Kjósendur völdu næturstrætó Sindri Freyr Ásgeirsson skrifar 1. júní 2022 11:30 Nú standa yfir meirihlutaviðræður hjá borgarstjórnarflokkum Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, og má ætla að þau séu þar að ræða sameiginlega snertifleti á málefnum. Fyrir sveitastjórnarkosningarnar 14. maí var augljóst að flestir þeirra flokka sem nú eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavíkurborg sammála um ágæti næturstrætó: Afdráttarlausust voru Framsókn og Píratar en í stefnuskrá Framsóknar stendur „Framsókn vill endurvekja næturstrætó”[1] og hjá Pírötum stendur „komum aftur á næturstrætó”[2] . Voru það þessir tveir flokkar sem bættu við sig fylgi í kosningunum og ekki ólíklegt að þessi skýra afstaða gagnvart endurkomu næturstrætó sé hluti af því hvers vegna kjósendur greiddu þeim atkvæði sitt. Í kosningaáherslum Samfylkingarinnar segir að “sett verði aukið fjármagn í rekstur Strætó strax [...] einnig verði skoðað að auka tíðni á völdum leiðum utan háannatíma og/eða lengja aksturstímabil, meðal annars um helgar með næturstrætó”[3] . Að lokum talar Viðreisn um að „Reykjavík setji sér stefnu um næturhagkerfið”[4] en hluti af þörfum næturhagkerfisins eru öruggar samgöngur. Flokkarnir virðast því vera sammála um mikilvægi þess að endurvekja næturstrætó, enda er þessi þjónusta gríðarlega mikilvæg í fjárhagslegu-, umhverfislegu-, og jafnréttislegu tilliti. Næturstrætó er fjárhagsmál Kostnaður við að taka leigubíl er hár eins og bent var á í grein [5] um næturstrætó fyrr í vetur og eftir afléttingu samkomutakmarkana hefur einnig orðið vart við leigubílaskort. Því er næturstrætó mikilvæg þjónusta fyrir stúdenta og annað efnaminna fólk þannig að drjúgur hluti ráðstöfunartekna fólks fari ekki í leigubíl, en vitað er að framfærsla stúdenta er of lág og því nýta stúdentar og yngra fólk sér þjónustu strætó í auknum mæli.[6] Stúdentaráð Háskóla Íslands lagðist gegn áformum Strætó bs. að hætta rekstur næturstrætó m.a. af þessum ástæðum í ályktun sem ráðið sendi frá sér í ágúst 2021.[7] Næturstrætó er loftslagsmál Í umhverfisstefnu strætó stendur „Að upplýsa almenning um ávinning almenningssamgangna og stuðla þannig að aukinni notkun þeirra”[8]. Ljóst er að umhverfisvitund landsmanna er að aukast og mikilvægt er að auka hlutdeild vistvænna samgangna, á daginn sem og á nóttunni. Almenningur vill nýta sér þessa þjónustu og hún þarf að vera í boði fyrir þann hóp. Stór hópur ungs fólks vinnur vaktavinnu eða á óhefðbundnum tímum og því mikilvægt að gera þeim kleift að nýta sér vistvæna og örugga ferðamáta en í dag þarf þetta fólk að nýta sér bílinn ef þau búa út fyrir þjónustusvæði rafhlaupahjólanna. Þjónustan hafði ekki fengið nægilega reynslu þegar hún var lögð niður vegna COVID-19 og mikilvægt að gefa henni annað tækifæri. Næturstrætó er öryggismál Öryggi fólks er takmarkað á nóttunni og núverandi staða í samgöngumálum tengdum næturlífinu eykur á þetta öryggisleysi þar sem einungis dýrir og sjaldséðir leigubílar standa fólki til boða. Því er mikilvægt að aðgengi sé að áreiðanlegum almenningssamgöngum á næturnar, sérstaklega fyrir þann hóp fólks sem er meira berskjaldaður fyrir ofbeldi, til dæmis konur og aðrir minnihlutahópar. Þar sem næturstrætó væri hluti af almenningssamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins væri líklega fleira fólk með í hverri ferð, aukinn fjöldi veitir öryggi. Að ganga heim úr miðborginni er ekki ákjósanlegt fyrir alla. Síðustu ár hafa rafskútur skapað sér stöðu sem einn algengasti ferðamáti fólks, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Rafskútur eru ódýr og umhverfisvæn samgöngutæki og því tilvalinn kostur. Mörg nota rafskútur til að ferðast til og frá skemmtanalífinu og skiptar skoðanir eru á ágætum þess, ljóst er að áfengisneysla og rafskútunotkun fara ekki saman. Til þess að draga úr rafskútunotkun tengdri næturlífinu er nauðsynlegt að bjóða upp á annan umhverfisvænan, ódýran og öruggan ferðamáta. Mikilvægt er að þeir flokkar sem nú eru í meirihlutaviðræðum málamiðli ekki við sjálf sig heldur taki höndum saman, standi við loforðin og setji þetta mikilvæga málefni í forgang í meirihlutasáttmálanum - enda er ljóst að þau eru öll sammála um mikilvægi þjónustu næturstrætó. Kosningar eru til þess að fólkið fái að velja og kjósendur völdu næturstrætó! Undir þetta bréf skrifa: Egill Ö. Hermannsson - varaforseti Ungra umhverfissinna Glódís Guðgeirsdóttir - varaformaður Samtakanna um bíllausan lífsstíl. Sindri Freyr Ásgeirsson - Forseti Röskvu - samtök félagshyggjufólks við HÍ. Sólveig Ástudóttir Daðadóttir - Forseti Q - félag hinsegin stúdenta. Unndís Ýr Unnsteinsdóttir - Forseti Femínistafélags Háskóla Íslands Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams - stjórnarmaður Samtaka Reykvískra Skemmtistaða Heimildir: [1] Kosningastefna Framsóknarflokksins í Reykjavík. Framsókn (2022). [2] Kosningastefna Pírata í Reykjavík. Píratar (2022). [3] Kosningaáherslur Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samfylkingin (2022). [4] Stefna Viðreisnar í Reykjavík. Viðreisn (2022). [5] Næturstrætó fyrir stúdenta. Sindri Freyr Ásgeirsson (2022). [6] Markaðsmál: Sumar & haust 2021. Strætó (2021). Bls 6 [7] Viðbrögð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna þjónustu Strætó bs. á næturnar. Stúdentaráð Háskóla Íslands (2021). [8] Umhverfisstefna Strætó bs. Strætó (2021). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Hagsmunir stúdenta Næturlíf Mest lesið Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Nú standa yfir meirihlutaviðræður hjá borgarstjórnarflokkum Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, og má ætla að þau séu þar að ræða sameiginlega snertifleti á málefnum. Fyrir sveitastjórnarkosningarnar 14. maí var augljóst að flestir þeirra flokka sem nú eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavíkurborg sammála um ágæti næturstrætó: Afdráttarlausust voru Framsókn og Píratar en í stefnuskrá Framsóknar stendur „Framsókn vill endurvekja næturstrætó”[1] og hjá Pírötum stendur „komum aftur á næturstrætó”[2] . Voru það þessir tveir flokkar sem bættu við sig fylgi í kosningunum og ekki ólíklegt að þessi skýra afstaða gagnvart endurkomu næturstrætó sé hluti af því hvers vegna kjósendur greiddu þeim atkvæði sitt. Í kosningaáherslum Samfylkingarinnar segir að “sett verði aukið fjármagn í rekstur Strætó strax [...] einnig verði skoðað að auka tíðni á völdum leiðum utan háannatíma og/eða lengja aksturstímabil, meðal annars um helgar með næturstrætó”[3] . Að lokum talar Viðreisn um að „Reykjavík setji sér stefnu um næturhagkerfið”[4] en hluti af þörfum næturhagkerfisins eru öruggar samgöngur. Flokkarnir virðast því vera sammála um mikilvægi þess að endurvekja næturstrætó, enda er þessi þjónusta gríðarlega mikilvæg í fjárhagslegu-, umhverfislegu-, og jafnréttislegu tilliti. Næturstrætó er fjárhagsmál Kostnaður við að taka leigubíl er hár eins og bent var á í grein [5] um næturstrætó fyrr í vetur og eftir afléttingu samkomutakmarkana hefur einnig orðið vart við leigubílaskort. Því er næturstrætó mikilvæg þjónusta fyrir stúdenta og annað efnaminna fólk þannig að drjúgur hluti ráðstöfunartekna fólks fari ekki í leigubíl, en vitað er að framfærsla stúdenta er of lág og því nýta stúdentar og yngra fólk sér þjónustu strætó í auknum mæli.[6] Stúdentaráð Háskóla Íslands lagðist gegn áformum Strætó bs. að hætta rekstur næturstrætó m.a. af þessum ástæðum í ályktun sem ráðið sendi frá sér í ágúst 2021.[7] Næturstrætó er loftslagsmál Í umhverfisstefnu strætó stendur „Að upplýsa almenning um ávinning almenningssamgangna og stuðla þannig að aukinni notkun þeirra”[8]. Ljóst er að umhverfisvitund landsmanna er að aukast og mikilvægt er að auka hlutdeild vistvænna samgangna, á daginn sem og á nóttunni. Almenningur vill nýta sér þessa þjónustu og hún þarf að vera í boði fyrir þann hóp. Stór hópur ungs fólks vinnur vaktavinnu eða á óhefðbundnum tímum og því mikilvægt að gera þeim kleift að nýta sér vistvæna og örugga ferðamáta en í dag þarf þetta fólk að nýta sér bílinn ef þau búa út fyrir þjónustusvæði rafhlaupahjólanna. Þjónustan hafði ekki fengið nægilega reynslu þegar hún var lögð niður vegna COVID-19 og mikilvægt að gefa henni annað tækifæri. Næturstrætó er öryggismál Öryggi fólks er takmarkað á nóttunni og núverandi staða í samgöngumálum tengdum næturlífinu eykur á þetta öryggisleysi þar sem einungis dýrir og sjaldséðir leigubílar standa fólki til boða. Því er mikilvægt að aðgengi sé að áreiðanlegum almenningssamgöngum á næturnar, sérstaklega fyrir þann hóp fólks sem er meira berskjaldaður fyrir ofbeldi, til dæmis konur og aðrir minnihlutahópar. Þar sem næturstrætó væri hluti af almenningssamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins væri líklega fleira fólk með í hverri ferð, aukinn fjöldi veitir öryggi. Að ganga heim úr miðborginni er ekki ákjósanlegt fyrir alla. Síðustu ár hafa rafskútur skapað sér stöðu sem einn algengasti ferðamáti fólks, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Rafskútur eru ódýr og umhverfisvæn samgöngutæki og því tilvalinn kostur. Mörg nota rafskútur til að ferðast til og frá skemmtanalífinu og skiptar skoðanir eru á ágætum þess, ljóst er að áfengisneysla og rafskútunotkun fara ekki saman. Til þess að draga úr rafskútunotkun tengdri næturlífinu er nauðsynlegt að bjóða upp á annan umhverfisvænan, ódýran og öruggan ferðamáta. Mikilvægt er að þeir flokkar sem nú eru í meirihlutaviðræðum málamiðli ekki við sjálf sig heldur taki höndum saman, standi við loforðin og setji þetta mikilvæga málefni í forgang í meirihlutasáttmálanum - enda er ljóst að þau eru öll sammála um mikilvægi þjónustu næturstrætó. Kosningar eru til þess að fólkið fái að velja og kjósendur völdu næturstrætó! Undir þetta bréf skrifa: Egill Ö. Hermannsson - varaforseti Ungra umhverfissinna Glódís Guðgeirsdóttir - varaformaður Samtakanna um bíllausan lífsstíl. Sindri Freyr Ásgeirsson - Forseti Röskvu - samtök félagshyggjufólks við HÍ. Sólveig Ástudóttir Daðadóttir - Forseti Q - félag hinsegin stúdenta. Unndís Ýr Unnsteinsdóttir - Forseti Femínistafélags Háskóla Íslands Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams - stjórnarmaður Samtaka Reykvískra Skemmtistaða Heimildir: [1] Kosningastefna Framsóknarflokksins í Reykjavík. Framsókn (2022). [2] Kosningastefna Pírata í Reykjavík. Píratar (2022). [3] Kosningaáherslur Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samfylkingin (2022). [4] Stefna Viðreisnar í Reykjavík. Viðreisn (2022). [5] Næturstrætó fyrir stúdenta. Sindri Freyr Ásgeirsson (2022). [6] Markaðsmál: Sumar & haust 2021. Strætó (2021). Bls 6 [7] Viðbrögð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna þjónustu Strætó bs. á næturnar. Stúdentaráð Háskóla Íslands (2021). [8] Umhverfisstefna Strætó bs. Strætó (2021).
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun