Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2022 11:52 Framboð á íbúðarhúsnæði er enn langt í frá því að anna eftirspurninni. Vísir/Vilhelm Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum. Eftir 7,1 prósenta efnahagssamdrátt vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 spá greiningardeildir bankanna og Seðlabankinn töluverðum hagvexti á þessu ári. Þannig spáir Greining Íslandsbanka fimm prósenta hagvexti á þessu ári aðallega vegna fjölgunar ferðamanna, aukins verðmætis útflutnings fiskafurða og hugverka. Hvað hag almennings varðar eru þó ský á lofti vegna aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta. Innanlands er verðbólgan drifin áfram af stöðugum hækkunum íbúðaverðs sem hækkaði um 2,7 prósent frá mars til apríl og hefur þá hækkað um 22,2 prósent síðustu tólf mánuði. Mynd/Hag Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ekki sjá fyrir endan á þessum hækkunum. „Nei, ekki enn. Þetta er eins og við gerðum ráð fyrir að íbúðarverð myndi hækka næstu mánuði áður en það fer aðeins að róast. Það er bara enn rosalega mikil eftirspurn á markaðnum og framboðið ekki enn komið inn. Þannig að það er útlit fyrir að þetta haldi áfram næstu mánuði,“ segir Bergþóra. Verðbólga hefur líka aukist mikið. Hún var 4,6 prósent í apríl í fyrra en í byrjun þessa mánaðar var hún komin í 7,2 prósent. Á síðasta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans í byrjun mánaðarins kom fram að hann reiknaði með að verðbólga færi yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Bergþóra segir verðbólgu halda áfram að aukast á meðan húsnæðisverð haldi áfram að hækka sem og innflutt verðbólga. „Þannig að við erum að spá því líka að verðbólga muni aukast. Ná hámarki í 8,4 prósentum í ágúst. Um leið og íbúðamarkaðurinn fer að róast og það fer aðeins að hægjast á þessum hækkunum á íbúðamarkaði gætum við séð verðbólguna hjaðna þegar frá líður,“ segir Bergþóra. Þetta sé þó háð óvissu um þróun verðbólgu í öðrum löndum þótt jafnvægi á íbúðaverði nái vonandi að vega upp á móti innfluttri verðbólgu. „Við eins og önnur lönd víðast hvar í kringum okkur erum að glíma við þetta saman vandamál. Mikla verðbólgu og þar af leiðandi munu vextir hækka enn meira,“ segir Bergþóra Baldursdóttir. Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. 11. maí 2022 10:40 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Eftir 7,1 prósenta efnahagssamdrátt vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 spá greiningardeildir bankanna og Seðlabankinn töluverðum hagvexti á þessu ári. Þannig spáir Greining Íslandsbanka fimm prósenta hagvexti á þessu ári aðallega vegna fjölgunar ferðamanna, aukins verðmætis útflutnings fiskafurða og hugverka. Hvað hag almennings varðar eru þó ský á lofti vegna aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta. Innanlands er verðbólgan drifin áfram af stöðugum hækkunum íbúðaverðs sem hækkaði um 2,7 prósent frá mars til apríl og hefur þá hækkað um 22,2 prósent síðustu tólf mánuði. Mynd/Hag Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ekki sjá fyrir endan á þessum hækkunum. „Nei, ekki enn. Þetta er eins og við gerðum ráð fyrir að íbúðarverð myndi hækka næstu mánuði áður en það fer aðeins að róast. Það er bara enn rosalega mikil eftirspurn á markaðnum og framboðið ekki enn komið inn. Þannig að það er útlit fyrir að þetta haldi áfram næstu mánuði,“ segir Bergþóra. Verðbólga hefur líka aukist mikið. Hún var 4,6 prósent í apríl í fyrra en í byrjun þessa mánaðar var hún komin í 7,2 prósent. Á síðasta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans í byrjun mánaðarins kom fram að hann reiknaði með að verðbólga færi yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Bergþóra segir verðbólgu halda áfram að aukast á meðan húsnæðisverð haldi áfram að hækka sem og innflutt verðbólga. „Þannig að við erum að spá því líka að verðbólga muni aukast. Ná hámarki í 8,4 prósentum í ágúst. Um leið og íbúðamarkaðurinn fer að róast og það fer aðeins að hægjast á þessum hækkunum á íbúðamarkaði gætum við séð verðbólguna hjaðna þegar frá líður,“ segir Bergþóra. Þetta sé þó háð óvissu um þróun verðbólgu í öðrum löndum þótt jafnvægi á íbúðaverði nái vonandi að vega upp á móti innfluttri verðbólgu. „Við eins og önnur lönd víðast hvar í kringum okkur erum að glíma við þetta saman vandamál. Mikla verðbólgu og þar af leiðandi munu vextir hækka enn meira,“ segir Bergþóra Baldursdóttir.
Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. 11. maí 2022 10:40 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07
Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30
AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. 11. maí 2022 10:40