Arnar Daði óvænt hættur: „Ég var bara orðinn bensínlaus“ Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2022 15:57 Arnar Daði Arnarsson kom Gróttu upp í úrvalsdeild og var hársbreidd frá því að stýra liðinu í úrslitakeppnina í Olís-deildinni í vor. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson er óvænt hættur sem þjálfari Gróttu í handbolta karla, mánuði eftir að hafa skrifað undir nýjan samning til þriggja ára. Hann segist hreinlega hafa lent á vegg. Handbolti.is greindi fyrst frá því að Arnar Daði væri hættur og að Róbert Gunnarsson, silfurdrengur, tæki við af honum. Tíðindin koma mjög á óvart en á Arnari Daða er að heyra að það spili inn í ákvörðun hans að hafa ekki fengið nægan stuðning í leikmannamálum til að byggja ofan á árangur Gróttu undir hans stjórn síðustu ár. Fyrst og fremst hafi hann þó þurft frí sem sé einfaldlega ekki í boði fyrir þjálfara. „Ég var bara í raun orðinn bensínlaus og ég sá ekki fyrir mér að geta fyllt á tankinn fyrir næsta tímabil,“ segir Arnar Daði við Vísi. Átti erfitt með svefn eftir tímabilið Tímabilinu hjá Gróttu lauk með grátlegum hætti en liðið var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina í Olís-deildinni og rangur dómur í leik gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í næstsíðustu umferð reyndist liðinu dýrkeyptur. Arnar Daði var svo úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna ummæla sinna í kjölfarið. „Eftir tímabilið „krassaði“ ég bara smá. Við vorum búnir að vera í góðum fílingi í nokkra mánuði og Grótta endaði með besta árangurinn í síðustu 5-6 umferðunum, ásamt Val. Það var nánast sjokk að vera flautaðir úr leik í Eyjum og svo fylgdi þetta þriggja leikja bann, og þá hugsaði maður með sér til hvers maður væri að gera þetta. Ég átti í erfiðleikum með svefn eftir tímabilið. Eins og ég hef sagt við stjórnina þá er ég léttklikkaður og líf mitt hefur snúist um ekkert annað en handbolta síðustu tvö ár. Ég varð að setja mig í fyrsta sæti núna,“ segir Arnar Daði sem eins og fyrr segir skrifaði þó undir nýjan samning í síðasta mánuði. Arnar Daði Arnarsson er hættur með Gróttu og hefur ekki hug á að hlusta á tilboð um þjálfun á næstunni.vísir/vilhelm „Aðrar forsendur þegar ég skrifaði undir“ „Það voru aðrar forsendur þegar ég skrifaði undir samninginn, það verða breytingar á liðinu og mér fannst réttast fyrir liðið og hópinn að það kæmi inn ný rödd og nýr þjálfari sem gæti haldið áfram að þróa liðið eins og við Maksim [Akbachev, aðstoðarþjálfari] höfum gert síðustu tvö ár. Við höfum verið í miklu uppbyggingarstarfi með lítinn pening á milli handanna, og höfum unnið með leikmenn sem kostuðu lítið en eru allt í einu orðnir meðal betri leikmanna deildarinnar og eftirsóttir af öðrum liðum. Það hefur tekið mikinn tíma og vinnu að framlengja við þá leikmenn sem þó hafa framlengt samninga sína en svo eru aðrir sem hafa yfirgefið liðið. Þá hugsaði maður með sér hver framtíðarplön Gróttu væru og hver framtíðarplön mín og Maksims væru. Mér fannst við eiginlega vera komnir aftur á byrjunarreit og þurfa að fá 3-4 leikmenn til að byrja upp á nýtt. Við Maksim eru metnaðarfullir og vildum ná lengra, og liðið vildi það líka,“ segir Arnar Daði. Segir félög geta sleppt því að hringja næstu vikurnar Hann segist ekki útiloka að snúa aftur í þjálfun á næstu leiktíð en vill þó sem minnst hugsa um það núna. „Félög geta alveg sleppt því að heyra í mér næstu vikurnar og bjóða mér eitthvað starf. Ég er ekki að fara að hoppa á neitt. Mér líður eins og ég sé að yfirgefa barnið mitt og geri það ekki að ástæðulausu,“ sagði Arnar Daði og bætti við: „Eins og staðan er núna er ég búinn að panta mér þrjár utanlandsferðir í sumar og er með í huga að fara til útlanda næsta vetur líka. En eins og ég hef sagt við strákana í Gróttu þá ætla ég ekki að útiloka að þjálfa einhvers staðar á næsta ári. Líf mitt hefur snúist um handbolta síðan ég var smákrakki og ég held að ég hafi alveg náð að stimpla mig inn sem ágætis nafn í þjálfun. “ „Það er með miklum trega sem ég hef tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks Gróttu eftir þriggja ára veru,“ segir Arnar Daði um afsögn sína á Facebook en færslu hans má lesa hér að neðan: Olís-deild karla Grótta Seltjarnarnes Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Handbolti.is greindi fyrst frá því að Arnar Daði væri hættur og að Róbert Gunnarsson, silfurdrengur, tæki við af honum. Tíðindin koma mjög á óvart en á Arnari Daða er að heyra að það spili inn í ákvörðun hans að hafa ekki fengið nægan stuðning í leikmannamálum til að byggja ofan á árangur Gróttu undir hans stjórn síðustu ár. Fyrst og fremst hafi hann þó þurft frí sem sé einfaldlega ekki í boði fyrir þjálfara. „Ég var bara í raun orðinn bensínlaus og ég sá ekki fyrir mér að geta fyllt á tankinn fyrir næsta tímabil,“ segir Arnar Daði við Vísi. Átti erfitt með svefn eftir tímabilið Tímabilinu hjá Gróttu lauk með grátlegum hætti en liðið var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina í Olís-deildinni og rangur dómur í leik gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í næstsíðustu umferð reyndist liðinu dýrkeyptur. Arnar Daði var svo úrskurðaður í þriggja leikja bann vegna ummæla sinna í kjölfarið. „Eftir tímabilið „krassaði“ ég bara smá. Við vorum búnir að vera í góðum fílingi í nokkra mánuði og Grótta endaði með besta árangurinn í síðustu 5-6 umferðunum, ásamt Val. Það var nánast sjokk að vera flautaðir úr leik í Eyjum og svo fylgdi þetta þriggja leikja bann, og þá hugsaði maður með sér til hvers maður væri að gera þetta. Ég átti í erfiðleikum með svefn eftir tímabilið. Eins og ég hef sagt við stjórnina þá er ég léttklikkaður og líf mitt hefur snúist um ekkert annað en handbolta síðustu tvö ár. Ég varð að setja mig í fyrsta sæti núna,“ segir Arnar Daði sem eins og fyrr segir skrifaði þó undir nýjan samning í síðasta mánuði. Arnar Daði Arnarsson er hættur með Gróttu og hefur ekki hug á að hlusta á tilboð um þjálfun á næstunni.vísir/vilhelm „Aðrar forsendur þegar ég skrifaði undir“ „Það voru aðrar forsendur þegar ég skrifaði undir samninginn, það verða breytingar á liðinu og mér fannst réttast fyrir liðið og hópinn að það kæmi inn ný rödd og nýr þjálfari sem gæti haldið áfram að þróa liðið eins og við Maksim [Akbachev, aðstoðarþjálfari] höfum gert síðustu tvö ár. Við höfum verið í miklu uppbyggingarstarfi með lítinn pening á milli handanna, og höfum unnið með leikmenn sem kostuðu lítið en eru allt í einu orðnir meðal betri leikmanna deildarinnar og eftirsóttir af öðrum liðum. Það hefur tekið mikinn tíma og vinnu að framlengja við þá leikmenn sem þó hafa framlengt samninga sína en svo eru aðrir sem hafa yfirgefið liðið. Þá hugsaði maður með sér hver framtíðarplön Gróttu væru og hver framtíðarplön mín og Maksims væru. Mér fannst við eiginlega vera komnir aftur á byrjunarreit og þurfa að fá 3-4 leikmenn til að byrja upp á nýtt. Við Maksim eru metnaðarfullir og vildum ná lengra, og liðið vildi það líka,“ segir Arnar Daði. Segir félög geta sleppt því að hringja næstu vikurnar Hann segist ekki útiloka að snúa aftur í þjálfun á næstu leiktíð en vill þó sem minnst hugsa um það núna. „Félög geta alveg sleppt því að heyra í mér næstu vikurnar og bjóða mér eitthvað starf. Ég er ekki að fara að hoppa á neitt. Mér líður eins og ég sé að yfirgefa barnið mitt og geri það ekki að ástæðulausu,“ sagði Arnar Daði og bætti við: „Eins og staðan er núna er ég búinn að panta mér þrjár utanlandsferðir í sumar og er með í huga að fara til útlanda næsta vetur líka. En eins og ég hef sagt við strákana í Gróttu þá ætla ég ekki að útiloka að þjálfa einhvers staðar á næsta ári. Líf mitt hefur snúist um handbolta síðan ég var smákrakki og ég held að ég hafi alveg náð að stimpla mig inn sem ágætis nafn í þjálfun. “ „Það er með miklum trega sem ég hef tekið þá ákvörðun að stíga til hliðar sem þjálfari meistaraflokks Gróttu eftir þriggja ára veru,“ segir Arnar Daði um afsögn sína á Facebook en færslu hans má lesa hér að neðan:
Olís-deild karla Grótta Seltjarnarnes Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira