Viðskiptahalli ekki verið meiri frá hruni Árni Sæberg skrifar 1. júní 2022 16:01 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Viðskiptahalli á fyrsta ársfjórðungi ársins mældist hærri en hann hefur mælst frá fjármálakreppunni árið 2008. Aldrei þessu vant var halli á öllum helstu undirliðum viðskiptajafnaðarins en greiningardeild Íslandsbanka hefur ekki hringt viðvörunarbjöllum enda reiknar hún með því að þjóðarbúið rétti úr kútnum innan skamms. Í morgun gaf seðlabankinn út svarta skýrslu um viðskiptajöfnuð á fyrsta ársfjórðungi ársins. Samkvæmt henni var viðskiptahalli ríflega fimmtíu milljarðar króna en það er um 27 milljarða króna verri niðurstaða en á sama ársfjórðungi í fyrra. Í pistli Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, á vef bankans segir að viðskiptahalli hafi ekki mælst meiri frá því að efnahagshrun varð landinu árið 2008, séu slitabú föllnu bankanna undanskilin. Þá segir hann að langt sé síðan halli hefur verið á viðskiptum í öllum helstu undirliðum viðskiptajafnaðarins. Í samtali við Vísi segir Jón Bjarki að þetta þýði einfaldlega að íslendingar hafi greitt umtalsvert hærri fjárhæðir til útlanda en streymdu inn í landið. Kemur á óvart en veldur ekki teljandi áhyggjum Í pistli Jóns Bjarka segir að svo mikill viðskiptahalli hafi komið greiningardeild Íslandsbanka nokkuð á óvart en greint var frá því á dögunum að útflutningsverðmæti landsins á fyrsta ársfjórðungi hefðu aukist mikið miðað við sama ársfjóðung í fyrra. Mest aukning varð í útflutningsverðmætum allra stoðanna þriggja; ferðaþjónustu, sjávarútvegi og stóriðju. Til að mynda jukust útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar um 560 prósent. Jón Bjarki segir að niðurstöður dagsins bendi einfaldlega til þess að innlend neysla hafi verið enn meiri en útflutningur. „Við vorum bara að kaupa meiri þjónustu en við seldum. Ekki síst vegna vaxandi ferðagleði landans á fyrsta fjórðungi, sem var ansi myndarleg,“ segir hann. Þá segir hann að hækkandi verð á innflutningi ýti undir aukinn viðskiptahalla en verð hefur hækkað í allri aðfangakeðjunni, en þar má kenna innrás Rússa í Úkraínu og heimsfaraldri Covid-19 um. Þegar álverð hækkar eykst viðskiptahalli Jón Bjarki segir að mikill halli svokallaðs frumþáttatekjujafnaðar hafi mikið að segja um það hversu mikill viðskiptahallinn var á ársfjórðungnum. Frumþáttatekjujöfnuður endurspeglar launagreiðslur og fjármagnstekjur eða -gjöld á milli landa. Í skýrslu Seðlabankans segir að skýringin á miklum halla nú sé fyrst og fremst bætt afkoma fyrirtækja í erlendri eigu en arðgreiðslur og endurfjárfestur hagnaður til erlendra eigenda íslenskra fyrirtækja kemur fram á gjaldahlið í jöfnuði frumþáttatekna, að því er segir í pistli Jóns Bjarka. „Rekstur álveranna og kísilversins fyrir norðan er farinn að ganga miklu betur vegna verðhækkana. Og þó að það sé auðvitað gott fyrir útflutningstekjur af afurðunum sjálfum þýðir það líka að hagnaðurinn fer úr landi af því að þessi fyrirtæki eru öll í erlendri eigu. Þannig að þarna er orðinn viðsnúningur í bókhaldinu, svo skrýtið sem það nú er,“ segir Jón Bjarki. Missa ekki svefn yfir hallanum Jón Bjarki segir að greiningadeild Íslandsbanka hafi ekki hringt öllum viðvörunarbjöllum þar sem hún telji að þjóðarbúið muni rétta úr kútnum fyrir lok árs. Með öðrum orðum er búist við því að útflutningur muni taka fram úr innflutningi á næstunni, en Jón Bjarki segir mikinn vöxt vera á báðum hliðum en örlítið hraðari útflutningsmegin. „Þetta er fyrst og fremst merki um mikinn gang í hagkerfinu fremur en eitthvað ójafnvægi,“ segir hann. Hann segir að ef viðskiptahalli héldi áfram til lengri tíma væri það áhyggjuefni en að litlar líkur séu á því. „Við eigum sem betur fer nokkuð digran varasjóð svo það þyrfti allmarga fjórðunga til að vinda ofan af því en á endanum færi það að taka í hreina erlenda stöðu, nettóeign okkar erlendis, og fyrr eða síðar kæmi það niður á gengi krónunnar,“ segir Jón Bjarki. Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Í morgun gaf seðlabankinn út svarta skýrslu um viðskiptajöfnuð á fyrsta ársfjórðungi ársins. Samkvæmt henni var viðskiptahalli ríflega fimmtíu milljarðar króna en það er um 27 milljarða króna verri niðurstaða en á sama ársfjórðungi í fyrra. Í pistli Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, á vef bankans segir að viðskiptahalli hafi ekki mælst meiri frá því að efnahagshrun varð landinu árið 2008, séu slitabú föllnu bankanna undanskilin. Þá segir hann að langt sé síðan halli hefur verið á viðskiptum í öllum helstu undirliðum viðskiptajafnaðarins. Í samtali við Vísi segir Jón Bjarki að þetta þýði einfaldlega að íslendingar hafi greitt umtalsvert hærri fjárhæðir til útlanda en streymdu inn í landið. Kemur á óvart en veldur ekki teljandi áhyggjum Í pistli Jóns Bjarka segir að svo mikill viðskiptahalli hafi komið greiningardeild Íslandsbanka nokkuð á óvart en greint var frá því á dögunum að útflutningsverðmæti landsins á fyrsta ársfjórðungi hefðu aukist mikið miðað við sama ársfjóðung í fyrra. Mest aukning varð í útflutningsverðmætum allra stoðanna þriggja; ferðaþjónustu, sjávarútvegi og stóriðju. Til að mynda jukust útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar um 560 prósent. Jón Bjarki segir að niðurstöður dagsins bendi einfaldlega til þess að innlend neysla hafi verið enn meiri en útflutningur. „Við vorum bara að kaupa meiri þjónustu en við seldum. Ekki síst vegna vaxandi ferðagleði landans á fyrsta fjórðungi, sem var ansi myndarleg,“ segir hann. Þá segir hann að hækkandi verð á innflutningi ýti undir aukinn viðskiptahalla en verð hefur hækkað í allri aðfangakeðjunni, en þar má kenna innrás Rússa í Úkraínu og heimsfaraldri Covid-19 um. Þegar álverð hækkar eykst viðskiptahalli Jón Bjarki segir að mikill halli svokallaðs frumþáttatekjujafnaðar hafi mikið að segja um það hversu mikill viðskiptahallinn var á ársfjórðungnum. Frumþáttatekjujöfnuður endurspeglar launagreiðslur og fjármagnstekjur eða -gjöld á milli landa. Í skýrslu Seðlabankans segir að skýringin á miklum halla nú sé fyrst og fremst bætt afkoma fyrirtækja í erlendri eigu en arðgreiðslur og endurfjárfestur hagnaður til erlendra eigenda íslenskra fyrirtækja kemur fram á gjaldahlið í jöfnuði frumþáttatekna, að því er segir í pistli Jóns Bjarka. „Rekstur álveranna og kísilversins fyrir norðan er farinn að ganga miklu betur vegna verðhækkana. Og þó að það sé auðvitað gott fyrir útflutningstekjur af afurðunum sjálfum þýðir það líka að hagnaðurinn fer úr landi af því að þessi fyrirtæki eru öll í erlendri eigu. Þannig að þarna er orðinn viðsnúningur í bókhaldinu, svo skrýtið sem það nú er,“ segir Jón Bjarki. Missa ekki svefn yfir hallanum Jón Bjarki segir að greiningadeild Íslandsbanka hafi ekki hringt öllum viðvörunarbjöllum þar sem hún telji að þjóðarbúið muni rétta úr kútnum fyrir lok árs. Með öðrum orðum er búist við því að útflutningur muni taka fram úr innflutningi á næstunni, en Jón Bjarki segir mikinn vöxt vera á báðum hliðum en örlítið hraðari útflutningsmegin. „Þetta er fyrst og fremst merki um mikinn gang í hagkerfinu fremur en eitthvað ójafnvægi,“ segir hann. Hann segir að ef viðskiptahalli héldi áfram til lengri tíma væri það áhyggjuefni en að litlar líkur séu á því. „Við eigum sem betur fer nokkuð digran varasjóð svo það þyrfti allmarga fjórðunga til að vinda ofan af því en á endanum færi það að taka í hreina erlenda stöðu, nettóeign okkar erlendis, og fyrr eða síðar kæmi það niður á gengi krónunnar,“ segir Jón Bjarki.
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira