðla: Viðskiptaboð eru texti, myndir og/eða hljóð sem er ætlað að vekja, beint eða óbeint, athygli á vörum, þjónustu eða ímynd lögaðila eða einstaklings sem stundar atvinnustarfsemi og er miðlað gegn greiðslu eða öðru endurgjaldi eða til kynningar í eigin þágu. Til viðskiptaboða teljast m.a. auglýsingar, kostun og vöruinnsetning. Yfirlit yfir álit Fjölmiðlanefndar um áfengisauglýsingar Til að glöggva sig betur á því hvar línan liggur óskaði Vísir eftir því að fá yfirlit yfir mat Fjölmiðlanefndar á meintum brotum hvað þá lagakróka sem hér hafa verið nefndir til sögunnar. Þetta tekur til áfengisauglýsinga í fjölmiðlum 2011-2021. Elfa Ýr segir flest þessara mál hafi verið tekin til meðferðar á grundvelli kvartana eða ábendinga til nefndarinnar. Engar slíkar ákvarðanir hafa verið birtar á þessu ári. 2015 Ákvörðun 4/2015: Óheimil viðskiptaboð fyrir áfengi í kynningarblaði DV um bjór – 29. júní 2015 Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að með útgáfu fylgiblaðsins Bjór, sem út kom og dreift var með DV föstudaginn 27. febrúar sl., hafi DV ehf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Í blaðinu var umfjöllun um íslenskar og erlendar bjórtegundir, þar á meðal umfjöllun um tvo nýja bjóra frá Bruggsmiðjunni Kalda og umfjöllun um sjö ólíkar bjórtegundir sem fyrirtækið Haugen Gruppen hefur umboð fyrir. Í báðum tilfellum voru birtar myndir af umbúðum þeirra áfengistegunda sem fjallað var um og voru vörumerkin ýmist tiltekin í fyrirsögn eða undirfyrirsögn í nefndum greinum. Í blaðinu var einnig annars konar umfjöllun um bjór, þ. á m. viðtöl við eiganda Skúla Craftbar og viðtal um bjórbruggun við eiganda Ámunnar en óljóst var hvort sú umfjöllun teldist til ritstjórnar- eða kynningarefnis. Á öllum síðum kálfsins var merkt efst á síðu að um kynningarblað væri að ræða og var blaðið þannig aðgreint frá ritstjórnarefni DV. Í lögum um fjölmiðla segir að við ákvörðun sektar skuli.a. tekið tillit til alvarleika brots og tekna fjölmiðlaveitna af broti þegar það á við.Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 750.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið mið af því að brotið var gegn 4. mgr. 37. gr. laganna og ávinnings af því. Ákvörðun 5/2015: Óheimil viðskiptaboð fyrir áfengi og duldar auglýsingar í fylgiblaði 365 miðla um bjór – 29. júní 2015 ... Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að með útgáfu fylgiblaðsins Bjórmenning á Íslandi, sem út kom og dreift var með Fréttablaðinu þann 21. mars 2015, hefðu 365 miðlar hf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Þá var það einnig niðurstaða fjölmiðlanefndar að 365 miðlar hf. hefðu brotið gegn 1. mgr. 37. gr. um skyldu til aðgreiningar ritstjórnarefnis og viðskiptaboða og 2. mgr. 37. gr. um bann við duldum auglýsingum. Í fylgiblaðinu Bjórmenning á Íslandi var umfjöllun um 24 íslenskar og erlendar bjórtegundir. Með rituðum texta voru birtar myndir af umbúðum þeirra áfengistegunda sem fjallað var um og voru vörumerkin ýmist tiltekin í fyrirsögn eða undirfyrirsögn. Í blaðinu var einnig umfjöllun um bjórskóla Ölgerðarinnar og umfjöllun um Skúla Craft Bar en óljóst var hvort sú umfjöllun teldist til ritstjórnar- eða kynningarefnis. Ekkert í blaðinu gaf til kynna að um kynningar- eða auglýsingablað væri að ræða, að greitt væri fyrir þessa umfjöllun eða að fyrir hana kæmi endurgjald bjórframleiðenda, umboðsaðila eða annarra hagsmunaaðila. Niðurstaða fjölmiðlanefndar var að með útgáfu og dreifingu fylgiblaðsins hefðu 365 miðlar hf. brotið gegn 1., 2. og 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 2.000.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið mið af því að brotið var gegn 1., 2. og 4. mgr. 37. gr. laganna og ávinnings af því. ... Ákvörðun 6/2015: Óheimil viðskiptaboð fyrir áfengi í 10. tölublaði Gestgjafans – 27. október 2015 Fjölmiðlanefnd tók til skoðunar áfengiskynningar sem birtar voru í 10. tbl. Gestgjafans, sem út kom í ágústlok 2015. Taldi nefndin tiltekna áfengisumfjöllun í 10. tölublaði Gestgjafans falla undir skilgreiningu laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um viðskiptaboð fyrir áfengi. Meðferð málsins og viðræður fjölmiðlanefndar við Útgáfufélagið Birtíng ehf. leiddu til sáttar í málinu sem undirrituð var 22. október 2015. Sáttin fól það í sér að Birtíngur útgáfufélag skuldbatt sig til að virða bannákvæði 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla og tryggja að engum auglýsingum, kynningum eða öðrum viðskiptaboðum fyrir áfengi yrði miðlað í fjölmiðlum útgáfunnar. Birtíngur útgáfufélag skuldbatt sig til að greina ritstjórum og auglýsingastjórum Birtíngs útgáfufélags og öðrum hlutaðeigandi aðilum frá þeirri stefnu sem stjórn félagsins hefði markað í samræmi við 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla, svo tryggt væri að starfsemi og útgáfa Birtíngs samræmdist ákvæðum laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi í fjölmiðlum. Sáttin fól það jafnframt í sér að fjölmiðlanefnd gerði ekki athugasemdir við að faglegri ritstjórnarumfjöllun um áfengi yrði áfram miðlað í Gestgjafanum, á svokölluðum Vínsíðum, enda lyti sá efnisþáttur ritstjórnarlegum lögmálum og væri ekki miðlað gegn greiðslu af neinu tagi. 2016 Ákvörðun 2/2016: Viðskiptaboð fyrir áfengi á RÚV – 11. mars 2016 Í ákvörðun 2/ 2016komst fjölmiðlanefnd að þeirri niðurstöðu aðmeð birtingu auglýsingar fyrir Egils Gull á RÚV þann 14. október 2015 hafi Ríkisútvarpið brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 250.000 kr. ... Ákvörðun 3/2016: Áfengisauglýsing í Morgunblaðinu – 24. júní 2016 Í ákvörðun 3/2016 var það niðurstaða fjölmiðlanefndar að með birtingu auglýsingar frá Hamborgarafabrikkunni í Morgunblaðinu þann 9. júní 2016, þar sem auglýstur var bjór með vörumerkinu Víking, hafi Árvakur hf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Í ljósi viðbragða Árvakurs og með vísan til þess að þetta var fyrsta brot útgáfufélagsins gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla ákvað fjölmiðlanefnd að falla frá sektarákvörðun í málinu. ... Ákvörðun 6/2016: Áfengisauglýsing í Garðapóstinum – 15. ágúst 2016 Í ákvörðun 6/2016 var það niðurstaða fjölmiðlanefndar að með birtingu áfengisauglýsingar frá Golfklúbbi GKG í 17. tbl. Garðapóstsins þann 26. maí 2016, þar sem auglýstur var bjór með vörumerkinu Stella Artois, hafi Valdimar Tryggvi Kristófersson, útgefandi Garðapóstsins, brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Í ljósi viðbragða útgefanda og með vísan til þess að þetta er fyrsta brot hans gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla ákvað fjölmiðlanefnd að falla frá sektarákvörðun í málinu. ... Ákvörðun 7/2016: Viðskiptaboð fyrir áfengi á RÚV – 15. ágúst 2016 Í ákvörðun 7/2016 var það niðurstaða fjölmiðlanefndar að að með sýningu kostunarstiklu þar sem vísað var til bjórs með vörumerkinu Egils Gull á RÚV 3. júní sl. hafi Ríkisútvarpið ohf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og hafi verið um ítrekað brot að ræða. Að mati fjölmiðlanefndar var efnislegt innihald kostunartilkynningarinnar í meginatriðum hið sama og innihald auglýsingar á Egils Gulli sem fjallað var um í ákvörðun fjölmiðlanefndar nr. 2/2016 frá 11. mars 2016 og varðaði brot Ríkisútvarpsins gegn 4. mgr. 37. gr. Var Ríkisútvarpinu gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 500.000 kr. vegna hins ítrekaða brots. ... 2017 Ákvörðun 3/2017: Viðskiptaboð fyrir áfengi á RÚV – 3. mars 2017. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að með sýningu á kostunarstiklu fyrir Egils Gull, sem miðlað var á RÚV dagana 1., 2., 3., 4., 5., 6., 9., 10., 11., 13. og 19. júní 2016, hafi Ríkisútvarpið ohf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Að mati fjölmiðlanefndar var efnislegt innihald kostunarstiklunnar í meginatriðum hið sama og innihald viðskiptaboða fyrir Egils Gull sem fjallað var um í ákvörðun nr. 2/2016 frá 11. mars 2016 og í ákvörðun nr. 7/2016 frá 15. ágúst 2016 og varðaði brot Ríkisútvarpsins gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla. Var Ríkisútvarpinu gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 600.000 kr. Við ákvörðun sektar var tekið mið af því að um ítrekað brot var að ræða, eðli brots og ávinnings af því. ... Ákvörðun 4/2017: Viðskiptaboð fyrir áfengi á Stöð 2 – 3. mars 2017. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að með sýningu auglýsingar þar sem vísað var til bjórs með vörumerkinu Egils Gull á Stöð 2 þann 23. maí 2016 hafi 365 miðlar hf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Að mati fjölmiðlanefndar var efnislegt innihald kostunartilkynningarinnar í meginatriðum hið sama og innihald auglýsingar á Egils Gulli sem fjallað var um í ákvörðun fjölmiðlanefndar nr. 2/2016 frá 11. mars 2016 og varðaði brot Ríkisútvarpsins gegn 4. mgr. 37. gr. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar hafði fjölmiðlanefnd tilkynnt 365 miðlum og öðrum hljóð- og myndmiðlum hér á landi um niðurstöðuna og að birting áðurnefndrar auglýsingar fæli að mati fjölmiðlanefndar í sér brot á 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla. Var 365 miðlum gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 250.000 kr. vegna brotsins. Við ákvörðun sektar var tekið mið af eðli brots og ávinnings af því. ... Ákvörðun 5/2017: Áfengisauglýsingar í tímaritinu Glamour – 31. maí 2017. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að október-, nóvember- og desemberhefti Glamour 2016 hafi innihaldið áfengisauglýsingar og hafi 365 miðlar með miðlun þeirra brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Nánar um málavexti: Málavextir voru þeir að þann 6. september 2016 barst fjölmiðlanefnd tilkynning frá lögmanni 365 miðla þess efnis að 365 miðlar hafi hætt útgáfu tímaritsins Glamour. Ekki kom fram í tilkynningunni að til stæði að halda útgáfu Glamour áfram hér á landi og var það jafnframt skilningur fjölmiðlanefndar að áformað væri að hætta útgáfu tímaritsins Glamour hér á landi. Eftir að ljóst var að útgáfu blaðsins hér á landi hafði hvergi nærri verið hætt og að 365 miðlar hefðu m.a. sent áskriftartilboð til sex mánaða vegna Glamour, undirritað af 365 miðlum, á póstlista tímaritsins þann 7. október 2016 kallaði fjölmiðlanefnd eftir frekari skýringum frá 365 miðlum. Í svörum 365 miðla við því erindi sagði að tímaritið Glamour væri nú gefið út af erlendum aðila. Af svari 365 miðla mátti ráða að 365 miðlar teldu útgáfu tímaritsins Glamour ekki lengur falla undir lögsögu íslenska ríkisins og jafnframt að 365 miðlar teldu það ekki vera á sínu forræði að svara spurningum fjölmiðlanefndar eða veita nefndinni upplýsingar um nýjan útgefanda. Í október-, nóvember- og desemberhefti Glamour 2016 kom fram að hinn erlendi aðili, sem 365 miðlar vísuðu til í svörum sínum, væri breska félagið 365 Media Europe Ltd. Í þessum sömu þremur tölublöðum birtust alls fimm heilsíðuauglýsingar á áfengi, ein í októberheftinu, tvær í nóvemberheftinu og tvær í desemberheftinu. Í bréfi fjölmiðlanefndar frá 13. desember 2016 var 365 miðlum greint frá því mati nefndarinnar að ekki væru efni til að fallast á sjónarmið 365 miðla um að starfsemi og útgáfa tímaritsins Glamour félli ekki lengur undir gildissvið laga um fjölmiðla. Tímaritið væri, þrátt fyrir þær breytingar sem gerðar hefðu verið á útgáfufélagi þess, fjölmiðill sem félli undir gildissvið laga um fjölmiðla og væri því enn skráningarskyldur hjá fjölmiðlanefnd. Efni tímaritsins og útgáfa lyti ákvæðum laga um fjölmiðla, auk þess sem önnur ákvæði íslenskra laga giltu um fjölmiðilinn, eins og aðra fjölmiðla með staðfestu hér á landi. Mætti þar nefna ákvæði um meiðyrði, höfundarétt, persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sem og áfengislög. Í bréfinu óskaði fjölmiðlanefnd eftir upplýsingum um eignarhald útgáfufélagsins 365 Media Europe Ltd., sem og staðfestingu 365 miðla þess efnis að hið íslenska félag gangist við ábyrgð sinni á útgáfu Glamour, sem 365 miðlar starfræki á Íslandi, sem ætlað sé almenningi hér á landi og sem heyri því undir íslenska lögsögu í skilningi laga um fjölmiðla. Svör 365 miðla við erindum fjölmiðlanefndar bárust með bréfum dags. 18. janúar, 2. mars og 10. apríl 2017 og er efni þeirra rakið í ákvörðun nefndarinnar. Niðurstaða fjölmiðlanefndar var sú að 365 miðlar starfræki fjölmiðilinn Glamour hér á landi, í skilningi 15. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um fjölmiðla, og teljist því sú fjölmiðlaveita sem ábyrgð ber á birtingu áðurnefndra áfengisauglýsinga. Var það mat nefndarinnar að tilvísun til breska félagsins 365 Media Europe Ltd. í tímaritinu virtist hafa þann eina tilgang að komast undan íslenskri lögsögu. Um þá niðurstöðu vísaði nefndin m.a. til íslensks efnis tímaritsins, dreifingar þess á Íslandi og staðsetningu ritstjórnar, tilvísaðra upplýsinga í samrunatilkynningu vegna samruna Fjarskipta hf. og 365 miðla hf., náinna tengsla 365 miðla hf. og 365 Media Europe Ltd., markaðssetningar á Glamour sem 365 miðlar standa fyrir, áskriftartilboða merktum vörumerki hins íslenska félags og starfrækslu vefútgáfu Glamour undir merkjum Vísis. Þá var það niðurstaða fjölmiðlanefndar að október-, nóvember- og desemberhefti Glamour 2016 hafi innihaldið viðskiptaboð fyrir áfengi með yfir 2,25% áfengisinnhaldi og hafi 365 miðlar með miðlun þeirra brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Með vísan til niðurstöðu sinnar ákvað fjölmiðlanefnd að leggja sekt á 365 miðla og taldi hæfilegt að sektin nymi 1.000.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið tillit til þess að brotið var ítrekað, eða fimm sinnum, gegn 4. mgr. 37. gr. laganna og ætlaðs ávinnings af því. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli nr. E-143/2018: 365 miðlar gegn fjölmiðlanefnd (Áfengisauglýsingar í tímaritinu Glamour.) Fjölmiðlanefnd birti ákvörðun 5/2017 í maí 2017. Í janúar 2018 kröfðust 365 miðlar ógildingar á ákvörðun fjölmiðlanefndar fyrir héraðsdómi á þeim forsendum að með henni hefði fjölmiðlanefnd farið út fyrir valdmörk sín. Þar að auki hafi fjölmiðlanefnd með ákvörðun sinni brotið gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár Íslands með því að íslenskum tímaritum á borð við Glamour væri mismunað í samanburði við erlend tímarit, á grundvelli íslenskra laga. Með dómi Héraðdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 12. nóvember 2018, var fjölmiðlanefnd sýknuð af öllum kröfum 365 miðla. Í dóminum er fallist á þá niðurstöðu fjölmiðlanefndar að fyrirliggjandi gögn og upplýsingar, sem stöfuðu m.a. frá 365 miðlum, bæru með sér að tímaritið Glamour hafi verið starfrækt af 365 miðlum og að ekki hafi orðið raunverulegar breytingar í þeim efnum eftir að hið breska dótturfélag var skráð sem útgefandi. Hafi fjölmiðlanefnd því verið rétt að beina ákvörðun um álagningu stjórnvaldssekta að hinu íslenska útgáfufélagi. Þá féllst dómurinn ekki á röksemdir 365 miðla þess efnis að bann við áfengisauglýsingum brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár eða reglum EES-réttar, enda hafi Hæstiréttur hafnað þeim sjónarmiðum í dómaframkvæmd. Sökum þessa var fjölmiðlanefnd sýknuð af kröfu um ógildingu á framangreindri ákvörðun fjölmiðlanefndar og var 365 miðlum gert að greiða 800.000 kr. í málskostnað 2018 Ákvörðun 4/2018: Brot á reglum um bann við áfengisauglýsingum, reglum um skýra aðgreiningu ritstjórnarefnis og auglýsinga, reglum um duldar auglýsingar, og reglum um auglýsingahlutfall innan klukkustundar í þættinum Þorrinn 2018, sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í janúar 2018- 15. ágúst 2018. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að með umfjöllun um áfengar vörutegundir Ölgerðarinnar í þættinum Þorrinn 2018, sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Hringbraut 23. janúar 2017, hafi Hringbraut Fjölmiðlar ehf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla, um bann við miðlun viðskiptaboða fyrir áfengi. Jafnframt hafi Hringbraut Fjölmiðlar ehf. brotið gegn 1. mgr. 37. gr. sömu laga, um skýra aðgreiningu ritstjórnarefnis og viðskiptaboða, og 2. mgr. 37. gr., um bann við duldum viðskiptaboðum. Þá hafi Hringbraut Fjölmiðlar ehf. með miðlun þáttarins brotið gegn 2. mgr. 41. gr. laga um fjölmiðla, um leyfilegt auglýsingahlutfall innan klukkustundar. Var Hringbraut Fjölmiðlum ehf. gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 500.000 kr. vegna brotsins. Við ákvörðun sektar var tekið mið af eðli brots og því að Hringbraut hefur áður gerst brotleg við 1. og 2. mgr. 37. gr. og 2. mgr. 41. gr. laga um fjölmiðla, sbr. ákvörðun nefndarinnar nr. 2/2017, vegna þáttanna Atvinnulífið og Allt er nú til. ... Ákvörðun 6/2018: Brot 365 miðla á reglum um viðskiptaboð fyrir áfengi í annarri þáttaröð Ísskápastríðs sem sýnd var á Stöð 2 árið 2017 - 21. nóvember 2018. Fjölmiðlanefnd lagði stjórnvaldssekt á 365 miðla vegna viðskiptaboða fyrir áfengi í annarri þáttaröð Ísskápastríðs sem sýnd var á Stöð 2 árið 2017. Í niðurstöðu fjölmiðlanefndar kom fram að áberandi framsetning áfengra vörutegunda í annarri þáttaröð Ísskápastríðs teldist til vöruinnsetninga fyrir áfengi með yfir 2,25% styrkleika, og hafi 365 miðlar með miðlun þeirra brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Í lögum um fjölmiðla segir að við ákvörðun sektar skuli.a. tekið tillit til alvarleika brots og tekna fjölmiðlaveitna af broti þegar það á við. Við meðferð málsins upplýstu 365 miðlar ekki um tekjur af broti. Með vísan til eðlis brots og þess að 365 miðlar höfðu áður gerst brotlegir gegn 4. mgr. 37. gr. taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að sektin næmi 750.000 kr. 2019 ... Ákvörðun 2/2019: Viðskiptaboð fyrir áfengi í þáttunum Tveir á teini á Stöð 2 – 5. mars 2019 Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Sýn hf. hafi með miðlun á þáttunum Tveir á teini, sem voru á dagskrár Stöðvar 2 sumarið 2018, brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 með miðlun viðskiptaboða fyrir áfengi með yfir 2,25% áfengisstyrkleika, 3. mgr. 42. gr. sömu laga með miðlun á kostuðu efni sem fól í sér hvatningu til kaupa á vörum er stöfuðu frá kostandanum Weber, og 1. mgr. 37. gr. sbr. c. og d. lið 4. mgr. 39. gr. laga um fjölmiðla með miðlun á viðskiptaboðum fyrir vörurnar Coca-cola og Source-engiferbjór. Var Sýn hf. gert að greiða 500.000 kr. í stjórnvaldssekt. Við ákvörðun sektar var m.a. litið til þess að við meðferð málsins lýstu forsvarsmenn Sýnar hf. því yfir að gripið hefði verið til aðgerða í því skyni að fyrirbyggja frekari brot gegn ákvæðum laga um viðskiptaboð. ... Ákvörðun 4/2019: Viðskiptaboð fyrir áfengi í kynningarblaðinu Brugghús sem fylgdi Fréttablaðinu 1. mars 2019 – 27. maí 2019 Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Torg ehf. hafi brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011, um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi, með viðskiptaboðum fyrir áfengi í kynningarblaðinu Brugghús, sem fylgdi Fréttablaðinu 1. mars 2019. Málið var tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli kvörtunar frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum. Í ákvörðun fjölmiðlanefndar segir að áfengisauglýsingu frá Bryggjunni brugghúsi og kynningarumfjöllun, um Bruggsmiðjuna Kalda, Viking brugghús og Ölgerðina, hafi verið ætlað að þjóna auglýsingamarkmiðum fyrir áfengar vörutegundir með yfir 2,25% áfengisinnihaldi og teljist til viðskiptaboða fyrir áfengi í skilningi 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla. Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 1.000.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar tók nefndin mið af framangreindri niðurstöðu, alvarleika brots og þess að um ítrekað brot var að ræða. Nefndin leit ennfremur til þess að Torg hafði við meðferð málsins hvorki veitt umbeðnar upplýsingar um tekjur útgáfufélagsins vegna viðskiptaboða í kynningarblaðinu né staðfestingu endurskoðanda á því að engar tekjur eða annað endurgjald hefði komið fyrir umrædda kynningarumfjöllun. ... Ákvörðun 5/2019: Brot Garðapóstsins á reglum um viðskiptaboð fyrir áfengi í júní 2019 – 19. desember 2019 Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Valdimar Tryggvi Kristófersson, ábyrgðarmaður og eigandi Garðapóstsins, hafi brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 með birtingu viðskiptaboða fyrir áfengi fimmtudaginn 6. júní 2019 í 22. tbl. 30. árg. Garðapóstsins, fyrir Sumarsólstöðumót Stella Artois sem fór fram 22. júní 2019 á vegum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Málið var tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli kvörtunar Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum þar sem kvartað var yfir birtingu viðskiptaboða fyrir áfengi með birtingu auglýsingar fyrir Sumarsólstöðumót Stella Artois í Garðapóstinum. Í ákvörðun fjölmiðlanefndar kemur fram að ótvírætt sé að um auglýsingu sé að ræða í skilningi 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um fjölmiðla og þar með viðskiptaboð, sbr. 40. tölul. 1. mgr. 2. gr. sömu laga. Þrátt fyrir að engar bjórflöskur eða bjórglös sjáist sé vakin athygli á vörutegund sem innihaldi meira en 2,25% áfengisinnihald með því að birta vörumerki hennar greinilega í heiti golfmótsins í auglýsingunni, og neðst í hægra horni hennar. Einnig væri vakin athygli á því í texta neðst í auglýsingunni að eftir umrætt golfmót verði boðið upp á léttar veitingar og „auðvitað Stella Artois!“. Auglýsingin sé því ekki einungis auglýsing fyrir golfmót, eins og ábyrgðarmaður og eigandi Garðapóstsins hafi talið sig vera að auglýsa, heldur hafi henni verið ætlað að vekja sérstaka athygli á vörutegund og vörumerki Stella Artois. Að mati nefndarinnar féll því umrædd heilsíðuauglýsing fyrir Sumarsólstöðumót Stella Artois, sem fór fram 22. júní sl. á vegum GKG, og birtist fimmtudaginn 6. júní sl. í 22. tbl. 30. árg. Garðapóstsins, undir skilgreiningu 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla um viðskiptaboð fyrir áfengi. Fjölmiðlanefnd taldi ekki ástæðu til að falla frá sektarákvörðun í málinu í ljósi málatilbúnaðar ábyrgðarmanns Garðapóstsins. Í ákvörðun segir að einnig hafi borið að líta til þess að ekki var um fyrsta brot að ræða. Við ákvörðun sektar var einnig tekið mið af tekjum Garðapóstsins af brotinu, sbr. 4. mgr. 54. gr. laga um fjölmiðla. Með vísan til framangreinds, eðli brots og ávinnings af því taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að sektin næmi 50.000 kr. 2020 Álit 2/2020: Brot Golfsambands Íslands á reglum um viðskiptaboð fyrir áfengi – 10. febrúar 2020. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Golfsamband Íslands hafi brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 með birtingu viðskiptaboða fyrir áfengi í 1. tbl. 2019 tímaritsins golf.is / Golf á Íslandi fyrir Sumarsólstöðumót Stella Artois sem fór fram 22. júní sl. á vegum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Með vísan til þess að fjölmiðlanefnd hafði ekki áður birt álit eða ákvörðun vegna brota Golfsambands Íslands gegn ákvæðum laga um fjölmiðla, eðli brots, ávinnings af því og að sambandið kvaðst myndu sjá til þess að birting áfengisauglýsinga ætti sér ekki aftur stað í miðlum á þeirra vegum ákvað nefndin að falla frá sektarákvörðun í málinu. Í slíku tilviki er fjölmiðlanefnd heimilt að ljúka málsmeðferð með útgáfu álits sem birt er á vefsíðu hennar, sbr. 2. málsl. 5. mgr. 54. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. 2021 Ákvörðun nr. 3/2021: Skráningarskylda fjölmiðla og viðskiptaboð fyrir áfengi í hlaðvarpinu Dr. Football. Í ákvörðun nr. 3/2021 var það niðurstaða Fjölmiðlanefndar að Doc Media slf. hefði brotið gegn reglum um skráningarskyldu fjölmiðla og bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi í hlaðvarpinu Dr. Football. Málið var tekið til meðferðar á grundvelli 1. mgr. 11. gr. laga um fjölmiðla eftir ábendingu frá aðila sem óskaði eftir nafnleynd. Í áliti Fjölmiðlanefndar kom fram að nefndin teldi hlaðvarpið Dr. Football falla undir gildissvið laga um fjölmiðla. Jafnframt var það niðurstaða nefndarinnar að umfjöllun um gintegund í níu þáttum hlaðvarpsins í október 2021 hafi farið í bága við bannákvæði laga um viðskiptaboð fyrir áfengi. Taldi Fjölmiðlanefnd ekki ástæðu til að falla frá sektarákvörðun í málinu. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið mið af tekjum af broti, umfangi og alvarleika brots og því að fjölmiðillinn Dr. Football brást ekki við ítrekuðum tilmælum nefndarinnar um að skrá starfsemi sína fyrr en stefnuvottur var sendur að heimili fyrirsvarsmanns hlaðvarpsins. Jafnframt var við ákvörðun sektarfjárhæðar litið til þess að félagið uppfyllti að lokum kröfur um skráningu fjölmiðla. Taldi Fjölmiðlanefnd hæfilegt að sektin næmi 500.000 kr. ... Ákvörðun nr. 4/2021: Dulin viðskiptaboð, vöruinnsetningar, viðskiptaboð fyrir áfengi og kostað efni í þáttunum Rauðvín og klakar á Stöð 2 eSport og á Vísi -21. október 2021. Í ákvörðun nr. 4/2021 komst Fjölmiðlanefnd að þeirri niðurstöðu að Sýn hf. hafi brotið gegn reglum um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi, duldar auglýsingar, vöruinnsetningar og kostun efnis í þáttunum Rauðvínog klakar sem sýndir voru á Stöð 2 eSport og á Vísi. Málið var tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli 1. mgr. 11. gr. laga um fjölmiðla eftir ábendingu sem varðaði efni á Stöð 2 eSport og meint brot gegn reglum um vernd barna gegn skaðlegu efni. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kom fram að Sýn hf. hafi brotið gegn reglum um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi með framsetningu og umfjöllun um áfengi í þáttum Rauðvíns og klaka sem sýndir voru á Stöð 2 eSport og Vísi 5. nóvember 2020, 12. nóvember 2020, 19. nóvember 2020, 26. nóvember 2020 og 3. desember 2020. Jafnframt komst nefndin að þeirri niðurstöðu að með því að auðkenna ekki myndefni sem innihélt vöruinnsetningar á sælgæti hafi Sýn brotið gegn 2. mgr. 37. gr. laganna um bann við duldum viðskiptaboðum. Aukinheldur var það niðurstaða nefndarinnar að Sýn hf. hafi brotið gegn reglum um vöruinnsetningar, nánar tiltekið reglur um að vöruinnsetning megi ekki snerta innihald hljóð- og myndmiðlunarefnisins að öðru leyti (þ.e. ekki megi kynna viðkomandi vöru eða þjónustu með öðrum hætti en þeim að hún sjáist eða að vísað sé til hennar), reglur um að ekki skuli beinlínis hvatt til kaupa eða leigu á þeim vörum sem um ræðir og reglur um að vörurnar séu ekki settar fram á óþarflega áberandi hátt. Loks var það niðurstaða Fjölmiðlanefndar að Sýn hafi brotið gegn reglum um kostun myndefnis, annars vegar þar sem kostendur þáttanna höfðu áhrif á efnistök kostaðra þátta og hins vegar þar sem hið kostaða efni innihélt hvatningu til kaupa á vörum er stöfuðu frá kostendum. Fjölmiðlanefnd taldi ekki ástæðu til að falla frá sektarákvörðun í málinu með vísan til fyrri brota Sýnar hf. gegn framangreindum reglum. Um leið var litið til atvika máls að öðru leyti. Taldi Fjölmiðlanefnd hæfilegt að sektin næmi 500.000 kr. ... Álit nr. 2/2021: Skráningarskylda fjölmiðla, viðskiptaboð fyrir áfengi og viðskiptaboð fyrir veðmálastarfsemi sem ekki hefur leyfi hér á landi í hlaðvarpinu FantasyGanalf (síðar The Mike Show). Í áliti nr. 2/2021 kom fram að þáttur hlaðvarpsins FantasyGandalf, síðar The Mike Show, sem gerður var aðgengilegur 19. nóvember 2020 hafi innihaldið umfjöllun um erlent veðmálafyrirtæki og áfenga bjórtegund sem farið hafi í bága við 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla. Málið var tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli 1. mgr. 11. gr. laga um fjölmiðla eftir ábendingu frá aðila sem óskaði eftir nafnleynd. Jafnframt hafi hlaðvarpsstjórnandi ekki sinnt skráningarskyldu hlaðvarpsins þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir nefndarinnar. Var það niðurstaða Fjölmiðlanefndar að stjórnandi hlaðvarpsins FantasyGandalf, hefði brotið gegn 4. mgr. 37. gr. og reglum um skráningarskyldu fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd ákvað að falla frá sektarákvörðun í málinu, með vísan til þess að stjórnandi hlaðvarpsins brást við fyrsta erindi Fjölmiðlanefndar og gerði í kjölfarið viðeigandi breytingar á framsetningu viðskiptaboða, auk þess sem hætt var miðlun ólögmætra viðskiptaboða fyrir erlenda veðmálastarfsemi. Þá lá fyrir að hlaðvarpið hafði hætt starfsemi, samkvæmt tilkynningu í síðasta þætti hlaðvarpsins 27. september 2021, og féll því ekki lengur undir gildissvið laga um fjölmiðla.
2015 Ákvörðun 4/2015: Óheimil viðskiptaboð fyrir áfengi í kynningarblaði DV um bjór – 29. júní 2015 Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að með útgáfu fylgiblaðsins Bjór, sem út kom og dreift var með DV föstudaginn 27. febrúar sl., hafi DV ehf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Í blaðinu var umfjöllun um íslenskar og erlendar bjórtegundir, þar á meðal umfjöllun um tvo nýja bjóra frá Bruggsmiðjunni Kalda og umfjöllun um sjö ólíkar bjórtegundir sem fyrirtækið Haugen Gruppen hefur umboð fyrir. Í báðum tilfellum voru birtar myndir af umbúðum þeirra áfengistegunda sem fjallað var um og voru vörumerkin ýmist tiltekin í fyrirsögn eða undirfyrirsögn í nefndum greinum. Í blaðinu var einnig annars konar umfjöllun um bjór, þ. á m. viðtöl við eiganda Skúla Craftbar og viðtal um bjórbruggun við eiganda Ámunnar en óljóst var hvort sú umfjöllun teldist til ritstjórnar- eða kynningarefnis. Á öllum síðum kálfsins var merkt efst á síðu að um kynningarblað væri að ræða og var blaðið þannig aðgreint frá ritstjórnarefni DV. Í lögum um fjölmiðla segir að við ákvörðun sektar skuli.a. tekið tillit til alvarleika brots og tekna fjölmiðlaveitna af broti þegar það á við.Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 750.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið mið af því að brotið var gegn 4. mgr. 37. gr. laganna og ávinnings af því. Ákvörðun 5/2015: Óheimil viðskiptaboð fyrir áfengi og duldar auglýsingar í fylgiblaði 365 miðla um bjór – 29. júní 2015 ... Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að með útgáfu fylgiblaðsins Bjórmenning á Íslandi, sem út kom og dreift var með Fréttablaðinu þann 21. mars 2015, hefðu 365 miðlar hf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Þá var það einnig niðurstaða fjölmiðlanefndar að 365 miðlar hf. hefðu brotið gegn 1. mgr. 37. gr. um skyldu til aðgreiningar ritstjórnarefnis og viðskiptaboða og 2. mgr. 37. gr. um bann við duldum auglýsingum. Í fylgiblaðinu Bjórmenning á Íslandi var umfjöllun um 24 íslenskar og erlendar bjórtegundir. Með rituðum texta voru birtar myndir af umbúðum þeirra áfengistegunda sem fjallað var um og voru vörumerkin ýmist tiltekin í fyrirsögn eða undirfyrirsögn. Í blaðinu var einnig umfjöllun um bjórskóla Ölgerðarinnar og umfjöllun um Skúla Craft Bar en óljóst var hvort sú umfjöllun teldist til ritstjórnar- eða kynningarefnis. Ekkert í blaðinu gaf til kynna að um kynningar- eða auglýsingablað væri að ræða, að greitt væri fyrir þessa umfjöllun eða að fyrir hana kæmi endurgjald bjórframleiðenda, umboðsaðila eða annarra hagsmunaaðila. Niðurstaða fjölmiðlanefndar var að með útgáfu og dreifingu fylgiblaðsins hefðu 365 miðlar hf. brotið gegn 1., 2. og 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 2.000.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið mið af því að brotið var gegn 1., 2. og 4. mgr. 37. gr. laganna og ávinnings af því. ... Ákvörðun 6/2015: Óheimil viðskiptaboð fyrir áfengi í 10. tölublaði Gestgjafans – 27. október 2015 Fjölmiðlanefnd tók til skoðunar áfengiskynningar sem birtar voru í 10. tbl. Gestgjafans, sem út kom í ágústlok 2015. Taldi nefndin tiltekna áfengisumfjöllun í 10. tölublaði Gestgjafans falla undir skilgreiningu laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um viðskiptaboð fyrir áfengi. Meðferð málsins og viðræður fjölmiðlanefndar við Útgáfufélagið Birtíng ehf. leiddu til sáttar í málinu sem undirrituð var 22. október 2015. Sáttin fól það í sér að Birtíngur útgáfufélag skuldbatt sig til að virða bannákvæði 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla og tryggja að engum auglýsingum, kynningum eða öðrum viðskiptaboðum fyrir áfengi yrði miðlað í fjölmiðlum útgáfunnar. Birtíngur útgáfufélag skuldbatt sig til að greina ritstjórum og auglýsingastjórum Birtíngs útgáfufélags og öðrum hlutaðeigandi aðilum frá þeirri stefnu sem stjórn félagsins hefði markað í samræmi við 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla, svo tryggt væri að starfsemi og útgáfa Birtíngs samræmdist ákvæðum laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi í fjölmiðlum. Sáttin fól það jafnframt í sér að fjölmiðlanefnd gerði ekki athugasemdir við að faglegri ritstjórnarumfjöllun um áfengi yrði áfram miðlað í Gestgjafanum, á svokölluðum Vínsíðum, enda lyti sá efnisþáttur ritstjórnarlegum lögmálum og væri ekki miðlað gegn greiðslu af neinu tagi. 2016 Ákvörðun 2/2016: Viðskiptaboð fyrir áfengi á RÚV – 11. mars 2016 Í ákvörðun 2/ 2016komst fjölmiðlanefnd að þeirri niðurstöðu aðmeð birtingu auglýsingar fyrir Egils Gull á RÚV þann 14. október 2015 hafi Ríkisútvarpið brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 250.000 kr. ... Ákvörðun 3/2016: Áfengisauglýsing í Morgunblaðinu – 24. júní 2016 Í ákvörðun 3/2016 var það niðurstaða fjölmiðlanefndar að með birtingu auglýsingar frá Hamborgarafabrikkunni í Morgunblaðinu þann 9. júní 2016, þar sem auglýstur var bjór með vörumerkinu Víking, hafi Árvakur hf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Í ljósi viðbragða Árvakurs og með vísan til þess að þetta var fyrsta brot útgáfufélagsins gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla ákvað fjölmiðlanefnd að falla frá sektarákvörðun í málinu. ... Ákvörðun 6/2016: Áfengisauglýsing í Garðapóstinum – 15. ágúst 2016 Í ákvörðun 6/2016 var það niðurstaða fjölmiðlanefndar að með birtingu áfengisauglýsingar frá Golfklúbbi GKG í 17. tbl. Garðapóstsins þann 26. maí 2016, þar sem auglýstur var bjór með vörumerkinu Stella Artois, hafi Valdimar Tryggvi Kristófersson, útgefandi Garðapóstsins, brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Í ljósi viðbragða útgefanda og með vísan til þess að þetta er fyrsta brot hans gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla ákvað fjölmiðlanefnd að falla frá sektarákvörðun í málinu. ... Ákvörðun 7/2016: Viðskiptaboð fyrir áfengi á RÚV – 15. ágúst 2016 Í ákvörðun 7/2016 var það niðurstaða fjölmiðlanefndar að að með sýningu kostunarstiklu þar sem vísað var til bjórs með vörumerkinu Egils Gull á RÚV 3. júní sl. hafi Ríkisútvarpið ohf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi og hafi verið um ítrekað brot að ræða. Að mati fjölmiðlanefndar var efnislegt innihald kostunartilkynningarinnar í meginatriðum hið sama og innihald auglýsingar á Egils Gulli sem fjallað var um í ákvörðun fjölmiðlanefndar nr. 2/2016 frá 11. mars 2016 og varðaði brot Ríkisútvarpsins gegn 4. mgr. 37. gr. Var Ríkisútvarpinu gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 500.000 kr. vegna hins ítrekaða brots. ... 2017 Ákvörðun 3/2017: Viðskiptaboð fyrir áfengi á RÚV – 3. mars 2017. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að með sýningu á kostunarstiklu fyrir Egils Gull, sem miðlað var á RÚV dagana 1., 2., 3., 4., 5., 6., 9., 10., 11., 13. og 19. júní 2016, hafi Ríkisútvarpið ohf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Að mati fjölmiðlanefndar var efnislegt innihald kostunarstiklunnar í meginatriðum hið sama og innihald viðskiptaboða fyrir Egils Gull sem fjallað var um í ákvörðun nr. 2/2016 frá 11. mars 2016 og í ákvörðun nr. 7/2016 frá 15. ágúst 2016 og varðaði brot Ríkisútvarpsins gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla. Var Ríkisútvarpinu gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 600.000 kr. Við ákvörðun sektar var tekið mið af því að um ítrekað brot var að ræða, eðli brots og ávinnings af því. ... Ákvörðun 4/2017: Viðskiptaboð fyrir áfengi á Stöð 2 – 3. mars 2017. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að með sýningu auglýsingar þar sem vísað var til bjórs með vörumerkinu Egils Gull á Stöð 2 þann 23. maí 2016 hafi 365 miðlar hf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Að mati fjölmiðlanefndar var efnislegt innihald kostunartilkynningarinnar í meginatriðum hið sama og innihald auglýsingar á Egils Gulli sem fjallað var um í ákvörðun fjölmiðlanefndar nr. 2/2016 frá 11. mars 2016 og varðaði brot Ríkisútvarpsins gegn 4. mgr. 37. gr. Í kjölfar þeirrar ákvörðunar hafði fjölmiðlanefnd tilkynnt 365 miðlum og öðrum hljóð- og myndmiðlum hér á landi um niðurstöðuna og að birting áðurnefndrar auglýsingar fæli að mati fjölmiðlanefndar í sér brot á 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla. Var 365 miðlum gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 250.000 kr. vegna brotsins. Við ákvörðun sektar var tekið mið af eðli brots og ávinnings af því. ... Ákvörðun 5/2017: Áfengisauglýsingar í tímaritinu Glamour – 31. maí 2017. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að október-, nóvember- og desemberhefti Glamour 2016 hafi innihaldið áfengisauglýsingar og hafi 365 miðlar með miðlun þeirra brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Nánar um málavexti: Málavextir voru þeir að þann 6. september 2016 barst fjölmiðlanefnd tilkynning frá lögmanni 365 miðla þess efnis að 365 miðlar hafi hætt útgáfu tímaritsins Glamour. Ekki kom fram í tilkynningunni að til stæði að halda útgáfu Glamour áfram hér á landi og var það jafnframt skilningur fjölmiðlanefndar að áformað væri að hætta útgáfu tímaritsins Glamour hér á landi. Eftir að ljóst var að útgáfu blaðsins hér á landi hafði hvergi nærri verið hætt og að 365 miðlar hefðu m.a. sent áskriftartilboð til sex mánaða vegna Glamour, undirritað af 365 miðlum, á póstlista tímaritsins þann 7. október 2016 kallaði fjölmiðlanefnd eftir frekari skýringum frá 365 miðlum. Í svörum 365 miðla við því erindi sagði að tímaritið Glamour væri nú gefið út af erlendum aðila. Af svari 365 miðla mátti ráða að 365 miðlar teldu útgáfu tímaritsins Glamour ekki lengur falla undir lögsögu íslenska ríkisins og jafnframt að 365 miðlar teldu það ekki vera á sínu forræði að svara spurningum fjölmiðlanefndar eða veita nefndinni upplýsingar um nýjan útgefanda. Í október-, nóvember- og desemberhefti Glamour 2016 kom fram að hinn erlendi aðili, sem 365 miðlar vísuðu til í svörum sínum, væri breska félagið 365 Media Europe Ltd. Í þessum sömu þremur tölublöðum birtust alls fimm heilsíðuauglýsingar á áfengi, ein í októberheftinu, tvær í nóvemberheftinu og tvær í desemberheftinu. Í bréfi fjölmiðlanefndar frá 13. desember 2016 var 365 miðlum greint frá því mati nefndarinnar að ekki væru efni til að fallast á sjónarmið 365 miðla um að starfsemi og útgáfa tímaritsins Glamour félli ekki lengur undir gildissvið laga um fjölmiðla. Tímaritið væri, þrátt fyrir þær breytingar sem gerðar hefðu verið á útgáfufélagi þess, fjölmiðill sem félli undir gildissvið laga um fjölmiðla og væri því enn skráningarskyldur hjá fjölmiðlanefnd. Efni tímaritsins og útgáfa lyti ákvæðum laga um fjölmiðla, auk þess sem önnur ákvæði íslenskra laga giltu um fjölmiðilinn, eins og aðra fjölmiðla með staðfestu hér á landi. Mætti þar nefna ákvæði um meiðyrði, höfundarétt, persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sem og áfengislög. Í bréfinu óskaði fjölmiðlanefnd eftir upplýsingum um eignarhald útgáfufélagsins 365 Media Europe Ltd., sem og staðfestingu 365 miðla þess efnis að hið íslenska félag gangist við ábyrgð sinni á útgáfu Glamour, sem 365 miðlar starfræki á Íslandi, sem ætlað sé almenningi hér á landi og sem heyri því undir íslenska lögsögu í skilningi laga um fjölmiðla. Svör 365 miðla við erindum fjölmiðlanefndar bárust með bréfum dags. 18. janúar, 2. mars og 10. apríl 2017 og er efni þeirra rakið í ákvörðun nefndarinnar. Niðurstaða fjölmiðlanefndar var sú að 365 miðlar starfræki fjölmiðilinn Glamour hér á landi, í skilningi 15. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um fjölmiðla, og teljist því sú fjölmiðlaveita sem ábyrgð ber á birtingu áðurnefndra áfengisauglýsinga. Var það mat nefndarinnar að tilvísun til breska félagsins 365 Media Europe Ltd. í tímaritinu virtist hafa þann eina tilgang að komast undan íslenskri lögsögu. Um þá niðurstöðu vísaði nefndin m.a. til íslensks efnis tímaritsins, dreifingar þess á Íslandi og staðsetningu ritstjórnar, tilvísaðra upplýsinga í samrunatilkynningu vegna samruna Fjarskipta hf. og 365 miðla hf., náinna tengsla 365 miðla hf. og 365 Media Europe Ltd., markaðssetningar á Glamour sem 365 miðlar standa fyrir, áskriftartilboða merktum vörumerki hins íslenska félags og starfrækslu vefútgáfu Glamour undir merkjum Vísis. Þá var það niðurstaða fjölmiðlanefndar að október-, nóvember- og desemberhefti Glamour 2016 hafi innihaldið viðskiptaboð fyrir áfengi með yfir 2,25% áfengisinnhaldi og hafi 365 miðlar með miðlun þeirra brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Með vísan til niðurstöðu sinnar ákvað fjölmiðlanefnd að leggja sekt á 365 miðla og taldi hæfilegt að sektin nymi 1.000.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið tillit til þess að brotið var ítrekað, eða fimm sinnum, gegn 4. mgr. 37. gr. laganna og ætlaðs ávinnings af því. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli nr. E-143/2018: 365 miðlar gegn fjölmiðlanefnd (Áfengisauglýsingar í tímaritinu Glamour.) Fjölmiðlanefnd birti ákvörðun 5/2017 í maí 2017. Í janúar 2018 kröfðust 365 miðlar ógildingar á ákvörðun fjölmiðlanefndar fyrir héraðsdómi á þeim forsendum að með henni hefði fjölmiðlanefnd farið út fyrir valdmörk sín. Þar að auki hafi fjölmiðlanefnd með ákvörðun sinni brotið gegn jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrár Íslands með því að íslenskum tímaritum á borð við Glamour væri mismunað í samanburði við erlend tímarit, á grundvelli íslenskra laga. Með dómi Héraðdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 12. nóvember 2018, var fjölmiðlanefnd sýknuð af öllum kröfum 365 miðla. Í dóminum er fallist á þá niðurstöðu fjölmiðlanefndar að fyrirliggjandi gögn og upplýsingar, sem stöfuðu m.a. frá 365 miðlum, bæru með sér að tímaritið Glamour hafi verið starfrækt af 365 miðlum og að ekki hafi orðið raunverulegar breytingar í þeim efnum eftir að hið breska dótturfélag var skráð sem útgefandi. Hafi fjölmiðlanefnd því verið rétt að beina ákvörðun um álagningu stjórnvaldssekta að hinu íslenska útgáfufélagi. Þá féllst dómurinn ekki á röksemdir 365 miðla þess efnis að bann við áfengisauglýsingum brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár eða reglum EES-réttar, enda hafi Hæstiréttur hafnað þeim sjónarmiðum í dómaframkvæmd. Sökum þessa var fjölmiðlanefnd sýknuð af kröfu um ógildingu á framangreindri ákvörðun fjölmiðlanefndar og var 365 miðlum gert að greiða 800.000 kr. í málskostnað 2018 Ákvörðun 4/2018: Brot á reglum um bann við áfengisauglýsingum, reglum um skýra aðgreiningu ritstjórnarefnis og auglýsinga, reglum um duldar auglýsingar, og reglum um auglýsingahlutfall innan klukkustundar í þættinum Þorrinn 2018, sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í janúar 2018- 15. ágúst 2018. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að með umfjöllun um áfengar vörutegundir Ölgerðarinnar í þættinum Þorrinn 2018, sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni Hringbraut 23. janúar 2017, hafi Hringbraut Fjölmiðlar ehf. brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla, um bann við miðlun viðskiptaboða fyrir áfengi. Jafnframt hafi Hringbraut Fjölmiðlar ehf. brotið gegn 1. mgr. 37. gr. sömu laga, um skýra aðgreiningu ritstjórnarefnis og viðskiptaboða, og 2. mgr. 37. gr., um bann við duldum viðskiptaboðum. Þá hafi Hringbraut Fjölmiðlar ehf. með miðlun þáttarins brotið gegn 2. mgr. 41. gr. laga um fjölmiðla, um leyfilegt auglýsingahlutfall innan klukkustundar. Var Hringbraut Fjölmiðlum ehf. gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 500.000 kr. vegna brotsins. Við ákvörðun sektar var tekið mið af eðli brots og því að Hringbraut hefur áður gerst brotleg við 1. og 2. mgr. 37. gr. og 2. mgr. 41. gr. laga um fjölmiðla, sbr. ákvörðun nefndarinnar nr. 2/2017, vegna þáttanna Atvinnulífið og Allt er nú til. ... Ákvörðun 6/2018: Brot 365 miðla á reglum um viðskiptaboð fyrir áfengi í annarri þáttaröð Ísskápastríðs sem sýnd var á Stöð 2 árið 2017 - 21. nóvember 2018. Fjölmiðlanefnd lagði stjórnvaldssekt á 365 miðla vegna viðskiptaboða fyrir áfengi í annarri þáttaröð Ísskápastríðs sem sýnd var á Stöð 2 árið 2017. Í niðurstöðu fjölmiðlanefndar kom fram að áberandi framsetning áfengra vörutegunda í annarri þáttaröð Ísskápastríðs teldist til vöruinnsetninga fyrir áfengi með yfir 2,25% styrkleika, og hafi 365 miðlar með miðlun þeirra brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi. Í lögum um fjölmiðla segir að við ákvörðun sektar skuli.a. tekið tillit til alvarleika brots og tekna fjölmiðlaveitna af broti þegar það á við. Við meðferð málsins upplýstu 365 miðlar ekki um tekjur af broti. Með vísan til eðlis brots og þess að 365 miðlar höfðu áður gerst brotlegir gegn 4. mgr. 37. gr. taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að sektin næmi 750.000 kr. 2019 ... Ákvörðun 2/2019: Viðskiptaboð fyrir áfengi í þáttunum Tveir á teini á Stöð 2 – 5. mars 2019 Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Sýn hf. hafi með miðlun á þáttunum Tveir á teini, sem voru á dagskrár Stöðvar 2 sumarið 2018, brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 með miðlun viðskiptaboða fyrir áfengi með yfir 2,25% áfengisstyrkleika, 3. mgr. 42. gr. sömu laga með miðlun á kostuðu efni sem fól í sér hvatningu til kaupa á vörum er stöfuðu frá kostandanum Weber, og 1. mgr. 37. gr. sbr. c. og d. lið 4. mgr. 39. gr. laga um fjölmiðla með miðlun á viðskiptaboðum fyrir vörurnar Coca-cola og Source-engiferbjór. Var Sýn hf. gert að greiða 500.000 kr. í stjórnvaldssekt. Við ákvörðun sektar var m.a. litið til þess að við meðferð málsins lýstu forsvarsmenn Sýnar hf. því yfir að gripið hefði verið til aðgerða í því skyni að fyrirbyggja frekari brot gegn ákvæðum laga um viðskiptaboð. ... Ákvörðun 4/2019: Viðskiptaboð fyrir áfengi í kynningarblaðinu Brugghús sem fylgdi Fréttablaðinu 1. mars 2019 – 27. maí 2019 Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Torg ehf. hafi brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011, um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi, með viðskiptaboðum fyrir áfengi í kynningarblaðinu Brugghús, sem fylgdi Fréttablaðinu 1. mars 2019. Málið var tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli kvörtunar frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum. Í ákvörðun fjölmiðlanefndar segir að áfengisauglýsingu frá Bryggjunni brugghúsi og kynningarumfjöllun, um Bruggsmiðjuna Kalda, Viking brugghús og Ölgerðina, hafi verið ætlað að þjóna auglýsingamarkmiðum fyrir áfengar vörutegundir með yfir 2,25% áfengisinnihaldi og teljist til viðskiptaboða fyrir áfengi í skilningi 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla. Taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að stjórnvaldssekt vegna brotsins næmi 1.000.000 kr. Við ákvörðun sektarfjárhæðar tók nefndin mið af framangreindri niðurstöðu, alvarleika brots og þess að um ítrekað brot var að ræða. Nefndin leit ennfremur til þess að Torg hafði við meðferð málsins hvorki veitt umbeðnar upplýsingar um tekjur útgáfufélagsins vegna viðskiptaboða í kynningarblaðinu né staðfestingu endurskoðanda á því að engar tekjur eða annað endurgjald hefði komið fyrir umrædda kynningarumfjöllun. ... Ákvörðun 5/2019: Brot Garðapóstsins á reglum um viðskiptaboð fyrir áfengi í júní 2019 – 19. desember 2019 Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Valdimar Tryggvi Kristófersson, ábyrgðarmaður og eigandi Garðapóstsins, hafi brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 með birtingu viðskiptaboða fyrir áfengi fimmtudaginn 6. júní 2019 í 22. tbl. 30. árg. Garðapóstsins, fyrir Sumarsólstöðumót Stella Artois sem fór fram 22. júní 2019 á vegum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Málið var tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli kvörtunar Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum þar sem kvartað var yfir birtingu viðskiptaboða fyrir áfengi með birtingu auglýsingar fyrir Sumarsólstöðumót Stella Artois í Garðapóstinum. Í ákvörðun fjölmiðlanefndar kemur fram að ótvírætt sé að um auglýsingu sé að ræða í skilningi 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um fjölmiðla og þar með viðskiptaboð, sbr. 40. tölul. 1. mgr. 2. gr. sömu laga. Þrátt fyrir að engar bjórflöskur eða bjórglös sjáist sé vakin athygli á vörutegund sem innihaldi meira en 2,25% áfengisinnihald með því að birta vörumerki hennar greinilega í heiti golfmótsins í auglýsingunni, og neðst í hægra horni hennar. Einnig væri vakin athygli á því í texta neðst í auglýsingunni að eftir umrætt golfmót verði boðið upp á léttar veitingar og „auðvitað Stella Artois!“. Auglýsingin sé því ekki einungis auglýsing fyrir golfmót, eins og ábyrgðarmaður og eigandi Garðapóstsins hafi talið sig vera að auglýsa, heldur hafi henni verið ætlað að vekja sérstaka athygli á vörutegund og vörumerki Stella Artois. Að mati nefndarinnar féll því umrædd heilsíðuauglýsing fyrir Sumarsólstöðumót Stella Artois, sem fór fram 22. júní sl. á vegum GKG, og birtist fimmtudaginn 6. júní sl. í 22. tbl. 30. árg. Garðapóstsins, undir skilgreiningu 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla um viðskiptaboð fyrir áfengi. Fjölmiðlanefnd taldi ekki ástæðu til að falla frá sektarákvörðun í málinu í ljósi málatilbúnaðar ábyrgðarmanns Garðapóstsins. Í ákvörðun segir að einnig hafi borið að líta til þess að ekki var um fyrsta brot að ræða. Við ákvörðun sektar var einnig tekið mið af tekjum Garðapóstsins af brotinu, sbr. 4. mgr. 54. gr. laga um fjölmiðla. Með vísan til framangreinds, eðli brots og ávinnings af því taldi fjölmiðlanefnd hæfilegt að sektin næmi 50.000 kr. 2020 Álit 2/2020: Brot Golfsambands Íslands á reglum um viðskiptaboð fyrir áfengi – 10. febrúar 2020. Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Golfsamband Íslands hafi brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 með birtingu viðskiptaboða fyrir áfengi í 1. tbl. 2019 tímaritsins golf.is / Golf á Íslandi fyrir Sumarsólstöðumót Stella Artois sem fór fram 22. júní sl. á vegum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Með vísan til þess að fjölmiðlanefnd hafði ekki áður birt álit eða ákvörðun vegna brota Golfsambands Íslands gegn ákvæðum laga um fjölmiðla, eðli brots, ávinnings af því og að sambandið kvaðst myndu sjá til þess að birting áfengisauglýsinga ætti sér ekki aftur stað í miðlum á þeirra vegum ákvað nefndin að falla frá sektarákvörðun í málinu. Í slíku tilviki er fjölmiðlanefnd heimilt að ljúka málsmeðferð með útgáfu álits sem birt er á vefsíðu hennar, sbr. 2. málsl. 5. mgr. 54. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. 2021 Ákvörðun nr. 3/2021: Skráningarskylda fjölmiðla og viðskiptaboð fyrir áfengi í hlaðvarpinu Dr. Football. Í ákvörðun nr. 3/2021 var það niðurstaða Fjölmiðlanefndar að Doc Media slf. hefði brotið gegn reglum um skráningarskyldu fjölmiðla og bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi í hlaðvarpinu Dr. Football. Málið var tekið til meðferðar á grundvelli 1. mgr. 11. gr. laga um fjölmiðla eftir ábendingu frá aðila sem óskaði eftir nafnleynd. Í áliti Fjölmiðlanefndar kom fram að nefndin teldi hlaðvarpið Dr. Football falla undir gildissvið laga um fjölmiðla. Jafnframt var það niðurstaða nefndarinnar að umfjöllun um gintegund í níu þáttum hlaðvarpsins í október 2021 hafi farið í bága við bannákvæði laga um viðskiptaboð fyrir áfengi. Taldi Fjölmiðlanefnd ekki ástæðu til að falla frá sektarákvörðun í málinu. Við ákvörðun sektarfjárhæðar var tekið mið af tekjum af broti, umfangi og alvarleika brots og því að fjölmiðillinn Dr. Football brást ekki við ítrekuðum tilmælum nefndarinnar um að skrá starfsemi sína fyrr en stefnuvottur var sendur að heimili fyrirsvarsmanns hlaðvarpsins. Jafnframt var við ákvörðun sektarfjárhæðar litið til þess að félagið uppfyllti að lokum kröfur um skráningu fjölmiðla. Taldi Fjölmiðlanefnd hæfilegt að sektin næmi 500.000 kr. ... Ákvörðun nr. 4/2021: Dulin viðskiptaboð, vöruinnsetningar, viðskiptaboð fyrir áfengi og kostað efni í þáttunum Rauðvín og klakar á Stöð 2 eSport og á Vísi -21. október 2021. Í ákvörðun nr. 4/2021 komst Fjölmiðlanefnd að þeirri niðurstöðu að Sýn hf. hafi brotið gegn reglum um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi, duldar auglýsingar, vöruinnsetningar og kostun efnis í þáttunum Rauðvínog klakar sem sýndir voru á Stöð 2 eSport og á Vísi. Málið var tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli 1. mgr. 11. gr. laga um fjölmiðla eftir ábendingu sem varðaði efni á Stöð 2 eSport og meint brot gegn reglum um vernd barna gegn skaðlegu efni. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kom fram að Sýn hf. hafi brotið gegn reglum um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi með framsetningu og umfjöllun um áfengi í þáttum Rauðvíns og klaka sem sýndir voru á Stöð 2 eSport og Vísi 5. nóvember 2020, 12. nóvember 2020, 19. nóvember 2020, 26. nóvember 2020 og 3. desember 2020. Jafnframt komst nefndin að þeirri niðurstöðu að með því að auðkenna ekki myndefni sem innihélt vöruinnsetningar á sælgæti hafi Sýn brotið gegn 2. mgr. 37. gr. laganna um bann við duldum viðskiptaboðum. Aukinheldur var það niðurstaða nefndarinnar að Sýn hf. hafi brotið gegn reglum um vöruinnsetningar, nánar tiltekið reglur um að vöruinnsetning megi ekki snerta innihald hljóð- og myndmiðlunarefnisins að öðru leyti (þ.e. ekki megi kynna viðkomandi vöru eða þjónustu með öðrum hætti en þeim að hún sjáist eða að vísað sé til hennar), reglur um að ekki skuli beinlínis hvatt til kaupa eða leigu á þeim vörum sem um ræðir og reglur um að vörurnar séu ekki settar fram á óþarflega áberandi hátt. Loks var það niðurstaða Fjölmiðlanefndar að Sýn hafi brotið gegn reglum um kostun myndefnis, annars vegar þar sem kostendur þáttanna höfðu áhrif á efnistök kostaðra þátta og hins vegar þar sem hið kostaða efni innihélt hvatningu til kaupa á vörum er stöfuðu frá kostendum. Fjölmiðlanefnd taldi ekki ástæðu til að falla frá sektarákvörðun í málinu með vísan til fyrri brota Sýnar hf. gegn framangreindum reglum. Um leið var litið til atvika máls að öðru leyti. Taldi Fjölmiðlanefnd hæfilegt að sektin næmi 500.000 kr. ... Álit nr. 2/2021: Skráningarskylda fjölmiðla, viðskiptaboð fyrir áfengi og viðskiptaboð fyrir veðmálastarfsemi sem ekki hefur leyfi hér á landi í hlaðvarpinu FantasyGanalf (síðar The Mike Show). Í áliti nr. 2/2021 kom fram að þáttur hlaðvarpsins FantasyGandalf, síðar The Mike Show, sem gerður var aðgengilegur 19. nóvember 2020 hafi innihaldið umfjöllun um erlent veðmálafyrirtæki og áfenga bjórtegund sem farið hafi í bága við 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla. Málið var tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli 1. mgr. 11. gr. laga um fjölmiðla eftir ábendingu frá aðila sem óskaði eftir nafnleynd. Jafnframt hafi hlaðvarpsstjórnandi ekki sinnt skráningarskyldu hlaðvarpsins þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir nefndarinnar. Var það niðurstaða Fjölmiðlanefndar að stjórnandi hlaðvarpsins FantasyGandalf, hefði brotið gegn 4. mgr. 37. gr. og reglum um skráningarskyldu fjölmiðla. Fjölmiðlanefnd ákvað að falla frá sektarákvörðun í málinu, með vísan til þess að stjórnandi hlaðvarpsins brást við fyrsta erindi Fjölmiðlanefndar og gerði í kjölfarið viðeigandi breytingar á framsetningu viðskiptaboða, auk þess sem hætt var miðlun ólögmætra viðskiptaboða fyrir erlenda veðmálastarfsemi. Þá lá fyrir að hlaðvarpið hafði hætt starfsemi, samkvæmt tilkynningu í síðasta þætti hlaðvarpsins 27. september 2021, og féll því ekki lengur undir gildissvið laga um fjölmiðla.
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlalög Áfengi og tóbak Tengdar fréttir N4 slaufar kosningaumfjöllun eftir að Kattaframboð neitar að borga fyrir þátttöku Til stóð að akureyrska sjónvarpsstöðin N4 yrði með sérstakan kosningaþátt eða þætti en babb kom í bátinn þegar Snorri Ásmundsson og Kattaframboðið gerðu athugasemd við að borga þyrfti fyrir þátttöku. Nú hefur alfarið verið fallið frá þeim fyrirætlunum stöðvarinnar að vera með kosningaumfjöllunina. 11. maí 2022 17:14 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Sjá meira
N4 slaufar kosningaumfjöllun eftir að Kattaframboð neitar að borga fyrir þátttöku Til stóð að akureyrska sjónvarpsstöðin N4 yrði með sérstakan kosningaþátt eða þætti en babb kom í bátinn þegar Snorri Ásmundsson og Kattaframboðið gerðu athugasemd við að borga þyrfti fyrir þátttöku. Nú hefur alfarið verið fallið frá þeim fyrirætlunum stöðvarinnar að vera með kosningaumfjöllunina. 11. maí 2022 17:14