Skipaður lögráðamaður dró sér þrjár milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2022 11:11 Frá Borgarnesi. Alls var um 178 færslu að ræða á árunum 2016 til 2020. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt konu á sextugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi eftir að hafa sem skipaður lögráðamaður dregið sér rúmar þrjár milljónir króna af bankareikningi skjólstæðings og millifært inn á persónulegan reikning. Alls var um 178 færslu að ræða á árunum 2016 til 2020. Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi konan almennt skilorð í þrjú ár. Konan er jafnframt dæmd til að greiða viðkomandi skaðabætur að fjárhæð 3.075.700 krónur, auk vaxta. Þá er hún einnig dæmd til að greiða þóknun réttargæslumanns brotaþolans, rétt rúmar 600 þúsund krónur. Í dómi kemur fram að konan hafi játað brot sín skýlaust. Hafi það verið metið til refsimildunar að konan hafi verið með hreint sakavottorð, greiðlega gengist við brotum sínum og fallist á bótaskyldu sína. Til refsiþyngingar var nefnt að konan hafi verið skipuð lögráðamaður brotaþolans og hafi þannig verið í stöðu til að ráðstafa fé hans og verði ekki litið öðruvísi á en að hún hafi verið opinber starfsmaður í skilningi 138. gr. almennra hegningarlaga. Ber því að beita refsiþyngingarákvæði þeirrar greinar. Um skyldur skipaðra lögráðamanna segir að lögráðamaður sjálfræðissvipts einstaklings hafi heimild til að taka nauðsynlegar ákvarðanir um þá persónuhagi hans sem hann sé ófær um að taka sjálfur. Þá segir að lögráðamaður ófjárráða einstaklings ráði yfir fé hans, nema lög segi til um annað. Lögráðamaður hins fjárræðissvipta þurfi að skila skýrslu til sýslumanns fyrir 1. apríl ár hvert, þar sem fram komi helstu ákvarðanir um eignir skjólstæðingsins sem teknar hafi verið á liðnu ári. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Alls var um 178 færslu að ræða á árunum 2016 til 2020. Í dómsorðum segir að fresta skuli fullnustu refsingarinnar og hún niður falla, haldi konan almennt skilorð í þrjú ár. Konan er jafnframt dæmd til að greiða viðkomandi skaðabætur að fjárhæð 3.075.700 krónur, auk vaxta. Þá er hún einnig dæmd til að greiða þóknun réttargæslumanns brotaþolans, rétt rúmar 600 þúsund krónur. Í dómi kemur fram að konan hafi játað brot sín skýlaust. Hafi það verið metið til refsimildunar að konan hafi verið með hreint sakavottorð, greiðlega gengist við brotum sínum og fallist á bótaskyldu sína. Til refsiþyngingar var nefnt að konan hafi verið skipuð lögráðamaður brotaþolans og hafi þannig verið í stöðu til að ráðstafa fé hans og verði ekki litið öðruvísi á en að hún hafi verið opinber starfsmaður í skilningi 138. gr. almennra hegningarlaga. Ber því að beita refsiþyngingarákvæði þeirrar greinar. Um skyldur skipaðra lögráðamanna segir að lögráðamaður sjálfræðissvipts einstaklings hafi heimild til að taka nauðsynlegar ákvarðanir um þá persónuhagi hans sem hann sé ófær um að taka sjálfur. Þá segir að lögráðamaður ófjárráða einstaklings ráði yfir fé hans, nema lög segi til um annað. Lögráðamaður hins fjárræðissvipta þurfi að skila skýrslu til sýslumanns fyrir 1. apríl ár hvert, þar sem fram komi helstu ákvarðanir um eignir skjólstæðingsins sem teknar hafi verið á liðnu ári.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira