Útskrifast með tíu í meðaleinkunn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. maí 2022 15:54 Elín Anna Óskarsdóttir er dúx Framhaldsskólans á Húsavík með 10 í meðaleinkunn. Slíkt er einsdæmi, mögulega á landsvísu. Elín Anna Óladóttir er dúx Framhaldsskólans á Húsavík árið 2022. Brautskráning var á laugardaginn og gleðin allsráðandi, sér í lagi hjá Elínu Önnu enda árangurinn ekkert smáræði: Hún útskrifast með tíu í öllum áföngum og þar með tíu í meðaleinkunn. Elín var hógvær í samtali við fréttastofu en segir nám þó ávallt hafa legið vel fyrir sér. „Mér hefur alltaf þótt gaman að læra og læra nýja hluti. Ég legg mig alltaf alla fram og geri mitt allra besta. Ef ég veit að ég hef gert mitt besta get ég verið sátt.“ segir Elín í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Elín segist læra heima um það bil á hverjum degi en reyni að læra sem mest í skólanum. „Það fer bara eftir því hvað það er mikið að gera, ég er ekki endilega með eitthvað sérstakt plan. Ég fer allavega ekki í próf án þess að vera sátt með vinnuframlagið.“ Setur pressu á sig ómeðvitað Milli lærdóms vann Elín í bókabúð en þó nokkur hluti námsins fór fram í fjarnámi sem Elín segir mögulega hafa leitt til þess að meiri tími fór í námið en ella. Elín var á náttúruvísindabraut og þótti skemmtilegast í efnafræði og líffræði. Þrátt fyrir framúrskarandi árangur verður stefnan ekki sett á geimvísindi eftir útskrift. „Nei, kannski ekki geimvísindi. Mér finnst margt koma til greina, ég var alltaf að stefna á eitthvað raunvísindatengt en ekki endilega núna. Ég er ekki alveg búin að ákveða mig en ég er á leiðinni í hönnunarlýðháskóla í Danmörku í haust þar sem ég verð á arkitektúrbraut. Þannig ég tek mér pásu núna til að ákveða hvað ég mun gera í framhaldinu.“ Elín Anna segist ekki endilega hafa búist við því að verða dúx skólans. Það var þó ekki mikil hætta á öðru með 10 í meðaleinkunn.Aðsend Elín Anna ber kennurunum og skólanum söguna mjög vel. „Þetta er lítill skóli og þjónustan persónuleg. Kennararnir eru frábærir og ég hef ekkert út á skólann að setja. Ég veit svo sem ekki af hverju mér gekk svona vel, ætli ég setji ekki svolítið mikla pressu á mig ómeðvitað.“ Hún segist ekki vita hvort það sé einsdæmi innan skólans að útskrifast með tíu í meðaleinkunn en Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans á Húsavík, gat staðfest það í samtali við fréttastofu. „Jú þetta er einsdæmi. Við höfum þó verið að brautskrá nemendur með mjög háa meðaleinkunn. Það eru tvö ár síðan við útskrifuðum nemenda með um það bil 9,80. En nei, þetta hefur ekki gerst áður enda er þetta afbragðsnemandi. Hún Elín Anna vinnur allt mjög vel og skilar alltaf af sér meiru en hún er beðin um. Kafar dýpra í efnið en gerðar eru kröfur um á menntaskólastigi.“ Alls ekki létt próf Valgerður segir skólann ekki vera með of létt próf og hlær að þessari ályktun fréttamanns. „Nei, ég átti nú eiginlega von á svona spurningu. En eins og ég hef sagt að þegar hún Elín kemur í háskóla sjá menn að það er 100 prósent innistæða fyrir þessum árangri.“ Valgerður gagnrýnir þar að auki gamaldags hátt skólanna sem leggi gildrur fyrir nemendur. „Við leggjum mikla áherslu á það að kennarar og starfsmenn skólans eru hér til að aðstoða nemendur við að afla sér upplýsinga. Í dag snýst þetta miklu meira um aðferðarfræði, frekar en utanbókarlærdóm. Skólakerfið hefur í raun verið seglskúta í samanburði við vélskip atvinnulífsins og þjóðfélagsins.“ Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans á Húsavík, hefur sterkar skoðanir á framsækni í námskerfinu. Félagslífinu fagnað Það sé þó ekki einungis góðum námsárangri gefinn gaumur í Fjölbrautarskólanum á Húsavík. „Við erum einnig að veita viðurkenningu fyrir góðan skólaþegn og það var ungur maður sem heitir Þorri Gunnarsson sem hlaut þá viðurkenningu. Þá viðurkenningu hljóta einstaklingar sem eru viljugir til verka og ábyrgðar í félagslífi skólans. Þannig við erum að einnig að veita viðurkenningar fyrir þátttöku í félagslífi, sem er mjög ánægjulegt þar sem að nýliðinn vetur er í raun sá fyrsti þar sem þessi árgangur upplifir eðlilegt skóla- og félagslíf.“ Valgerður tekur einnig fram að nýliðinn vetur hafi skólinn hafið kennslu í rafíþróttum, svo framsæknir eru starfshættirnir fyrir norðan. „Það er virkilega spennandi og krakkarnir sem komu úr grunnskólunum eru mjög spenntir fyrir því. Þá voru nemendur skólans jafnframt að keppa í rafíþróttum nú í vetur og það gekk mjög vel,“ sagði Valgerður að lokum. Skóla - og menntamál Norðurþing Framhaldsskólar Tímamót Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Elín var hógvær í samtali við fréttastofu en segir nám þó ávallt hafa legið vel fyrir sér. „Mér hefur alltaf þótt gaman að læra og læra nýja hluti. Ég legg mig alltaf alla fram og geri mitt allra besta. Ef ég veit að ég hef gert mitt besta get ég verið sátt.“ segir Elín í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Elín segist læra heima um það bil á hverjum degi en reyni að læra sem mest í skólanum. „Það fer bara eftir því hvað það er mikið að gera, ég er ekki endilega með eitthvað sérstakt plan. Ég fer allavega ekki í próf án þess að vera sátt með vinnuframlagið.“ Setur pressu á sig ómeðvitað Milli lærdóms vann Elín í bókabúð en þó nokkur hluti námsins fór fram í fjarnámi sem Elín segir mögulega hafa leitt til þess að meiri tími fór í námið en ella. Elín var á náttúruvísindabraut og þótti skemmtilegast í efnafræði og líffræði. Þrátt fyrir framúrskarandi árangur verður stefnan ekki sett á geimvísindi eftir útskrift. „Nei, kannski ekki geimvísindi. Mér finnst margt koma til greina, ég var alltaf að stefna á eitthvað raunvísindatengt en ekki endilega núna. Ég er ekki alveg búin að ákveða mig en ég er á leiðinni í hönnunarlýðháskóla í Danmörku í haust þar sem ég verð á arkitektúrbraut. Þannig ég tek mér pásu núna til að ákveða hvað ég mun gera í framhaldinu.“ Elín Anna segist ekki endilega hafa búist við því að verða dúx skólans. Það var þó ekki mikil hætta á öðru með 10 í meðaleinkunn.Aðsend Elín Anna ber kennurunum og skólanum söguna mjög vel. „Þetta er lítill skóli og þjónustan persónuleg. Kennararnir eru frábærir og ég hef ekkert út á skólann að setja. Ég veit svo sem ekki af hverju mér gekk svona vel, ætli ég setji ekki svolítið mikla pressu á mig ómeðvitað.“ Hún segist ekki vita hvort það sé einsdæmi innan skólans að útskrifast með tíu í meðaleinkunn en Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans á Húsavík, gat staðfest það í samtali við fréttastofu. „Jú þetta er einsdæmi. Við höfum þó verið að brautskrá nemendur með mjög háa meðaleinkunn. Það eru tvö ár síðan við útskrifuðum nemenda með um það bil 9,80. En nei, þetta hefur ekki gerst áður enda er þetta afbragðsnemandi. Hún Elín Anna vinnur allt mjög vel og skilar alltaf af sér meiru en hún er beðin um. Kafar dýpra í efnið en gerðar eru kröfur um á menntaskólastigi.“ Alls ekki létt próf Valgerður segir skólann ekki vera með of létt próf og hlær að þessari ályktun fréttamanns. „Nei, ég átti nú eiginlega von á svona spurningu. En eins og ég hef sagt að þegar hún Elín kemur í háskóla sjá menn að það er 100 prósent innistæða fyrir þessum árangri.“ Valgerður gagnrýnir þar að auki gamaldags hátt skólanna sem leggi gildrur fyrir nemendur. „Við leggjum mikla áherslu á það að kennarar og starfsmenn skólans eru hér til að aðstoða nemendur við að afla sér upplýsinga. Í dag snýst þetta miklu meira um aðferðarfræði, frekar en utanbókarlærdóm. Skólakerfið hefur í raun verið seglskúta í samanburði við vélskip atvinnulífsins og þjóðfélagsins.“ Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans á Húsavík, hefur sterkar skoðanir á framsækni í námskerfinu. Félagslífinu fagnað Það sé þó ekki einungis góðum námsárangri gefinn gaumur í Fjölbrautarskólanum á Húsavík. „Við erum einnig að veita viðurkenningu fyrir góðan skólaþegn og það var ungur maður sem heitir Þorri Gunnarsson sem hlaut þá viðurkenningu. Þá viðurkenningu hljóta einstaklingar sem eru viljugir til verka og ábyrgðar í félagslífi skólans. Þannig við erum að einnig að veita viðurkenningar fyrir þátttöku í félagslífi, sem er mjög ánægjulegt þar sem að nýliðinn vetur er í raun sá fyrsti þar sem þessi árgangur upplifir eðlilegt skóla- og félagslíf.“ Valgerður tekur einnig fram að nýliðinn vetur hafi skólinn hafið kennslu í rafíþróttum, svo framsæknir eru starfshættirnir fyrir norðan. „Það er virkilega spennandi og krakkarnir sem komu úr grunnskólunum eru mjög spenntir fyrir því. Þá voru nemendur skólans jafnframt að keppa í rafíþróttum nú í vetur og það gekk mjög vel,“ sagði Valgerður að lokum.
Skóla - og menntamál Norðurþing Framhaldsskólar Tímamót Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira