Priscilla Presley er alsæl með myndina um kónginn Elvis sem hlaut tólf mínútna lófatak Elísabet Hanna skrifar 31. maí 2022 11:31 Austin Butler sem leikur Elvis og Priscilla Presley sem var eiginkona Elvis saman í Cannes. Getty/Stephane Cardinale - Corbis Fyrrverandi eiginkona kóngsins, Pricilla Presley hefur vart undan að hrósa myndinni um líf hans úr smiðju Baz Luhrmann sem var forsýnd í Cannes. Líf Elvis Presley var viðburðaríkt áður en hann lést aðeins 42 ára gamall og því á mörgu að taka. 12 mínútna lófaklapp í Cannes „Ég er að koma heim af kvikmyndahátíðinni í Cannes. Kvikmynd Baz Luhrmanns, Elvis, fékk 12 mínútna uppreist lófaklapp. Það var ekki autt sæti í stóra leikhúsinu að meðtöldum svölunum. Mér skilst að þetta hafi verið lengsta lófaklapp sem nokkru sinni hefur verið eftir kvikmynd. Frammistaða leikarans Austin Butler sem Elvis var dáleiðandi,“ View this post on Instagram A post shared by Olivia De Jonge (@olivia_dejonge) sagði Pricilla Presley eftir forsýningu myndarinnar í Cannes. Pricilla virðist vera afar hamingjusöm með leikaravalið og fór hún meðal annars með Austin á Met Gala. Hér að neðan má sjá myndband af lófatakinu og þeim sem komu að myndinni og fjölskyldu Elvis fagna saman. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=63E4sDeYAnM">watch on YouTube</a> Hrósar Austin Butler og Tom Hanks Eftir að hún sá myndina í fyrsta skipti á sérstakri einkasýningu skrifaði hún fallega færslu um það hversu vel myndin næði að segja sögu Elvis og hrósaði Austin Butler og Tom Hanks fyrir leik sinn: „Austin Butler, sem lék Elvis, er framúrskarandi. Þegar myndin var hálfnuð horfðum við Jerry á hvort annað og sögðum VÁ!!! Bravó til hans ... hann vissi að hann væri að feta í stór spor. Hann var ákaflega stressaður við að leika þetta hlutverk. Ég get aðeins ímyndað mér. Tom Hanks var Col Parker í þessari mynd. Þvílíkur karakter sem hann var.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Gp2BNHwbwvI">watch on YouTube</a> Dóttir hans sátt Dóttir kóngsins Lisa Marie Presley er líka sátt við túlkun leikarans á föður sínum: „Að mínu hógværa mati er frammistaða hans fordæmalaus og LOKSINS unnin af nákvæmni og virðingu.“ Elvis verður frumsýnd hér á landi þann 24. Júní og eru eflaust margir aðdáendur sem eru spenntir að læra meira um líf kóngsins. View this post on Instagram A post shared by Vogue Australia (@vogueaustralia) Baz Luhrmann „Sagan, eins og við vitum öll, hefur ekki góðan endi. En ég held að þú eigir eftir að skilja aðeins meira af ferð Elvis, skrifað af leikstjóra sem lagði hjarta sitt og sál og margar klukkustundir í þessa mynd,“ sagði Pricilla einnig í færslunni. Baz Luhrmann er einnig maðurinn á bak við myndirnar The Great Gatsby og Moulin Rouge. View this post on Instagram A post shared by ELVIS (@elvismovie) Lisa Marie tók í sama streng og móðir sín: „Þú getur fundið fyrir og orðið vitni að þeirri hreinu ást, umhyggju og virðingu sem Baz hefur fyrir föður mínum í gegnum þessa fallegu mynd, og það er loksins eitthvað sem ég og börnin mín og börn þeirra geta verið stolt af að eilífu.“ Setti lífið á Pásu Leikarinn Austin Butler gaf sig allan í hlutverkið og eyddi miklum tíma í það að reyna að skilja einstaklinginn á bak við tónlistarmanninn sem allir þekkja. „Ég setti í rauninni allt annað í lífinu á pásu í tvö ár og reyndi að draga í mig alla vitneskju sem ég gat,“ sagði Austin um hlutverkið. Hann ber mikla virðingu fyrir manninum sem Elvis var og vildi koma honum rétt til skila. Bæði leikarinn og kóngurinn sjálfur misstu móður sína þegar þeir voru 23 ára gamlar og segist Austin hafa fengið hroll við að heyra það og gat tengt við lífsreynsluna. Daginn eftir að tökum lauk í hlutverkinu sem Elvis byrjaði líkami Austin að gefa sig og endaði hann inn á spítala. „Daginn eftir vaknaði ég klukkan fjögur um nóttina með hræðilegan verk og var fluttur í hraði á spítalann,“ sagði hann „Líkaminn minn byrjaði að slökkva á sér daginn eftir að ég kláraði Elvis,“ sagði hann en sem betur fer var um vírus að ræða sem hann er búinn að komast yfir í dag. Barnabörnin stolt Lisa Marie Presley segir börnin sín einnig vera stolt af myndinni og afa sínum eftir að hafa séð hana. Hún bætir því þó við að hún sé leið að sonur hennar Benjamin Keough hafi ekki verið viðstaddur og getað upplifað myndina en hann tók sitt eigið líf árið 2020 aðeins tuttugu og sjö ára gamall. View this post on Instagram A post shared by Lisa Marie Presley (@lisampresley) Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Elvis Presley fær mann til að kikna í hnjánum í kvikmyndahúsum Stikla úr kvikmyndinni Elvis sem fjallar um líf og feril Elvis Presley er komin út og eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá myndina í heild sinni, enda á nógu að taka. Þeir Austin Butler og Tom Hanks eru í aðalhlutverkum. 21. febrúar 2022 10:36 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
12 mínútna lófaklapp í Cannes „Ég er að koma heim af kvikmyndahátíðinni í Cannes. Kvikmynd Baz Luhrmanns, Elvis, fékk 12 mínútna uppreist lófaklapp. Það var ekki autt sæti í stóra leikhúsinu að meðtöldum svölunum. Mér skilst að þetta hafi verið lengsta lófaklapp sem nokkru sinni hefur verið eftir kvikmynd. Frammistaða leikarans Austin Butler sem Elvis var dáleiðandi,“ View this post on Instagram A post shared by Olivia De Jonge (@olivia_dejonge) sagði Pricilla Presley eftir forsýningu myndarinnar í Cannes. Pricilla virðist vera afar hamingjusöm með leikaravalið og fór hún meðal annars með Austin á Met Gala. Hér að neðan má sjá myndband af lófatakinu og þeim sem komu að myndinni og fjölskyldu Elvis fagna saman. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=63E4sDeYAnM">watch on YouTube</a> Hrósar Austin Butler og Tom Hanks Eftir að hún sá myndina í fyrsta skipti á sérstakri einkasýningu skrifaði hún fallega færslu um það hversu vel myndin næði að segja sögu Elvis og hrósaði Austin Butler og Tom Hanks fyrir leik sinn: „Austin Butler, sem lék Elvis, er framúrskarandi. Þegar myndin var hálfnuð horfðum við Jerry á hvort annað og sögðum VÁ!!! Bravó til hans ... hann vissi að hann væri að feta í stór spor. Hann var ákaflega stressaður við að leika þetta hlutverk. Ég get aðeins ímyndað mér. Tom Hanks var Col Parker í þessari mynd. Þvílíkur karakter sem hann var.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Gp2BNHwbwvI">watch on YouTube</a> Dóttir hans sátt Dóttir kóngsins Lisa Marie Presley er líka sátt við túlkun leikarans á föður sínum: „Að mínu hógværa mati er frammistaða hans fordæmalaus og LOKSINS unnin af nákvæmni og virðingu.“ Elvis verður frumsýnd hér á landi þann 24. Júní og eru eflaust margir aðdáendur sem eru spenntir að læra meira um líf kóngsins. View this post on Instagram A post shared by Vogue Australia (@vogueaustralia) Baz Luhrmann „Sagan, eins og við vitum öll, hefur ekki góðan endi. En ég held að þú eigir eftir að skilja aðeins meira af ferð Elvis, skrifað af leikstjóra sem lagði hjarta sitt og sál og margar klukkustundir í þessa mynd,“ sagði Pricilla einnig í færslunni. Baz Luhrmann er einnig maðurinn á bak við myndirnar The Great Gatsby og Moulin Rouge. View this post on Instagram A post shared by ELVIS (@elvismovie) Lisa Marie tók í sama streng og móðir sín: „Þú getur fundið fyrir og orðið vitni að þeirri hreinu ást, umhyggju og virðingu sem Baz hefur fyrir föður mínum í gegnum þessa fallegu mynd, og það er loksins eitthvað sem ég og börnin mín og börn þeirra geta verið stolt af að eilífu.“ Setti lífið á Pásu Leikarinn Austin Butler gaf sig allan í hlutverkið og eyddi miklum tíma í það að reyna að skilja einstaklinginn á bak við tónlistarmanninn sem allir þekkja. „Ég setti í rauninni allt annað í lífinu á pásu í tvö ár og reyndi að draga í mig alla vitneskju sem ég gat,“ sagði Austin um hlutverkið. Hann ber mikla virðingu fyrir manninum sem Elvis var og vildi koma honum rétt til skila. Bæði leikarinn og kóngurinn sjálfur misstu móður sína þegar þeir voru 23 ára gamlar og segist Austin hafa fengið hroll við að heyra það og gat tengt við lífsreynsluna. Daginn eftir að tökum lauk í hlutverkinu sem Elvis byrjaði líkami Austin að gefa sig og endaði hann inn á spítala. „Daginn eftir vaknaði ég klukkan fjögur um nóttina með hræðilegan verk og var fluttur í hraði á spítalann,“ sagði hann „Líkaminn minn byrjaði að slökkva á sér daginn eftir að ég kláraði Elvis,“ sagði hann en sem betur fer var um vírus að ræða sem hann er búinn að komast yfir í dag. Barnabörnin stolt Lisa Marie Presley segir börnin sín einnig vera stolt af myndinni og afa sínum eftir að hafa séð hana. Hún bætir því þó við að hún sé leið að sonur hennar Benjamin Keough hafi ekki verið viðstaddur og getað upplifað myndina en hann tók sitt eigið líf árið 2020 aðeins tuttugu og sjö ára gamall. View this post on Instagram A post shared by Lisa Marie Presley (@lisampresley)
Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Elvis Presley fær mann til að kikna í hnjánum í kvikmyndahúsum Stikla úr kvikmyndinni Elvis sem fjallar um líf og feril Elvis Presley er komin út og eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá myndina í heild sinni, enda á nógu að taka. Þeir Austin Butler og Tom Hanks eru í aðalhlutverkum. 21. febrúar 2022 10:36 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Elvis Presley fær mann til að kikna í hnjánum í kvikmyndahúsum Stikla úr kvikmyndinni Elvis sem fjallar um líf og feril Elvis Presley er komin út og eru margir sem bíða spenntir eftir því að sjá myndina í heild sinni, enda á nógu að taka. Þeir Austin Butler og Tom Hanks eru í aðalhlutverkum. 21. febrúar 2022 10:36