Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2022 12:00 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til tals í meirihlutaviðræðum. Vísir/Ragnar Visage Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. „Þessi mál eru enn bara öll í skoðun og umræðu, það þarf líka að sækja gögn inn í borgarkerfið og sjá heildarmyndina eftir því sem við ræðum með ítarlegri hætti um þessi mál,“ segir Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni. Framsókn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafa verið í formlegum meirihlutaviðræðum í Reykjavík í fimm daga en Einar segir að engin endanleg niðurstaða hafi náðst í neinum málaflokka. Málin séu öll enn í umræðu. Þá sé ekki búið að úthluta formennsku í borgarráðum til ákveðinna flokka. Eru komin einhver drög að því hverjir fara með formennsku í ákveðnum ráðum? „Nei, við höfum bara verið að ræða málefnin,“ segir Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra sagði á fimmtudag að tímabært sé að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Einar segir það ekki hafa komið til umræðu. „Nei, það hefur ekki komið til tals.“ Kjörtímabili borgarstjórnar, sem kosin var fyrir fjórum árum, lýkur í dag og nýtt kjörtímabil hefst á morgun. Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní næstkomandi en Einar segir meirihlutann ætla að taka sér góðan tíma í viðræðurnar. „Fyrst er bara að ná lendingu og við tökum okkur allan þann tíma sem við þurfum til þess. Undir eru næstu fjögur ár og nokkrir dagar til eða frá skipta engu í því stóra samhengi,“ segir Einar. „Aðalatriðið er það að svara kalli kjósenda um breytingar og Framsókn ætlar að setja mark sitt á þennan meirihluta sem verið er að mynda núna. Við erum af heilindum í þessu samtali og ég skynja það að allir flokkar eru að horfa björtum augum til næstu fjögurra ára og eru metnaðarfullir í því að ná samstöðu um þessi grundvallarmál.“ Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavíkurflugvöllur Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. 26. maí 2022 19:07 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Þessi mál eru enn bara öll í skoðun og umræðu, það þarf líka að sækja gögn inn í borgarkerfið og sjá heildarmyndina eftir því sem við ræðum með ítarlegri hætti um þessi mál,“ segir Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni. Framsókn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafa verið í formlegum meirihlutaviðræðum í Reykjavík í fimm daga en Einar segir að engin endanleg niðurstaða hafi náðst í neinum málaflokka. Málin séu öll enn í umræðu. Þá sé ekki búið að úthluta formennsku í borgarráðum til ákveðinna flokka. Eru komin einhver drög að því hverjir fara með formennsku í ákveðnum ráðum? „Nei, við höfum bara verið að ræða málefnin,“ segir Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra sagði á fimmtudag að tímabært sé að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Einar segir það ekki hafa komið til umræðu. „Nei, það hefur ekki komið til tals.“ Kjörtímabili borgarstjórnar, sem kosin var fyrir fjórum árum, lýkur í dag og nýtt kjörtímabil hefst á morgun. Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní næstkomandi en Einar segir meirihlutann ætla að taka sér góðan tíma í viðræðurnar. „Fyrst er bara að ná lendingu og við tökum okkur allan þann tíma sem við þurfum til þess. Undir eru næstu fjögur ár og nokkrir dagar til eða frá skipta engu í því stóra samhengi,“ segir Einar. „Aðalatriðið er það að svara kalli kjósenda um breytingar og Framsókn ætlar að setja mark sitt á þennan meirihluta sem verið er að mynda núna. Við erum af heilindum í þessu samtali og ég skynja það að allir flokkar eru að horfa björtum augum til næstu fjögurra ára og eru metnaðarfullir í því að ná samstöðu um þessi grundvallarmál.“
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavíkurflugvöllur Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. 26. maí 2022 19:07 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56
Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. 26. maí 2022 19:07
Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31