Gestrinir tóku forystuna strax á áttundu mínútu og staðan var orðin 2-0 þegar rétt rúmar tuttug mínútur voru liðnar af leiknum.
Þriðja markið leit dagsins ljós snemma í síðari hálfleik áður en gestirnir gerðu algjörlega út um leikinn rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Viðar Örn var í byrjunarliði Vålerenga, en var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik. Vålerenga er nú án sigurs í seinustu fimm deildarleikjum og þar af hefur liðið tapað fjórum þeirra. Liðið situr í 11. sæti deildarinnar með tíu stig eftir jafn marga leiki.