Segir Framsókn hafa svikið loforð um samtal Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2022 14:38 Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir athugavert að ekki hafi verið minnst á málefnaáherslur nýs meirihluta í tilkynningu um myndun hans í morgun heldur aðeins tekið fram hver fengi bæjarstjórastólinn. Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segist vonsvikinn að Framsóknarflokkurinn hafi myndað meirihluta með Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði. Hann segir meirihlutann „mix um bæjarstjóradjobb“ og segir Framsókn hafa svikið fyrirheit sín um að ræða við Samfylkingu eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Greint var frá því í morgun að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi myndað meirihluta í Hafnarfirði. Fram kom í tilkynningu frá flokkunum að Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri muni sinna starfinu áfram til áramóta 2024 og 2025 og Valdimar Víðisson oddviti Framsóknar muni taka við starfinu á nýársdag 2025. „Þetta leggst nú ekkert sérstaklega vel í mig en var nú nokkuð fyrirséð að Framsóknarflokkurinn, ef hann hefur kost á því, þá vinnur hann yfirleitt til hægri í landsstjórn eða sveitarstjórnarmálum. Það gerist aftur núna,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Framsókn hafi svikið loforð um samtal Samfylkingin í Hafnarfirði vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum og bætti við sig tveimur mönnum. Flokkurinn er nú með fjóra bæjarfulltrúa, jafn marga og Sjálfstæðisflokkurinn, sem missti einn bæjarfulltrúa. Framsókn bætti sömuleiðis við sig manni og er nú með tvo. Guðmundur Árni segir að eðlilegt hefði verið að Framsóknarflokkur og Samfylking hefðu rætt saman um mögulega myndun meirihluta. „Á því var aldrei gefinn kostur þótt ég hafi óskað eftir því oftar en einu sinni. Framsókn og Sjálfstæðisfólk voru á eintali um að skipta með sér embættum. Þetta er mixmeirihluti um bæjarstjóradjobb,“ segir Guðmundur. „Við fengum fyrirheit um það að við gætum átt tal saman, enda það ekkert óeðlilegt. Við komumst aldrei að því borði. Það fyrirheit var svikið af hálfu Framsóknar.“ Hann segir athugavert að ekki hafi verið minnst á málefnaáherslur nýs meirihluta í tilkynningu um meirihlutamyndun í morgun. „Fyrsta tilkynningin er um það hver eigi að vera bæjarstjórinn en ekki orð um það hvað þau ætla að gera. Það er eftirtektarvert. Ég óska þeim alls hins besta en segi það um leið að jafnaðarmenn í Hafnarfirði, sem voru kallaðir til verka, munu veita þessum meirihluta mjög öflugt aðhald, það verður hörkustjórnarandstaða en sanngjörn.“ Jafnaðarmenn muni ýta meirihlutanum til góðra verka Guðmundur hefur víðtæka reynslu úr stjórnmálum, til dæmis sem ráðherra og var bæjarstjóri Hafnarfjarðar 1986 til 1993. Hann segir þó minnihlutasetuna leggjast vel í sig. „Það er prýðilegt og ég tek því mjög alvarlega. Ég byrjaði nú minn feril í bæjarstjórn árið 1982 og þá í minnihluta, þannig að ég kann bæði hlutverkin til hins ítrasta,“ segir Guðmundur. „Ég er til í slaginn. Auðvitað hefði ég viljað vera stjórnarmegin og sýna bæjarbúum það sem orðið á að standa og ganga til verka en það varð ekki og maður horfist í augu við það. Það er veruleikinn í stjórnmálum,“ segir hann. Hann segir að jafnaðarmenn muni láta í sér heyra á kjörtímabilinu. „Vonandi hlustar þessi meirihluti á orð jafnaðarmanna og við munum gera okkar ítrasta til þess. Þetta er mixmeirihluti eins og hér er búinn til þar sem menn eru að skipta á embættum. Það veit aldrei á gott en ég vona hitt fyrir hönd Hafnfirðinga,“ segir Guðmundur. „Fyrst og síðast munum við ýta þessum meirihluta til verka og góðra verka. Það mun ekki standa á okkur.“ Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Tíðinda að vænta í Hafnarfirði á morgun Stefnt er að því að kynna niðurstöðu úr meirihlutaviðræðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Hafnarfirði á morgun. 24. maí 2022 10:51 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Greint var frá því í morgun að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi myndað meirihluta í Hafnarfirði. Fram kom í tilkynningu frá flokkunum að Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri muni sinna starfinu áfram til áramóta 2024 og 2025 og Valdimar Víðisson oddviti Framsóknar muni taka við starfinu á nýársdag 2025. „Þetta leggst nú ekkert sérstaklega vel í mig en var nú nokkuð fyrirséð að Framsóknarflokkurinn, ef hann hefur kost á því, þá vinnur hann yfirleitt til hægri í landsstjórn eða sveitarstjórnarmálum. Það gerist aftur núna,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Framsókn hafi svikið loforð um samtal Samfylkingin í Hafnarfirði vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum og bætti við sig tveimur mönnum. Flokkurinn er nú með fjóra bæjarfulltrúa, jafn marga og Sjálfstæðisflokkurinn, sem missti einn bæjarfulltrúa. Framsókn bætti sömuleiðis við sig manni og er nú með tvo. Guðmundur Árni segir að eðlilegt hefði verið að Framsóknarflokkur og Samfylking hefðu rætt saman um mögulega myndun meirihluta. „Á því var aldrei gefinn kostur þótt ég hafi óskað eftir því oftar en einu sinni. Framsókn og Sjálfstæðisfólk voru á eintali um að skipta með sér embættum. Þetta er mixmeirihluti um bæjarstjóradjobb,“ segir Guðmundur. „Við fengum fyrirheit um það að við gætum átt tal saman, enda það ekkert óeðlilegt. Við komumst aldrei að því borði. Það fyrirheit var svikið af hálfu Framsóknar.“ Hann segir athugavert að ekki hafi verið minnst á málefnaáherslur nýs meirihluta í tilkynningu um meirihlutamyndun í morgun. „Fyrsta tilkynningin er um það hver eigi að vera bæjarstjórinn en ekki orð um það hvað þau ætla að gera. Það er eftirtektarvert. Ég óska þeim alls hins besta en segi það um leið að jafnaðarmenn í Hafnarfirði, sem voru kallaðir til verka, munu veita þessum meirihluta mjög öflugt aðhald, það verður hörkustjórnarandstaða en sanngjörn.“ Jafnaðarmenn muni ýta meirihlutanum til góðra verka Guðmundur hefur víðtæka reynslu úr stjórnmálum, til dæmis sem ráðherra og var bæjarstjóri Hafnarfjarðar 1986 til 1993. Hann segir þó minnihlutasetuna leggjast vel í sig. „Það er prýðilegt og ég tek því mjög alvarlega. Ég byrjaði nú minn feril í bæjarstjórn árið 1982 og þá í minnihluta, þannig að ég kann bæði hlutverkin til hins ítrasta,“ segir Guðmundur. „Ég er til í slaginn. Auðvitað hefði ég viljað vera stjórnarmegin og sýna bæjarbúum það sem orðið á að standa og ganga til verka en það varð ekki og maður horfist í augu við það. Það er veruleikinn í stjórnmálum,“ segir hann. Hann segir að jafnaðarmenn muni láta í sér heyra á kjörtímabilinu. „Vonandi hlustar þessi meirihluti á orð jafnaðarmanna og við munum gera okkar ítrasta til þess. Þetta er mixmeirihluti eins og hér er búinn til þar sem menn eru að skipta á embættum. Það veit aldrei á gott en ég vona hitt fyrir hönd Hafnfirðinga,“ segir Guðmundur. „Fyrst og síðast munum við ýta þessum meirihluta til verka og góðra verka. Það mun ekki standa á okkur.“
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24 Tíðinda að vænta í Hafnarfirði á morgun Stefnt er að því að kynna niðurstöðu úr meirihlutaviðræðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Hafnarfirði á morgun. 24. maí 2022 10:51 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Valdimar tekur við af Rósu í ársbyrjun 2025 Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í Hafnarfirði. Oddvitar flokkanna munu hafa stólaskipti á miðju kjörtímabili. 25. maí 2022 10:24
Tíðinda að vænta í Hafnarfirði á morgun Stefnt er að því að kynna niðurstöðu úr meirihlutaviðræðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Hafnarfirði á morgun. 24. maí 2022 10:51