Dagur hefur ekki svarað símtölum Hildar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. maí 2022 10:42 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir Dag B. Eggertsson oddvita Samfylkingarinnar ekki hafa svarað símtölum sínum eftir borgarstjórnarkosningar. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. „Þetta eru auðvitað bara óformleg samtöl og þetta er allt á því stigi málsins að fólk gefur agalega loðin svör, eins og þið kannski takið eftir hjá oddvitum allra flokkanna,“ sagði Hildur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hildur hitti meðal annars Einar Þorsteinsson oddvita Framsóknar í gær, en talað er um að Framsóknarflokkurinn sé í lykilstöðu í meirihlutaviðræðum í borginni. „Þetta var flott samtal og auðvitað er mikill málefnalegur samhljómur í stefnu þessara flokka. Þetta eru stóru flokkarnir tveir sem boðuðu breytingar í kosningunum þannig að mér fannst skýrt ákall frá kjósendum á breytingar,“ segir Hildur. Hún segir Framsókn og Sjálfstæðisflokk eiga mikla samleið. Flokkarnir séu til að mynda með keimlíka stefnu í húsnæðismálum og leggi báðir ríka áherslu á að Sundabraut verði lögð. „Þetta eru mál sem skipta meginmáli og mun skipta miklu máli að komi til framkvæmda. Þetta eru stór, viðamikil og flókin verkefni og það gengur ekkki að fara af stað með þau í meirihluta þar sem er ekki full samstaða um að fara af stað með þessi verkefni. Ég upplifi samhljóm þarna [með Framsókn],“ segir Hildur. Segir það svik við kjósendur gangi Framsókn Samfylkingu á hönd Einar Þorsteinsson fundaði bæði með Hildi og Degi í gær en oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar tilkynntu það í gær að þeir ætluðu að halda saman fyrst um sinn í viðræðunum. Sú spurning hefur komið upp hvort það yrðu ekki svik við kjósendur Framsóknar, gengi flokkurinn inn í samstarf með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn, sem allir voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili. „Jú, auðvitað finnst manni það. Ekki síst ef hann færi saman með þessari blokk sem nú hefur stillt sér saman: Samfylking, Píratar, Viðreisn, jafnvel þótt þeim hafi verið hafnað í kosningunum, þessari blokk og þessum meirihluta,“ segir Hildur. „Hann féll, og ekki naumlega heldur með tveimur mönnum sem eru nokkuð skýr skilaboð. Manni þætti það vera svolítið skrítið að vera flokkur sem boðar fyrst og fremst breytingar og ganga svo inn í fallinn meirihluta. Það fylgja því engar breytingar.“ Hún segir að þau Dagur hafi enn ekki rætt saman eftir kosningarnar. „Nei, við höfum ekki gert það, ekki ennþá. En mér finnst alveg eðlilegt að við gerum það. Það er auðvitað ekkert endilega mikill málefnalegur samhljómur okkar á milli en mér finnst það eðlilegt í kjölfar kosninga að oddvitar tveggja stærstu flokkanna setjist alla vega niður saman og ræði hvernig þeir sjá hlutina fyrir sér,“ segir Hildur. „Ég hef tekið upp símann og hringt í alla oddvita, allra framboða. Það er mín vinnuregla sem oddviti stærsta flokksins. En svo er það bara spurning hverjir eru kurteisir og taka símann og hverjir ekki. Hann hefur ekki svarað símanum. Ég hringi í alla.“ Hún bætir við að annar oddviti hafi ekki svarað henni en vill ekki greina frá hver það var. „Það voru bara tveir sem svöruðu ekki símanum.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Bítið Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ráðherra birtist óvænt í miðju viðtali og reyndist sammála viðmælandanum Svo heppilega vildi til þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur var til viðtals í Íslandi í dag, að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra gekk framhjá. Hannes bauð honum að setjast með sér og spyrli. Í ljós kom, ef til vill fáum til undrunar, að hann tók heils hugar undir með Hannesi, að það yrði erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að réttlæta myndun nýs meirihluta í Reykjavík með nýföllnum meirihluta. 17. maí 2022 07:31 Útilokar að undirgangast stefnu Samfylkingarinnar í borginni Oddviti Framsóknarflokksins segir það ekki koma til greina að taka þátt í meirihlutasamstarfi undir stefnu Samfylkingarinnar. Viðræður við flokka í dag hafi verið óformlegar og að ekki hafi verið farið út í nein málefni. 16. maí 2022 18:56 Einar segir stöðuna galopna og hefur áhuga á borgarstjórastólnum Oddviti Framsóknarflokksins vill ræða við oddvita allra flokka í Reykjavík í dag. Hann segist hafa áhuga á stóli borgarstjóra og telur stöðuna galopna. Þrátt fyrir það virðast fáir valkostir í myndun meirihluta á borðinu eins og staðan er núna. 16. maí 2022 11:54 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Þetta eru auðvitað bara óformleg samtöl og þetta er allt á því stigi málsins að fólk gefur agalega loðin svör, eins og þið kannski takið eftir hjá oddvitum allra flokkanna,“ sagði Hildur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hildur hitti meðal annars Einar Þorsteinsson oddvita Framsóknar í gær, en talað er um að Framsóknarflokkurinn sé í lykilstöðu í meirihlutaviðræðum í borginni. „Þetta var flott samtal og auðvitað er mikill málefnalegur samhljómur í stefnu þessara flokka. Þetta eru stóru flokkarnir tveir sem boðuðu breytingar í kosningunum þannig að mér fannst skýrt ákall frá kjósendum á breytingar,“ segir Hildur. Hún segir Framsókn og Sjálfstæðisflokk eiga mikla samleið. Flokkarnir séu til að mynda með keimlíka stefnu í húsnæðismálum og leggi báðir ríka áherslu á að Sundabraut verði lögð. „Þetta eru mál sem skipta meginmáli og mun skipta miklu máli að komi til framkvæmda. Þetta eru stór, viðamikil og flókin verkefni og það gengur ekkki að fara af stað með þau í meirihluta þar sem er ekki full samstaða um að fara af stað með þessi verkefni. Ég upplifi samhljóm þarna [með Framsókn],“ segir Hildur. Segir það svik við kjósendur gangi Framsókn Samfylkingu á hönd Einar Þorsteinsson fundaði bæði með Hildi og Degi í gær en oddvitar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar tilkynntu það í gær að þeir ætluðu að halda saman fyrst um sinn í viðræðunum. Sú spurning hefur komið upp hvort það yrðu ekki svik við kjósendur Framsóknar, gengi flokkurinn inn í samstarf með Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn, sem allir voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili. „Jú, auðvitað finnst manni það. Ekki síst ef hann færi saman með þessari blokk sem nú hefur stillt sér saman: Samfylking, Píratar, Viðreisn, jafnvel þótt þeim hafi verið hafnað í kosningunum, þessari blokk og þessum meirihluta,“ segir Hildur. „Hann féll, og ekki naumlega heldur með tveimur mönnum sem eru nokkuð skýr skilaboð. Manni þætti það vera svolítið skrítið að vera flokkur sem boðar fyrst og fremst breytingar og ganga svo inn í fallinn meirihluta. Það fylgja því engar breytingar.“ Hún segir að þau Dagur hafi enn ekki rætt saman eftir kosningarnar. „Nei, við höfum ekki gert það, ekki ennþá. En mér finnst alveg eðlilegt að við gerum það. Það er auðvitað ekkert endilega mikill málefnalegur samhljómur okkar á milli en mér finnst það eðlilegt í kjölfar kosninga að oddvitar tveggja stærstu flokkanna setjist alla vega niður saman og ræði hvernig þeir sjá hlutina fyrir sér,“ segir Hildur. „Ég hef tekið upp símann og hringt í alla oddvita, allra framboða. Það er mín vinnuregla sem oddviti stærsta flokksins. En svo er það bara spurning hverjir eru kurteisir og taka símann og hverjir ekki. Hann hefur ekki svarað símanum. Ég hringi í alla.“ Hún bætir við að annar oddviti hafi ekki svarað henni en vill ekki greina frá hver það var. „Það voru bara tveir sem svöruðu ekki símanum.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Bítið Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ráðherra birtist óvænt í miðju viðtali og reyndist sammála viðmælandanum Svo heppilega vildi til þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur var til viðtals í Íslandi í dag, að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra gekk framhjá. Hannes bauð honum að setjast með sér og spyrli. Í ljós kom, ef til vill fáum til undrunar, að hann tók heils hugar undir með Hannesi, að það yrði erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að réttlæta myndun nýs meirihluta í Reykjavík með nýföllnum meirihluta. 17. maí 2022 07:31 Útilokar að undirgangast stefnu Samfylkingarinnar í borginni Oddviti Framsóknarflokksins segir það ekki koma til greina að taka þátt í meirihlutasamstarfi undir stefnu Samfylkingarinnar. Viðræður við flokka í dag hafi verið óformlegar og að ekki hafi verið farið út í nein málefni. 16. maí 2022 18:56 Einar segir stöðuna galopna og hefur áhuga á borgarstjórastólnum Oddviti Framsóknarflokksins vill ræða við oddvita allra flokka í Reykjavík í dag. Hann segist hafa áhuga á stóli borgarstjóra og telur stöðuna galopna. Þrátt fyrir það virðast fáir valkostir í myndun meirihluta á borðinu eins og staðan er núna. 16. maí 2022 11:54 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Ráðherra birtist óvænt í miðju viðtali og reyndist sammála viðmælandanum Svo heppilega vildi til þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur var til viðtals í Íslandi í dag, að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra gekk framhjá. Hannes bauð honum að setjast með sér og spyrli. Í ljós kom, ef til vill fáum til undrunar, að hann tók heils hugar undir með Hannesi, að það yrði erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að réttlæta myndun nýs meirihluta í Reykjavík með nýföllnum meirihluta. 17. maí 2022 07:31
Útilokar að undirgangast stefnu Samfylkingarinnar í borginni Oddviti Framsóknarflokksins segir það ekki koma til greina að taka þátt í meirihlutasamstarfi undir stefnu Samfylkingarinnar. Viðræður við flokka í dag hafi verið óformlegar og að ekki hafi verið farið út í nein málefni. 16. maí 2022 18:56
Einar segir stöðuna galopna og hefur áhuga á borgarstjórastólnum Oddviti Framsóknarflokksins vill ræða við oddvita allra flokka í Reykjavík í dag. Hann segist hafa áhuga á stóli borgarstjóra og telur stöðuna galopna. Þrátt fyrir það virðast fáir valkostir í myndun meirihluta á borðinu eins og staðan er núna. 16. maí 2022 11:54