Vaktin: Segja Úkraínumenn hafa lofað að skjóta ekki á skotmörk í Rússlandi Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason og Samúel Karl Ólason skrifa 1. júní 2022 07:30 Gray Eagle drónarnir gætu gert Úkraínumönnum kleift að gera árásir á skotmörk hvar sem er í Úkraínu. General Atomics Bandaríkjamenn munu verða við óskum Úkraínumanna og senda þeim háþróuð og langdræg eldflaugakerfi en aðeins eldflaugar með miðlungs drægi. Joe Biden Bandaríkjaforseti segist vilja styðja við Úkraínu án þess að stigmagna átökin. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Bandarískir embættismenn segjast hafa fengið loforð frá Úkraínumönnum um að vopnin verði ekki notuð gegn skotmörkum í Rússlandi. Í grein í New York Times sagði Biden ekkert benda til þess að Rússar hygðust nota kjarnorkuvopn en kjarnorkuvopnatengdar æfingar standa hins vegar yfir um þessar mundir norðaustur af Mosvku. Rússar eru taldir hafa náð stórum hluta borgarinnar Severodonetsk á sitt vald. Meðal sveita Rússa í borginni eru bardagamenn frá Téténíu. Fall borgarinnar hefði táknræna þýðingu, þar sem hún er höfuðborg Luhansk-héraðs. Danir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um það hvort landsmenn vilja falla frá undanþágum sem Danmörk hefur notið gagnvart sameiginlegum skuldbindingum ESB-ríkjanna í varnarmálum. Stjórnvöld hafa hvatt þjóðina til að segja Já. Afríkubandalagið hefur varað við katastrófískum afleiðingum þess að Rússar heimili ekki matvælaflutninga frá Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu óttast um fræbanka landsins í Kharkív, þar sem Rússar hafa staðið fyrir linnulausum árásum. Í bankanum eru geymd erfðasýni næstum 2.000 korntegunda. Úkraínska þingið segir að minnsta kosti 689 börn hafa látist eða særst í átökunum í landinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Bandarískir embættismenn segjast hafa fengið loforð frá Úkraínumönnum um að vopnin verði ekki notuð gegn skotmörkum í Rússlandi. Í grein í New York Times sagði Biden ekkert benda til þess að Rússar hygðust nota kjarnorkuvopn en kjarnorkuvopnatengdar æfingar standa hins vegar yfir um þessar mundir norðaustur af Mosvku. Rússar eru taldir hafa náð stórum hluta borgarinnar Severodonetsk á sitt vald. Meðal sveita Rússa í borginni eru bardagamenn frá Téténíu. Fall borgarinnar hefði táknræna þýðingu, þar sem hún er höfuðborg Luhansk-héraðs. Danir ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag um það hvort landsmenn vilja falla frá undanþágum sem Danmörk hefur notið gagnvart sameiginlegum skuldbindingum ESB-ríkjanna í varnarmálum. Stjórnvöld hafa hvatt þjóðina til að segja Já. Afríkubandalagið hefur varað við katastrófískum afleiðingum þess að Rússar heimili ekki matvælaflutninga frá Úkraínu. Yfirvöld í Úkraínu óttast um fræbanka landsins í Kharkív, þar sem Rússar hafa staðið fyrir linnulausum árásum. Í bankanum eru geymd erfðasýni næstum 2.000 korntegunda. Úkraínska þingið segir að minnsta kosti 689 börn hafa látist eða særst í átökunum í landinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira