Hjólin hafi ekki verið hlaðin en rafhlöður geti skapað eldhættu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2022 12:00 Vel gekk að slökkva eldinn, sem kom upp í húsnæði Tunglskins og rafhlaupahjólaleigunnar OSS. Vísir/Eiður Þór Reglur gera ekki ráð fyrir sérstökum aðbúnaði þar sem rafhlaupahjól eru geymd, en slökkviliðsstjóri segir rafhlöður þeirra geta skapað aukna eldhættu. Eldur kom upp í rafhlaupahjólaleigu í Reykjavík í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þar sem hætta var talin á ferðum. Tilkynning um eldinn, sem kviknaði í húsnæði Tunglskins og OSS í Skútuvogi, barst rétt upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Töluverðan reyk lagði frá húsinu þegar slökkvilið bar að garði. Tunglskin og OSS eru með verkstæði og lager í húsinu en síðarnefnda fyrirtækið sérhæfir sig í leigu, viðgerðum og viðhaldi á rafhlaupahjólum. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkvliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkvistarf hafa gengið vel að mestu, en senda þurfti nokkra reykkafara inn í bygginguna. Húsið sé nokkuð umfangsmikið, en slökkviliði hafi tekist að einangra eldinn við það rými þar sem hann kom upp. „Lögreglan tók við vettvangi í gærkvöldi, um miðnætti. Og við höfum ekki heyrt neitt frá lögreglu varðandi rannsóknina, það er ekki komið ennþá,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Hvetur eigendur rafhjóla og hlaupahjóla til að sýna varkárni Jón Viðar segir að samkvæmt upplýsingum slökkviliðs hafi ekki verið hleðsla á þeim hlaupahjólum sem í húsinu voru. Hann hvetur þó eigendur rafhlaupahjóla til að huga að eldvörnum, þar sem rafhlöður á tækjunum geti skapað aukna eldhættu. „Rafhlöður almennt hitna við bruna og eftir því sem þær eru stærri því oftar eru einhverjar líkur á að þær geti verið víðsjárverðari.“ Jón Viðar segir reglugerðir ekki gera sérstaka kröfu um aðbúnað þegar kemur að rafhjólum og hlaupahjólum. Hann telur alltaf tilefni til að rýna í útköll slökkviliðs og læra af þeim. „En við vitum ekki alveg akkúrat ástæður fyrir þessu útkalli, þannig að maður bíður með spekúlasjónir þangað til við fáum niðurstöður úr rannsókn,“ segir Jón Viðar. Rafhlaupahjól Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Rafhlaupahjólin best hlaðin á afviknum stað vegna eldhættu Veruleg hætta getur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Eldur kom upp í íbúð á föstudag sem talinn er hafa kviknað út frá rafhlaupahjóli sem þar var í hleðslu. 20. september 2021 12:32 Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. 27. október 2021 11:51 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Tilkynning um eldinn, sem kviknaði í húsnæði Tunglskins og OSS í Skútuvogi, barst rétt upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi. Töluverðan reyk lagði frá húsinu þegar slökkvilið bar að garði. Tunglskin og OSS eru með verkstæði og lager í húsinu en síðarnefnda fyrirtækið sérhæfir sig í leigu, viðgerðum og viðhaldi á rafhlaupahjólum. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkvliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkvistarf hafa gengið vel að mestu, en senda þurfti nokkra reykkafara inn í bygginguna. Húsið sé nokkuð umfangsmikið, en slökkviliði hafi tekist að einangra eldinn við það rými þar sem hann kom upp. „Lögreglan tók við vettvangi í gærkvöldi, um miðnætti. Og við höfum ekki heyrt neitt frá lögreglu varðandi rannsóknina, það er ekki komið ennþá,“ segir Jón Viðar í samtali við fréttastofu. Hvetur eigendur rafhjóla og hlaupahjóla til að sýna varkárni Jón Viðar segir að samkvæmt upplýsingum slökkviliðs hafi ekki verið hleðsla á þeim hlaupahjólum sem í húsinu voru. Hann hvetur þó eigendur rafhlaupahjóla til að huga að eldvörnum, þar sem rafhlöður á tækjunum geti skapað aukna eldhættu. „Rafhlöður almennt hitna við bruna og eftir því sem þær eru stærri því oftar eru einhverjar líkur á að þær geti verið víðsjárverðari.“ Jón Viðar segir reglugerðir ekki gera sérstaka kröfu um aðbúnað þegar kemur að rafhjólum og hlaupahjólum. Hann telur alltaf tilefni til að rýna í útköll slökkviliðs og læra af þeim. „En við vitum ekki alveg akkúrat ástæður fyrir þessu útkalli, þannig að maður bíður með spekúlasjónir þangað til við fáum niðurstöður úr rannsókn,“ segir Jón Viðar.
Rafhlaupahjól Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Rafhlaupahjólin best hlaðin á afviknum stað vegna eldhættu Veruleg hætta getur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Eldur kom upp í íbúð á föstudag sem talinn er hafa kviknað út frá rafhlaupahjóli sem þar var í hleðslu. 20. september 2021 12:32 Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. 27. október 2021 11:51 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Rafhlaupahjólin best hlaðin á afviknum stað vegna eldhættu Veruleg hætta getur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Eldur kom upp í íbúð á föstudag sem talinn er hafa kviknað út frá rafhlaupahjóli sem þar var í hleðslu. 20. september 2021 12:32
Vara við að tæki séu hlaðin á nóttunni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, varar við því að raftæki séu hlaðin á nóttunni, á meðan enginn getur fylgst með þeim. Borið hefur á að eldur hafi kviknað út frá raftækjum, til dæmis símum, rafhjólum og rafhlaupahjólum. 27. október 2021 11:51