Fá 220 milljónir til að efla netöryggi hjá erlendum fyrirtækjum Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 10:22 Nanitor stefnir rakleitt í frekari útrás. Aðsend Íslenska netöryggisfyrirtækið Nanitor hefur tryggt sér 220 milljóna króna fjármögnun frá Brunni með þátttöku einkafjárfesta. Stendur til að nýta fjármagnið til stækkunar á erlendum mörkuðum. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það sérhæfi sig í rauntímagreiningu á heildstæðu grunnöryggi tölvukerfa fyrirtækja með því markmiði að bæta öryggisstöðu upplýsingakerfa. „Með þessari virku vöktun er fylgst með öryggisstillingum, þekktum veikleikum og hugbúnaðaruppfærslum tölvukerfa en þannig er komið í veg fyrir að skaði hljótist af mögulegum netárásum.“ Meðal viðskiptavina Nanitor í dag eru Booking.com, Rentalcars.com, Birmingham City Council, Oman Arab Bank, Festi, Rarik og Valitor. Lausnin sögð einstök á heimsvísu Að sögn Nanitor felst sérstaða þess í snjallgreiningarlausninni Nanitor Discovery Engine sem uppsett sé á netþjónum, útstöðvum, netbúnaði og gagnagrunnum og birti rauntímastöðuyfirlit í miðlægu stjórnborði. Stjórnborðið geri stjórnendum fyrirtækja og netöyggis auðvelt að hafa yfirsýn, og bregðast hratt við mögulegri vá. „Lausn Nanitor er einstök á heimsvísu og gerir fyrirtækjum stórum sem smáum kleift að verjast mögulegum netárásum á mjög skilvirkan og einfaldan hátt. Áður fyrr voru netöryggislausnir af þessum gæðaflokki eingöngu aðgengilegar erlendum stjónvöldum og stærri fyrirtækjum. Í þessum málaflokki eru netöryggismál oft keyrð áfram af viðbragði við utankomandi vá en Nanitor lausnin snýr þessu við og byggir upp kerfislegt grunnnetöryggi sem eykur mótstöðuafl gegn yfirvofandi netárásum,“ segir Sigurður Arnljótsson, fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures og stjórnamaður í stjórn Nanitor, í tilkynningu. Átta ára þróun að baki „Viðskiptatækifæri Nanitor er að fyrirtæki og stjórnvöld erlendis hafa gert sér grein fyrir netöryggisvánni og eru að fjárfesta gríðarlega í kerfislægu netöryggi. Þessi fjármögnun gerir okkur kleift að byggja upp frekar starfssemi okkar erlendis og takast á við stækkun félagsins næstu misseri,“ segir Jón Fannar Karlsson Taylor, forstjóri Nanitor. Lausn Nanitor hefur verið í þróun síðastliðin átta ár og felst í því að geta sótt öryggisupplýsingar niður á einstaka tölvu og tæki sem staðsett er hjá viðskiptavinum í rauntíma. Nýsköpun Tækni Netöryggi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að það sérhæfi sig í rauntímagreiningu á heildstæðu grunnöryggi tölvukerfa fyrirtækja með því markmiði að bæta öryggisstöðu upplýsingakerfa. „Með þessari virku vöktun er fylgst með öryggisstillingum, þekktum veikleikum og hugbúnaðaruppfærslum tölvukerfa en þannig er komið í veg fyrir að skaði hljótist af mögulegum netárásum.“ Meðal viðskiptavina Nanitor í dag eru Booking.com, Rentalcars.com, Birmingham City Council, Oman Arab Bank, Festi, Rarik og Valitor. Lausnin sögð einstök á heimsvísu Að sögn Nanitor felst sérstaða þess í snjallgreiningarlausninni Nanitor Discovery Engine sem uppsett sé á netþjónum, útstöðvum, netbúnaði og gagnagrunnum og birti rauntímastöðuyfirlit í miðlægu stjórnborði. Stjórnborðið geri stjórnendum fyrirtækja og netöyggis auðvelt að hafa yfirsýn, og bregðast hratt við mögulegri vá. „Lausn Nanitor er einstök á heimsvísu og gerir fyrirtækjum stórum sem smáum kleift að verjast mögulegum netárásum á mjög skilvirkan og einfaldan hátt. Áður fyrr voru netöryggislausnir af þessum gæðaflokki eingöngu aðgengilegar erlendum stjónvöldum og stærri fyrirtækjum. Í þessum málaflokki eru netöryggismál oft keyrð áfram af viðbragði við utankomandi vá en Nanitor lausnin snýr þessu við og byggir upp kerfislegt grunnnetöryggi sem eykur mótstöðuafl gegn yfirvofandi netárásum,“ segir Sigurður Arnljótsson, fjárfestingastjóri hjá Brunni Ventures og stjórnamaður í stjórn Nanitor, í tilkynningu. Átta ára þróun að baki „Viðskiptatækifæri Nanitor er að fyrirtæki og stjórnvöld erlendis hafa gert sér grein fyrir netöryggisvánni og eru að fjárfesta gríðarlega í kerfislægu netöryggi. Þessi fjármögnun gerir okkur kleift að byggja upp frekar starfssemi okkar erlendis og takast á við stækkun félagsins næstu misseri,“ segir Jón Fannar Karlsson Taylor, forstjóri Nanitor. Lausn Nanitor hefur verið í þróun síðastliðin átta ár og felst í því að geta sótt öryggisupplýsingar niður á einstaka tölvu og tæki sem staðsett er hjá viðskiptavinum í rauntíma.
Nýsköpun Tækni Netöryggi Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira