Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2022 19:21 Mikill skortur hefur verið á íbúðarmarkaðnum undanfarin misseri og íbúðaverð rokið upp. Töluverður fjöldi íbúða er á leið inn á markaðinn á næsta ári. Stöð 2/Sigurjón Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. Þótt vextir, sem hafa verið í sögulegu lágmarki um nokkurt skeið, hafi hækkað hratt að undanförnu eru raunvextir enn neikvæðir vegna mikillar verðbólgu, sem allir greiningaraðilar eru sammála um að eigi eftir að aukast. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir raunvexti ekki geta verið neikvæða til lengri tíma. BergþóraBaldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að reikna megi með að megin vextir Seðlabankans fari upp í allt að sex prósent fyrir lok ársins.Stöð 2/Sigurjón „Raunvextir verða að fara yfir núlllið. Á meðan þeir eru neikvæðir er peningamálastefnunefnd Seðlabankans ekki aðhaldssöm. Þá er hún í raun að drífa hagkerfið áfram í staðinn fyrir að bremsa það. Þess vegna erum við að búast við að búast við stýrivaxtahækkunum á þessu ári. Þeir verði jafnvel í lok ársins á milli fimm og sex prósent,“ segir Bergþóra. Frá lokum apríl í fyrra hefur verðbólgan aukist úr 4,6 prósentum í 7,2 prósent í lok apríl síðast liðnum. Á sama tíma hafa meginvextir Seðlabankans, eða stýrivextir, hækkað úr 0,75 prósentum í 3,75 prósent. Þar munar mest um hækkun upp á eitt prósentustig hinn 4. maí. Verðbólgan er nú 3,45 prósentustigum meiri en verðbólgan og því eru raunvextir neikvæðir í dag.Grafík/Ragnar Visage „Þess vegna erum við að búast við stýrivaxtahækkunum á þessu ári. Þeir verði jafnvel í lok ársins á milli fimm til sex prósent,“ segir Bergþóra. Það eru vissar þverstæður í stöðu efnahagsmála nú því greiningaraðilar spá miklum hagvexti í ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er spáð 5 prósenta hagvexti á þessu ári. Það dragi hratt úr atvinnuleysi þannig að skortur gæti orðið á vinnuafli. Greiningaraðilar binda vonir við að það dragi úr verðbólguþrýstingi innanlands þegar framboð á íbúðum tekur að aukast á ný. Meiri óvissa er um innflutta verðbólgu.Stöð 2/Sigurjón Íbúðaverð hefur hækkað um 22,3 prósent á síðustu tólf mánuðum og ekkert útlit fyrir að það dragi úr þeim hækkunum á næstu mánuðum að mati Greiningar Íslandsbanka. Jafnvægi náist vonandi á íbúðamarkaði um mitt næsta ár en töluverð óvissa sé með innflutta verðbólgu vegna kórónuveirufaraldursins og nú síðast stríðsins í Úkraínu. „Auðvitað höfum við töluverðar áhyggjur af innfluttu verðbólgunni. Hún er að hafa mikil áhrif á verðbólguna hér á landi eins og annars staðar. En við erum að vonast til að þegar íbúðamarkaðurinn fer að róast að það gæti vegið upp á móti innfluttri verðbólgu,“ segir Bergþóra Baldursdóttir. Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53 Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33 Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum. 18. maí 2022 11:52 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Þótt vextir, sem hafa verið í sögulegu lágmarki um nokkurt skeið, hafi hækkað hratt að undanförnu eru raunvextir enn neikvæðir vegna mikillar verðbólgu, sem allir greiningaraðilar eru sammála um að eigi eftir að aukast. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir raunvexti ekki geta verið neikvæða til lengri tíma. BergþóraBaldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að reikna megi með að megin vextir Seðlabankans fari upp í allt að sex prósent fyrir lok ársins.Stöð 2/Sigurjón „Raunvextir verða að fara yfir núlllið. Á meðan þeir eru neikvæðir er peningamálastefnunefnd Seðlabankans ekki aðhaldssöm. Þá er hún í raun að drífa hagkerfið áfram í staðinn fyrir að bremsa það. Þess vegna erum við að búast við að búast við stýrivaxtahækkunum á þessu ári. Þeir verði jafnvel í lok ársins á milli fimm og sex prósent,“ segir Bergþóra. Frá lokum apríl í fyrra hefur verðbólgan aukist úr 4,6 prósentum í 7,2 prósent í lok apríl síðast liðnum. Á sama tíma hafa meginvextir Seðlabankans, eða stýrivextir, hækkað úr 0,75 prósentum í 3,75 prósent. Þar munar mest um hækkun upp á eitt prósentustig hinn 4. maí. Verðbólgan er nú 3,45 prósentustigum meiri en verðbólgan og því eru raunvextir neikvæðir í dag.Grafík/Ragnar Visage „Þess vegna erum við að búast við stýrivaxtahækkunum á þessu ári. Þeir verði jafnvel í lok ársins á milli fimm til sex prósent,“ segir Bergþóra. Það eru vissar þverstæður í stöðu efnahagsmála nú því greiningaraðilar spá miklum hagvexti í ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er spáð 5 prósenta hagvexti á þessu ári. Það dragi hratt úr atvinnuleysi þannig að skortur gæti orðið á vinnuafli. Greiningaraðilar binda vonir við að það dragi úr verðbólguþrýstingi innanlands þegar framboð á íbúðum tekur að aukast á ný. Meiri óvissa er um innflutta verðbólgu.Stöð 2/Sigurjón Íbúðaverð hefur hækkað um 22,3 prósent á síðustu tólf mánuðum og ekkert útlit fyrir að það dragi úr þeim hækkunum á næstu mánuðum að mati Greiningar Íslandsbanka. Jafnvægi náist vonandi á íbúðamarkaði um mitt næsta ár en töluverð óvissa sé með innflutta verðbólgu vegna kórónuveirufaraldursins og nú síðast stríðsins í Úkraínu. „Auðvitað höfum við töluverðar áhyggjur af innfluttu verðbólgunni. Hún er að hafa mikil áhrif á verðbólguna hér á landi eins og annars staðar. En við erum að vonast til að þegar íbúðamarkaðurinn fer að róast að það gæti vegið upp á móti innfluttri verðbólgu,“ segir Bergþóra Baldursdóttir.
Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53 Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33 Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum. 18. maí 2022 11:52 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53
Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33
Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum. 18. maí 2022 11:52