Vaktin: Utanríkisráðherra Úkraínu húðskammar NATO Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Tryggvi Páll Tryggvason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. maí 2022 07:18 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu. Laurent Gillieron/Keystone via AP Gífurlega harðir bardagar geisa í Austur-Úkraínu, þar sem úkraínskir hermenn eru undir miklu álagi. Ráðamenn í Kænugarði segja tafir á vopnasendingum hafa komið niður á vörnum þeirra og segjast þurfa fleiri, stærri og betri vopn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Talsmaður Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, segir Rússa vera allt að sjö sinnum fleiri en Úkraínumenn á sumum átakasvæðum í Austur-Úkraínu. Gífurlega harðir bardagar geisa þar og hefur Rússum vaxið ásmegin á undanförnum dögum. María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir að tillögur Ítala að friðarsáttmála í Úkraínu vera draumóra sem erfitt væri að taka af alvöru. Þetta sagði hún á sama tíma og hún sagði að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki séð tillögurnar enn en afstaða hennar tók mið af fréttaflutningi af tillögunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum lokuðu í dag á leið sem Rússar hafa notað til að greiða alþjóðlegar skuldir sínar. Rússar stefna því í formleg vanskil í fyrsta sinn í rúma öld en segjast þó eiga næga peninga til að borga af skuldum. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa freista þess að rústa Donbas og Sergiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir þá vera að þurrka borgina Severodonetsk út með linnulausum árásum. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð þremur bæjum í Donetsk á sitt vald í gær. 200 lík hafa fundist í kjallara fjölbýlishúss í Maríupól. Samkvæmt nýrri könnun segjast 82 prósent Úkraínumanna ekki reiðubúnir til að gefa eftir landsvæði til Rússa til að greiða fyrir friðarviðræðum. Tyrkneskir embættismenn munu taka á móti sendinefndum frá Svíþjóð og Finnlandi í dag til að ræða umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Auðkýfingurinn George Soros sagði í gær að innrás Rússa í Úkraínu gæti markað upphaf þriðju heimstyrjaldarinnar og endaloka siðmenningarinnar. Hann sagði einvaldsstjórnir í sókn á heimsvísu og að hagkerfi heimsins væri að sigla inn í kreppu. Ný lög sem rússneska þingið hefur samþykkt rýmkar aldursbilið inn í rússneska herinn, úr 18-40 ára fyrir Rússa og 18-30 ára fyrir útlendinga, í 18-50 ára fyrir alla. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur sakað NATO um að gera ekkert þegar kemur að stríðinu í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Talsmaður Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, segir Rússa vera allt að sjö sinnum fleiri en Úkraínumenn á sumum átakasvæðum í Austur-Úkraínu. Gífurlega harðir bardagar geisa þar og hefur Rússum vaxið ásmegin á undanförnum dögum. María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir að tillögur Ítala að friðarsáttmála í Úkraínu vera draumóra sem erfitt væri að taka af alvöru. Þetta sagði hún á sama tíma og hún sagði að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki séð tillögurnar enn en afstaða hennar tók mið af fréttaflutningi af tillögunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum lokuðu í dag á leið sem Rússar hafa notað til að greiða alþjóðlegar skuldir sínar. Rússar stefna því í formleg vanskil í fyrsta sinn í rúma öld en segjast þó eiga næga peninga til að borga af skuldum. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Rússa freista þess að rústa Donbas og Sergiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir þá vera að þurrka borgina Severodonetsk út með linnulausum árásum. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð þremur bæjum í Donetsk á sitt vald í gær. 200 lík hafa fundist í kjallara fjölbýlishúss í Maríupól. Samkvæmt nýrri könnun segjast 82 prósent Úkraínumanna ekki reiðubúnir til að gefa eftir landsvæði til Rússa til að greiða fyrir friðarviðræðum. Tyrkneskir embættismenn munu taka á móti sendinefndum frá Svíþjóð og Finnlandi í dag til að ræða umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Auðkýfingurinn George Soros sagði í gær að innrás Rússa í Úkraínu gæti markað upphaf þriðju heimstyrjaldarinnar og endaloka siðmenningarinnar. Hann sagði einvaldsstjórnir í sókn á heimsvísu og að hagkerfi heimsins væri að sigla inn í kreppu. Ný lög sem rússneska þingið hefur samþykkt rýmkar aldursbilið inn í rússneska herinn, úr 18-40 ára fyrir Rússa og 18-30 ára fyrir útlendinga, í 18-50 ára fyrir alla. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur sakað NATO um að gera ekkert þegar kemur að stríðinu í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan gæti þurft að hlaða síðuna aftur.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira