Mikið tjón á innviðum hugsanlegt í nýju gosi á Reykjanesi Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. maí 2022 21:52 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur, í íþróttahúsinu í Grindavík þar sem íbúafundur um óvissustig vegna jarðskjálftahrinu var haldinn í kvöld. Vísir/Stöð 2 Jarðvirkni og landris sem nú á sér stað á Reykjanesi er á þannig stað að mikið tjón gæti orðið á innviðum ef eldgos hæfist þar. Íbúafundur vegna jarðskjálftahrinunnar var haldinn í Grindavík í kvöld. Fyrir tveimur til þremur vikum hófst jarðskjálftahrina við Svartsengi á Reykjanesi. Um síðustu helgi mældust nokkrir jarðskjálftar yfir þrír að stærð, sá stærsti þeirra 4,3 á sunnudag. Land hefur nú risið um nokkra sentímetra, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðfræðings, sem var einn frummælenda á íbúafundinum í kvöld. „Það er skýrt merki um að kvika sé byrjuð að troða sér inn á fjögurra til fimm kílómetra dýpi,“ sagði Magnús Tumi við fréttamann Stöðvar 2 fyrir fundinn. Enn sem komið er hefði mjög lítil kvika safnast upp. Land gæti risið mun meira án þess að til eldgoss kæmi. Erfitt væri að segja hvenær slíkt gæti gerst. Magnús Tumi benti á að nú væri hafið óróatímabil á Reykjanesskaga sem þýddi að fólk þyrfti að vera viðbúið eldgosum. Klippa: Magnús Tumi ræðir jarðhræringar á Reykjanesi Kæmi til goss á næstunni sagði Magnús Tumi líklegast að það yrði á þeim slóðum þar sem land rís nú. Á þeim slóðum eru miklir innviðir: raforkuver í Svartsengi, Bláa lónið, Grindavíkurvegur og hitaveitulagnir. „Þannig getur orðið mikið tjón þó að það yrði ekki mjög stórt gos,“ sagði Magnús Tumi. Líkurnar á manntjóni væru þó litlar þar sem hlutirnir gerist ekki það hratt í hraungosi. „En þetta er svona staður þar sem geta orðið miklar skemmdir,“ sagði hann. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35 Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Sjá meira
Fyrir tveimur til þremur vikum hófst jarðskjálftahrina við Svartsengi á Reykjanesi. Um síðustu helgi mældust nokkrir jarðskjálftar yfir þrír að stærð, sá stærsti þeirra 4,3 á sunnudag. Land hefur nú risið um nokkra sentímetra, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðfræðings, sem var einn frummælenda á íbúafundinum í kvöld. „Það er skýrt merki um að kvika sé byrjuð að troða sér inn á fjögurra til fimm kílómetra dýpi,“ sagði Magnús Tumi við fréttamann Stöðvar 2 fyrir fundinn. Enn sem komið er hefði mjög lítil kvika safnast upp. Land gæti risið mun meira án þess að til eldgoss kæmi. Erfitt væri að segja hvenær slíkt gæti gerst. Magnús Tumi benti á að nú væri hafið óróatímabil á Reykjanesskaga sem þýddi að fólk þyrfti að vera viðbúið eldgosum. Klippa: Magnús Tumi ræðir jarðhræringar á Reykjanesi Kæmi til goss á næstunni sagði Magnús Tumi líklegast að það yrði á þeim slóðum þar sem land rís nú. Á þeim slóðum eru miklir innviðir: raforkuver í Svartsengi, Bláa lónið, Grindavíkurvegur og hitaveitulagnir. „Þannig getur orðið mikið tjón þó að það yrði ekki mjög stórt gos,“ sagði Magnús Tumi. Líkurnar á manntjóni væru þó litlar þar sem hlutirnir gerist ekki það hratt í hraungosi. „En þetta er svona staður þar sem geta orðið miklar skemmdir,“ sagði hann.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35 Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Sjá meira
Enn hætta á stórum skjálfta Enn er sú hætta fyrir hendi að jarðskjálfi allt að 6,5 að stærð verði í Brennisteinsfjöllum. Slíkur skjálfti hefði að öllum líkindum veruleg áhrif á höfuðbogarsvæðinu. Íbúafundur verður haldinn á Grindavík á morgun vegna aukinnar skjálftavirkni við bæinn. 18. maí 2022 15:35
Jarðskjálftahrina í gangi á Reykjanesi Fimm jarðskjálfar stærri en þrír að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því í hádeginu. Sá stærsti þeirra mældist 4,1 nú um miðjan dag. 15. maí 2022 14:49