Fram kemur í tilkynningu frá Landspítala að fólk sem leiti á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna vægari slysa og veikinda geti búist við langri bið eftir þjónustu og ætti þess vegna að leita annað.
Fólk er hvatt til að leita til heilsugæslna á höfuðborgarsvæðinu en auk þeirra sem reknar eru af hinu opinbera sé hægt að leita til Heilsugæslunnar Höfða, Heilsugæslunnar Lágmúla, Heilsugæslunnar Salahverfi og Heilsugæslunnar Urðarhvarfi sem allar eru einkareknar.
Læknavaktin í Austurveri við Háaleitisbraut veiti þá þjónustu á kvöldin og um helgar. Á virkum dögum er þar opið frá 17:00 til 23:30 og frá 9:00 til 23:30 um helgar. Þá er læknavaktin með hjúkrunarfræðinga á símavakt allan sólarhringinn í símum 1770 og 1700.