„Tökum eitt skref í einu í átt að því að frelsa svæði okkar“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. maí 2022 20:02 Úkraínuforseti kallaði enn og aftur eftir frekari vopnasendingum í dag. AP Sókn Rússa heldur áfram í austurhluta Úkraínu en átök áttu sér stað víða í dag. Vopnageymslur úkraínska hersins voru meðal skotmarka sem Rússar skutu á undanfarinn sólarhring. Úkraínuforseti segir þau ekki stefna á að ráðast á Rússland og ítrekar að þeir séu í stríði á eigin grundu. Átökin í Úkraínu héldu áfram í dag en tæplega þrír mánuðir eru liðnir frá því að Rússar réðust inn í landið. Í austurhlutanum sækja Rússar nú einna helst fram í Luhansk og segir úkraínski herinn árásir innrásarhersins linnulausar. Rússar fullyrtu einnig í dag að þeim hafði tekist að skjóta Kalibr eldflaug frá hafi á lestarstöð í Zhytomyr, þar sem úkraínskir hermenn í Donbas geymdu fjölda vopna og hergagna sem Bandaríkin og ýmsar Evrópuþjóðir höfðu sent þeim. Þá heppnuðust árásir Rússa annars staðar. „Hárnákvæm flugskeyti rússneska hersins eyðilögðu eldsneytisbirgðastöð fyrir brynvarin farartæki úkraínskra þjóðernissinna við höfnina í Odessa. Auk þess hittu flugskeyti þrjár stjórnstöðvar, þar á meðal stjórnstöð 109. stórfylkisins nálægt byggðinni í Bakhmut,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður varnamálaráðuneytis Rússlands, í ávarpi í dag. Seint í gærkvöldi var síðan greint frá því að búið væri að flytja alla hermenn frá Azovstal verksmiðjunni í Mariupol en rúmlega 500 úkraínskir hermenn voru fluttir þaðan í gær. Borgin er nú á alfarið á valdi Rússa en í Kharkív, og víðar, hafa úkraínskir hermenn náð að verjast innrásarhernum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsætisráðherra Portúgal um stöðuna en að fundinum loknum sagði Selenskí marga óttast að Úkraína myndi ráðast á Rússland en hann ítrekaði að Úkraínumenn væru nú í stríði á sinni eigin grundu, þar á meðal í Donbas. „Þetta er okkar landsvæði og við tökum eitt skref í einu í átt að því að frelsa svæði okkar,“ sagði Selenskí. „En við getum ekki goldið fyrir það með hundruðum þúsunda mannslífa svo við biðjum ykkur að hjálpa okkur. Fjöleldflaugaskotkerfi standa ónotuð í sumum löndum. Þau eru lykillinn að því að við lifum þetta af,“ sagði hann enn fremur og vísaði til tregleika Bandaríkjanna og annarra við að senda slík kerfi til Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira
Átökin í Úkraínu héldu áfram í dag en tæplega þrír mánuðir eru liðnir frá því að Rússar réðust inn í landið. Í austurhlutanum sækja Rússar nú einna helst fram í Luhansk og segir úkraínski herinn árásir innrásarhersins linnulausar. Rússar fullyrtu einnig í dag að þeim hafði tekist að skjóta Kalibr eldflaug frá hafi á lestarstöð í Zhytomyr, þar sem úkraínskir hermenn í Donbas geymdu fjölda vopna og hergagna sem Bandaríkin og ýmsar Evrópuþjóðir höfðu sent þeim. Þá heppnuðust árásir Rússa annars staðar. „Hárnákvæm flugskeyti rússneska hersins eyðilögðu eldsneytisbirgðastöð fyrir brynvarin farartæki úkraínskra þjóðernissinna við höfnina í Odessa. Auk þess hittu flugskeyti þrjár stjórnstöðvar, þar á meðal stjórnstöð 109. stórfylkisins nálægt byggðinni í Bakhmut,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður varnamálaráðuneytis Rússlands, í ávarpi í dag. Seint í gærkvöldi var síðan greint frá því að búið væri að flytja alla hermenn frá Azovstal verksmiðjunni í Mariupol en rúmlega 500 úkraínskir hermenn voru fluttir þaðan í gær. Borgin er nú á alfarið á valdi Rússa en í Kharkív, og víðar, hafa úkraínskir hermenn náð að verjast innrásarhernum. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsætisráðherra Portúgal um stöðuna en að fundinum loknum sagði Selenskí marga óttast að Úkraína myndi ráðast á Rússland en hann ítrekaði að Úkraínumenn væru nú í stríði á sinni eigin grundu, þar á meðal í Donbas. „Þetta er okkar landsvæði og við tökum eitt skref í einu í átt að því að frelsa svæði okkar,“ sagði Selenskí. „En við getum ekki goldið fyrir það með hundruðum þúsunda mannslífa svo við biðjum ykkur að hjálpa okkur. Fjöleldflaugaskotkerfi standa ónotuð í sumum löndum. Þau eru lykillinn að því að við lifum þetta af,“ sagði hann enn fremur og vísaði til tregleika Bandaríkjanna og annarra við að senda slík kerfi til Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Sjá meira