Borgin sýknuð í þriðja sinn í innviðagjaldsmálinu Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júní 2022 15:24 Hæstiréttur Íslands. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg var í dag sýknuð af kröfum verktakafyrirtækisins Sérverk ehf. í Hæstarétti. Fyrirtækið krafði borgina um endurgreiðslu á rúmlega 120 milljónum króna sem þeir höfðu greitt í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. Borgin hafði áður verið sýknuð í héraðsdómi og Landsrétti, og fengu Sérverk samþykkta áfrýjunarbeiðni á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi sem reyndi á gjaldtökuheimildir sveitarfélaga án lagaheimildar. Reykjavíkurborg hafði gert samninga við lóðarhafa í Vogabyggð um þátttöku þeirra í kostnaði af uppbyggingu hverfisins með útgáfu skuldabréfs. Miðaðist greiðslan við stærð þeirra fasteigna sem heimilt var að reisa á hverri lóð samkvæmt nýju deiliskipulagi. Tóku yfir greiðsluskyldu Sérverk keypti lóðarréttindi af einum viðsemjanda borgarinnar, meðal annars með yfirtöku greiðsluskyldu samkvæmt skuldabréfinu. „Það liggur fyrir – og er ágreiningslaust – að engin lagaheimild er til álagningar innviðagjaldsins en samt sem áður er farið af stað í milljarðaframkvæmdir með tilheyrandi réttaróvissu. Mér finnst þetta raunar með ólíkindum enda hafði borgin borð fyrir báru varðandi gatnagerðargjöldin. Hún hefði getað nýtt lagaheimildir til að leggja á viðbótargatnagerðargjald en kaus að gera það ekki og fara þess í stað þá áhættusömu leið að leggja innviðagjald á lóðarhafa með einkaréttarlegum samningum,“ sagði Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Sérverk ehf. í samtali við Vísi árið 2019 þegar málaferli hófust. Svigrúm til að ákveða forgangsröðun sjálf Um er að ræða prófmál og stóð til að stór hópur verktakafyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins færi í málarekstur gegn borginni skyldi málið vinnast. Hæstiréttur mat það sem svo, líkt og héraðsdómur og Landsréttur, að með samkomulagi Sérverks og Reykjavíkurborgar hafi ekki verið brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttar um jafnræði og meðalhóf. Þá töldu dómarar að ákvæði stjórnarskrárinnar veitti borginni ákvörðunarrétt um nýtingu og ráðstöfun tekna. Þá fengi borgin svigrúm til að ákveða forgangsröðun innan þess ramma, þar á meðal hvort tekjur af einkaréttarlegum samningum rynnu að einhverju marki til lögbundinna verkefna. Sýknun borgarinnar var því staðfest og Sérverk gert að greiða málskostnað Reykjavíkurborgar, alls 1,2 milljónir króna. Dagur ánægður með Hæstarétt Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, er kampakátur með þessa niðurstöðu Hæstaréttar enda mikið undir. „Umræddir samningar hafa verið lykilverkfæri við að endurskipuleggja gömul athafnasvæði í Vogabyggð og Ártúnshöfða og þéttingarreiti mun víðar, fjölga félagslegum íbúðum um alla borg, tryggja félagslega blöndun á eftirsóttum byggingarsvæðum og auka gæði í hinu byggða umhverfi. Ég vil sérstaklega hrósa öllum sem hafa komið að málum þessum af borgarinnar hálfu.“ Hann segir niðurstöðuna vera fagnaðarefni og að hún sé í þágu betra samfélags og almannahagsmuna. „Því viðhorfi að verktakar ættu að geta hirt allan gróðan af umbreytingu borgarinnar en skilið kostnaðinn við endurnýjun hverfanna eftir hjá samfélaginu hefur algerlega verið hafnað. Um leið liggur fyrir að sveitarfélög geta með samningum stuðlað að fjölgun félagslegra íbúða og félagslegri blöndun að fordæmi Reykjavíkur.“ Dómsmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Borgin hafði áður verið sýknuð í héraðsdómi og Landsrétti, og fengu Sérverk samþykkta áfrýjunarbeiðni á þeim grundvelli að málið hefði verulegt almennt gildi sem reyndi á gjaldtökuheimildir sveitarfélaga án lagaheimildar. Reykjavíkurborg hafði gert samninga við lóðarhafa í Vogabyggð um þátttöku þeirra í kostnaði af uppbyggingu hverfisins með útgáfu skuldabréfs. Miðaðist greiðslan við stærð þeirra fasteigna sem heimilt var að reisa á hverri lóð samkvæmt nýju deiliskipulagi. Tóku yfir greiðsluskyldu Sérverk keypti lóðarréttindi af einum viðsemjanda borgarinnar, meðal annars með yfirtöku greiðsluskyldu samkvæmt skuldabréfinu. „Það liggur fyrir – og er ágreiningslaust – að engin lagaheimild er til álagningar innviðagjaldsins en samt sem áður er farið af stað í milljarðaframkvæmdir með tilheyrandi réttaróvissu. Mér finnst þetta raunar með ólíkindum enda hafði borgin borð fyrir báru varðandi gatnagerðargjöldin. Hún hefði getað nýtt lagaheimildir til að leggja á viðbótargatnagerðargjald en kaus að gera það ekki og fara þess í stað þá áhættusömu leið að leggja innviðagjald á lóðarhafa með einkaréttarlegum samningum,“ sagði Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Sérverk ehf. í samtali við Vísi árið 2019 þegar málaferli hófust. Svigrúm til að ákveða forgangsröðun sjálf Um er að ræða prófmál og stóð til að stór hópur verktakafyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins færi í málarekstur gegn borginni skyldi málið vinnast. Hæstiréttur mat það sem svo, líkt og héraðsdómur og Landsréttur, að með samkomulagi Sérverks og Reykjavíkurborgar hafi ekki verið brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttar um jafnræði og meðalhóf. Þá töldu dómarar að ákvæði stjórnarskrárinnar veitti borginni ákvörðunarrétt um nýtingu og ráðstöfun tekna. Þá fengi borgin svigrúm til að ákveða forgangsröðun innan þess ramma, þar á meðal hvort tekjur af einkaréttarlegum samningum rynnu að einhverju marki til lögbundinna verkefna. Sýknun borgarinnar var því staðfest og Sérverk gert að greiða málskostnað Reykjavíkurborgar, alls 1,2 milljónir króna. Dagur ánægður með Hæstarétt Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, er kampakátur með þessa niðurstöðu Hæstaréttar enda mikið undir. „Umræddir samningar hafa verið lykilverkfæri við að endurskipuleggja gömul athafnasvæði í Vogabyggð og Ártúnshöfða og þéttingarreiti mun víðar, fjölga félagslegum íbúðum um alla borg, tryggja félagslega blöndun á eftirsóttum byggingarsvæðum og auka gæði í hinu byggða umhverfi. Ég vil sérstaklega hrósa öllum sem hafa komið að málum þessum af borgarinnar hálfu.“ Hann segir niðurstöðuna vera fagnaðarefni og að hún sé í þágu betra samfélags og almannahagsmuna. „Því viðhorfi að verktakar ættu að geta hirt allan gróðan af umbreytingu borgarinnar en skilið kostnaðinn við endurnýjun hverfanna eftir hjá samfélaginu hefur algerlega verið hafnað. Um leið liggur fyrir að sveitarfélög geta með samningum stuðlað að fjölgun félagslegra íbúða og félagslegri blöndun að fordæmi Reykjavíkur.“
Dómsmál Húsnæðismál Byggingariðnaður Skipulag Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira