Atkvæðum kastað á glæ? Ómar Már Jónsson skrifar 20. maí 2022 11:00 Nú þegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir og ljóst er að Miðflokkurinn fékk ekki það fylgi sem ég vonaðist eftir er ástæða til að líta yfir hið pólitíska svið. Þrátt fyrir niðurstöðuna er ég sáttur með frammistöðu minna félaga á lista Miðflokksins og ekki síður þau mikilvægu málefni sem við lögðum áherslu á. Nú af afstöðnum kosningum, styttist í að meirihlutasamstarf verði innsiglað til næstu fjögurra ára í borginni. Nýjustu fregnir herma að Framsókn muni lengja líftíma stjórnar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar önnur fjögur ár. Það er verður að teljast athyglisverð niðurstaða þar sem Framsókn talaði afdráttarlaust um að að fella meirihlutann í borginni í kosningabaráttu sinni. Núna er Framsókn tilbúin til að vinna með þeim sem hann ætlaði að fella. Við í Miðflokknum vorum með skýr skilaboð í þessari kosningabaráttu, eitt þeirra var að fella núverandi meirihluta í borginni. Hvað segja þeir kjósendur núna sem settu X við Framsókn á kjördag? Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort þeir hafi verið meðvitaðir um að með því væru þeir að styðja við áframhaldandi stjórn í borginni, stjórn sem mun starfa á sömu forsendum og borgin hefur verið rekin undanfarin átta ár. Voru niðurstöður kosninganna vísbending um að kjósendur væru ánægðir með hvernig borgin er rekin, hvernig hún hefur staðið sig í skipulagmálum og samgöngumálum? Ég tel svo ekki vera. Samfylking tapaði tveimur fulltrúum, Viðreisn einum og Vinstri grænir rétt náðu inn einum fulltrúa. Píratar bæta við einum fulltrúa. Það getur ekki talist vísbending um að meirihluti kjósenda sé ánægður með stefnu borgarinnar. Ég og mitt fólk höfum átt mörg samtöl við kjósendur eftir að niðurstöður lágu fyrir. Fjölmargir höfðu líst yfir stuðningi við okkur fyrir kosningarnar, ætluðu að setja X við M. Eftir kosningarnar hafa margir upplýst okkur um að þar sem Miðflokkurinn mældist ekki inni fyrir kosningar, þá vildu þeir ekki að atkvæðið sitt dytti niður dautt og ómerkt, yrði kastað á glæ. Þeir hinir sömu kusu Framsóknarflokkinn í staðinn. Það töldu þessir kjósendur öruggustu leiðina til að fella meirihlutann í borginni. Það er áhugavert að ef atkvæði hefði verið greitt Miðflokknum og hann hefði komið inn manni væri Miðflokkurinn með gríðarlegt vægi í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir. Hann hefði að öllum líkindum verið í stöðu til að fella meirihlutann, gera alvöru breytingar í borginni. Það var sú stefna sem við boðuðum og hefðum að sjálfsögðu staðið við, hefðum við fengið til þess stuðning. Nú kemur í ljós að atkvæði greitt Framsóknarflokknum var kastað á glæ. Lærdómurinn er sá að við kjósendur eigum að fylgja innsæi okkar og setja X við þann flokk sem trú er á að geti gert samfélagið okkar betra. Höfundur er framkvæmdastjóri og oddviti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar niðurstöður kosninganna liggja fyrir og ljóst er að Miðflokkurinn fékk ekki það fylgi sem ég vonaðist eftir er ástæða til að líta yfir hið pólitíska svið. Þrátt fyrir niðurstöðuna er ég sáttur með frammistöðu minna félaga á lista Miðflokksins og ekki síður þau mikilvægu málefni sem við lögðum áherslu á. Nú af afstöðnum kosningum, styttist í að meirihlutasamstarf verði innsiglað til næstu fjögurra ára í borginni. Nýjustu fregnir herma að Framsókn muni lengja líftíma stjórnar Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar önnur fjögur ár. Það er verður að teljast athyglisverð niðurstaða þar sem Framsókn talaði afdráttarlaust um að að fella meirihlutann í borginni í kosningabaráttu sinni. Núna er Framsókn tilbúin til að vinna með þeim sem hann ætlaði að fella. Við í Miðflokknum vorum með skýr skilaboð í þessari kosningabaráttu, eitt þeirra var að fella núverandi meirihluta í borginni. Hvað segja þeir kjósendur núna sem settu X við Framsókn á kjördag? Það er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort þeir hafi verið meðvitaðir um að með því væru þeir að styðja við áframhaldandi stjórn í borginni, stjórn sem mun starfa á sömu forsendum og borgin hefur verið rekin undanfarin átta ár. Voru niðurstöður kosninganna vísbending um að kjósendur væru ánægðir með hvernig borgin er rekin, hvernig hún hefur staðið sig í skipulagmálum og samgöngumálum? Ég tel svo ekki vera. Samfylking tapaði tveimur fulltrúum, Viðreisn einum og Vinstri grænir rétt náðu inn einum fulltrúa. Píratar bæta við einum fulltrúa. Það getur ekki talist vísbending um að meirihluti kjósenda sé ánægður með stefnu borgarinnar. Ég og mitt fólk höfum átt mörg samtöl við kjósendur eftir að niðurstöður lágu fyrir. Fjölmargir höfðu líst yfir stuðningi við okkur fyrir kosningarnar, ætluðu að setja X við M. Eftir kosningarnar hafa margir upplýst okkur um að þar sem Miðflokkurinn mældist ekki inni fyrir kosningar, þá vildu þeir ekki að atkvæðið sitt dytti niður dautt og ómerkt, yrði kastað á glæ. Þeir hinir sömu kusu Framsóknarflokkinn í staðinn. Það töldu þessir kjósendur öruggustu leiðina til að fella meirihlutann í borginni. Það er áhugavert að ef atkvæði hefði verið greitt Miðflokknum og hann hefði komið inn manni væri Miðflokkurinn með gríðarlegt vægi í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir. Hann hefði að öllum líkindum verið í stöðu til að fella meirihlutann, gera alvöru breytingar í borginni. Það var sú stefna sem við boðuðum og hefðum að sjálfsögðu staðið við, hefðum við fengið til þess stuðning. Nú kemur í ljós að atkvæði greitt Framsóknarflokknum var kastað á glæ. Lærdómurinn er sá að við kjósendur eigum að fylgja innsæi okkar og setja X við þann flokk sem trú er á að geti gert samfélagið okkar betra. Höfundur er framkvæmdastjóri og oddviti Miðflokksins í Reykjavík.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar