Myndbandið sem um ræðir fjallar um arfleið hönnuðarins Virgil Abloah, sem var listrænn stjórnandi Louis Vuittons. Osiris var náinn samstarfsfélagi Abloh sem hann lést 28. nóvember á síðasta ári.

Myndbandið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Bloody er stjörnustílisti og áhrifavaldur. Osiris hefur meðal unnið sem stílisti fyrir rapparann Travis Scott og sýnt fyrir tískumerki Kanye West, YEEZY.
Hann ferðaðist um Ísland í fyrra og fékk ferðalagið mikla athygli á instagram-síðu hans. Hann birti þá meðal annars mynd af sér í jakkanum Hornströndum frá 66°Norður í Reynisfjöru. Hann hefur einnig birt myndir af sér á Instagram í Snæfell jakkanum og tískufatnaði frá mörgum öðrum merkjum við Öxarárfoss, á Reykjanesi og fleiri stöðum.
Stílistinn klæddist í Íslandsferðinni meðal annnars svörtum loðfeldi frá Balenciaga yfir 66°Norður jakkann Hornstrandir og var í töffaralegum mótorhjólabuxum frá Dainese og strigaskóm Ricks Owens.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá Íslandsheimsókninni.